1 / 6

Kyn og kyngervi

Kyn og kyngervi. Kyn vísar til líffræðilegs kyns en kyngervi er notað um þá menningarbundnu merkingu sem samfélagið leggur í hið líffræðilega kyn til að mynda væntingar um karlmennsku og kvenleika.

hagen
Télécharger la présentation

Kyn og kyngervi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kyn og kyngervi • Kyn vísar til líffræðilegs kyns en kyngervi er notað um þá menningarbundnu merkingu sem samfélagið leggur í hið líffræðilega kyn til að mynda væntingar um karlmennsku og kvenleika. • Þannig hefur hvert samfélag ákveðnar væntingar um hvað það þýði að vera karl eða kona, um verksvið og skyldur kynjanna og það hvernig konur og karlar eiga að líta út og hegða sér. Þorgerður Þorvaldsdóttir, 2000, Sótt 25. mars 2014 af http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1084)

  2. Hlutverk kynjanna ... • Eitt af því sem þið glímið við í verkefnum ykkar er að skoða og meta ákveðnar persónur út frá þeim hugmyndum sem þið hafið í nútímanum um hlutverk karla og kvenna. • Fara til að mynda athafnir einhverra þeirra kvenna sem þið eruð að vinna með út fyrir ætlað kvenhlutverk, inn á hlutverk karla? Skoðið og metið – og rökstyðjið.

  3. Völd og virðing • Sá sem býr yfir völdum hefur um leið afl til þess að ná sínu fram. • Vald getur verið í mismunandi formi: Konungar hafa í krafti stöðu sinnar ótvíræð völd. Þeir sem eru næstir konungum, hvort sem um er að ræða ættartengsl eða virðingarstöðu, hafa einnig mikil völd. • Á Íslandi höfðu goðar hvað mest völd, einnig ríkir höfðingjar sem áttu um leið öfluga bandamenn. • Þá fólst í því ákveðin virðing að vera af nafntoguðum ættum og í því fólust ákveðin völd – það var þá um leið eftirsóknarvert að tengjast slíkum ættum hagsmunatengslum (innbyrðis giftingar og/eða vinatengsl). • Virðing tengist því völdum og um leið sjálfsmynd persóna. Mjög oft er það svo í Íslendingasögum að ef blettur fellur á mannorð persónu þá leitar hún hefnda til þess að endurheimta virðingu sína. Sá sem ekki ber sig eftir að endurheimta virðingu sína á það á hættu að það kvarnist úr hagsmunatengslum/vinahópi hans.

  4. Völd og virðing: Gunnar á Hlíðarenda og Otkell á Kirkjubæ • Gunnar er kynntur til sögunnar sem garpur mikill og þá er hann í vinfengi/hagsmunatengslum við einn helsta lögspeking landsins, Njál á Bergþórshvoli. Gunnar fer einnig utan og sannar sig þar sem mikil hetja. Hann kemst meðal annars í kynni við tvo konunga á ferðum sínum erlendis, Harald Gormsson, konung í Danmörku, og Hákon jarl, konung í Noregi. Báðir meta þeir Gunnar mikils og gefa honum verðmætar gjafir að skilnaði. Otkell er sagður ríkur en hefur ekkert afrekað í samanburði við Gunnar. Þá er Gunnar sagður vinsæll en Otkell ekki. • Ætt Gunnars er gerð góð skil auk mjög jákvæðrar lýsingar á útliti hans og atgervi. Lítið er farið út í ætt Otkels og engar lýsingar á útliti eða atgervi. Þá kemur fram þegar Gunnar fer á fund Otkels að bjóða bætur fyrir stuldinn sem Hallgerður stóð fyrir að Otkell sé óvinsæll. • Otkell nýtur stuðnings tveggja höfðingja í sambandi við stuldinn að Kirkjubæ, Gissurar hvíta og Geirs goða. Þeir eru hins vegar fljótir að snúa við honum baki þegar í ljós kemur að Skammkell hefur logið að Otkatli. Otkell hefur þá ekki stuðnings neins á þinginu og Gunnar fær sjálfdæmi í málinu. • Tengslanet Otkels við öfluga höfðingja hefur rofnað og hann nýtur þar af leiðandi engrar virðingar og er ekki handhafi valda í neinum skilningi í sambandi við stuldinn úr matbúri hans. Gunnar nýtur virðingar vegna framgöngu sinnar, hann nýtur stuðnings Njáls sem á einnig fjölmarga vini í krafti virðingar sinnar. Hann hefur því yfirburðarstöðu gagnvart Otkeli í þessu máli sem kona Gunnars, Hallgerður, átti upptökin að.

  5. Hæfniviðmið sem unnið er út frá í hópavinnunni: • Tjá rökstudda afstöðu, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu. • Draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum. • Sýna þroskandi siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi og almennri umfjöllun.

  6. Völd og virðing • Ættgöfgi, ríkidæmi og tengslanet innan þjóðfélagsins skapa virðingarstöðu sem aftur skapar völd. • Tengslanetið byggir oft á hagsmunatengslum, ættir tengjast til þess að styrkja stöðu sína innan samfélagsins. Vinsældir eru til þess fallnar að styrkja þetta tengslanet. Sé ákveðin persóna hluti af öflugu tengslaneti skapar það henni völd. Með völd á bak við sig, bein eða óbein, getur persónan leyft sér meira en þær persónur sem ekki hafa völd á bak við sig. • Virðing tengist því völdum og um leið sjálfsmynd persóna. Mjög oft er það svo í Íslendingasögum að ef blettur fellur á mannorð persónu þá leitar hún hefnda til þess að endurheimta virðingu sína. Sá sem ekki ber sig eftir að endurheimta virðingu sína á það á hættu að það kvarnist úr hagsmunatengslum/vinahópi hans. • Skoðið því vel hvort þær persónur sem þið fjallið um hafi virðingarstöðu innan samfélagsins sem skapi henni völd sem persónan síðan nýtir sér – til góðra eða illra verka

More Related