90 likes | 276 Vues
Lifandi veröld. 4. kafli. 4.1 Helstu einkenni sveppa. Sveppir eru ófrumbjarga og lifa á vefjum annarra lífvera, lifandi eða dauðra, sem þeir leysa upp með meltiensími og soga síðan upp í eigin líkama
E N D
Lifandi veröld 4. kafli
4.1 Helstu einkenni sveppa • Sveppir eru ófrumbjarga og lifa á vefjum annarra lífvera, lifandi eða dauðra, sem þeir leysa upp með meltiensími og soga síðan upp í eigin líkama • Sveppir sem eru sníklar lifa á öðrum lifandi verum og valda þeim oft skaða og óþægindum, t.d. fótsveppur Glósur úr Lifandi veröld
4.1 Helstu einkenni sveppa • Sveppir sem eru rotverur lifa á hræjum og eru mjög nauðsynlegir fyrir hringrás efna í náttúrunni. Þeir brjóta niður dauða líkama svo hægt sé að endurnýta efnin úr þeim. • Til eru bæði einfruma og fjölfruma sveppir • Útlit sveppa er mjög margvíslegt, allt frá örsmáum einfrumungum upp í gríðarstór vefjanet í jarðveginum sem bera ógnarstór aldin Glósur úr Lifandi veröld
Helstu gerðir sveppa Gersveppir: • kúlulaga einfrumungar • fjölga sér með knappskotum, þ.e. nýr sveppur vex eins og bunga út úr gömlum og losna síðan af • nýttir í matargerð: brauð, öl, ostar Glósur úr Lifandi veröld
Helstu gerðir sveppa frh. Myglusveppir: • fjölfrumungar • líkaminn er óreglulegt net sveppþráða. • fjölga sér með gróum, sem eru örsmáar æxlunarfrumur. • nýttir sem lyf: pensilín Glósur úr Lifandi veröld
Helstu gerðir sveppa, frh. Hattsveppir: • líkaminn gerður úr sveppþráðum. Sýnilegi hlutinn, sveppaldinið, er gert úr mörgum afar þéttum sveppþráðum. Sveppaldinið skiptist í staf og hatt. • fjölga sér með gróum sem myndast í fönum eða pípum á neðra borði hattsins og berast þaðan með vindi Glósur úr Lifandi veröld
Helstu gerðir sveppa, frh. Fléttur: • Líta út svipað og plöntur eða mosar • Eru í raun 2 lífverur: sveppur og frumþörungur/blágerill sem lifa nánu sambýli • Sveppurinn útvegar vatn og ólífræn efni úr jarðveginum • Þörungurinn/blágerillinn útvegar lífræn efni með ljóstillífun Fjallagrös: uppistaðan í líkama fléttunnar er sveppurinn Glósur úr Lifandi veröld