1 / 14

Hreyfing Útivera Útileikir

Hollusta og heilbrigði. Hreyfing Útivera Útileikir. Aðalnámskrá.

thalia
Télécharger la présentation

Hreyfing Útivera Útileikir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hollusta og heilbrigði Hreyfing Útivera Útileikir HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  2. Aðalnámskrá • Í Aðalnámskráleikskóla segir: Börn hafa ríka þörf fyrir að hreyfa sig frjálst og óhindrað. Í leikskóla ber því að leggja áherslu á hreyfingu barna og hreyfiuppeldi. Öll hreyfing stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan. Leikir, sem reyna á líkamann, veita barni útrás. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  3. Hreyfigreind • Garnder hefur aðgreint hina ýmsu hæfileika barnsins í 8 og jafnvel 9 greindarflokka. • Einn þeirra er hreyfigreindin (bodilykinesthetic intelligence). • Börn eru mjög misjafnlega gerð fyrir hreyfingu. Sum hafa litla færni, eru stirð og klaufsk, önnur hafa allt nema áhugann á að hreyfa sig. • Það sem aðskilur börn með hreyfigreind frá hinum er þegar saman fara bæði áhugi og hæfileiki, börnin eru öll á hreyfingu og geta ekki að því gert. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  4. Mikilvægi hreyfingar • Mikilvægi hreyfingar hefur ekki verið ofmetið. • Hreyfingin mikilvægari en mataræðið ef börn eru of feit. • Börn sem búa yfir góðri hreyfifærni og líkamsstyrk eiga auðveldara með að njóta útiveru og gönguferða. • Andlegi og félagslegi þátturinn byggist að miklu leiti á góðri hreyfifærni. • Við uppbyggingu sjálfsmyndar skiptir hreyfifærni mjög miklu máli. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  5. Mismunandi þörf kynja! • Við þekkjum hina mismunandi þörf sem virðist ríkja á milli kynja, strákar hafa umfram stelpur þessa þörf fyrir að hnoðast, reyna sig, hver er sterkastur, raða sér í ákveðinn virðingarstiga eftir styrk og stærð. • Stelpur reyna sig í tækjum s.s. rólum og rennibrautum, klifurgrindum og í hoppleikjum. En e.t.v.eru þær ekki svo mikið að bera sig saman við þær aðstæður. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  6. Útivera Í Aðalnámskrá segir: • Hreyfing og útivera eru samtengdir þættir. Í útiveru komast börn í snertingu við náttúruna, þau skynja nánasta umhverfi sitt og læra að meta það. Utan dyra geta börn leyft sér ærslaleiki, hróp og köll. Þar geta þau hlaupið, hoppað, stokkið og klifrað. Leikvellir leikskóla eiga að vera vel fallnir til alls konar hreyfileikja, bæði sjálfsprottinna og skipulagðra. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  7. Föst útivera eða val? • Á tímabili voru uppi raddir um mikilvægi þess að börnin hefðu daglegt val um úti- eða inniveru. • Sömu börnin velja inniveruna og hvernig réttlætir leikskólinn það gagnvart því sem stendur í Aðalnámskrá? • Val einstaka daga er í góðu lagi. • Útivera einu sinni á dag og eftir óskum og aðstæðum því til viðbótar. • Tímalengd getur verið mjög misjöfn en engin ástæða er til annars en að venja börn við íslensku veðurfari með öllum sínum fjölbreytileika. • Rok og/eða frost yfir 12°c er ekki æskilegt fyrir neitt barn. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  8. Útivera eða val, frh. • Útiveru fylgir ekki alltaf hreyfing. • Kennarinn á að vera meðvitaður um það í útiverunni hvað börnunum líður. • Mikill munur á athafnasemi barna eftir aldri. • Æskilegt að hægt sé að bjóða börnunum út til skiptis eftir aldri og jafnvel kyni. • Sjá til þess að leikvöllurinn bjóði upp á fjölbreytt viðfangsefni. Föst leiktæki, leikföng og náttúrulegar aðstæður. • Gátlistar og öryggi barnanna. