1 / 13

Fjarnámið sem lykill að þróun skóla Byggt á rannsóknargögnum frá 2003, 2004 og 2005

Fjarnámið sem lykill að þróun skóla Byggt á rannsóknargögnum frá 2003, 2004 og 2005. Þuríður Jóhannsdóttir Sérfræðingur á Rannsóknarstofnun KHÍ Erindi á ráðstefnu um framtíðarskipulag Kennaraháskóla Íslands 11. og 12. ágúst 2005. Gildi fjarnáms frá sjónarhóli skóla í dreifbýli.

Télécharger la présentation

Fjarnámið sem lykill að þróun skóla Byggt á rannsóknargögnum frá 2003, 2004 og 2005

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fjarnámið sem lykill að þróun skólaByggt á rannsóknargögnum frá 2003, 2004 og 2005 Þuríður Jóhannsdóttir Sérfræðingur á Rannsóknarstofnun KHÍ Erindi á ráðstefnu um framtíðarskipulag Kennaraháskóla Íslands 11. og 12. ágúst 2005

  2. Gildi fjarnáms frá sjónarhóli skóla í dreifbýli • Í sumum skólum hefur allt frá upphafi fjarskóla KHÍ 1993 alltaf einhverjir af kennaraliðinu verið í fjarnámi til grunnskólakennaraprófs • Í mörgum þeirra hafa líka jafnan verið einhverjir í framhaldsnámi til diplómu og/eða meistaragráðu við KHÍ Skólastjóri segir: • Það eru núna tveir kennarar í sérkennslunámi og það smitar inn nýjum hugmyndum og nýjum straumum sem eru í þessum geira sem að hægt og bítandi svona líta dagsins ljós og það er bara frábært sem er að gerast. • Hún (fjarnemi sem lauk grunnnámi í vor) hefur verið að koma með fullt af nýjungum veit ég bara í sinni kennslu. Viðfangsefnum og svona stykkjum sem hún lætur krakkana gera ... Sem væntanlega er afspengi af því sem hún er að gera í sínu námi. ....í samstarfi við annan kennara hér sem reyndar er líka í fjarnámi frá Akureyri.

  3. Sérstaða fjarnema sem kenna jafnframt námi Mikilvægt er að velta fyrir sér í ljósi kennslufræðikenninga • sem leggja áherslu á að koma til móts við þarfir nemenda (sbr. t.d. einstaklingsmiðað nám) í skipulagi náms • Hugsmíðakenningar: útgangspunktur í því sem nemandinn hefur í farteskinu – ný þekking tengist fyrri • Á hvern hátt tekur skólinn í skipulagi fjarnámsins mið af stöðu og þörfum fjarnema sem kenna við grunnskóla (í dreifbýli)? • Á hvern hátt taka kennarar KHÍ mið af þeim fjarnemum sem hafa kennslureynslu þegar þeir skipuleggja námsverkefni (umræður þ.m.t.)? • Hvernig nýtum við þá þekkingu sem fjarnemar með kennslureynslu færa með sér inn í námssamfélag Kennó?

  4. Störf fjarnema sem kenna • Kenna margir aldursblönduðum bekkjum; nemendur af erlendum uppruna og fatlaðir og ofvirkir, sumir á lyfjum • Vinna með stuðningsfulltrúa og utanaðkomandi ráðgjafa • Vinna í teymum með árgangaráði, stigsráði, kennararáði – mismunandi • Sinna foreldrasamstarfi, sums staðar er foreldra-samfélagið mjög fjölmenningarlegt • Vinna að lausn vandamála í samvinnu við skólaskrifstofu – sumir takast á við erfið vandamál sem gera til þeirra faglegar kröfur • Vinna í skóla þar sem löng hefð er fyrir að fjarnemar kenni á meðan þeir afla sér réttinga – eða eru fyrstu fjarnemarnir í sínum skóla • Skólarnir sem þeir kenna í styðja með mjög misjöfnum hætti við nám þeirra – sem og sveitarfélögin • Í vaxandi mæli vandamál hve margir eru í fjarnámi

  5. Einstakt tækfæri til að tengja teoríu og praxís • Fjarnemar lýsa því hvernig þeir nýta og prófa jafnóðum með nemendum sínum það sem þeir eru að læra í kennaranáminu • Í kennslustofu • Á samráðsfundum kennara • Í foreldrasamstarfi o.s.frv. • Og hvernig þeir nýta reynslu sína af kennslu í náminu • Námið felst í að taka þátt í námssamfélagi í KHÍ sem kennaranemi og í skólasamfélagi grunnskólans sem kennari • Þeir ferðast milli tveggja kerfa og flytja með sér þekkingu sem þeir beita í athöfnum sínum í náminu og kennslunni • Einmitt þetta getur orðið lykill að þróun beggja kerfa – séu þau hvert um sig móttækileg

  6. Að greina mótsagnir og truflanir í starfsemi – liður í þróun Sambandsleysi grunnskólanna þar sem fjarnemar kenna og Kennó veldur truflun Skólasstjóri: • Við erum ár, eftir ár, eftir ár, að missa kennara á mikilvægasta tíma ársins sem er lok ágúst. Þá er fólk að koma til starfa eftir sumarfrí, þá er verið að leggja upp með skólastarfið, það er verið að sem sagt undirbúa kennslu, menn eru að taka við nýjum bekkjum og að setja sig inn í allt. Það eru námskeið sem eru haldin bara út af innra starfi skólans, svona starfsháttum, ferlum og alla vega. Sem eru mjög mikilvæg, ég tala nú ekki um fyrir nýtt fólk. Og við erum að missa fólk út á hverju einast ári þessa daga sem er bagalegt.

