1 / 23

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni. Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson. 10. Kafli Rannsóknir í sálfræði.

pete
Télécharger la présentation

Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Almenn sálfræðihugur, heili og hátterni Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson

  2. 10. KafliRannsóknir í sálfræði Sálfræði reynir að byggja niðurstöður sínar á traustum rannsóknum. Í þessum kafla og næsta er fjallað um hvernig skuli staðið að rannsóknum þannig að mark sé á þeim takandi. Fjallað um aðferðafræði rannsókna. Tilraunin er hin upprunalega rannsóknaraðferð sálfræðinnar og gegnir enn lykilhlutverki í greininni. Auk tilrauna nota sálfræðingar aðferðir á borð við fylgnirannsóknir og náttúrulegar athuganir Þórður Sigurðsson

  3. Rannsóknir hefjast oft á athugun Í sálfræði leggja menn áherslu á að fylgjast með hegðun manna og dýra í náttúrulegu umhverfi. Sérstaklega í atferlisfræði. Darwin beitti þessari nálgun. Hægt að skoða atferli í „í heild“ Dæmi: Rannsókn Dorothys Cheney og Roberts M. Seyfarth (1990). Hvernig apar sjá heiminn. Fjallar um hegðun Vervet apa í Afríku. Ungir apar læra rétta hegðun með því að fylgjast með hegðun fullorðinna apa Þórður Sigurðsson

  4. Tilraunin er öruggasta rannsóknaraðferðin Áður fyrr tíðkaðist að leyfa fólki að fylgjast með framgangi tilrauna. Slíkt var gert til að ýta undir sannleiksgildi tilrauna. Í dag er lögð sú kvöð á vísindamenn að lýsa framkvæmd tilrauna svo nákvæmlega að aðrir geti endurtekið hana. Tilraun felur í sér kerfisbundna aðferð til að grípa inn í eða að koma af stað atburðarás í þeim tilgangi að álykta megi af öryggi um orsök hverju sinni, hvað veldur hverju. Megineinkenni tilrauna felur í sér inngrip rannsakanda. Hann hefur stjórn á atburðarás Þórður Sigurðsson

  5. RannsóknaraðferðirTilraunaaðferðin • Breyta, rannsóknarþáttur sem getur tekið mismunandi gildi. • Reynt að hafa stjórn á öllum breytum í rannsóknum. • Frumbreyta, sú breyta sem er talin vera áhrifavaldur (orsök hegðunar). • Fylgibreyta, sú breyta sem er undir áhrifum frumbreytu. Þórður Sigurðsson

  6. Dæmi um breytur Dæmi um breytur: Gildi: Hæð 0-200 cm Þyngd 40-120 kg. Aldur 1-80 ára Kyn kk eða kvk Þórður Sigurðsson

  7. Tilraunasnið – hönnun tilrauna • Tilraunasnið, notað til að lýsa aðferðum sem notaðar eru við að skipuleggja tilraun. • Einfaldasta tilraunasnið er að skoða áhrif frumbreytu á fylgibreytu. • Tilraunahópur • Samanburðarhópur. • Fjölbreytusnið Þórður Sigurðsson

  8. Tilraunaaðferðin Innra réttmæti: Vísar til þess hversu örugglega rannsakandinn getur ályktað um orsakasamband milli frum- og fylgibreytu. Vegna þess að rannsakandinn stjórnar sjálfur frumbreytunum, ræður inngripunum hverju sinni, er innra réttmæti yfirleitt hátt. Miklu máli skiptir í tilraunum að rannsakandi hafi stjórn á öðrum breytum sem kunna að hafa áhrif á mælingar. Breytum sem er haldið föstum í tilraunum kallast stjórnbreytur (t.d. prófa alla á sama tíma). Ytra réttmæti vísar til þess að stundum hafa tilraunir lítið alhæfingargildi yfir í raunverulegar aðstæður eða hegðun. Þetta á við um rannsóknir sem framkvæmdar eru á tilraunastofum þar sem allir óvissuþættir eru undir fullkominni stjórn (t.d. minnisrannsókn Hermanns Ebbinghaus) Þórður Sigurðsson

