1 / 32

2-1 Kraftur

2-1 Kraftur. Kraftur verkar á hlut og veitir honum orku þannig að hann tekur að hreyfast, hættir að hreyfast eða breytir hraða sínum. Eining SI-einingakerfisins fyrir kraft er njúton (N). Gormvog mælir kraft.

camila
Télécharger la présentation

2-1 Kraftur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 2-1 Kraftur • Kraftur verkar á hlut og veitir honum orku þannig að hann tekur að hreyfast, hættir að hreyfast eða breytir hraða sínum. • Eining SI-einingakerfisins fyrir kraft er njúton (N). • Gormvog mælir kraft. • Þyngd er mælikvarði á það hversu mikill þyngdarkraftur verkar á hlut og er hún því mæld í njútonum.

  2. 2 –1Kraftur • Núningur er kraftur sem hamlar gegn hreyfingu hlutar. Þótt hann hamli getur hann verið afar gagnlegur. • Í bókinni er fjallað um þrenns konar núning: • Renninúning • Veltinúning • Straummótstöðu

  3. 2 –1Kraftur • Renninúningur er núningur þegar fastir hlutir renna hver yfir annan. Hann myndast á milli yfirborðs þeirra og fer eftir þyngd hlutarins sem hreyfist og áferð flatanna sem snertast.

  4. 2 –1Kraftur • Veltinúningur er kraftur sem verkar í snertipunktinum á hlut sem veltur og veldur því m.a. að hann rennur ekki. Kúlur, hjól og sívalningar velta í stað þess að renna.

  5. 2 –1Kraftur • Straummótstaða er kraftur sem verkar gegn hreyfingu hlutar í straumefni. • Allir vökvar og lofttegundir eru straumefni.

  6. 2 –2Kraftar í straumefnum • Straummótstaða (sjá fyrri glósur) • Þrýstingur er sá kraftur sem verkar á tiltekið svæði, sá þungi sem hvílir á tilteknu flatarmáli. • Flotkraftur er lyftikraftur sem verkar á hlut í straumefni. Hann er jafn þyngd þess vökva sem hlutur ryður frá sér.

  7. 2-2 Kraftar í straumefnum Þrýstingur dreifist jafnt í allar áttir í vökva. Á því byggja vökvalyftur og vökvahemlar.Í þessum tækjum veldur kraftur sem verkar á lítinn flöt vökvans miklum krafti á margfalt stærri flöt.

  8. 2-2 Kraftar í straumefnum • Lögmál Arkimedesar felur í sér að þyngd hlutar sem sökkt er í vökva minnkar sem nemur þyngd þess vökva sem hann ryður frá sér.

  9. 2-2 Kraftar í straumefnum • Eðlismassi er hlutfallið milli massa efnis og rúmmáls þess. Eðlismassi = massi rúmmál • Tengsl eðlismassa og lögmáls Arkimedesar: Hlutur flýtur í vökva ef eðlismassi hlutarins er minni en eðlismassi vökvans.

  10. 2-2 Kraftar í straumefnum • Lögmál Bernoullis felur í sér að þrýstingur í vökva á hreyfingu er minni en í vökva sem hreyfist ekki. • Bernoullis komst að því að þeim mun hraðar sem vökvi streymir því minni verður þrýstingurinn sem hann skapar. • Þetta á líka við um loft og loftþrýsting.

  11. 2-2 Kraftar í straumefnum • Lyftikraftur er kraftur sem verkar frá lofti á vængi flugvélar og ýtir henni upp. • Ástæðan er sú að loftið sem fer fyrir ofan vængin fer hraðar heldur en loftið fyrir neðan vænginn. Þess vegna verður þrýstingurinn fyrir ofan vænginn minni og vélin lyftist upp. (Mynd 2-16)

  12. 2-3 Vinna, orka og afl • Orka er forsenda þess að vinna sé unnin. • Vinna er það þegar hlutur færist úr stað fyrir tilstilli krafts. • Vinna (njútonmetri, Nm )er margfeldi af kraftinum (njúton, N) sem beita þarf við tilfærsluna og vegalengdinni (metrum, m) sem hluturinn var færður um. • Eining vinnu njútonmetri er líka kölluð júl. • Vinna (Nm) = kraftur (N) x vegalengd (m)

  13. 2-3 Vinna, orka og afl • Afl er mælikvarði á hversu hratt vinna er unnin, það er hversu mikil vinna fer fram á tímaeiningu. • Afl (J/sek) er þar af leiðandi vinnan (júl, J) eða orkan deilt með þeim tíma (sekúndu) sem það tekur að afkasta henni. • Eining afls júl á sekúndu (J/sek) er líka kölluð vatt,W. • Afl (J/sek) = Vinna (Nm) = Orka Tími (sek) Tími Eða Afl = Kraftur x Vegalengd Tími

  14. 2-4 Vinna, orka og afl • Vélar létta mönnum vinnu vegna þess að þær breyta stefnu þess krafts sem beitt er við vinnuna. • Inntaksvinna er vinna sem lögð er til vélar. • Úttaksvinna er vinna sem vél vinnur.

