1 / 11

Tólf ástæður til að lesa upphátt

Tólf ástæður til að lesa upphátt. Baldur Sigurðsson KHÍ 2006. Fyrsta. Kveikja áhuga nemenda á að lesa. Kennari les upphátt til að fylla nemendur með hljómi og hrynjandi málsins ... kynna nemendum fjölbreytilegt efni, sögur, ljóð ...

glynn
Télécharger la présentation

Tólf ástæður til að lesa upphátt

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Tólf ástæður til að lesa upphátt Baldur SigurðssonKHÍ 2006

  2. Fyrsta • Kveikja áhuga nemenda á að lesa. • Kennari les upphátt til að fylla nemendur með hljómi og hrynjandi málsins • ... kynna nemendum fjölbreytilegt efni, sögur, ljóð ... • Hvað er að vera læs? Hvaða auðlindir standa til boða, er hægt að njóta, finna upplýsingar, vekja tilfinningar. • Friere (1985): „Lestur er ekki að dansa ofan á orðunum, heldur að ná taki á sál þeirra.“

  3. Önnur og þriðja • Deila með sér eða koma fram. • Deila upplýsingum (Hæ, hlustið á þetta! / Ég vildi fá að kynna ykkur ...) • Hjálpa byrjendum í lestri að skilja hvernig tal tengist öðrum þáttum málsins og eigin lífi.

  4. Fjórða • Þjálfa hlustun, skilning og orðaforða. • Rannsóknir sýna að nemendur auka við hlustunarorðaforða bara með því að hlýða á upplestur, jafnvel þótt orð séu ekki skýrð (Elley 1989) • Hlustandi lærir hvernig ritað mál hljómar, tilfinning fyrir formgerð málsins þroskast og nemendur skilja betur það sem þeir eiga von á þegar þeir fara sjálfir að lesa. • (Huey 1908: „Augað er ekki greiðasta leiðin að barnssálinni, heldur eyrað ...“

  5. Fimmta • Hjálpa nemendum að þroska margs konar leikni í tengslum við lestur • Rannsóknir sýna að upplestur er ein besta leiðin til að þjálfa hraða, tjáningu og rétt tónfall (allt merki um skilvirkan og skilningsríkan lestur) (Reutzel, Holingsworth og Eldredge 1994)

  6. Sjötta • Auðvelda nám í málinu fyrir þá sem hafa annað mál að móðurmáli. • Fjórir þættir eru mikilvægir fyrir nám í öðru tungumáli: • Óþvingað umhverfi. Traust og virðing ráða ríkjum, nemandi þorir að taka áhættu • Endurtekin æfing. Nemandi fær tíma til að æfa og ná hraða (fluency) • Skiljanleg aðlegð (input): Kennari blandar þekktu og óþekktu, • Leikræn tjáning. Gefur nemanda tækifæri til að nota málið í félagslegu samhengi, tengja orð og gerðir. (ATh. sérstaklega kórlestur)

  7. Sjöunda • Efla sjálfstraust. • Endurtekin æfing eykur sjálfstraust og hæfni til að koma fram. • Æfing gefur tíma til að ráða fram úr vandamálum, svo nemendur geta lesið léttilega og einbeitt sér að merkingu og túlkun. • Þau uppgötva að áheyrendur vilja hlusta, og það eykur sjálfstraust.

  8. Áttunda og níunda • Þroska málskilning enn frekar. • Nemendur læra að túlka flóknar setningar og flókin orð, en einnig að koma til skila ýmsum ritbrellum, t.d. greinarmerkjum eða breyttu letri. • Athuga þá tækni sem notuð er í lestri • Raddlestur er notaður sem mælikvarði á lestækni. Nemandi les inn á band og getur lært að greina eigin tækni.

  9. Tíunda og ellefta • Gefa tækifæri til að deila framförum í lestri með sjálfum sér og öðrum. • Börn geta lesið fyrir aðra, sýna hvað þau geta. Gott ráð að taka lesturinn upp á band reglulega, t.d. í upphafi og lok misseris. • Fá börnunum nauðsynlegan aukinn lestíma til að þroska lesturinn • Rannsóknir sýna að aukinn lestrartími hefur umtalsverð áhrif á framfarir. Upplestur er aðferð til að auka þennan tíma, og hefur jafnframt tilgang og merkingu. • Æfing fyrir upplestur gefur dýrmæta þjálfun í lesskilningi. Sérstaklega að velja og flytja ljóð. Til að velja eitt þarf að kynna sér mörg!

  10. Tólfta • Takast á við markmið aðalnámskrár • Námskrá kveður á um að nemendur noti talað mál á mismunandi hátt til að tjá sig við fjölbreyttar aðstæður. • Upplestur er ein leið til að koma til móts við þessi markmið og hefur fjölmörg jákvæð áhrif á aðra þætti talaðs máls.

  11. Hvernig á svo að kenna?

More Related