1 / 12

2. kafli

2. kafli. Veirur og dreifkjörnungar. 2-1 Veirur. Veirur hafa sum einkenni lifandi vera en önnur ekki: – Veirur geta fjölgað sér en eru háðar öðrum lifandi frumum til þess. – Veirur geta ekki tekið til sín næringu – Veirur geta ekki skilað af sér úrgangsefni

candie
Télécharger la présentation

2. kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 2. kafli Veirur og dreifkjörnungar

  2. 2-1 Veirur • Veirur hafa sum einkenni lifandi vera en önnur ekki: –Veirur geta fjölgað sér en eru háðar öðrum lifandi frumum til þess. –Veirur geta ekki tekið til sín næringu –Veirur geta ekki skilað af sér úrgangsefni • Í líffræðinni teljast veirur ekki lifandi en þær hafa mikil áhrif á lífverur með því að taka sér bústað í frumum þeirra. Veirur eru sníklar á þeim lífverum sem þær lifa í.

  3. Hýsill nefnist sú lífvera sem sníkill lifir á eða í og samlíf þessara tveggja lífvera er hýslinum til baga. Veira fjölgar sér þannig að hún festir sig á hýsilinn og sprautar erfðaefni sínu inn í hann. Prótínhjúpurinnverður eftir fyrir utan hýsilinn. Erfðaefnin tengjast erfðaefni hýsilsins og tekur yfir stjórninni. Framleiðir efni í nýjar veirur þangað til hýsillinn er orðinn fullur af nýjum veirum og að endingu springur hann.

  4. Veirur • Höfuð • Erfaefni • Hali • Halaþræðir

  5. Veirur • Veirur og menn eiga oft í mikilli baráttu. Oft eru um væga sjúkdóma að ræða eins og, kvef, áblástur og vörtur. Aðrir veirusjúkdómar eru mun hættulegri, eins og, alnæmi, mislingar,inflúensa, lifrabólga, bólusótt, mænusótt,heilabólga, hettusótt og herpes. • Veiklaðar eða óvirkar veirur (Gerviveirur) eru notaðar til að búa til bóluefni. Bóluefni örvar myndun mótefna í líkamanum sem verja hann gegn sýkingum

  6. Upprifjun bls. 27

  7. Dreifkjörnungar Helstu einkenni dreifkjörnunga(gerla/baktería): •Einfrumungar •Hafa ekki kjarna heldur er erfðaefnið dreift um allan líkama þeirra • Allir dreifkjörnungar eru gerlar. Gerlar heita öðru nafni bakteríur. • Gerlar lifa hvar sem er. • Þeir hafa um sig frumuvegg og sumir hafa síðan slímhjúp utan um hann. • Sumir gerlar hreifa sig úr stað með hreyfiöngum • sem kallast svipur.

  8. Gerð og bygging gerla • Frumuveggur: styrkir, ræður lögun og verndar önnur líffæri • Slímhjúpur: utan um frumuvegginn • Frumuhimna: innan við frumuvegginn, stýrir efnaskiptum • Frymið: hlaupkennt efni, megin-uppistaðan í líkama gerilsins • Erfðaefni: dreift um frymið • Svipur: sumir gerlar hafa svipur sem hjálpa þeim að færast úr stað

  9. Starfsemi gerla • Þarfnast orku eins og aðrar lífverur: • Sumirnýta súrefni til að vinna orkuna • aðrir drepast ef súrefni kemst nálægt þeim • Þarfnast fæðu: • Margir frumbjarga, þ.e. framleiða eigin fæðu • Sumir nýta orku frá sólinni (ljóstillífun) Sumir nýta orku sem býr í ýmsum ólífrænum efnasamböndum (efnatillífun) • Sumir eru ófrumbjarga (eru þá neytendur eða sundrendur)

  10. 2-2 Helstu gerðir gerla • Frumbjarga gerlar: framleiða næringu fyrir sig og fleiri lífverur –ljóstillífandi gerlar –efnatillífandi gerlar • Ófrumbjarga gerlar: –margir þeirra gegna mjög mikilvægu hlutverki í að brjóta niður lífræn efni, þ.e. valda rotnun þannig að ýmis efni nýtist aftur í ferli lífsins –niturbindandi gerlar: hjálpa öðrum lífverum að nýta nitur úr andrúmslofti og jarðvegi

  11. 2-2 Nýting og skaðsemi gerla • Gerlar eru oft til góðs s.s. í mjólkurframleiðslu,eyðingu á úrgangsefnum, framleiðslu á eldsneytioglyfja, eyðingu mengandi efna o.m.fl. • Gerlar eru einnig oft til óþurftar s.s. Spilla matvælum, menga drykkjarvatn, valda sjúkdómum og spilla uppskeru o.m.fl. • Gerlar eru notaðir til að framleiða mörg sýklalyf. • Gerlar eiga sök á mörgum sjúdómums.s. hálsbólgu, lungnabólgu, kóleru, barnaveiki, stífkrampa, berklaveiki, kýlapest o.m.fl.

  12. Upprifjun 2-2 bls. 33

More Related