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  9. Útivera og veik börn • Í öllum leikskólum gildir sama regla sem er sú að hafi barn verið veikt heima má það vera undanþegið útiveru í tvo daga í leikskólanum eftir veikindi. • Sumir foreldrar eru sífellt með óskir um undanþágu frá þessari reglu. • Bjóða stutta útiveru sem málamiðlun. • Börn með undanþágu vegna asthma eða annarra sérstakra aðstæðna. • Leikskólar eru ekki sjúkrastofnanir. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  10. Læknabréf • - Barn með hækkaðan líkamshita, verki eða slen ætti ekki undir neinum kringumstæðum að dvelja í leikskóla. • - Barn smitar mest þegar það er að veikjast og barn skal dveljast heima 1-2 daga hitalaust eftir veikindi. • - Barn með augljóst smit ætti aldrei að sækja leikskóla (streptokokka, skarlatssótt, sumar lungnasýkingar, sýkt og opin húðsár og niðurgang af bakteríuvöldum). • - Sýklameðferð verður að hafa staðið í a.m.k. einn sólarhring áður en barn kemur aftur í leikskóla. • - Flestar veirusýkingar ( kvef, magapest, influenza og útbrotapestir aðrar en skarlatssótt) eru smitandi í a.m.k. viku. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  11. Læknabréf frh. • - Greinist njálgur eða kláðamaur ætti öll fjölskyldan að fá meðferð samtímis og daginn eftir meðferð er smithætta liðin hjá og barn má fara aftur í leikskóla. • - Lyfjagjafir í leikskólum ættu í flestum tilfellum að vera óþarfar, því aðeins í undantekningartilvikum þarf að gefa lyf oftar en þrisvar á dag. • - Þótt það þurfi að gefa lyf þrisvar skiptir ekki máli þótt rúmir 8 tímar líði á milli gjafa. • - Ef um undantekningu á lyfjagjöf er að ræða sem gætu verið sykursýkis- asthma- ofnæmis- og hugsanlega ofvirknislyf, er ráðlegt að foreldrar fái skrifleg fyrirmæli frá lækni til að sýna leikskólastarfsmönnum. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  12. Vinnureglur í útiveru. • Útivera á að vera til ánægju. Hún er nauðsynleg öllum börnum vegna hreyfinga og rýmis. Útivera getur létt á álagi sem sum börn upplifa í þrengri hópum. • Kennarar hvetji til leikja ef þarf, hópleikja og hreyfileikja með eigin þátttöku og haldi af og til skráningu um skiptingu barnanna á leiksvæðinu, og annað sem vekur athygli og skiptir máli í upplýsingaöflun. • Gæta verður að því að öryggisþættir séu í fullkomnu lagi, og aldrei má hleypa út barni nema kennari sé mættur út. • Börn mega aldrei vera eftirlitslaus HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  13. Leikir í útiveru Flokka má hreyfileiki í eftirfarandi flokka: • Regluleiki sem eru hringleikir, eltingarleikir, feluleikir og boltaleikir. • Frjáls, sjálfsprottinn leikur. Stundum eru vinirnir búnir að ákveða áður en þeir fara út í hvaða leik þeir ætla. • Regluleikir geta skiptast í hópleiki og einstaklingsleiki. • Í regluleikjum reynir á ögun og uppbyggingu sjálfsins. • Gildi hópleikjanna er samkenndin, hópurinn vinnur eða tapar. • Einstaklingskeppnin er vægðarlausari, þá er ein-staklingurinn einn á toppnum eða botninum. HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

  14. Gönguferðir Gönguferðirnar eru í marga staði ánægjulegar og æskilegar. Þá er gott að fara með litla hópa svo að samhliða góðri hreyfingu sé hægt að skoða umhverfið og spjalla um það sem ber fyrir augu, lesa á skilti og skoða saman allt annað sem ber fyrir augu. Hvað með gönguböndin? Eru þau úrelt eða hagnýt? Ábyrgð kennaranna utan leikskólalóðar! HOLO febr 2003 Sigrún Jónsdóttir

More Related