1 / 79

Árangursríkar mats- og kennsluaðferðir byggðar á atferlisgreiningu

Árangursríkar mats- og kennsluaðferðir byggðar á atferlisgreiningu. Dr. Anna-Lind Pétursdóttir annalind.petursdottir@reykjavik.is. Námserfiðleikar, dyslexia, athyglisbrestur með ofvirkni, vonleysi, slök sjálfsmynd… Hvað er til ráða? “Að meðaltali 2 ára framfarir í færni á 40 tímum”

thor-slater
Télécharger la présentation

Árangursríkar mats- og kennsluaðferðir byggðar á atferlisgreiningu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Árangursríkar mats- og kennsluaðferðir byggðar á atferlisgreiningu Dr. Anna-Lind Pétursdóttir annalind.petursdottir@reykjavik.is

  2. Námserfiðleikar, dyslexia, athyglisbrestur með ofvirkni, vonleysi, slök sjálfsmynd… • Hvað er til ráða? • “Að meðaltali 2 ára framfarir í færni á 40 tímum” • “Eins árs framfarir í slakasta faginu á 5 vikum tryggð”

  3. Dagskrá • Atferlisgreining og kennsla • Matsaðferðir – 3 stig • Svörun við inngripi • ný nálgun við greiningu og meðferð námserfiðleika • Árangursríkar kennsluaðferðir • Er jákvæð styrking varasöm? • Dæmi um árangursríka kennsluhætti • Bein kennsla • Hnitmiðuð færniþjálfun

  4. Atferlisgreining • Vísindagrein sem fæst við rannsóknir og hagnýtingu á lögmálum hegðunar. • Meginmarkmið: öðlast skilning á því hvernig megi spá fyrir og hafa áhrif á hegðun og nám einstaklinga • Vísindaleg, lausnamiðuð og bjartsýn nálgun að kennslu • Gengið út frá því að ALLIR GETI LÆRT • Spurning um að finna aðferðir sem henta hverjum nemanda

  5. Markmið kennslu • Mikilvæg markmið kennslu eru að gera nemendur færa í námsefninu og hæfa til að beita þekkingu sinni við nýjar aðstæður og á flóknari viðfangsefni. • Nemendur þurfa einnig að geta viðhaldið færni sinni yfir tíma og vera færir um sjálfstæð vinnubrögð og þekkingaröflun. • Þegar þessum markmiðum er náð skilar það sér einnig í bættri hegðun og líðan nemenda. • Nemendum sem gengur vel í skólanum líður betur og sýna síður erfiða hegðun

  6. Grunnurinn: Markmið - mat “Sá sem heillast af verklagi án vísinda er eins og skipstjóri sem heldur til sjávar án stýris eða áttavita, og getur því aldrei vitað hvert hann er að fara.” Leonardo da Vinci

  7. Grunnurinn: Markmið - mat • Mikilvægt að meta hvar nemandi er staddur og hvert hann er að stefna • miðað við jafnaldra • Stöðluð, normuð próf • Prósenturöð (%ile) - staðalfrávik • miðað við markmið í lok skólaárs • Námsskrártengdar mælingar • miðað við markmið dagsins eða vikunnar • Hlítarnámsmælingar (mastery measurement) • Fagleg vinnubrögð • Sýnir árangur í starfi

  8. Þrjú stig matsaðferða Grófar (Macro) Miðlungi nákvæmar (Meta) Nákvæmar (Micro)

  9. Grunnurinn: Markmið og mat Mismunandi matsaðferðir á frammistöðu og framförum nemenda

  10. Þrjú stig matsaðferða Grófar (Macro) Miðlungi nákvæmar (Meta) Nákvæmar (Micro)

  11. Stöðluð, normuð próf • Dæmi: Greindarpróf, kunnáttupróf • Meta stöðu nemanda á tilteknu sviði miðað við jafnaldra • Notuð í hefðbundinni nálgun við að greina sértæka námserfiðleika

  12. Stöðluð, normuð próf, frh. Kostir: • Yfirgripsmikil, margþætt • Gefa stöðu nemanda miðað við jafnaldra Gallar: • Þarf sérfræðiþjálfun fyrir fyrirlögn • Hætt við að litið sé á niðurstöðu sem endanlega • Geta haft neikvæð áhrif á markmið og væntingar til nemanda • Ekki búist við því að nemandi geti náð sama árangri eins og aðrir nemendur • Slakur mælikvarði á framfarir nemanda • gróf mæling (skor breytist lítið) • ekki hægt að leggja fyrir með stuttu millibili