  15. 2-4 Vinna, orka og afl • Skilakraftur er sá kraftur sem vél skilar frá sér. • Kraftahlutfall segir til um hversu oft vél margfaldar inntakskraftinn. Það er hlutfall milli skilakrafts og inntakskrafts. • Kraftahlutfall = Skilakraftur Inntakskraftur

  16. 2-4 Vinna, orka og afl • Nýtni véla fæst með því að bera saman úttaksvinnu og inntaksvinnu. • Nýtni getur aldrei orðið meira en 100% því starf allra véla einkennist af núningi.

  17. 2-4 Vinna, orka og afl • Einfaldar vélar framkvæma vinnu með einni hreyfingu. Þær skiptast í 6 megin gerðir: • Vogarstöng • Trissa • Hjól og ás • Skáflötur • Fleygur • Skrúfa

  18. 3.kafli Hreyfing og þyngd

  19. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-1 Vegalengd og hraði • Hreyfinger breyting á staðsetningu eða stöðu hlutar. Hún getur verið mæld. • Vegalengder fjarlægðin milli tveggja staða. • Ferðer hraði hlutar þegar ekki er tekið tillit til stefnu hans (m/sek. eða km/klst.). vegalengd Ferð = tími

  20. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-1 Vegalengd og hraði • Hraði: Þegar bæði ferð hlutar og stefna eru tilgreind þá er hægt að tala um hraða. • Þegar hraði tveggja hluta er í sömu stefnu þá leggst hraðinn saman, en ef hraði þeirra er í gagnstæða stefnu verður að beita frádrætti. Hvort er auðveldara að ganga undan vindi eða á móti?

  21. 3. kf. Hreyfing og þyngd Upprifjun 3-1 • 1) Breyting á stöðu hlutar. • 2) Hún er vegalengd deilt með tíma. • 3) Hraði.

  22. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-2 Hraðabreyting • Hröðun er hraðabreyting hlutar á tímaeiningu. lokahraði - upphafshraði Hröðun = tími • Hraðaminnkun/neikvæð hröðun er einfaldlega þegar hraðinn minnkar.

  23. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-2 Hraðabreyting • Mundu að hröðun er fólgin í breytingu á hraða og hraði segir bæði tilum stefnu ogferð. Þess vegna hefur hlutur sem er á ferð um hringlaga braut hröðun þótt ferð hans sé stöðug og jöfn. • Dæmi: Hröðun okkar vegna snúnings jarðar.

  24. 3. kf. Hreyfing og þyngd Upprifjun 3-2 • 1) Hröðun er breyting á hraða á tímaeiningu. • 2) Hraðaminnkun. • 3) Vegna þess að stefna hans breytist í sífellu og það merkir að hraði hans breytist.

  25. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-3 Lögmál um hreyfingu • Að loknum margra ára rannsóknum birti Newton þrjú lögmál sín um hreyfingu og það fjórða sem var þyngdarlögmálið.

  26. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-3 Lögmál um hreyfingu • Fyrsta lögmál Newtons: Tregðulögmálið • Það felur í sér að ef hlutur er kyrrstæður leitast hann við að halda kyrrstöðu sinni og ef hann er á hreyfingu leitast hann við að halda hreyfingu sinni með óbreyttum hraða nema til komi áhrif utanaðkomandi krafts. • Til dæmis: Þota í flugtaki, bíll sem þarf að nauðhemla, bíll á leið upp Kambana.

  27. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-3 Lögmál um hreyfingu • Annað lögmál Newtons:Kraftur = massi x hröðun • Það skýrir tengsl krafts, massa og hröðunar og felur í sér að kraftur sem verkar á hlutjafngildir margfeldi af massa hans og hröðun. • Til dæmis: Vörubíll og fólksbíll sem taka af stað á grænu ljósi.

  28. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-3 Lögmál um hreyfingu • Þriðja lögmál Newtons: Stefna kraftanna. • Það felur í sér að í hverjum verknaði megi ávallt finna bæði átak og gagntak. M.ö.o. þegar hlutur verkar með krafti á annan hlut þá verkar seinni hluturinn með jafn stórum en gagnstæðum mótkrafti. • Til dæmis: Maður að ganga eða eldflaug að fara á loft.

  29. 3. kf. Hreyfing og þyngd 3-3 Lögmál um hreyfingu • Allir hlutir sem hreyfast hafa skriðþunga. • Skriðþungi jafngildir massa hlutar sinnum hraða hans. • Skriðþungi = massi x hröðun

More Related