1 / 27

Sálfræði 103

Sálfræði 103. Haust 2006 Kennari: Aldís Gunnarsdóttir 1. kafli. Hvað er sálfræði?. Maðurinn hefur leitast við að skilja tilgang lífsins og sjálfan sig svo langt sem sögur herma. Vangaveltur um tengsl líkama og sálar má rekja allt til Aristóteles og Platóns.

tegan
Télécharger la présentation

Sálfræði 103

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sálfræði 103 Haust 2006 Kennari: Aldís Gunnarsdóttir 1. kafli

  2. Hvað er sálfræði? • Maðurinn hefur leitast við að skilja tilgang lífsins og sjálfan sig svo langt sem sögur herma. • Vangaveltur um tengsl líkama og sálar má rekja allt til Aristóteles og Platóns. • Algeng skilgreining er einhvernveginn svo: Sálfræði er sú vísindagrein sem rannsakar atferli og hugarstarfsemi. • Skilgreiningin endurspeglar samt ekki þá fjölbreytni sem einkennir nútímasálfræði.

  3. Starfsemi heilans er nátengt sálarlífinu og því má allt eins segja að sálfræði sé vísindi um huga, heila og hátterni. Sálfræði á rætur að rekja til þriggja fræðigreina þ.e.a.s. Heimspeki (Aristoteles, Descartes, Locke ofl.) Líffræði (lífeðlisfræðilegar uppgötvanir, þróunarkenningar Darwins) Eðlisfræði (vísindaleg vinnubrögð, aðferðafræði= sáleðlisfræði. Sjálfstæð fræðigrein verður til.

  4. Fyrstu sálfræðistefnurnar • Formgerðarstefna (Wundts)= sjálfskoðun • Sálgreining (Freuds)= dulvitund og hvatir • Hlutverksstefna (andsvar Williams James við formgerðastefnunni)=eðli og hlutverk atferlis og hugsana • Atferlisstefnan (John Watson) =áhersla á vísindalegar aðferðir og rannsóknir á atferli en ekki hugarstarfsemi

  5. Ráðandi sjónarmið í nútímasálfræði • Sálgreining • Hugræn sálfræði • Atferlisstefna • Mannúðarsálfræði • Líffræðileg sálfræði • Skoða vel og kunna grein 1.1 bls 18

  6. Vandkvæði við rannsóknir á sálfræði • Má rekja til þess að erfitt er að beyta alltaf sömu aðferðum sökum þess hversu ólík við erum. Taka þarf tillit til: • Umhverfisáreita • Erfðaeiginleika • Starfshátta miðtaugakerfisins • Annarra líkamlegrar starfsemi • Menningarþátta • Reynslu einstaklingsins • Persónulegra þátta á borð við greind, persónuleika og andlegt heilbrigði.

  7. Viðfangsefni sálfræðinga geta verið mjög margbreytileg t.d. • Að lifa án minnis – myndin memento á að nokkru leiti fyrirmynd í raunveruleikanum. árið 1958 var gerð aðgerð á manni til að koma í veg fyrir alvarlega flogaveiki. • Með því að nema á brott hluta af innra borði gagnaugablaðs í báðum heilahvelum og m.a. Svæði sem nefnist “dreki” • Varð algerlega ófær um að flytja endurminningar frá skammtímaminni yfir í langtímaminni.

  8. Í hverju er andlitsfegurð fólgin? • Judith Langlois og Lori Roggman (1990) gerðu hugvitsamlega tilraun til að komast að því hvers konar andliti fólk hrífst helst af. • Settu saman myndir af ólíku fólki • Niðurstaðan var sú að okkur þykir hið dæmigerða meðalandlit fallegast. • Fleiri dæmi um viðfangsefni sálfræðinga er að greina athyglisbrest með ofvirkni. Þá er orðið röskun notað sem merkir frávik frá eðlilegu ástandi, andlegu eða líkamlegu. • Sálfræðingar sinna oft öryggismálum (mannþáttafræði) þ.e.a.s. Til að tryggja samskipti manns og vélar

  9. Það eru mörg álitamál í sálfræði t.d. • Eru hugtökin frjáls vilji og löghyggja ósamrýmanleg? • Löghyggja= gengið út frá því að hegðun sé háð orsakalögmálum og hlutverk sálfræðinnar er að skýra þessi lögmál • Frjáls vilji= innri og ytri orsakir en fyrst og fremst undir einstaklingnum komið hvernig hann bregst við áreitum. • Löghyggja skiptist í tvennt í væga löghyggju og eindregna löghyggju

  10. Eindregin Löghyggja Atferlisstefnan Sálgreining (kenningar Freuds) Líffræðileg sálfræði Væg löghyggja hugfræðingar Fjáls vilji Mannúðarsálfræðingamá telja talsmenn hins frjálsa vilja Undir löghyggju og frjálsan vilja flokkast eftirfarandi stefnur.

