1 / 5

Sýklafræði 103

Sýklafræði 103. Stoðglærur. 4. kafli Sóttvarnir.

tamal
Télécharger la présentation

Sýklafræði 103

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sýklafræði 103 Stoðglærur Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  2. 4. kafliSóttvarnir • Með breytingum á sóttvarnalögum sem Alþingi ákvað þann 17. mars 2007 voru sett ákvæði þess efnis að sóttvarnir skyldu ekki einungis ná til þess að vernda almenning gegn smitandi sjúkdómum heldur einnig gegn öllum óvæntum atburðum sem ógna heilsu manna (health threats). Er þar einkum átt við eiturefni og geislavirk efni. Hugtakið sóttvarnir hefur því víðtækari merkingu en áður en þar er fyllilega í samræmi við íslenskt mál. • Sóttvarnalög fjalla fyrst og fremst almennt um viðbúnað gegn farsóttum og annarri vá og viðbrögð sem nauðsynlegt er að grípa til við sóttvarnir. Þau taka til: • Almennra sóttvarnaráðstafana með ákvæðum um skyldur einstaklinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna, heilbrigðisfulltrúa, heilbrigðisnefnda og dýralækna. • Opinberra sóttvarnaráðstafana vegna hættu á farsóttum og öðrum sóttum innanlands, til eða frá landinu og um aðgerðir vegna hættu á útbreiðslu smits frá einstaklingum, hættulegra sýkla, eiturefna og geislavirkra efna, ónæmisaðgerða, einangrunar smitaðra, sótthreinsunar, afkvíunar byggðarlaga eða landsins alls, lokunar skóla eða samkomubanns. Höfundarréttur: Bogiingimarsson

  3. 4. kafliSóttvarnir • Dauðhreinsun (sterilisering) er aðgerð sem drepur allt líf, þar með talið sýkla og sýklaafurðir, t.d. dvalagró. Sýklar geta ekki fjölgað sér að lokinni dauðhreinsun. Dauðhreinsunaraðferðir eru varasamar og yfirleitt aðeins á færi sérfræðinga. • Sótthreinsun (disinfection) er aðgerð sem fækkar sýklum tímabundið í umhverfi okkar (niður fyrir tiltekin viðmið). Sýklar geta aftur fjölgað sér ef aðstæður breytast þeim í vil. • 1. Smitvörn • 2. Smitgát • 3. Smiteyðing • Enginn eðlismunur er á dauðhreinsun eða sótthreinsun, frekar stigsmunur. • Aðferðir til dauð- eða sótthreinsunar eru: • Hitaaðferðir, efnaaðferðir, síunaraðferðir. Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  4. 4. kafliSóttvarnir Hitaaðferðir (eðlisfræðilegar aðferðir) Aðferðir sem byggja á því að hita (glóða) umhverfi sýkla, oft við hærri þrýsting en er í andrúmslofti. Hiti (varmi) eðlissviftir prótein (ensím) sýkla og kemur þannig í veg fyrir að þeir fjölgi sér. Öruggar og almennt ódýrar aðferðir til sótt- og dauðhreinsunar á tólum og tækjum að því gefnu að umhverfi sýklanna sé ekki viðkvæmt fyrir hita, t.d. matvæli o.s.frv. 1. Venjuleg suða/gufusuða (betri) –sóttvarnir á heimilum- 2. Bunsenbrennari (gasbrennari)/sprittlampi –sóttvarnir t.d. á tilraunastofum- 3. Hitaofn/hitaskápar með viftu –sóttvarnir t.d. á heilbrigðisstofnunum- tannlæknar- 4. Autóklavi (gufusuða undir þrýstingi) –dauðhreinsun á spítölum - 5. Innrauðir hitageislar. –dauðhreinsun t.d. í matvælaiðnaði- 6. Gerilsneyðing (pasteurisering) – sóttvörn á neyslumjólk- Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

  5. 4. kafliSóttvarnir • Efnaaðferðir • Ýmis ólífræn og lífræn efnasambönd nýtast vel til sótt- eða dauðhreinsunar. Mörg þessara efna eru lífshættuleg og því ber að fara varlega með slík efni. Þau fækka eða drepa sýkla með efnatæknilegri verkun. Hvort efni er sótthreinsandi eða dauð- hreinsandi fer eftir: a) sameindagerð, b) efnastyrk, c) tímalengd verkunar, d) viðfang • Mild sótthreinsiefni (antiseptísk efni). Efni sem nota má á hörund eða slímhúð manna til fækkunar örvera, einkum baktería og sveppa. Dæmi: klórhexidín og joðspritt, sjúkrahússpritt. • Sterk sótthreinsiefni (disinfectant efni). Efni sem ekki má nota á hörund eða slímhúð manna. Sérmerkt efni. Dæmi: vítissódi, formalín, aldehýðar. • Dauðhreinsandi efni. Lífshættuleg efni og aðeins notuð af einstaklingum með þar til gert leyfi. Dæmi: ethylen-oxíð Höfundarréttur: Bogi ingimarsson

More Related