1 / 5

Gerhard Domagk 1895-1964

Gerhard Domagk 1895-1964. Gerhard Domagk fæddist 30 október 1895 í Lagow sem er lítill bær í Þýskalandi. Upp að 14 ára aldri var hann í skóla í Sommerfeld þar sem pabbi hans var aðstoðarskólameistari. Hann byrjaði í læknisfræði 1914

darius
Télécharger la présentation

Gerhard Domagk 1895-1964

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Gerhard Domagk 1895-1964 Gerhard Domagk fæddist 30 október 1895 í Lagow sem er lítill bær í Þýskalandi. Upp að 14 ára aldri var hann í skóla í Sommerfeld þar sem pabbi hans var aðstoðarskólameistari. Hann byrjaði í læknisfræði 1914 Hann bauð sig fram sem hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni en slasaðist fljótt í desember 1914. Hann starfaði eftir það sem læknir í þýska hernum frá 1914. Hann fékk að reyna hversu læknar voru hjálparvana gegn ýmsum smitsjúkdómum eins og taugaveiki og kóleru. Hann hélt náminu áfram eftir stríð og útskrifaðist sem læknir 1921.

  2. Gerhard Domagk • Það hafði mikil áhrif á hann að hefðbundnar skurðaðgerðir dugðu oft ekki til að bjarga sjúklingum því oft fylgdu miklar bakteríusýkingar, t.d drep. • Árið 1924 gerðist hann kennari við háskólann í Greifswald og einnig við háskólann í Munster ári síðar. • Á árunum 1927-1929 tók hann sér frí frá kennslu til að vinna rannsóknarverkefni, hann vann með litarefni sem sýklalyf. • Hann vildi þróa lyf gegn bakteríusýkingum • Í gegnum þessar rannsóknir fann hann upp súlfalyfin 1932, rautt litarefni sem vann gegn kúlugerlum, kallað prontosil. Þessi aðferð var síðar þróuð frekar og kom í ljós að hægt var að nota lyfið við hálskirtlabólgu, skarlasótt og blóðeitrum.

  3. Gerhard Domagk • Lyfið var einnig notað gegn berklum sem hafði þar til þá verið erfitt að lækna. • Virkni lyfjanna var þó þannig að líkami sjúklinganna losaði sig illa við þau sem gat leitt til nýrna og lifra skemmda. • Pensilín og önnur sýklalyf tóku að mestu leiti við af súlfat lyfjunum fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina. • Domagk fékk tilnenfningu til Nóbelsverðlauna fyrir uppgötvun á sviði læknisfræði árið 1939. • Hann neyddist til að afþakka þau vegna yfirstjórnar nasista í Þýskalandi. • Hann fékk þau afhent 1947.

  4. Gerhard Domagk • Á seinni árum sínum varði Domagk tíma sínum í rannsóknir á lækningu á berklum og krabbameini • Domagk giftist Struber árið 1925 og áttu þau saman þrjá syni og eina dóttur. • Gerhard Domagk lést í Burgberg 24 apríl 1964.

  5. Heimildir • Bogi B. Ingimarsson. Örverufræði. Iðnú, Reykjavík 1992. (Bls. 26-27) • http://www.nobel.se/medicine/laureates/1939/domagk-bio.html • Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir og Birna Reynisdóttir

More Related