1 / 21

JAR203 Jarðsaga

JAR203 Jarðsaga. Kennari Þorsteinn Barðason. Aldur jarðar. Jörðin er talin vera um 4600 milljón ára gömul. Elsta berg á jörðinni er talið vera 4000 milljón ára gamalt. Nútíminn er lykill fortíðarinnar. Hægt er að gera ráð fyrir að sömu öfl myndi jarðlög í dag og í fortíðinni.

yardan
Télécharger la présentation

JAR203 Jarðsaga

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. JAR203Jarðsaga Kennari Þorsteinn Barðason

  2. Aldur jarðar • Jörðin er talin vera um 4600 milljón ára gömul. • Elsta berg á jörðinni er talið vera 4000 milljón ára gamalt.

  3. Nútíminn er lykill fortíðarinnar. • Hægt er að gera ráð fyrir að sömu öfl myndi jarðlög í dag og í fortíðinni. • Sambærileg atburðarás byggir upp jarðlög með sama hraða í nútíð og í fortíð • James Hutton

  4. Efra jarðlag er ávalt yngra en það sem undir liggur • Ummerki um það sem gerðist í jarðsögunni er að finna í jarðlögum og eru elstu lögin að finna neðst í jarðlagastafla. • Ef ráðið er í framvinduna og hún rakin í tímaröð, er því byrjað neðst og atburðarásin lesin upp eftir jarðlagastaflanum. • Til eru undantekningar frá þessari reglu t.d. Í fellingafjöllum og þar sem hraun treðst milli jarðlaga

  5. Eyður í jarðlagastafla • Sjaldgæft er að finna samfellda jarðlagastafla á einum stað þar sem hægt er að lesa langa óslitna atburðarrás í jarðsögunni. • Roföflin hafa myndað slíkar eyður. Rof á einum stað þýðir upphleðslu á öðrum. • Eyður í jarðlagastafla þar sem upphleðslan hefur hætt í nokkurn tíma en hafist svo að nýju nefnist það mislægi

  6. Jarðlagatengingar • Þar sem mislægi verða í jarðlagastaflanum leitast jarðvísindamenn við að tengja saman jarðlög á mismunandi stöðum í tímaröð til að fá heildamynd af jarðsögunni. • Það er einkum þrennt sem er notað til þess að tengja saman jafn gömul jarðlög á milli mismunandi staða. • Einkennislag eða leiðarlag. • Einkennissteingervingar. • Aldursákvarðanir.

  7. Einkennislag eða leiðarlag • Jarðlag sem nær mikilli útbreiðslu og er auðþekkjanlegt. Oft er hægt að finna þar sérstaka steingervinga, setlög eða bergmyndanir. • Á Íslandi er að finna útbreidd og auðþekkjanleg hraunlög eða gjóskulög. • Við sérstakar aðstæður er hægt að notast við segulskipti sem einkenna ákveðin tímaskeið jarðsögunnar.

  8. Einkennissteingervingar • Einkennissteingervingur nefnast steingerðar leifar lífveru sem náði mikilli útbreiðslu á stuttu tímaskeiði í jarðsögunni og hefur auk þess varðveitist vel í jarðlögum.

  9. Aldursákvarðanir. • Þegar finna á raunverulegan aldur bergs er venjulega byggt á mælingum á geislavirkum samsætum í berginu eða í steingervingum. • Forsenda mælinganna er að geislavirkt efni lokist inni í berginu eða steingervingnum þegar bergið myndast. • Geislavirka efnið sem í þessu samhengi er nefnt móðurefni klofnar jafnt og þétt yfir í aðrar samsætur sem nefndar eru dótturefni, og er mælingin fólgin í því að finna hlutfall móður- og dótturefna

  10. Frumþróun jarðar • Ekkert berg finnst á jörðinni frá fyrstu 600 ármilljónunum í sögu hennar, þ.e. frá 4600 til 3960 milljónum ára. Þetta tímaskeið hefur verið kallað hin gráa forneskja • Elsta berg jarðar er 3500 milljón ára gamalt og er að finna á svokölluðum meginlandsskjöldum sem mynda kjarna helstu meginlandanna.