  13. Þrjú stig matsaðferða Grófar (Macro) Miðlungi nákvæmar (Meta) Nákvæmar (Micro)

  14. Námsskrártengdar mælingar • Curriculum-based Measurement (CBM) • Deno (1985, 2003) • Stuttar (1-5 mín) mælingar á nákvæmni og hraða nemanda í grunnfögum • Nákvæmni og hraði betri mælikvarði á færni en nákvæmni ein sér • Mælingarnar fela í sér efni úr almennri námsskrá hvers skólaárs • Margar sambærilegar útgáfur

  15. Námsskrártengdar mælingar, frh. • Þyngdarstig mælinga það sama innan hvers árs • það sem á að vera búið að ná í lok skólaárs • Frammistaðan endurspeglar að hve miklu leyti nemandinn hefur tileinkað sér efni námsskrár í tilteknu fagi • Skor tekin saman og sett upp á myndrænan hátt

  16. Kostir • Einföld og fljótleg fyrirlögn • Staðlaðar, stuttar fyrirlagnarreglur • Mæling í 1-5 mínútur • Innihald skarast við námsefni • Skor hefur háa fylgni við ítarlegri, stöðluð kunnáttupróf • Hægt að kortleggja stöðu allra nemenda... • miðað við aðra í bekknum, skólanum eða raunprófuð skimunarmörk og markmið • ...og finna þá sem þurfa stuðning til að ná markmiðum fyrir lok skólaárs

  17. Kostir, frh. • Hægt að leggja oft fyrir • Næmt fyrir framförum nemenda • Notkun námsskrártengdra mælinga hefur jákvæð áhrif á námsárangur nemenda • Hægt að finna fljótt þá sem þurfa stuðning • Auðveldar markmiðssetningu • Hvetjandi fyrir nemendur og kennara • Sjáanlegur árangur

  18. Áreiðanlegt og réttmætt mat Meðal niðurstaðna 30 ára rannsókna í BNA: • Áreiðanleiki lestrar-NTM • milli mism. útgáfa (Alternate form): 0.84-0.96 • endurprófunar (Test-retest): 0.82-0.97 • Réttmæti lestrar-NTM • Viðmiðsréttmæti (Criterion-related validity) • Há fylgni við umfangsmikil, stöðluð lestrarpróf • yfirleitt yfir 0.80 (0.63-0.90) • Innihaldsréttmæti (Content validity) • Hátt: atriðin endurspegla námsefnið/námsskrá • Kennsluréttmæti (Instructional validity) • Endurspeglar gagnsemi fyrir nemandann • Hátt: stuðlar að bættum námsárangri

  19. Gerðir Námsskrártengdar mælingar eru notaðar í flestum fylkjum BNA m.a. til að meta: • Lestrarfærni • Stærðfræði • Ritun • Stafsetningu • Náttúrufræði

  20. Námsskrártengdar mælingar á lestrarfærni - dæmi • 5 ára bekkur: Flæði í að segja hljóð stafa • Letter-Sound Fluency • 1. bekkur: Flæði í að lesa stök orð • Word Identification Fluency • 2.-3. bekkur: Flæði í að lesa samfelldan texta • Passage Reading Fluency • 4.-6. bekkur: Flæði í að fylla í eyður í samfelldum texta • Maze Fluency

  21. Flæði í að lesa samfelldan textaPassage Reading Fluency • Fyrirmæli:Þegar ég segi “Gjörðu svo vel að byrja”, byrjaðu að lesa upphátt efst á síðunni. Lestu frá vinstri til hægri. Reyndu að lesa hvert orð. Ef þú kemur að orði sem þú getur ekki lesið, mun ég lesa það fyrir þig. Lestu eins vel og þú getur. Hefurðu einhverjar spurningar? • Athugandi metur frammistöðu á sérblaði • Skor: Fjöldi rétt lesinna orða á mínútu í texta á viðeigandi þyngdarstigi • Útkoman færð í graf

  22. Dæmi um texta og upp-setningu

  23. Notkun námsskrártengdra mælinga • spá fyrir um gengi nemenda á samræmdum prófum í lok skólaárs • skima - finna nemendur í áhættu • miðla upplýsingum um stöðu og námsframvindu nemenda til foreldra og samstarfsfólks