  11. Hvort mótast maðurinn meira af erfðum eða umhverfi? • Ásköpunarhyggja: meðfædd þekking • Reynsluhyggja: hver og einn verður að afla sér þekkingar á heiminum. “tabula rasa” þýðir óskrifað blað og er oft notað þegar vitnað er í reynsluhyggju. • Skoða mynd 1.3. bls 29.

  12. Hvort skipta erfðir eða umhverfi meira máli við rannsóknir á orsökum geðklofa? • Geðklofi leggst á u.þ.b. 1% manna • Einkennin eru: brengluð hugsun, ofheyrnir og ýmsar aðrar ranghugmyndir. • Líffræðilegi þátturinn er talin vega þungt. • Margt bendir til að geðklofi sé arfgengur. • Nánir ættingjar geðklofa eru líklegri en aðrir til að greinast með röskunina. • Áhættan stendur að nokkru leiti í hlutfalli við hve skyldleikinn er mikill. • Sjá mynd 1.4.

  13. Ólík sjónarmið í nútímasálfræði • Nútímasálfræðingar hafa gert sér grein fyrir að engin ein stefna flytur stór sannleik • Líffræðileg sjónarmiðið • Atferlissjónarmiðið • Hugræn sjónarmiðið • Sjónarmið sálgreiningar • mannúðarsjónarmiðið

  14. Líffræðilega sjónarmiðið • Líta svo á að öll sálræn starfsemi tengist virkni í heilanum og taugakerfinu • Hefur gengt mikilvægu hlutverki í sálfræði frá upphafi, bæði í USA og Evrópu • Tekur til þróunar og þroska heilans, skynjunar, áhrifa geðlyfja og heilaskaða á sálarlíf sem og til taugafræðilegra forsendna náms, minnis, máls og hugsunar.. • ...á þessu sést að líffræðileg sálfræði kemur inn á flest svið sálfræðinnar.

  15. Atferlissjónarmiðið • Hefur orðið fyrir áhrifum frá þróunarkenningum Darwins, kemur fram með því móti að ekki er gert ráð fyrir að grundvallarmunur sé á atferli manna og dýra • Einkennist af strangri vísindahyggju og rannsóknir fara gjarnan fram á tilraunastofum • Grunnlögmál atferlisstefnunnar eru a) viðbragsskilyrðing b) virk skilyrðing • Þær hafa veitt mikilsverðar upplýsingar um hvernig hegðun manna og dýra mótast

  16. Hugræna sjónarmiðið • Er í vissum skilningi horfið aftur að uppruna sálfræðinnar, athugun á eðli og eiginleikum mannshugarins • Andsvar við þröngu sjónarhorni atferlishyggjunnar. • Hefur mestan áhuga á að rannsaka hvað gerist innra með fólki t.d. Vitsmunarlegt ferli (hvernig við förum að því að muna, draga ályktanir, lesa, taka ákvarðanir og leysa hvers kyns vitrænar þrautir • Samkv, atferlissjónarmiðinu er samband á milli áreits og svörunar það sem öllu máli skiptir en hugræna því sem gerist þar á milli, þeirri úrvinnslu sem á sér stað í mannshuganum frá því að áreiti verkar og þar til svörun á sér stað.

  17. Sjónarmið sálgreiningar • Byggist á kenningum Freuds (1856-1939) • Hann var læknir sem rannsakaði m.a. Sefsýki, er afar sjáldgæf nú en lýsir sér í líkamlegum einkennum sem rekja má til geðraskana • Hann taldi að sefsýki ásamt öðrum geðsjúkdómum, væri að leita í dulvitaðri andlegri togstreitu, gjarnan af kynferðislegum toga, sem oft mætti rekja til bernsku einstaklingsins. • Freud var brautryðjandi á sviði sálfræði og hneiksluðu kenningar hans marga. • Þekktastar eru kenningar hans um drauma sem fjallað verður um í 9 kafla.