  9. Dæmi um tilraun • Rannsóknarspurning: • Hefur mismunandi svefntími áhrif á námshæfni? • Breytur: • Svefntími og námshæfni Þórður Sigurðsson

  10. Dæmi um tilraun • Framkvæmd: • 30 manna hópi er skipt af handahófi í þrjá 10 manna hópa. Einn hópurinn er látinn fara að sofa kl. 23, annar kl. 01 og sá þriðji kl. 04. Allir hóparnir eru svo vaktir kl 8 morguninn eftir. • Næst er haldið námskeið í notkun forritsins Publisher og að því loknu taka allir próf. • Að lokum er mælt hvort mismunur kemur fram milli hópanna þriggja Þórður Sigurðsson

  11. Dæmi um tilraun • Gildi breytanna: • Svefntími • 9, 7 og 4 klst. • Námshæfni • Einkunn á bilinu 1-10 Þórður Sigurðsson

  12. Hugsanlegar niðurstöður Þórður Sigurðsson

  13. Tilraunaaðferð • Tvær gerðir breyta: • Frumbreyta • Sú breyta sem er undanfari eða orsök og rannsakandi hefur stjórn á – myndar inngrip • Fylgibreyta • Breytan sem verður fyrir áhrifum af frumbreytunni og rannsakandi hefur ekki stjórn á (afleiðing frumbreytunnar) Þórður Sigurðsson

  14. Tilraunaaðferð • Í tilraun á svefntíma og námshæfni var: • Svefntími = Frumbreyta • Námshæfni = Fylgibreyta • => Mismunandi svefntími var orsök mismunandi námshæfni. Þórður Sigurðsson

  15. TilraunSpönnun skammtímaminnis Í áfanganum eigið þið að skila skýrslu þar sem þið prófið spönnun skammtímaminnis. Getið þið séð út frá ofangreindu dæmi hver er frumbreyta og hver er fylgibreyta í ykkar rannsókn? Þórður Sigurðsson

  16. Tilraunir verða oft hvati frekari rannsókna Markmiðið með tilraun Asch (1955) var að kanna hvaða áhrif hópþrýsingur hafði á einstæðing sem skráði sig í góðri trú sem þátttakandi í rannsókn. Í 35% tilvika létu menn undan vilja meirihlutans. Tilraun Solomons Asch. Rannsakaði fylgispekt (conformity). Tilraun Asch var hvati fjölda annarra rannsókna. Þórður Sigurðsson

  17. Fylgnirannsóknir og fylgnitalan Eru algengustu rannsóknir í sálfræði, könnuð eru tengsl milli tveggja eða fleiri breyta Þegar kannað er samband tveggja breyta er oftast reiknuð fylgnitala sem gefur til kynna hversu sterkt samband breytanna er. Pearsons r Fylgnitalan r liggur á milli -1 og +1. Ef fylgnitalan er 0, er engin fylgni milli breytanna. Því nær sem fylgnin fer -1 og +1, þeim mun sterkari er fylgnin. Fylgnin er jákvæð ef fylgnitalan er hærri en 0 en neikvæð ef hún er minni en 0 Þórður Sigurðsson

  18. r = 0 r = 1 Fylgniaðferðin Þórður Sigurðsson

  19. r = -1 Fylgniaðferðin • Rétt er að segja að fylgnistuðullinn taki gildi á bilinu -1 til +1 • Sé formerki fylgnistuðulsins + er talað um jákvæða fylgni • Sé formerki fylgnistuðulsins - er talað um neikvæða fylgni • Formerkið segir ekkert til um styrk fylgninnar heldur í hvora áttina hún gengur Þórður Sigurðsson

  20. Tafla 10.3. Meðaltal fylgnitala úr margvíslegum rannsóknum. Gefin er fylgnitala, r, og fjöldi þátttakenda (N) í hinum ýmsu rannsóknum. Þórður Sigurðsson

