1 / 23

Skilasvik og ýmis refsiréttarleg álitaefni í tengslum við fall efnahagskerfisins

Skilasvik og ýmis refsiréttarleg álitaefni í tengslum við fall efnahagskerfisins. Jón Þór Ólason, hdl., lektor við lagadeild HÍ. Siðrof.

levana
Télécharger la présentation

Skilasvik og ýmis refsiréttarleg álitaefni í tengslum við fall efnahagskerfisins

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skilasvik og ýmis refsiréttarleg álitaefni í tengslum við fall efnahagskerfisins Jón Þór Ólason, hdl., lektor við lagadeild HÍ

  2. Siðrof • Refsiverð háttsemi skipulagsheilda (e. organizational crime) Nær yfir refsiverða háttsemi sem framin eru af eða eru afleiðing af ákvörðunartöku einstaklinga eða hópi einstaklinga í stjórnunarstöðum innan fyrirtækis. • Oftlega eru ákvarðanirnar teknar í andstöðu við gildandi lög en í samræmi við viðtekin markmið (arðsvon), starfsvenjur og viðhorf fyrirtækisins og er ætlað að auka hag þess sjálfs sem og eiganda þeirra. Dæmi um slík brot er t.a.m. markaðsmisnotkun og verðsamráð. • Kenningar Durkheims um siðrof falla vel að þeim aðstæðum sem myndast hafa hér á landi í kjölfar byltingrakennda og örra breytinga á sviði viðskipta. • Siðrof vísar til þess þegar samstöðu vantar um hvers konar hegðun skuli vera viðurkennd, til dæmis á breytingartímum og við skyndilega hagsæld.Fylgni við siðferðisviðmið minnkar og einnig hlýðni við lög sem hið félagslega taumhald. Afleiðingar siðrofs taldi Durkheim birtast í græðgi samkeppnishvöt og metorðagirni ásamt áherslu á veraldleg gæði og sællífi.

  3. ,,Gráa svæðið” • Þar sem fjárhagsleg afkoma fyrirtækis (og gengi hlutabréfa í félaginu) er mælikvarði á velgengni verða stjórnendur fyrir stöðugum þrýstingi um að auka hagnað. Ákvörðun er tekin um að skila arði með öllum mögulegum ráðum og þessi ákvörðun er síðan keyrð í gegnum öll stjórnunarstig fyrirtækisins. Þrýstingurinn á að ná æskilegu stigi hagnaðar eykur líkurnar á að bæði stjórnendur og starfsmenn grípi til ólögmætra aðgerða. • Georg Bjarnfreðarson og ,,gráa svæðið”. Vísar til þess að í viðskiptalífinu viðgangist hegðun sem er almennt álitin á mörkum þess að vera lögleg eða siðleg. Þetta gefur til kynna að viðskiptalífið lúti ekki einungis gildandi lögum og reglum heldur einnig þeim leikreglum sem það setur sér sjálft. • Dómur MDE frá 26. nóvember 1996 í máli Cantoni gegn Frakklandi.

  4. Efnahagsbrot • Meðferð efnahagsbrotamála er um flest nokkuð frábrugðin meðferð annarra refsimála. • Flókið og sérhæft lagaumhverfi. • Flókin viðskipti sem eru oft torskilin og einvörðungu á færi reyndra lögfræðinga og annarra sérfræðinga, oft í sameiningu að átta sig til fulls á háttseminni og fjalla um hana við rannsókn og meðferð mála. • Alþjóðavæðing íslensks viðskiptalífs hefur leitt til þess að rannsóknir milli landa færast í vöxt, þar sem brot sem framin eru tengjast oft fleiri en einu landi. • Oft þarf að leggja fram mjög víðtækar og ítarlegar keðjur sannana svo unnt sé að sýna fram á tæknilega framkvæmd háþróaðra efnahagsbrota til að sýna fram á þátt hvers og eins, t.a.m. færslu fjármuna með margþættum hætti á milli fyrirtækja og banka. • Gríðarlega kostnaðarsöm og taka langan tíma í rannsókn – gagnrýni. • Lítill áhugi hefur verið að sinna þessum málaflokki af hálfu stjórnvalda.