  18. mannúðarsjónarmiðið • Leggja megináherslu á það sem þeir telja vera einstaka mannlega eiginleika • Oft kallað þriðja aflið í sálfræði sem mótvægi við atferlishyggju og sálgreiningu • Að þeirra mati átti sálfræði að snúast um mannlega eiginleika eins og ást, von, sköpunargáfu og sjálfsvirðingu. • Þekktustu mannúðarsálfræðingarnir voru Carl R Roger (1902-1987) og Abraham Maslow (1908-1970) • Hugtakið sjálfsbirting þýðir: þörf mannsins til að vaxa og nýta hæfileika sína til fullnustu. • Mannúðarsálfræði hefur mótað siðareglur innan sálfræðinnar “að virða einstaklinginn sem manneskju en ekki tilraunadýr” • Lögð er áhersla á einstaka mannlega eiginleika Horfið er frá löghyggjunni og gengið út frá því að maðurinn hafi frjálsan vilja. • kemur fram með góð og gild sjónarmið en er í eðli sínu ekki mjög vísindaleg Hér er kannski um viðhorf að ræða fremur en stefnu Einnig hafa mannúðarsálfræðingar sett fram öflug meðferðarform

  19. Carl Rogers Samhygðarhópar Abraham Maslow Þarfapíramídinn Þekktustu mannúðar sálfræðingarnir

  20. Þarfapíramídi Maslows • Sjálfsþroski VAXTAÞARFIR • Viðurkenningaþörf • Félagsþarfir • Öryggisþarfir GRUNNÞARFIR • Líkamlegar þarfir

  21. Helstu undirgreinar sálfræðinnar • Afbrigðarsálfræði= hegðun eða andlegt ástand sem víkur frá því sem eðlilegt getur talist. Meginviðfangsefnin eru geðraskanir og tilfinninga- og persónuleikaraskanir • félagssálfræði= fjallar um hvernig félagsleg áhrif móta hegðun, viðhorf og skoðanir • Hugræn sálfræði= tekur til rannsókna á minni, hugsun, athygli, skynjun og máli • Klínísk sálfræði og ráðgjafarsálfræði= nátengt starfi geðlækna • Líffræðileg sálfræði, réttarsálfræði, persónuleikasálfræði, skólasálfræði, tilraunasálfræði, vinnu –og skipulagssálfræði og þroskasálfræði.

  22. Sigmund Freud fæddist 1856 og lærði læknisfræði við háskólann í Vín. • Sérhæfði sig í taugasjúkdómafræði. • Er frumkvöðull Sálgreiningar (Djúpsálfræði). • Sálgreining er lýsing á starfsemi mannshugans og aðferð til að ráða bót á ýmiskonar taugaveiklun og sálrænum þjáningum.

  23. Uppbygging persónuleikans • ID • Það • Vellíðunarlögmál • EGO • Sjálf • Sáttasemjari • SUPER EGO • Yfirsjálf • Samviska

  24. ID Meðfætt 0-6 mánaða Vellíðunarlögmálið Grunnhvatir mannsins SUPER EGO 5 ára og uppúr Fullkomnunarlögmálið Samviska einstaklingsins Dæmir ákvarðanir sjálfsins EGO 8 mán – 5 ára Raunveruleikalögmálið Lítur til með frumsjálfinu ID, EGO OG SUPER EGO

  25. Freud taldi að vitund mannsins væri aðeins lítill hluti af mannshuganum. • Það sem þaðið vill en yfirsjálfinu finnst óþægilegt er gjarnan ýtt út úr vitundinni, t.d. með réttlætingu eða frávarpi. • Það sem er í undirvitund hefur engu að síður áhrif á okkur og getur ráðið tilfinningum og athöfnum. • Slíkt gerist gjarnan með mistökum (Freudian slip) og draumum.

  26. Draumar sýna þó ekki beint merkingu heldur sýna þeir svokallað “ljóst inntak”. Hið “leynda inntak” kemur einungis fram með túlkun eða draumstarfi. • Stundum er starf sálkönnuðar kallað “sálræn fornleifafræði”. • Kenning Freud um hið dulvitaða varð mjög þýðingarmikið í listum og bókmenntum, svo sem hjá súrrealistum.

  27. Margt hefur breyst frá því að Freud skrifaði kenningu sína og í dag er togstreitan minni og e.t.v. öðruvísi. • Í dag eru nútímasálfræðingar að mestu sammála um að erfðir og umhverfi spili saman í persónuleika fólks • Engu að síður eru kenningar Freuds áhugaverðar út frá heimspekilegu sjónarmiði.... • Ennþá eru til sálfræðingar sem byggja sínar sálgreiningar eingöngu á kenningum Freuds.. • ....þó er það í miklu undanhaldi.

More Related