  21. Siðferði í sálfræðirannsóknum Gæta verður þess að misbjóða ekki þeim sem verið er að rannsaka hverju sinni Nokkur meginatriði úr Nürnberg-siðareglunum1. Þátttakandi verður að gefa samþykki sitt af fúsum og frjálsum vilja.2. Tilraunin verður að fela í sér samfélagslegan ávinning og má ekki velta duttlungum vísindamannsins.3. Framkvæma ber tilraunina þannig að hún valdi ekki ónauðsynlegum líkamlegum og andlegum þjáningum.4. Mögulegur ávinningur rannsóknarinnar verður ætíð að vega þyngra en áhættan.5. Einungis vel hæfir vísindamenn mega framkvæma rannsóknir í vísindaskyni.6. Þátttakandi skal eiga þess kost að hætta í rannsókninni ef hann telur sig ekki í stakk búinn til að ljúka henni af líkamlegum eða sálrænum ástæðum. Tvær rannsóknir sem gerðar voru í sálfræði sem ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Ýttu undir að menn hefðu siðareglur í rannsóknum. Hlýðnitilraun Milgrams og fangelsistilraun Zimbardos Þórður Sigurðsson

  22. Siðferði í sálfræðirannsóknum Hlýðnitilraun Milgrams. Auglýst var eftir fólki til að taka þátt í tilraun og fékk það greitt 4$ fyrir. Þátttakendum var tilkynnt að verið væri að athuga áhrif refsinga á nám. Þeim var sýndur orðalisti og sagt að refsa nemanda í hvert skipti sem hann gerði villu. Refsingin var stig hækkandi raflost frá 30 af 450 voltum í 30 volta þrepum. Þátttakendur hittu nemandann og fengu að sjá inn í klefa þar sem honum var komið fyrir og hvernig hann var tengdur við rafskautin. Þátttakanda var komið fyrir við stjórnborð þar sem hann gat stýrt raflostunum. Um var að ræða blekkingu. Engin raflost voru gefin, nemandi var vitorðsmaður rannsóknarstjóra og viðbrögð nemanda voru leikin af segulbandi. Milgram vildi sýna með þessu að hægt væri að fá venjulegt fólk til að valda öðrum sársauka ef það sjálft bar ekki ábyrgð á því sem var gert. Milgram líkti þessu við óhæfuverk nasista sem þeir framkvæmdu á þeim forsendum að þeir væru að hlýða fyrirmælum yfirboðara sinna. Þórður Sigurðsson

  23. Siðferði í sálfræðirannsóknum Fangelsistilraun Zimbardos Þessi tilraun var gerð við Stanford háskóla í USA. Óskað var eftir sjálfboðaliðum úr hópi stúdenta. Óskað var eftir karlkyns stúdentum, 75 sóttu um og 24 voru valdir. Hópnum var skipt í tvennt (teningi var kastað), í fangaverði og fanga. Markmiðið með þessari tilraun var að leita svara við spurningunni: Hvað gerist þegar gott fólk er sett í vondar aðstæður? Eru þeir sem koma illa fram við samferðrmenn sína endilega alltaf illa eða verr innrættir en við hin?Fangavörðum var sagt að þeir yrðu að taka hlutverk sitt alvarlega og að þeim væri ætlað að halda uppi lögum og reglu til að fangar sýndu þeim tilhlýðilega virðingu. Það sem gerðist var að eftir 6 daga var tilrauninni sjálfhætt. Þeir sem léku fangaverði áttu erfitt með að greina sjálfa sig frá því hlutverki sem þeir voru ráðnir í. Nánast öll hegðun þeirra, hugsun og tilfinningar gjörbreyttust. Persónueinkenni sem höfðu verið að mótast alla ævi voru ekki til staðar hjá fangavörðum. Ljótustu og illræmdustu hvatir manna komu upp á yfirborðið. Kvikmyndin Das Experimenter byggð á þessari tilraun. Fangavörður og fangi Þórður Sigurðsson

More Related