  5. Ákæruvaldið • Rannsókn og saksókn efnahagsbrota er nú á hendi tveggja embætta – er það eðlilegt? • Því til viðbótar hefur verið komið á margs konar fjölþrepa kerfi eftirlits- og viðurlaga gegn efnahagsbrotum, þar sem ýmsum stjórnsýslustofnunum hafa verið fengnar rúmar lagaheimildir í þágu hlutverks síns. • Samspil þessara eftirlitsstofnana og lögreglu er ekki bara að mörgu leyti flókið, heldur eru innbyrðis valdmörk milli eftirlitsaðila og lögreglu ekki nægilega skýr, sbr. m.a. H 8. febrúar 2008 í máli nr. 21/2008. • Valdmörk ríkislögreglustjóra og samkeppniseftirlitsins í tengslum við rannsókn í svonefndu olíusamráðsmáli. • Verður að einfalda þetta kerfi, enda kosta tvöfaldar rannsóknir mikla fjármuni, ganga gegn markmiðum um skilvirkni og hagkvæmni við rannsókn refsiverðrar háttsemi – Mannréttindasjónarmið Sjá m.a. H 2003:3377 (liðu rúm sex ár frá því að skattrannsóknarstjóri hóf rannsókn og þar til að dómur féll í Hæstarétti) sjá einnig H 16. mars 2007 í máli nr. 92/2007 (olíusamráðsmál).

  6. Ákæruvaldið frh. • Einfalda þarf refsivörslukerfið hvað varðar rannsókn efnahagsbrota sem og að fjölga starfsmönnum verulega. • Kerfið hefur ekki veitt það nauðsynlega aðhald sem því er ætlað að hafa (varnaðarsjónarmið). • Sameina þarf embætti saksóknara efnahagsbrota og sérstaks saksóknara sem og þann þátt embættis skattrannsóknarstjóra er snýr að rannsóknum á refsiverðri háttsemi. • Skipan þessara mála í Noregi.

  7. Dómstólarnir. • Fjölga þarf dómurum bæði hjá héraðsdómstólunum sem og Hæstarétti. • Koma þarf á millidómstigi. • Ýmis álitamál sem óhjákvæmilega munu koma upp. • Er nægjanleg sérþekking á fjármuna- og efnahagsbrotum hjá dómstólum. • Hvernig mun ganga að finna hæfa sérfróða meðdómsmenn? • Dómstóll götunnar og jafnræðis- og mannréttindasjónarmið varðandi ákvörðun refsingar. • Dómstólar verða að veita ákæruvaldinu virkt aðhald. • Formkröfur – annmarkar á ákærum. • Lögskýringar og íslensk refsiréttarhefð. • Húsleitir, kyrrsetningar – Rannsóknardómarar.

  8. Löggjafarvaldið • Endurskoða þarf skipan rannsóknar- og ákæruvalds hvað varðar efnahagsbrot. • Endurskoða þarf auðgunarbrotakafla hegningarlaganna. • Brýn þörf er á heildarendurskoðun þeirra sérrefsilaga sem eru nú í gildi og varða þennan málaflokk. • Hrinda í gang framkvæmdaráætlun um varnir gegn efnahagsbrotum, sbr. sambærilegar áætlanir í Noregi frá 1992, 1995, 2000, 2004 og 2007. Íslensk löggjöf hefur setið eftir og hefur ekki fylgt nægilega vel þeim gríðarlegu breytingum sem orðið hefur í fjármálageiranum hin síðari ár.

