110 likes | 259 Vues
Valdefling og notendastýrð þjónusta. “Að vita hvar skórinn kreppir” Ráðstefna um notendastýrða þjónustu Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir. Valdefling og notendastýrð þjónusta. Orð sem allir skilja eða hvað?. Hvað er valdefling?.
E N D
Valdefling og notendastýrð þjónusta “Að vita hvar skórinn kreppir” Ráðstefna um notendastýrða þjónustu Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir Háskóli Íslands Fötlunarfræði
Valdefling og notendastýrð þjónusta Orð sem allir skilja eða hvað?
Hvað er valdefling? Valdefling er í raun allt það sem lýtur að því að efla vald fólks yfir aðstæðum sínum og lífi, allt það sem eflir sjálf og sjálfsmynd fólks, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði Háskóli Íslands Fötlunarfræði
Valdefling getur sprottið úr mismunandi jarðvegi • Lög, markmiðasetning og stefnumótun • Í gegnum íhlutanir og úrræði félagslegra stofnanna • Grasrótarstarf Háskóli Íslands Fötlunarfræði
Er hægt að valdefla aðra? Það er ekki hægt að valdefla annað fólk en það er hægt að skapa aðstæður til þess að valdeflandi ferli geti fari af stað
Vald og valdefling • Flestir skilja valdeflingu þjónustunotenda sem yfirfærslu valds • Frá sérfræðingum/fagfólki til notenda • Áhersla á val, vald og stjórn notenda • Hver er ráðinn, til hvers, hvernig, hvar og hvenær Háskóli Íslands Fötlunarfræði
Vald og valdefling, frh. • Vald felst einnig í: • rými til athafna • innra valdi sem felst í styrk og sjálfstrausti til að bregðast við aðstæðum • Valdi með öðrum sem eflir færni, getu eða möguleika
Samfélagsleg viðhorf • Hugmyndafræði valdeflingar og notendastýrðrar þjónustu nær til allra óháð alvarleika fötlunar • Samfélagsleg viðhorf geta verið meira fatlandi en allt annað • Því meira fatlað sem fólk er því alvarlegri geta viðhorfin verið Háskóli Íslands Fötlunarfræði
Valdeflingarferlið á sér stað í samskiptum fólks • Persónulegur stuðningur krefst náinna samskipta, lipurðar, jafnræðis og virðingar • Valdeflingarferlið getur átt sér stað í gegnum samvinnu fatlaðs fólk og sjálfsþekkingar þess og fagfólks og þekkingar þess
Lokaorð • Hugmyndafræði valdeflingar og notendastýrðrar þjónustu fara afar vel saman • Hugmyndir um fötlun eru samfélagslegar • Persónuleg samskipti • það hvernig staðið er að framkvæmd getur bæði stuðlað að valdeflingu og valdskerðingu • valdefling kemur ekki af sjálfu sér • viðhafa skipulagðar aðgerðir • vinna að almennum viðhorfsbreytingum • Vinna að sjálfstyrkingu