1 / 33

Skipting taugakerfisins

Skipting taugakerfisins. Eftir staðsettningu Miðtaugakerfið Heili Mæna Úttaugakerfið Heilataugar (12 pör) Mænutaugar (31 par) Stafræn skiptin Viljastýrða taugakerfið (viljataugakerfið) Ósjálfráða taugakerfið (dultaugakerfið). Taugungur / taugafruma. Taugafruma er samsett úr:

chico
Télécharger la présentation

Skipting taugakerfisins

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skipting taugakerfisins • Eftir staðsettningu • Miðtaugakerfið • Heili • Mæna • Úttaugakerfið • Heilataugar (12 pör) • Mænutaugar (31 par) • Stafræn skiptin • Viljastýrða taugakerfið (viljataugakerfið) • Ósjálfráða taugakerfið (dultaugakerfið)

  2. Taugungur / taugafruma Taugafruma er samsett úr: • Bol: Bolur er þykkildi sem geymir kjarnann og mest af umfryminu. Er oftast á öðrum endanum • Griplum: Griplur eru þræðir sem bera boð að bolnum frá aðlægri taugarfrumu. • Eru líkt og loftnet sem grípa boðin • Síma: Sími er langur þráður, og hver taugafruma hefur bara einn. Hann flytur boð frá bolnum að taugaenda. Síminn er annaðhvort með mýelínslíður eða ekki. • Síminn er mjög mislangur eftir því hvar í líkamanum taugafruman er, allt frá nokkrum nm i u.þ.b. einn metra • Taugaenda (dreif): síminn klofnar á endanum, og þessir endar flytja boðin yfir á næstu frumu með sérstökum boðefnum. • Taugaendinn er sá hluti frumunnar sem losar taugaboðefnin

  3. Taugafruma

  4. Tegundir taugafruma • Taugafrumum er gróflega skipt í tvennt • Taugungar/boðfrumur • Boðfrumur flytja boð um líkamann • Taugatróð (Glia frumur) • Er 90% allra taugafrumnataugatróð, sem er aðallega • Slíðurfrumur, einangra símana (t.d. Schwan frumur) • Stjarnfrumur, flytja næringu og súrefni til taugafrumna og fjarlægja úrgangsefni

  5. Boðfrumur • Þrjár gerðir af taugaungum finnast í líkamanum • Boðtaug • Flytur skynboð til MTK • Millitaug • Eru langalgengasta tegundin, um 99% allra taugunga eru millitaugungar • Finnast bara í MTK • Hreyfitaug • Flytur boð til vöðva eða kirtils frá MTK

  6. Taug • ATH: taug og taugungur er ekki það sama • Taug er gerð úr mörgum taugungum sem eru saman í knippi og umvafnir bandvef • Flestar taugar eru blandaðar, þ.e. eru bæði með taugunga sem flytja boð til og frá MTK

  7. Himnuspenna • Allar frumur líkamans hafa ákveðna himnuspennu (Em) • Mismunandi efnasamsettning innan og utan frumu • Hvíldarspennan er neikvæð (mínus hlaðin) • Himnuspennan getur breyst • Stigspenna • boðspenna

  8. Hvíldarspenna • Hvíldarspenna (u.þ.b. -70 mV hjá taugafrumu ) er tilkomin vegna mismunandi efnasamsettning innan frumu og utan • Meira af K+ inni í frumunni • Meira af Na+ utan frumu • Fruman pumpar 2 K+ aftur inn, og 3 Na+ út (þ.e. úr meiri styrk í minni) með svokallaðri Na+/ K+ pumpu • Þessi pumpa er orkukræf (gengur fyrir ATP) og tekur allt af 1/3 af orkunni sem eyddri er í hvíld, og um 70% af orku taugafrumna • Na+/ K+ pumpan er nauðsynleg til að viðhalda eðlilegri hvíldarspennu • K+ lekur út um frumuhimnuna og dregur með sér mínushlaðnar lífrænar jónir á frumuhimnuna, sem gerir hana neikvætt hlaðna að innan og jákvætt hlaðna að utan. • Lífrænu jónirnar komast ekki út úr frumunni, en K+ gerir það

  9. Hvíldarspenna, forspenna og boðspenna • Griplur taka við boðum frá aðliggjandi frumu, við það opnast efnastýrð göng sem breyta hvíldarspennuni  forspenna • Getur verið örvandi boð (hækkar himnuspennuna) • Getur einnig verið letjandi boð (lækkar frumuspennuna) • Þessi breyting verður vegna breyttrar dræpni jóna á frumuhimnunni. • Forspenna er breytilega spennan frá -70mV til -55mV (fyrirfari boðspennunar)

  10. Hvíldarspenna, forspenna og boðspenna • Ef himnuspennan nær þröskuldi sem er u.þ.b. -55m afskautast fruman og boðspenna (+30 mV) myndast • Hér gildir allt eða ekkert. Ef himnuspennan nær ekki -55 mV þá verður engin boðspenna • Boðspenna myndast einungis ef þröskuldur næst (-55 mV) • Boðspennan er tilkominn vegna þess að spennustýrð Na+ göng opnast, Na+ steymir inn og leiðir til afskautunar taugahimnu símans (hún verður + hlaðin í stað -).

  11. Hvíldarspenna, forspenna og boðspenna • Þetta er sú aðferð sem taugin notar til að flytja boðið í gegnum símann • Þegar taugahimnan hefur afskautast í +30 mV, lokast Na+ hliðin en K+ hlið opnast (K+ streymir út) sem leiðir til endurskautunar taugafrumunnar  hvíldarspenna næst aftur • Boðspenna berst því líkt og “áhorfendabylgja” niður eftir taugasímanum • Eftir að Na+ hliðin hafa lokast, haldast þau læst í nokkrar millisekúndur til að koma í veg fyrir að taugaboðið snúi við.