  9. Ólögmætisfyrirvari fjársvikaákvæðisins • Hvað felur hann í sér? • Hefur það að markmiði að afmarka tilvik sem á ytra yfirborði lýta út fyrir að vera refsinæm, séu ekki ólögmæt vegna ýmissa atvika m.a. þegar um viðskipti er að ræða. • Markmiðið með honum er að þrengja efnissvið ákvæðisins þannig að ýmis ,,svik“ falli utan ákvæðisins, m.a. með hliðsjón af hagsmunum viðskiptalífsins. • Í viðskiptum hefur verið talið leyfilegt að ákveðnu marki að gefa rangar upplýsingar eða leyna upplýsingum um fyrirætlun sína. • Kröfurnar um heiðarleika mismiklar eftir því um hvers konar viðskipti er að ræða og sérstaklega eftir stöðu við samningsgerð. • Ef menn standa jafnt að vígi er ekki unnt að krefjast þess að aðilar leggi spilin á borðið að öllu leyti. Þannig er heimilt að segja rangt til um ýmis verð í því skyni að leyna ávinningi sínum. Það er eðli viðskipta að kaupa eins ódýrt og selja hluti áfram á uppsprengdu verði og á það sérstaklega við um braskara sem selja bifreiðar og fasteignir. • Þeim aðilum sem hafa sérfræðiþekkingu á ákveðnu sviði er heimilt að nýta sér hana til hagsbóta (ef viðsemjandi er einnig sérfróður) og megi því gera minni kröfur til heiðarleika þeirra (eins og t.d. braskara – áhætta sem menn eiga að taka með í reikninginn). • Mjög matskennt hvenær er farið út fyrir hin lögmætu mörk.

  10. 250. gr. hgl. um skilasvik • 250. gr. Fyrir skilasvik skal refsa með allt að 6 ára fangelsi hverjum þeim, sem sekur gerist um eftirgreinda verknaði:    1. Synjar fyrir að hafa tekið við peningaláni eða öðru láni til eignar eða greiðslu, sem endurgjald á að koma fyrir, eða synjar efnda á skyldu með rangri notkun sönnunargagna.   2. Selur, veðsetur, tekur undir sig eða ráðstafar á annan hátt fjármunum sínum, sem annar maður hefur eignast þau réttindi yfir, að verknaðurinn verður ekki samrýmdur réttindum hans.   3. Hefst nokkuð það að, eftir að bú hans hefur verið tekið til skipta sem þrotabú, eða [meðan hann hefur heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings án undanfarandi gjaldþrotaskipta],1) sem miðar að því, að eigur eða kröfur búsins komi ekki lánardrottnum þess að gagni.   4. Skerðir rétt einhvers lánardrottins síns til þess að öðlast fullnægju af eignum hans með því að gefa rangar upplýsingar, með undanskoti eigna, málamyndagerningum, ótilhlýðilega miklum gjöfum eða mikilli eyðslu, sölu eigna fyrir óhæfilega lágt verð, greiðslu eða tryggingu ógjaldkræfra krafna eða tiltölulega hárra gjaldkræfra krafna, stofnun nýrra skulda, sem að mun rýra efnahag hans, eða með öðrum svipuðum hætti. • Nú hefur verknaður, sem í 4. tölul. getur, verið framinn til þess að draga taum einhvers lánardrottins öðrum til tjóns, og skal þá því aðeins refsa lánardrottninum, að hann hafi komið skuldunaut til að framkvæma ívilnunina á þeim tíma, er lánardrottinn sá, að gjaldþrot eða greiðslustöðvun vofði yfir. • Nú hefur brot verið framið, sem lýst er í 4. tölul., án þess að nokkur sérstaklega tryggður réttur sé skertur eða án þess að árangurslaus aðfarargerð, gjaldþrot eða samningsráðstafanir um nauðasamninga án gjaldþrotameðferðar hafi á eftir fylgt, og skal þá því aðeins mál höfða, að sá krefjist þess, sem misgert var við.1)L. 21/1991, 182. gr.

  11. Saknæmisskilyrðin • A) Ásetningur skv. 18. gr. • Ásetningurinn verður að ná til allra efnisþátta verknaðarlýsingar. • B) Auðgunarásetningur skv. 243. gr. hgl., sérreglur og frávik. • Ef refsa á fyrir skilasvik verður að sanna auðgunarásetning (sameiginleg viðbótarverknaðarlýsing sem felst í 243. gr. hgl.). • Ef sams konar athafnir (athafnaleysi) og lýst er í 250. gr., liggja fyrir en auðgunarásetningur er ekki fyrir hendi eða er ósannaður, kemur til álita að refsa skv. 261. gr. hgl., þ.e. ef almennar ásetningskröfur skv. 18. gr. eru uppfylltar. • Tilslökunarregla um verulega fjártjónsáhættu. (Ath. Sérstaklega 3. og 4. tl. 1. mgr. ákvæðisins)

