1 / 13

Kafli 4

Kafli 4. Vefir, líffæri og líffærakerfi. 4-1 Verkaskipting. Verkaskipting felur í sér að sú starfsemi sem nauðsynleg er til þess að halda lífveru lifandi fer fram í mismunandi hlutum líkamans Sérhver líkamshluti gegnir tilteknu hlutverki. 4-1 Verkaskipting.

abiba
Télécharger la présentation

Kafli 4

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kafli 4 Vefir, líffæri og líffærakerfi Gísli Þ Einarsson

  2. 4-1 Verkaskipting • Verkaskiptingfelur í sér að sú starfsemi sem nauðsynleg er til þess að halda lífveru lifandi fer fram í mismunandi hlutum líkamans • Sérhver líkamshluti gegnir tilteknu hlutverki Gísli Þ Einarsson

  3. 4-1 Verkaskipting • Fruman er grunneining allra lífvera, hvort sem um er að ræða eina litla bakteríu eða blettatígur • Hjá einfrumu lífverum eins og bakteríum, þarf öll lífsstarfssemin að fara fram inni í einni frumu • Þessu má líkja við eyju Róbinson Krúsó, öll verk sem þarf að vinna, eru unnin á eyjunni Gísli Þ Einarsson

  4. Upprifjun 4.1 • Hver er helsti munur á gerli og blettatígri eða annarri áþekktri lífveru? • Hvað er átt við með hugtakinu ,,verkaskipting” hjá lífverum? Gísli Þ Einarsson

  5. 4-2 Skipulag lífvera • Skipt í 5 grunnstig þar sem smæstu og einföldustu einingar lífveranna eru á því fyrsta og þær flóknustu á því síðasta: • Fruma (gerlar) • Vefur (blóðvefur, yfirhúð plantna) • Líffæri (hjarta, laufblað) • Líffærakerfi (beinagrind) • Lífvera (maður, blettatígur) Gísli Þ Einarsson

  6. 1. Skipulagsstig: Frumur • Frumur eru bygginga- og starfseining lífvera • Einfrumungar: Sumar lífverur eru aðeins ein fruma sem framkvæmir öll störf • Dæmi: Gerlar, frumverur amba • Fjölfrumungar: Í fjölfruma lífverum gegnir hver gerð frumna sérstöku hlutverki og er hluti af heild Gísli Þ Einarsson

  7. 1. Skipulagsstig: Frumur • Hver einstök frumugerð er háð frumum af öllum öðrum gerðum og lifir ekki án þeirra • Dæmi: Vöðvafrumur, taugafrumur og blóðfrumur Gísli Þ Einarsson

  8. 2. Skipulagsstig: Vefir • Vefir eru frumur sem eru svipaðar að gerð og starfi raðast saman og mynda vefi • Dæmi: vöðvafrumur mynda vöðva (vef) • Blóð er fljótandi vefur, gerður úr blóðfrumum • Vefir eru líka í plöntum, t.d. eru laufblöðin og stöngullinn þakin sérstökum vef sem kallast yfirhúð Gísli Þ Einarsson

  9. 3. Skipulagsstigið: Líffæri • Líffæri er hópur mismunandi vefja sem vinna saman • Dæmi: Hjarta er gert úr taugavef, vöðvavef og þekjuvef • Dæmi: Plöntulíffæri eru t.d. rót, stöngull og laufblað Gísli Þ Einarsson

  10. 4. Skipulagsstigið: Líffærakerfi • Líffærakerfi - hópur líffæra sem sinna í sameiningu ákveðnu starfi • Dæmi: Meltingarfæri, sem eru samansett úr mörgum líffærum (tennur, vélinda, magi, smáþarmar, ristill, endaþarmur) • Tafla á bls. 78 í Einkenni lífvera segir frá helstu hlutverkum líffærakerfanna í okkur Gísli Þ Einarsson

  11. Meltingarfæri Frá munni að endaþarm Ristill og þarmar Gísli Þ Einarsson

  12. 5. Skipulagsstigið: Lífverur • Lífvera er lifandi líkami í heild sinni sem annast alla þá starfsemi sem einkennir lífið • Dæmi: Maður, blettatígur • Flókin lífvera er samsett úr líffærakerfum, sem hvert um sig sinnir tilteknu starfi. Öll líffærakerfin vinna í sameiningu að velferð lífverunnar svo hún haldi lífi • Hvert einasta skipulagsstig er háð öllum hinum! Gísli Þ Einarsson

  13. Upprifjun 4.2 • Nefndu öll fimm skipulagsstig lífvera og skilgreindu hvert og eitt þeirra. • Nefndu dæmi um tvö líffærakerfi sem starfa saman í lífveru og lýstu því hvernig samstarfi þeirra er háttað. Gísli Þ Einarsson

More Related