  24. Notkun námsskrártengdra mælinga, frh. • meta áhrif mismunandi kennsluaðferða • finna nemendur sem ekki eru að taka nægum framförum í almennri kennslu og gætu þurft á sérkennslu að halda • meta framfarir nemenda í að ná markmiðum einstaklingsáætlunar

  25. Ný nálgun - RTI Ný nálgun við mat og kennslu nemenda með námserfiðleika: Svörun við inngripi (Response to Intervention - RTI) felur í sér að: • bregðast snemma við námserfiðleikum, • fylgjast grannt með námsframvindu nemenda með námserfiðleika, • beita mismunandi inngripum (stigskiptum eftir umfangi) • meta svörun nemenda við inngripunum

  26. Í RTI eru námsskrártengdar mælingar notaðar við að: • Finna nemendur í áhættu • Skimun • Meta framfarir nemenda í almennri kennslu • Bæta færni innan almennrar kennslu • Einstaklingsmiðað nám • Fyrirbyggjandi þjálfun • Meta svörun við inngripi (eða skort á svörun) og greina afmarkaða námserfiðleika

  27. Framkvæmd RTI • Allir nemendur fá vandaða, einstaklingsmiðaða kennslu • raunprófaðar aðferðir, vel framkvæmdar (2) Frammistaða er mæld reglulega til að meta námsframvindu (3) Upplýsingar úr mælingunum eru notaðar til að taka ákvarðanir (t.d. að breyta um kennsluaðferðir)

  28. Stigskiptar aðferðir til að bæta námsárangur • Öflug einstaklingsinngrip • Fyrir einstaka nemendur - 1-5% • Einstaklingsmiðuð • Símat til að meta framfarir • Sértæk inngrip • Fyrir nemendur í áhættu - 5-10% • Skilvirk – einföld • t.d. þjálfun í grunnatriðum • Almennar aðferðir • Fyrir alla nemendur • Raunprófaðar! • Fyrirbyggjandi – virka fyrir 80-90% Sugai, 2006

  29. 1. stig: Almenn kennsla - stöðumat • Allir nemendur fá kennslu þar sem raunprófuðum aðferðum er beitt • Yfirleitt um 80-90% nemenda sem taka góðum framförum með almennri kennslu • Mat á stöðu og framförum fer fram a.m.k. þrisvar yfir skólaárið: haust, vetur, vor • Matsniðurstöður bornar saman við raunprófuð viðmið til að finna þá nemendur sem standa illa eða eru ekki að taka nægum framförum

  30. Skimun með námsskrártengdum mælingum • Allir nemendur metnir að hausti • Frammistaðan notuð til að spá fyrir um gengi á samræmdum prófum í lok skólaárs • Þeir sem hafa skor fyrir neðan tiltekin viðmið eru álitnir í áhættuhópi, þ.e. líklegir til að eiga í námserfiðleikum • Þeir sem eru í áhættu, ættu að fá viðbótarstuðning

  31. Dæmi um viðmið fyrir skimun – Lestrarfærni • 1. bekkur: < 15 hljóð stafa á mín • 2. bekkur: < 15 orð í texta/mín • 3. bekkur: < 50 orð í texta/mín • 4. bekkur: < 70 orð í texta/mín • 5.-7. bekkur: < 15 rétt orð fyllt í eyður á 2.5 mín

  32. Dæmi um markmið (benchmarks) fyrir lok skólaárs í lestrarfærni 5 ára bekkur: 36 hljóð stafa á mín 1.bekkur: 50 orð/mín af orðalista 2.bekkur: 75 orð/mín af samfelldum texta 3.bekkur: 107 orð/mín í samfelldum texta 4.bekkur: 20 réttar eyðufyllingar á 2,5 mín 5.bekkur: 25 réttar eyðufyllingar á 2,5 mín 6.bekkur: 30 réttar eyðufyllingar á 2,5 mín

  33. Frá skimun til markmiðs Markmið: 107 orð/mín Markmiðslína Rétt orð/mín Frammistaða við skimun Mánuðir

  34. 2.stig: Viðbótarstuðningur • Nemendur með frammistöðu fyrir neðan viðmið og/eða taka ekki nægum framförum í almennri kennslu eru í áhættu • U.þ.b. 15% nemenda • Þurfa raunprófaðan viðbótarstuðning, 2-3 í viku, t.d. í litlum hópi • Framfarir metnar 1-4 á mánuði • Flestir taka nægilegum framförum á skömmum tíma þannig að hægt er að minnka/hætta viðbótarstuðningi

