1 / 17

Blóðþrýstingsmælingar

Blóðþrýstingsmælingar. Ráðleggingar um mæliaðferð Samvinnuverkefni klínískra leiðbeininga hjá Landlæknisembættinu, Landspítala - Háskólasjúkrahús i og Hrafnistu. Unnið af: Lindu Hrönn Eggertsdóttur hjúkrunarfræðingi Sigurði Helgasyni lækni

hasana
Télécharger la présentation

Blóðþrýstingsmælingar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Blóðþrýstingsmælingar Ráðleggingar um mæliaðferð Samvinnuverkefni klínískra leiðbeininga hjá Landlæknisembættinu, Landspítala-Háskólasjúkrahúsi og Hrafnistu. Unnið af:Lindu Hrönn Eggertsdóttur hjúkrunarfræðingiSigurði Helgasyni lækni Ráðgjafar: Guðmundur Þorgeirsson, Jóhann Á. Sigurðsson og Rafn Benediktsson

  2. Inngangur • Markmið: Bæta gæði mælinga. • Notendur: Allir sem mæla blóðþrýsting. • Ráðleggingar eru aðeins leiðbeinandi og ætti ekki að oftúlka. • Metið aðstæður hverju sinni og mælið blóðþrýsting eins vandlega og aðstæður leyfa.

  3. Inngangur • Greining og eftirlit á háþrýstingi. • Mjög mikilvægt er að vandað sé til mælinga. Forspárgildi niðurstöðu er háð því hve vel er staðið að mælingunni. • Á þessum mælingum byggist m.a: • hvort einstaklingur er greindur með háþrýsting eða ekki • áhættumat fyrir hjarta- og æðasjúkdóma • ráðleggingar um meðferð – breytingu á lífsháttum • breytingar á lyfjameðferð og annarri meðferð.

  4. Yfirlit • Hverjir mæla og hvenær. • Ráðlagður undirbúningur/líkamsstaða. • Hvaða mælar og hvaða stærð af armbandi. • Hvernig er mælt. • Skráning. • Villur í mælingum.

  5. Hverjir mæla og hvenær • Þjálfað heilbrigðisstarfsfólk á að mæla blóðþrýsting þegar ástæða er til mælingar. • þ.e. þegar eitthvert markmið er með mælingunum, ýmist til greiningar eða eftirlits. • Nauðsynlegt er að mælitækni og tækin séu yfirfarin reglulega.* • *Sjá leiðbeiningar framleiðanda • Við heimsóknir til heilbrigðisstarfsmanna á að bjóða blóðþrýstingsmælingar þegar það á við til að: • Meta hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. • Greina og fylgjast með meðferð við háþrýstingi.

  6. 2. Ráðlagður undirbúningur/líkamsstaða • Stöðluð tækni við venjubundnar mælingar: • Mælt í þægilegu og rólegu umhverfi þannig að skjólstæðingur geti slakað á í 3–5 mínutur fyrir mælingu. • Forðast óþarfa áreiti og hafa þögn rétt fyrir og á meðan mælt er. • Gæta þess að föt þrengi ekki að handlegg. • Forðast reykingar/nikótín í 15–30 mínútur og kaffi í a.m.k. eina klukkustund fyrir mælingu. • Friðsæld til baks og kviðar og ekki þjakaður af bráðum kvíða, álagi eða verkjum, ef þess er kostur, þegar mælt er.

  7. 2. Ráðlagður undirbúningur/líkamsstaða • Sjúklingur skal sitja uppréttur í þægilegum stól með fætur á gólfi í 3–5 mínútur fyrir mælingu og skal vera í sömu stöðu þegar mælt er. • Hafa á stuðning undir upphandlegg sem á að vera ber upp að öxlum og í hjartahæð (þetta á líka við mælingar í standandi stöðu). • Skjólstæðingur sé sitjandi til að greina háþrýsting og við eftirfylgd. • Skjólstæðingur sé standandi til að greina stöðulágþrýsting.

  8. 2. Ráðlagður undirbúningur/líkamsstaða • Hjá þeim sem hafa einkenni er benda til lágþrýstings ætti að meta hvort blóðþrýstingur fellur við að standa upp. Þeim sem einkum er hætt við stöðulágþrýstingi eru aldraðir (>65 ára), sykursjúkir og þeir sem eru í meðferð með blóðþrýstingslækkandi lyfjum. • Mælið blóðþrýsting í liggjandi eða sitjandi stöðu og í standandi stöðu eftir að viðkomandi hefur staðið í 1–5 mínútur. • Fall um 20 mmHg eða meira í slagbilsþrýstingi við að standa upp er talið óeðlilegt.

  9. 3. Hvaða mælar og hvaða stærð af armbandi • Notið kvikasilfursmæli eðanýlega stilltan skífumæli (aneroid) eða viðurkenndan rafmagnsmæli. • Skífumæla ætti aðeins að nota ef þeir eru stilltir á 6-12 mánaða fresti. • „Viðurkenndir“ rafmagnsmælar ættu að vera sérstaklega auðkenndir.www.hyp.ac.uk/bhs/blood_pressure_list.htm • Úlnliðs- og fingurmælaætti ekki að nota.