  12. Na+ göng, hröð og sein

  13. Hraði taugaboða og Mýelínslíðrið • Hraði taugaboða • Fer eftir sverleika símans (sverari sími  hraðara taugaboð) og einangrun símans (góð einangrun  hraðara taugaboð) • Schwan frumur mynda mýelínslíður sem einangrar símann • Schwan frumurnar snertast ekki heldur er alltaf bil á milli þeirra þar sem glittir í beran taugavef • Kallast þessi bil mýlísskor eða hnútur (Node of Ranvier)

  14. Hraði taugaboða og Mýelínslíðrið • Mýelínslíðrið einangrar símann þannig að boðspennan afskautar aðeins (“stekkur”) á milli mýlisskoranna, í stað þess að afskauta allan símann. • Einnig hindrar mýélínslíðrið að boðin berist ekki í næsta síma við hliðina. • Í MS sjúkdómnum eyðist mýelínslíðrið, og einstaklingurinn missir stjórn á hreyfingum og annarri líkamsstarfsemi

  15. Flutningur milli taugunga • Á milli taugaenda aðkomandi taugungs og markfrumu (griplur annars taugungs, vöðvafruma, kirtilfruma) er örlítið bil, taugamót (20-30 nm), og því kemst boðspennan ekki lengra. • Yfir þetta bil (taugamótin) fer taugaboðið sem efnaboð.

  16. Flutningur milli taugunga • Þegar boðspennan kemst á taugaendann þá losnar seytibóla sem inniheldur taugaboðefni • Seytibólan fer yfir taugamótin, lendir á viðtaka næstu frumu og framkallar afskautun  taugaboðið heldur áfram. • Ca2+ er nauðsynlegt svo að seytibólurnar fari út í taugamótin • Taugaboðefnunum er svo niðurbrotin, tekin aftur upp af frumunni sem losaði þau (endurnýtt) eða flutt á brott með blóði.

  17. Flutningur milli taugunga • Tryggir þetta að taugaboðin fara aðeins í aðra áttina, þ.e. í átt að taugaenda. • Kallast þetta efnataugamót • Efnataugamót eru ekki bara á milli tveggja taugunga, heldur líka á milli taugunda og kirtlafrumna eða vöðvafrumna • Annarskonar taugamót er til, en það er raftaugamót • Þá kemst rafstraumur á milli frumna í gegnum gap junctions, og geta þau farið í báðar áttir • Þau eru sjaldgæf í taugakerfinu, en finnast í hjarta- og sléttum vöðvafrumum

  18. Taugaboðefni • Helstu taugaboðefnunum er hægt að skipta í 3 hópa • Acetylcholin (ACh) • Mjög mikilvægt taugaboðefni • Er eina boðefnið sem sér um vöðvahreyfingar • Amín • Noradrenalín • Noradrenalín er örvandi taugaboðefni, vekur MTK. Virkar líkt og driftaugakerfið • ATH áhrif kókaíns og amfetamíns • Á einnig þátt í myndun minninga • Dópamín • Dópamín er umbunarefni líkamans. • Of lítið af dópamíni tengist Parkinsons sjúkdómnum, en of mikið af dópamíni tengist geðklofa • Ýmis eiturlyf, s.s. kókaín, amfetamín, heróín og jafnvel nikótín auka dópamínlosun • Dópamín-kerfið þarf sífellt meiri og meiri örvun og myndar því fljótt þol ef mikið notað

  19. Taugaboðefni • Seratónín • Seratónín er mjög mikilvægt fyrir skap og lundarfar • Of lítið magn af seratóníni er talið tengjast þunglyndi, skapbrestum og þráhyggju • Aminósýrur • Glutamat • Mikilvægt fyrir minnið • GABA er taugaboðefni sem tengist kvíða • Valíum eykur losun á GABA • Annað taugaboðefni er endorfín • Endorfín er “feel good” efni líkamans • Morfín og skyld eiturlyf líkjast endorfíni og setjast á sömu viðtaka • Endorfín er líka nauðsynlegt fyrir dvala bjarndýra, þar sem það hægir á hjartslætti, öndun og efnaskiptum

  20. Tauga/vöðvamót • Sími taugungs greinist í margar greinar áður en hann kemur að vöðvanum, og tengist hver grein einum vöðvaþræði • Taugaendinn breikkar í nokkurskonar þófa og lendir í gróf í vöðvafrumunni. Kallast þetta endaflaga. • Taugaendarnir losa síðan taugaboðefni (asetílkólín/ACh) á vöðvafumuna, og framkalla boðspennu í henni og vöðvasamdrátt

  21. Tauga/vöðvamót

  22. Vaxtarþættir • Myndast í mörgum vefjum sem gegna auk þess hlutverkum • Sumir dreifast með blóði, aðrir á nærliggjandi frumur • Hvetja fjölgun og vöxt sérhæfða frumna, t.d. taugavaxtarþáttur hvetur fjölgun og vöxt tauga í heila ungabarns

  23. Sækni og fælni plantna • Þegar planta vex í átt að áreyti (t.d. ljós og þyngdarafl) kallast það sækni • Þegar planta vex í átt frá áreyti kallast það fælni

  24. Vaxtarhormón plantna • Áxín er vaxtarhormón plantra • Áxín er seytt út úr broddi kímstönguls og kímrótar • Í kímstöngli hvetur hann lengingu plöntunar upp, en dregur úr lengingu frumunnar og sveigir hana niður í kímrótinni • Í sprotum ofanjarðar myndast áxín í toppbrumi. Áxín hvetur lengingu plöntunnar en dregur úr myndunar greina (úr brumhnöppum).

More Related