1 / 15

Hollusta hvað? Hvenær starfsmaður? Hvenær viðskiptavinur? Hvenær íbúi og kjósandi með skoðanir?

Hollusta hvað? Hvenær starfsmaður? Hvenær viðskiptavinur? Hvenær íbúi og kjósandi með skoðanir?. Vinnuveitandi hvað?. Hvað um samskipti okkar bein og óbein við Akureyrarbæ

hector
Télécharger la présentation

Hollusta hvað? Hvenær starfsmaður? Hvenær viðskiptavinur? Hvenær íbúi og kjósandi með skoðanir?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hollusta hvað?Hvenær starfsmaður?Hvenær viðskiptavinur?Hvenær íbúi og kjósandi með skoðanir?

  2. Vinnuveitandi hvað? • Hvað um samskipti okkar bein og óbein við Akureyrarbæ • Hvað leiðir af sambandi okkar við hann – fyrir utan vinnuskyldu, skyldu til að veita góða þjónustu / gera sitt besta – gegn launun og ýmsum réttindum • Hvað um hollustu gagnvart vinnuveitanda?

  3. Hefðbundið sjónarmið • Að skyldur starfsmanns séu fyrst og fremst við stofnunina og síðan við aðra • Og að starfsmanni beri að sýna vinnuveitanda hollustu undir venjulegum kringumstæðum

  4. Óhefðbundið sjónarmið • Að starfsmenn hafi engar frumskyldur við vinnuveitanda • Starfsmanni ber ekki skylda til að til að sýna vinnuveitanda sínum hollustu; þó hann kjósi það stundum

  5. Óhefðbundið sjónarmið... 2 • Hvers vegna er því haldið fram að starfsmaður hafi engar frumskyldur...? • a) Hollusta krefst gagnkvæms skilnings og fórnar eiginhagsmuna • b) Fyrirtæki fórnar á endanum engum eiginhagsmunum – hefur aðeins það markmið að hámarka hagnað • > Ekki rétt að líta á stofnun sem siðferðisveru

  6. Gagnrök 1Hollusta krefst gagnkvæmra fórna • Þarf hollusta alltaf að vera endurgoldin? • Hvað um hollustu foreldra gagnvart börnum sínum – sem stundum er fjarri því endurgoldin?

  7. Gagnrök 2Stofnun er ekki siðferðisvera • Jafnvel þó svo sé... • Er þá ekki mögulegt að bregðast vinnufélögum sínum eða eigendum stofnunarinnar, sem eru jú persónur? • Væri þar með ekki um að ræða samband milli “tveggja” siðferðisvera?

  8. Gagnrök 3Aðeins hagkvæmni/gróði að leiðarljósi • Fyrirtæki hafa almennt efnahagsleg markmið að leiðarljósi. • En þýðir það að þau geti ekki sýnt starfsmönnum hollustu? • Hafa starfsmenn eiginhagsmuni ekki einnig að leiðarljósi? • Þýðir það að fyrirtæki beri engar skyldur gagnvart starfsmönnum?

  9. En hvað er hollusta? • Þegar við breytum þannig gagnvart persónu/aðila að við teljum að hagsmunum viðkomandi sé best borgið • Þó að við breytum gegn vilja og skoðunum viðkomandi er ekki þar með sagt að við sýnum henni ekki hollustu • (Og hollusta þarf ekki að felast í viðbrögðunum sem við höldum að sé vænst – starfsmaður sífellt tilbúinn að fórna sér. Leiðir ekki til árangurs)

  10. Hvað er hollusta? • Er hún ekki samband milli aðila, tveggja eða fleiri sem felur í sér önnur verðmæti... • Og verður að skilgreina út frá því: • Felur í sér traust (t.d. til upplýsinga), virðingu, öryggi og gagnkvæm tækifæri • Er um “hollustusamband” að ræða ef ekki má gagnrýna • Eða ef ábending um ranglæti kallar á hefnd að hálfu yfirmanns eða vinnuveitanda?

  11. En hvað um það... • Akureyrarbær mæðist í mörgu • Ber okkur sem starfsmönnum hans að verja hvað eina sem bæjaryfirvöld taka sér fyrir hendur – hvað um okkar eigin stjórnmálaskoðanir? • Getur forstöðumaður sagt: “já þeir hjá bænum ákváðu að hækka gjaldið”? • Getur starfsfólkið sagt “þeir á starfsmanna- deildinni styttu kaffitímann”?

  12. Hvernig bregst ég við? • Þú er stödd/staddur í einni af þeim fjölmörgu fermingarveislum sem þér er boðið í þetta vorið. Ótrúlegt en satt það er verið að ferma hana Ylfu Björt og það virðist svo stutt síðan hún var bara reifabarn! Hallfreður frændi, sem er að vestan, er staddur í veislunni og þú heyrir hvernig hann af miklum móð reynir að sannfæra alla nærstadda um að starfsmenn sveitarfélaganna séu meira og minna ónothæft lið og áskrifendur að launum sínum, það sé nú annað en þeir á einkamarkaði sem þurfi að standa sig eða missa vinnuna ella…!

  13. 2. Þú ert í teiti í 101 Reykjavík hjá gömlum skólafélaga sem þú hefur haldið góðu sambandi við alla tíð. Í veislunni er kona sem þú kannast ekkert við en hún hefur heyrt að skólar á Akureyri séu fremur slakir og aftarlega á merinni á í öllu þróunarstarfi - og þetta sé vegna þess að Akureyrarbær láti reka á reiðanum og hirði ekkert um slíka hluti.

  14. 3. • Þú ert í kaffi með starfsfólkinu þínu, þið eruð í miðri fjárhagsáætlunargerð, mikið álag og stress. Þú ert loksins komin í pásu en einn undirmanna þinna á ekki orð yfir því hvað þeir þarna hjá bænum séu yfirmáta vitlausir og vonlausir – hverjum öðrum dytti í hug að grafa síki í miðbænum á Akureyri! Annar er argur yfir dugleysi bæjaryfirvalda vegna þessa að það á að loka vinsælum tónleikastað í bænum. Upp úr þessu spinnst neikvæð umræða þar sem bænum er fundið flest til foráttu – og stefnir í þá almennu niðurstöðu að allt sé á leið fjandans til.

  15. 4. • Eru viðbrögðin mismunandi milli dæma – hvers vegna? - Hversu langt eigum við að ganga, sem starfsmenn Akureyrarbæjar, í því að verja vinnuveitanda okkar? Eigum við að sýna skilyrðislausa tryggð og ef ekki hvar ættu mörkin að liggja?

More Related