  12. Forsaga ákvæðisins • Hvorki í Grágás né Jónsbók er að finna sjálfstætt ákvæði um skilasvik í líkingu við 250. gr. hgl. • Þó mátti finna ýmis ákvæði á víð og dreif um einstök svikatilfelli sem eiga sér ákveðna efnislega tengingu við núgildandi skilasvikaákvæði. • Í hegningarlögunum frá 1869 var blandað saman svika- og fjárdráttartilfellum í XXVI. Kapítula laganna, er bar heitið ,,Um svik”. • Reglur um fjárdrátt, fjársvik og skilasvik voru mjög samfléttaðar allt þar til að almenn ákvæði voru lögfest um hverja þessa brotategund fyrir sig. • Skilasvik eru gerð að sjálfstæðri brotategund við setningu hegningarlaganna 1940, en í ákvæðinu var safnað saman fjölda brota úr svikakafla hegningarlaganna frá 1869, sbr. 254., 255, 22., 263. og 265. gr. þeirra laga.

  13. Skilasvik í Norrænum rétti • Ákvæði 283. gr. dönsku hegningarlaganna lýsir broti sem samsvarar íslenska skilasvikaækvæðinu (d. Skyldnersvig). Danska ákvæðið hefur þó tekið fleiri efnislegum breytingum en það íslenska. • Önnur skipan í Noregi og Svíþjóð, þar sem ekki er að finna almennt ákvæði um skilasvik.

  14. Markmið skilasvikaákvæðisins o.fl. • Ákvæðið hefur sérstöðu gagnvart öðrum brotategundum auðgunarbrotakafla hgl., að því leyti að ákvæðinu er ætlað að vernda kröfuréttindi (1., 3. og 4. tl.), óbein og takmörkuð eignarréttindi (2. tl.) og fullnusturéttindi kröfuhafa (3. og 4. tl.), meðan önnur ákvæði kaflans varða fyrst og fremst beinan eignarrétt. • Andlag skilasvika geta verið hvers konar fjárverðmæti. • Hversu mikil þörf er á refsivernd kröfuréttinda? • Á einvörðungu að beita í ,,grófari” tilvikum.

  15. 1. tölul. 1. mgr. 250. gr. hgl. • ,,1. Synjar fyrir að hafa tekið við peningaláni eða öðru láni til eignar eða greiðslu, sem endurgjald á að koma fyrir, eða synjar efnda á skyldu með rangri notkun sönnunargagna.” • Háttsemi sem miðar að því að réttmæt krafa fáist ekki viðurkennd. • Brot fullframið annars vegar með einfaldri synjun og hins vegar með rangri notkun sönnunargagna, sem þó felur ekki í sér fölsun (t.d. saldokvittunar). • Aldrei verið beitt í framkvæmd og búið að fella hana úr hegningarlögum á hinum Norðurlöndunum.

  16. 2. tölul. 1. mgr. 250. gr. hgl. • 2. Selur, veðsetur, tekur undir sig eða ráðstafar á annan hátt fjármunum sínum, sem annar maður hefur eignast þau réttindi yfir, að verknaðurinn verður ekki samrýmdur réttindum hans. • Með 2. tölul. er eiganda óbeinna eigarréttinda veitt refsivernd fyrir ráðstöfunum eiganda fjármunanna sjálfra, þannig að þeim síðarnefnda er óheimilt að skerða þau á nokkurn hátt. • Andlag brotsins eru hvers konar fjármunir sem hinn brotlegi á sjálfur, en heimilt er að stofna til réttinda yfir svo sem fasteignir, lausafé, viðskiptabréf o.þ.h. • Mikilvægust eru þó svonefnd tryggingarréttindi, svo sem veðréttindi, kyrrsetning og haldsréttur. • Verknaður hins brotlega felst í því að selja, veðsetja, taka undir sig eða ráðstafa á annan hátt hinum fjárhagslegu verðmætum. Brotið telst fullframið um leið og eigandi fjármunanna hefur gert einhverja þá ráðstöfun sem ekki samrýmist rétti fyrri rétthafans. Sjá m.a. H 1966:772 og H 1985:1448, H 26. mars 2009 í máli nr. 393/2008 (vörulager) og H 11. júní 2009 í máli nr. 43/2009 (handveðsetning bankareiknings).

