1 / 16

Um Evrópu-rétt og Evrópu-rangt

Um Evrópu-rétt og Evrópu-rangt. ...eða... Hvernig hægt er að klúðra innleiðingu evrópskra tilskipana í íslenskan rétt. Guðrún Rögnvaldardóttir. Heiti rannsóknar:. Staðlar og stjórnsýsla: Framkvæmd „Nýju aðferðarinnar“ á Íslandi.

magda
Télécharger la présentation

Um Evrópu-rétt og Evrópu-rangt

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Um Evrópu-rétt og Evrópu-rangt ...eða... Hvernig hægt er að klúðra innleiðingu evrópskra tilskipana í íslenskan rétt. Guðrún Rögnvaldardóttir

  2. Heiti rannsóknar: • Staðlar og stjórnsýsla: Framkvæmd „Nýju aðferðarinnar“ á Íslandi. • MPA ritgerð undir handleiðslu Baldurs Þórhallssonar prófessors, vorið 2006.

  3. „Nýja aðferðin“ (1) • Ráðherraráð ESB samþykkti árið 1985 svokallaða „Nýja aðferð” við samræm-ingu tæknilegra reglna aðildarríkjanna, í þeim tilgangi að draga úr tæknilegum viðskiptahindrunum. • Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 er Ísland einnig þátttakandi í þessu regluverki.

  4. „Nýja aðferðin“ (2) • Í Nýju aðferðinni felst að settar eru tilskipanir um tiltekna vöruflokka, þar sem eingöngu eru settar fram nauðsyn-legar grunnkröfur sem varða öryggi og heilbrigði manna og dýra, umhverfis-vernd og neytendavernd og sambæri-lega hluti.

  5. „Nýja aðferðin“ (3) • Það er síðan látið í hendur evrópskra staðlasamtaka (CEN, CENELEC, ETSI) að útfæra þessar kröfur nánar í samræmdum evrópskum stöðlum, sem teknir eru upp sem landsstaðlar í öllum aðildarlöndum ESB (og EES). • Staðlarnir eru valfrjálsir.

  6. „Nýja aðferðin“ (4) • Stjórnvöld verða að viðurkenna að vörur sem uppfylla ákvæði þessara samræmdu staðla uppfylli grunnkröfur tilskipunar. • Tilvísanir í staðla eru birtar (sem viðauki við tilskipun) í Stjórnartíðindum ESB. Tilvísanir í samsvarandi landsstaðla ber að birta í hverju landi fyrir sig.

  7. „Nýja aðferðin“ (5) • Nýaðferðar-tilskipanirnar eru nú 22 talsins. (Dæmi: leikföng, vélar, lyftur, gastæki, raftæki, skemmtibátar o.fl.). • Þessar vörur skulu merktar CE-merkinu. • Vara sem uppfyllir kröfur samræmdra staðla er talin vera í samræmi við lög og reglur á öllu EES („fyrirfram ætlað samræmi“).

  8. Rannsóknarspurningar • Hvernig er staðið að innleiðingu „Nýju aðferðarinnar“ í íslenskan rétt? • Er framkvæmd hennar fullnægjandi til að markmiðunum sé náð?

  9. Rannsóknin • Allar nýaðferðar-tilskipanir skoðaðar: • Hvernig eru þær innleiddar í íslenskan rétt? (www.eftasurv.int, www.althingi.is, www.reglugerd.is, www.ees.is o.fl.) • Eru ákvæði um samræmi við staðla innleidd á réttan hátt? • Eru tilvísanir í íslenska staðla birtar?

  10. Vandkvæði í upplýsingaleit • Upplýsingar á vef ESA eru í yfir helmingi tilvika úreltar, ófullnægjandi eða rangar. • Ekki er allar reglugerðir að finna á www.reglugerd.is. • Ófullnægjandi þekking á þessum málum innan stjórnsýslunnar.

  11. Niðurstöður • Samkvæmt upplýsingum ESA hefur 21 af þessum 22 tilskipunum verið innleidd í íslenskan rétt. • Samkvæmt minni rannsókn er aðeins ein tilskipun af þessum 22 innleidd og framkvæmd á þann hátt að framleiðandi vöru getur treyst því að fyrirfram ætlað samræmi gildi.

  12. Annmarkar (1) • Ákvæði reglugerðar fullnægjandi en birt-ing vísana til íslenskra staðla, sem hún kveður á um, hefur ekki farið fram (3). • Listi yfir íslenska staðla birtur, en ekki uppfærður frá 1995 (1). • Reglugerð vísar ekki til íslenskra staðla, aðeins samræmdra (Evrópu)staðla (5).

  13. Annmarkar (2) • Engin ákvæði í lögum eða reglugerð um að innlend stjórnvöld skuli birta tilvísanir í viðeigandi (innlenda) staðla (6). • Reglugerð vantar, og lög sem sögð eru innleiða tilskipunina innihalda engin ákvæði um samræmi við staðla (1).

  14. Annmarkar (3) • Tilskipun innleidd með tilvísunaraðferð (með reglugerð) en ekki umritunar-aðferð, sem ekki getur talist fullnægj-andi (1). • Reglugerð inniheldur engin ákvæði um samræmi við staðla (2). • Fleiri tilbrigði.....

  15. Skýringar • Smæð stjórnsýslunnar: innleiðing allra EES-gerða var (og er) gríðarlegt verk. • Lítil hefð fyrir stöðlun, veikburða framleiðsluiðnaður. • Lítill þrýstingur af hálfu iðnaðarins á stjórnvöld að standa rétt að málum. • Ekki forgangsmál í ráðuneytum.

  16. Úrbætur • Lagfæra reglugerðir og tryggja birtingu tilvísana í staðla á réttan og aðgengi-legan hátt. • Auka þekkingu innan stjórnsýslunnar á markmiðum og beitingu Nýju aðferðar-innar. • Virkja hagsmunaaðila til að skapa þrýst-ing á stjórnvöld.

More Related