  10. 3.Hvaða mælar og hvaða stærð af armbandi • Notið armband af viðeigandi stærð

  11. 4. Hvernig er mælt • Finnið púls í olnbogabót og við úlnlið. • Hafið belg í hjartahæð og um 2 sm fyrir ofan olnbogabót. • Gjarnan má láta snúrur snúa upp svo þær sláist ekki í hlustunarpípu. • Horfið hornrétt á kvikasilfurssúlu. • Aukið þrýstinginn hratt í um 20–30 mmHg upp fyrir þann þrýsting sem púls við úlnlið eða í olnbogabót hverfur við. • Setjið hlustpípu yfir púls í olnbogabót • vel má nota bjölluna sem gefur oft minna skrjáf en þindin.

  12. 4. Hvernig er mælt • Lækkið þrýsting um 2 mmHg / sekHljóð heyrist fyrst (I Korotkoff) = slagbilsþrýstingur • Lækkið þrýsting um 2 mmHg/ slag • Hljóð hverfur (V Korotkoff) = hlébilsþrýstingur Hvor handlegggur ? Við fyrstu mælingu, mælið blóðþrýsting í báðum handleggjum og notið þann handlegg sem gefur hærri blóðþrýsting við frekari mælingar. • Lofttæmið belg alveg milli mælinga. • Mælið tvisvar með 1–5 mínútna millibili eða endurtakið mælingu í lok viðtals. • Notið meðaltal tveggja mælinga.

  13. 5. Skráning • Skráið mælingar þannig að námunda að næsta 2 mmHg. • Skráið hvor handleggur var mældur, líkamsstöðu (sitjandi, standandi eða liggjandi) og hvenær var mælt. • Ef notuð er önnur en venjuleg stærð af armbandi á að skrá það 138/74 hæ -sitj -kl 14:30

  14. 6. Villur í mælingum • Tækin – aðferðin: • Stærð armbands röng. • Ekki lofttæmt á milli mælinga. • Rangur handleggur eða líkamsstaða ekki rétt. • Talað á meðan mælt er. • Lofti hleypt of hratt úr belg. • Púls ekki þreifaður fyrir mælingu.

  15. 6. Villur í mælingum • Sá mældi/sú mælda: • Kvíði/álag og/eða nýleg kaffi- eða áfengisdrykkja eða reykingar. • Mælt of snemma (án hvíldar). • Full blaðra. • Sá/sú sem mælir: • Metur ekki rétt hljóðin sem heyrast.

  16. 6. Villur í mælingum • Algengustu mistök við mælingu eru að nota ranga armbandsstærð, ekki næst hvíld fyrir mælingu, of hratt er tæmt úr blöðru, ekki mældir báðir handleggir og ekki þreifaður púls fyrir mælingu. • Mæling getur verið of há m.a. vegna þess að: • talað er á meðan mælt er. • áfengis eða kaffis var neytt nýlega (innan 3ja klukkustunda). • ekki hvíld fyrir mælingu. • upphandleggur of lágt miðað við hjarta eða enginn stuðningur við hann.

  17. Heimildir • Hypertension: Management of hypertension in adults in primary care. London: NICE National Institute for Clinical Excellence; 2004. Sótt 7. mars 2005 á: www.nice.org.uk/page.aspx?o=217968 • Måttligt förhöjt blodtryck: En systematisk litteraturöversikt. Stockholm: SBU Statens beredning för medicinsk utvärdering; 2004. Sótt 7. mars 2005 á: www.sbu.se/ (og www.sbu.se/www/index.asp?CatID=74&PageID=744) • Williams B, Poulter NR, Brown MJ, Davies M, McInnes GT, Potter JP, Sever PS and Thom S McG. The BHS Guidelines Working Party Guidelines for Management of Hypertension: Report of the Fourth Working Party of the British Hypertension Society, 2004 - BHS IV. Journal of Human Hypertension 2004; 18: 139-185. Sótt 7. mars 2005 á: www.hyp.ac.uk/bhs/Latest_BHS_management_Guidelines.htm • 2004 Canadian Hypertension Education Program recommendations. Canadian Hypertension Education Program; 2004. Sótt 7. mars 2005 á: www.hypertension.ca/recommendations2004_va.html Aðrar heimildir:Beevers G, Lip GYH, O’Brien E. ABC of Hypertension; Blood pressure measurement. Part I –Sphygmomanometry: factors common to all techniques. BMJ 2001; 322: 981 - 985 Beevers G, Lip GYH, O’Brien E. Blood pressure measurement. Part II- Conventional sphygmomanometry: technique of auscultatory blood pressure measurement. BMJ 2001; 322:1043-1047.McAlister FA, Straus SF. Measurement of blood pressure: and evidence based review. BMJ 2001;322:908-911U. Tholl, K. Forstner, and M. Anlauf.Measuring blood pressure: pitfalls and recommendations. Nephrol. Dial. Transplant., April 1, 2004; 19(4): 766 - 770. Gagnlegar heimasíður: www.efnskipti.com www.drbloodpressure.com http://www.hyp.ac.uk/bhs/how_to_measure_blood_pressure.htm

More Related