  17. 2. tölul. 1. mgr. 250. gr. hgl. • Ráðstöfunin verður að vera ólögmæt, sbr. m.a. H 8. maí 2008 í máli nr. 2/2008 (flutningur aflamarks á milli skipa taldist ekki til skilasvika). • Ekki þarf að þinglýsa réttindunum til þess að þau njóti refsiverndar skv. ákvæðinu, sbr. m.a. H 1985:1448. • Með orðalaginu ,,aðrar ráðstafanir” er t.a.m. Átt við gjafir, eyðileggingu eða skemmdir, neyslu, eyðslu eða notkun, allt eftir eðli verðmætanna. Sjá m.a. H 12. desember 2002 í máli nr. 369/2002 (reif bifreið í sundur, þrátt fyrir að hún hefði verið sett að veði til tryggingar skuldabréfs). • Ef eyðilegging á andlaginu á sér stað og auðgunarásetningur er ekki til staðar, kemur til álita að heimfæra verknaðinn undir 258. gr. hgl.

  18. 3. tölul. 1. mgr. 250. gr. hgl. • 3. Hefst nokkuð það að, eftir að bú hans hefur verið tekið til skipta sem þrotabú, eða [meðan hann hefur heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings án undanfarandi gjaldþrotaskipta],1) sem miðar að því, að eigur eða kröfur búsins komi ekki lánardrottnum þess að gagni. • Hagsmunir skuldheimtumanna verndaðir. • Sérhæfðari liður en er að finna í 4. tl. Þrátt fyrir að verndarandlagið sé það sama, þar sem liðurinn er háður tímamörkum. Sjá hins vegar H 1983:654 (greindi ekki frá bifreið í sinni eigu sem hann síðar seldi og nýtti andvirðið í eigin þágu) þar sem Hæstiréttur taldi 4. tl. Tæma sök gegn 3. tl. • Verknaðurinn felst í því að viðhafa athafnir sem miða að því að eigur eða kröfur á hendur búinu verða fyrir skerðingu sem þeim athöfnum nemur. Tekur t.d. til þeirra tilvika þar sem hinn brotlegi hyggst ívilna einstökum kröfuhöfum eða hagnýta hin fjárhagslegu verðmæti í sjálfs síns þágu. • Tekur til allra þeirra fjárhagslegu réttinda sem skuldarinn átti eða naut við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti, nema annað leiði af réttarreglum, eðli réttindanna eða löggerningi sem verður ekki hnekkt vegna gjaldþrotaskiptanna, sbr. 72.-74. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991. Verður að miða andlag brotsins við skýringu á þeim ákvæðum. • Hvað með greiðsluaðlögun, sbr. lög nr. 24/2009? • Fullframningarstigið fært fram í 3. tl. (líkt og öðrum tölul. 250. gr.) • Hlutdeild annarra möguleg en erfiðara að koma við tilraunabroti.

  19. 4. tölul. 1. mgr. 250. gr. hgl. • 4. Skerðir rétt einhvers lánardrottins síns til þess að öðlast fullnægju af eignum hans með því að gefa rangar upplýsingar, með undanskoti eigna, málamyndagerningum, ótilhlýðilega miklum gjöfum eða mikilli eyðslu, sölu eigna fyrir óhæfilega lágt verð, greiðslu eða tryggingu ógjaldkræfra krafna eða tiltölulega hárra gjaldkræfra krafna, stofnun nýrra skulda, sem að mun rýra efnahag hans, eða með öðrum svipuðum hætti. • Hér eru öllum kröfuhöfum skuldara veitt vernd gegn óvenjulegum eða óforsvaranlegum ráðstöfunum hans, sem gerðar eru í því augnamiði að skerða fullnusturétt þeirra. Verndin er óháð stöðu krafnanna í skuldaröð. • Öll þau tilvik sem falla undir 3. tl. falla einnig undir 4. tl. • Ekkert er vikið að fjárhagsstöðu skuldarans í ákvæðinu en eðli málsins samkvæmt hlýtur hún að vera mjög bágborin, en ekki er skilyrði að hann hafi verið lýstur gjaldþrota. • Heildstætt mat hverju sinni. • Meta á 4. tl. óháð reglum XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 um riftun ráðstafana þrotamanns. • Fyrirsvarsmenn lögaðila geta öðlast stöðu skuldara m.t.t. refsiábyrgðar, sbr. m.a. H 1939:146 og H 1999:524.