  35. Nemandi á réttri braut Markmið: 107 orð/mín Viðbótar-stuðningur Stefna Þórdísar

  36. Nemandi þarf öðruvísi kennslu Markmið: 107 orð/mín Markmiðslína Viðbótar-stuðningur Rétt orð/mín Stefna nemanda Vikulegir matsdagar

  37. 3.stig: Umfangsmeiri inngrip • Fyrir þá nemendur sem ekki taka nægum framförum þrátt fyrir almenna kennslu og viðbótarstuðning • U.þ.b. 5% nemenda • Þurfa kröftug, raunprófuð inngrip • Daglega, einstaklingslega eða í litlum hóp • Framfarir metnar oftar, t.d. 1-5x á viku • Stefnt að tilteknu markmiði • Breytingar á inngripi ef framfarir ekki nægar • Dregið úr inngripi þegar markmiði er náð

  38. Þrjú stig matsaðferða Grófar (Macro) Miðlungi nákvæmar (Meta) Nákvæmar (Micro)

  39. Hlítarnámsmælingar Mastery Measurement Það sem er mælt er lært! • Hlítarnámsmælingar eru notaðar til að mæla hvort röð skammtímamarkmiða í tilteknu fagi hafi náðst • færni röðuð í röklega, stigskipta röð • sér mæling útbúin fyrir hverja færni • æft og mælt þar til markmiði er náð • síðan næsta markmið tekið fyrir

  40. Dæmi um hlítarnámsmælingar

  41. Áhrif inngrips

  42. Annað dæmi • Áhrif daglegrar markmiðssetningar, sýnikennslu og umbunar fyrir að ná markmiðum í byrjanda lestrarfærni Hljóð Orðleysur

  43. Sérkennsla • Aðeins þeir nemendur sem ekki sýna nægar framfarir þrátt fyrir röð af mismunandi, kröftugum inngripum fara í frekara mat vegna sérkennslu • Skera sig úr að tvennu leyti (dual discrepancy) á námsskrártengdum mælingum • Lægri skor (level) • Hægari framfarir (slope) • “Nonresponders” • “Student needing alternative program” (SNAP)

  44. Kostir RTI Það er vonast til að RTI muni: • gefa fleiri nemendum kost á snemmtæku inngripi • láta kennslu hæfa betur þörfum einstakra nemenda • draga úr notkun hefðbundinna greininga og neikvæðum áhrifum ´stimplunar´ • auka nákvæmni í greiningu námserfiðleika og þannig fækka þeim nemendum sem þurfa sérkennslu

  45. Lagabreytingar • President’s Commission on Excellence in Special Education (2002) • mælti með því að hætt verði hefðbundnum greiningum á námserfiðleikum • í staðinn yrðu sértækir námserfiðleikar greindir með Response To Intervention(RTI) nálgun • Símat á nemendum í áhættuhópum • Stigskipt, snemmtæk íhlutun • Löggjöf um menntun einstaklinga með frávik (IDEIA, 2004) • þarf ekki lengur að nota misræmi milli greindarprófa og kunnáttuprófa við greiningu á sértækum námserfiðleikum • Leyfilegt að nota Response To Intervention (RTI) nálgun við matsferlið

  46. Hvað þarf fyrir RTI? • Raunprófaðar kennsluaðferðir • Mat á hvort kennsluaðferðum sé beitt eins og þeim er ætlað • Námskrártengdar mælingar sem endurspegla stöðu nemandans miðað við markmið viðkomandi skólaárs • Ákvarðanir teknar með hliðsjón af mælingum • Áhuga og þekkingu meðal aðila sem koma að kennslu

  47. Lykillinn: Árangursríkar kennsluaðferðir Allir nemendur geta lært.

  48. Einkenni árangursríkra kennsluaðferða • Skýrt skilgreind markmið 2. Tíðar og beinar mælingar á frammistöðu 3. Leiðbeiningar og sýnikennsla • Til að flýta fyrir námi og tryggja að hlutir lærist rétt • “Sýndu mér – ég man”

  49. Einkenni árangursríkra kennsluaðferða, frh. 4. Virk þátttaka hvers nemenda tryggð • “Leyfðu mér að fást við – ég skil” • Því meiri þátttaka, þeim mun meira nám 5. Skjót viðgjöf (feedback) á frammistöðu • Styrkir rétta svörun og leiðréttir ranga • Kemur í veg fyrir að röng svörun festist í sessi 6. Nemendum leyft að stjórna hraðanum • Þurfa mislangan tíma til að æfa upp færni

More Related