1 / 13

Húðin og stoð- og hreyfikerfið

Mannslíkaminn 4.kafli. Húðin og stoð- og hreyfikerfið. Húðin. Stærsta líffæri líkamans Um 5 kg að þyngd 1,5-2 fermetrar Hlutverk hennar er að: Vernda líkamann Skynja umhverfi okkar Stjórna líkamshita og vökvajafnvægi líkamans. Húðin. Skiptist í :. Húðþekja

havyn
Télécharger la présentation

Húðin og stoð- og hreyfikerfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Mannslíkaminn 4.kafli Húðin og stoð- og hreyfikerfið

  2. Húðin • Stærsta líffæri líkamans • Um 5 kg að þyngd • 1,5-2 fermetrar • Hlutverk hennar er að: • Vernda líkamann • Skynja umhverfi okkar • Stjórna líkamshita og vökvajafnvægi líkamans

  3. Húðin • Skiptist í : Húðþekja 0,1 -1 mm og skiptist í hornlag og vaxtarlag. Leðurhúð 1-4 mm. Hér er að finna teygjanlega þræði, æðar, taugar, fitu- og svitakirtla. Undirhúð Myndar fitulag, svitakirtla og hársekki.

  4. Húðin • Neglur og hár eru úr dauðum frumum • Húðin stjórnar líkamshita okkar með uppgufun svita, hárunum og með því að víkka eða þrengja æðarnar í húðinni. • Bólur myndast þegar fitukirtlar stíflast. Þetta er yfirleitt tengt hormónabreytingum eins og á kynþroskaskeiðinu. • Exem myndast vegna bólgu í húðinni, getur verið vegna ofnæmis.

  5. Húðin • Sortuæxli geta myndast í fæðingarblettum í húðinni vegna of mikillar geislunar, gjarnan frá sólinni. Því ber að forðast of mikil sólböð eða sólarbekkjanotkun.

  6. Beinin • Höfum rúmlega 200 bein í líkamanum • 1/5 af þyngd líkamans • Hlutverk beina: • Getum hreyft okkur • Verndar ýmis innri líffæri • Myndar rauð og hvít blóðkorn

  7. Beinin • Bein geta verið: • Pípulaga eins og lærleggirnir • Flöt eins og herðablöðin • Teningslaga eins og handarbeinin • Óregluleg eins og hryggjarliðirnir • Þétt og hörð að utan • Mjúk og frauðkennd að innan

  8. Beinin - liðamót • Liðamót eru þar sem bein koma saman og gerir þeim kleift að hreyfast hvert gegn öðru. • Liðbönd halda beinendunum saman og í réttum skorðum. • Brjósk verndar beinendana.

  9. Liðamót líkamans • Til eru margar gerðir af liðamótum m.a.: • Kúluliður – mjög hreyfanlegur t.d. öxl og mjöðm • Hverfiliður (snúningsliður) – t.d. í hálsi þegar við hristum höfuðið • Hjöruliður (hjaraliður) – beygir og réttir t.d. olnbogi og hné

  10. Hryggurinn • Hryggsúlan er úr rúmlega 30 beinum, hryggjarliðum. • Á milli þeirra liggja mjúkir hryggþófar (brjóskþófar) sem auka við hreyfigetu hryggjarins og styðja við hann. • Við ákveðnar aðstæður (vegna álags eða hrörnunar) geta þessir þófar bungað út á milli hryggjarliðanna og jafnvel þrýst á taugar og valdið miklum verkjum. Þetta kallast brjósklos.

  11. Beinþynning – hreyfing styrkir bein! • Bein eru lifandi vefur sem er að endurnýja sig alla ævi. • Hámarksbeinmassi næst um 20-25 ára aldur og ákvarðast þá af samspili erfða, hreyfingar og næringar. Á efri árum byrja beinin svo að tapa massa sínum og verða brothættari. • Beinþynning hefst oft fyrr hjá konum en körlum. • Það er mjög mikilvægt að byggja upp beinin og búa þau undir beintapið. • Hæfileg líkamsáreynsla er mikilvægasta vopnið! • Upplýsingar teknar af vef landlæknis

  12. Vöðvar • Þrjár gerðir: • Rákóttir vöðvar (beinagrindavöðvar)- viljastýrðir • Sléttir vöðvar – (innyflavöðvar) – sjálfvirkir • Hjartavöðvinn – sjálfvirkur

  13. Rákóttir vöðvar • Eru festir við bein með sterkum sinum. • Hver vöðvafruma myndar nk. vöðvaþráð og er nokkurra cm löng en innan við 0,1 mm á breidd. • Saman mynda margar vöðvafrumur knippi. • Vöðvafrumur brenna glúkósa og fitu í líkamanum til að mynda orku. Þetta gerist í sérstökum frumulíffærum, hvatberum. Þeim fjölgar við þolþjálfun. • Þurfum súrefni til að geta myndað orku. • Vöðvarnir fara að mynda mjólkursýru ef þeir fá ekki nægjanlegt súrefni. Þá verðum við þreytt og fáum verk í vöðvann. • Við ofreynslu getum við skemmt vöðvafrumurnar tímabundið og þá fáum við harðsperrur.

More Related