  7. truflun Fjarnemi á 3. ári • Við erum svo ósátt við að staðloturnar eru alltaf settar á þann tíma sem er eftir miðjan ágúst. Síðustu þrjú árin hefur það alltaf verið á þeim dögum sem verið er að skipuleggja kennsluna þannig að við höfum alltaf misst af því að geta geta skipulagt kennsluna. Komum strax til baka og og sjáum þá kannski stundaskrárnar okkar í fyrsta skiptið og eigum að taka á móti börnunum daginn eftir. • Það er eins og viðhorfið sé að við eigum að láta okkur lynda það sem okkur er boðið og við fáum á tilfinninguna að við séum afgangs stærð og að við fáum að vera svona þegar búið er að skipuleggja fyrir staðnámið þá er okkur hent inn þegar kennaranum hentar algjörlega á tillits til þeirra barna sem við kennum eða okkar sem leiðbeinenda. • Og stór hluti af fjarnemahópnum er í kennslu og því fáránlegt að það sé ekki tekið tillit til þegar staðlotur eru skipulagðar og reynt að hafa dagskrána þétta - setja þetta á helgar þannig að við getum flogið á föstudagseftirmiðdag eftir kennslu og verið laugardag, sunnudag og kannski mánudag og komist til baka með seinni vélinni svo að við getum mætt aftur til kennslu sem allra fyrst • Það er svo dýrmætur farmur sem maður er með

  8. Siðræn ábyrgð KHÍ? • Bera velferð grunnskólanemenda fyrir brjósti • Skipuleggja nám fjarnema sem eru að kenna með þeim hætti að það komi ekki niður á skjólstæðingum þeirra heldur þvert á móti • Tilhneiging að hagkvæmni ráði ferðinni í skipulagi • Hvenær er hagkvæmni farin að bitna á nemendum með þeim hætti að hægt sé að tala um ábyrgðarleysi?

  9. Eða bara ekki nógu vel skipulagt Fjarnemi sem vinnur með fjarnema við HA: • Ég öfunda hana af skipulaginu á Akureyri. Hún veit alveg fram á næsta ár hvenær hún byrjar og hvaða bækur hún notar með miklum fyrirvara. Ég veit ekkert fyrr en daginn sem ég mæti í Kennó. • ég veit ennþá ekki hvenær staðlotan byrjar og uppá að skipuleggja mig hér í vinnu og ég á að velja mér námskeið og ég er alveg í vandræðum því ég veit ekki hvernig staðlotan er. • Og nú þarf ég að lesa eitt námskeið í sumar og ég hefði gjarnan viljað lesa eitthvað annað fag með en ég er búin að leita og leita á vefnum og ég veit ekkert hvaða bækur ég á að nota þó ég viti í hvaða fög ég fer. • Þegar maður er í fjarnámi gæti maður notað sumarið miklu meira

  10. Sambandsleysi við kennara • Fjarnemum líður oft eins og þeir séu gleymdir • Stundum svara kennarar seint eða ekki • En líka: ...maður fann alltaf að kennarinn var að hugsa um mann • Oft margir kennarar með sama námskeið og þá vita þau ekki til hvers þau eiga að snúa sér ef þau eru óviss um eitthvað • Í haust var Gunnar Börkur algjör bjargvættur á 1. árinu

  11. Að nota samskiptatæknina betur • Að hafa ekkert WebCT er eins og að vera í skóla en hafa ekki aðgang að neinni skólastofu • Miklu fleiri kennarar þurfa að tileinka sér tækni sem er til staðar • Þetta námskeið sem Jón Jónasson er með er gullsígildi • En við notum stafræna myndavél mjög mikið í mörgum áföngum og mér finnst það æðislegt • Powerpoint er ofboðslega mikið notað til að skila verkefnum í • Kennarar þurfa að kynna sér meira efni sem til er á netinu • Talað mál og framsögn, þeir nýta tæknina vel, fórum inn á ruv.is (til að fá hlustunarefni til að greina) – gott að fá talfyrirlestur á netinu með glærunum

  12. Fleira sem er truflandi Skipulag vettvangsnáms; fjarnemar segja: • Ég hefði grætt heilmikið á því ef ég hefði ekki verið að kenna sjálf. Hérna prufa ég bara allt sem mér dettur í hug jafnóðum... Fyrir mér var æfingakennslan ekki nýbreytni. • Mér þætti gott að í staðinn fyrir vettvangsnámið að maður færi í áheyrn en fengi jafnframt skólastjóra eða einhvern annan kennara til að fylgjast með manni í kennslu. Ég velti fyrir mér af hverju er ekki kennari frá Kennaraháskólanum sem kemur og fylgist með okkur Mikil vinna fjarnema með námi; Skólastjórar segja: • Mikilvægt og raunverulega nauðsynlegt að fólk sem er í þessu námi sé í skertu starfshlutfalli • Umhugsunarefni að vera að auglýsa fjarnám sem fólk geti tekið meðfram fullri vinnu eins og það taki engan tíma að læra

  13. Fjarnemar hafa öðruvísi þarfir • Að senda fyrirlestur úr staðnámi til fjarnema getur virkað þannig að þeim finnist þeir vera afgangsstærð • Mikilvægt að tala til þeirra og taka mið af stöðu þeirra, landfræðilega og sérstöðu þeirra sem hafa kennslureynslu • Það er úrelt að það sama gildi fyrir alla í kennaranámi jafnt og í námi barna þegar nemendahópurinn kemur inn í skólann með ólíka reynslu og þekkingu • Það er auðlind fyrir Kennaraháskólann að vera í beinum tengslum við grunnskóla landsins í gegnum fjarnemana • Það er sameiginlegt verkefni þeirra grunnskóla og Kennó að mennta kennara með hagsmuni barna að leiðarljósi.

More Related