  11. Meginlandsskildir Elsta berg jarðar er að finna á svokölluðum meginlandsskjöldum sem mynda kjarna helstu meginlandanna

  12. Elsta setbergið • Fljótlega eftir að meginlönd fóru að myndast tóku veður og vindar að mylja niður berg þeirra og set settist á hafsbotninn umhverfis. • Á Grænlandi er að finna 3800 milljón ára gamalt myndbreytt berg sem sýnir setlagamyndun í sjó. Hafið og bergið umhverfis það hlýtur þess vegna að vera eldra

  13. Myndun lagskiptrar jarðar • Fyrir 4600 milljónum ára við það að loftsteinar, ryk og gas dróst saman fyrir áhrif eigin þyngdarkrafts. • Kjarninn og möttullinn urðu til þegar þung efni sukku niður í bráðna jörðina Svona var hugsanlega umhorfs á jörðinni fyrir meira en 4000 milljónum ára.

  14. Myndun Tunglsins ? • Fyrir um 4500 milljónum ára að jörðin dró að sér heilan hnött á stærð við Mars. • Við áreksturinn þeyttist stórt brot úr jarðskorpunni og möttlinum út í geiminn og tunglið varð til.

  15. Lagskipting Jarðarinnar • Lagskiptingin jarðar varð til við það að þyngstu efnin, málmarnir, sukku niður í jörðina sem var að hluta til bráðin. • Jörðin hefur sennilega bráðnað fullkomlega upp og orðið glóandi eldhnöttur. Það hefur gerst samhliða myndun hennar eða stuttu eftir.

  16. Myndun lofthjúpsins • Upprunalegur lofthjúpur jarðar myndaðist úr loftegundum sem fylgdu geimskýinu sem sólkerfið varð til úr. • Það er að mestu úr metani (CH4), amoníaki (NH3), vatnsgufu (H2O) og vetni (H2) ásamt eðallofttegundum helíum, neon argon, krypton o.fl. • Nýr lofthjúpur myndaðist síðan úr gufu sem steig upp úr jörðinni á meðan hún var glóandi og gosgufu úr öllum þeim eldgosum sem orðið hafa eftir að jörðin tók að storkna

  17. Myndun úthafanna • Gosgufur eru að mestu vatnsgufa (80%), en einnig er nokkuð af koltvíoxíði (CO2), vetni (H2), brennisteinstvíoxíði (SO2), nitri (N2) og saltsýru (HCl). • Loft getur í mesta lagi innihaldið um 3-4% vatnsgufu og því er ljóst að fljótlega eftir að skorpa tók að myndast um jörðina hefur vatnsgufan tekið að þéttast og falla sem regn. • Hafið hefur því myndast snemma þó svo að skammt væri í glóðina undir. • Klórið (Cl) úr saltsýrunni hefur meðal annars farið í að mynda saltið í sjónum (NaCl).

  18. Andrúmsloftið • Frumbjarga lífverur taka upp mikið magn af CO2 og breyta því í súrefni og fjölsykrur við tillífun. • Koltvíoxíð + vatn + sólarljós  fjölsykrur + súrefni, eða • 6 CO2 + 6 H2O + sólarljós  C6H12O6 + 6 O2 • Þessi ferli hafa smátt og smátt leitt af sér þann lofthjúp sem við höfum á jörðinni í dag. Hann er að mestu úr nitri (um 78%) og súrefni (um 21%) en auk þess inniheldur hann dálítið af eðallofttegundum, koldíoxíði, vatnsgufu og fleiru

  19. Verkefni í Jarðsögu: • Upphafsöld • Frumlífsöld • Fornlífsöld (Fyrri hluti) • Fornlífsöld (Síðari hluti) • Mörk Miðlífsadar og Fornlífsaldar • Miðlífsöld • Mörk Nýlífsaldar og Miðlífsaldar • Tertíer • Kvarter

More Related