  20. Verknaðaraðferðir skv. 4. tl. • Gefa rangar upplýsingar. • Tímamark upplýsingagjafarinnar er grundvallaratriði varðandi heimfærslu til 3. eða 4. tl.Rangar upplýsingar gefnar við fjárnám um um eignastöðu o.fl. • Undanskot eigna. • Skuldari felur eða leynir eignum, lýsir því yfir gegn betri vitund að hún sé ekki til staðar og dregur þannig úr líkum á því að lánadrottnar fái fullnustu. • Málamyndagerningar • Markmiðið að koma undan eignum. Skuldari hagar málum með þeim hætti að svo virðist sem að hann hafi selt eign til þriðja manns. • Sem dæmi um að slíkar gerningar hafi leitt til refsiábyrgðar má nefna H 1928:748 (sala á tveimur verslunum o.fl., H 1993:2424, H 2005:4453 (tryggingavíxill metinn sem málamyndagerningur. • Ótilhlýðilega miklar gjafir. • Hér undir getur einnig fallið málamyndasölur þar sem málum er svo fyrirkomið að svo virðist sem að endurgjald hafi komið til vegna sölunnar, þegar svo er ekki rauninn. • Veikja fjárhagsstöðu geranda enn frekar og skerða þar með rétt kröfuhafa. • Mjög matskennt atriði sem verður að meta heildstætt í hverju tilviki fyrir sig. • Riftunarreglur laga um gjaldþrotaskipti taka m.a. til gjafagerninga, sbr. 2. mgr. 131. gr.

  21. Verknaðaraðferðir skv. 4. tl. Frh. • Ótilhlýðilega mikil eyðsla. • Matsatriði sem skoða ber út frá efnahag og skuldastöðu hins brotlega þegar ráðstafanir þessar voru gerðar og hvort þær voru eðlilegar eða venjulegar. Matið verður að vera hlutlægt og út frá almennum mælikvarða. • Sala fyrir óhæfilega lágt verð. • Eignir seldar langt undir raunvirði þannig að salan hafi í för með sér eignaskerðingu, sjá m.a. H 1992:560 (4 bifreiðar seldar á afsláttarkjörum). • Hver var kaupandi eignarinnar? • Greiðsla eða trygging ógjaldkræfra krafna eða tiltölulega hárra gjaldkræfra krafna. • Skuldari ívilnar tilteknum kröfuhöfum umfram aðra með óeðlilegum hætti miðað við efni eða fjárhæð krafnanna. Sjá m.a. H 1947:304 (ívilnun til tiltekinna kröfuhafa), H 1989:1150 (Háar kröfur greiddar er leiddu til skerðingar). • Hér undir á það einnig við ef sett er trygging fyrir greiðslu skuldar sem annars var ótryggð í því skyni tiltekinn kröfuhafi njóti betri stöðu í skuldaröð. • Ef aðrir kröfuhafar, en sá sem fær greiðslu á kröfu sem ekki er komin í gjalddaga, eiga gjaldfallnar kröfur, felur greiðslan á hinni ógjaldföllnu kröfu, augljóslega í sér mismunun á milli kröfuhafa innbyrðis. • Stofunun nýrra skulda, sem að mun rýra efnahag skuldarans. • Matskennt atriði, en hin nýja skuldastofnun verður að vera óvenjuleg og ámælisverð.

  22. 2. og 3. mgr. 250. gr. hgl. • Nú hefur verknaður, sem í 4. tölul. getur, verið framinn til þess að draga taum einhvers lánardrottins öðrum til tjóns, og skal þá því aðeins refsa lánardrottninum, að hann hafi komið skuldunaut til að framkvæma ívilnunina á þeim tíma, er lánardrottinn sá, að gjaldþrot eða greiðslustöðvun vofði yfir. • Sérstök hlutdeildarregla – með hugtakinu greiðslustöðvun í ákvæðinu er ekki átt við greiðslustöðvun í skilningi laga um gjaldþrotaskipti, heldur er átt við að skuldarinn hafi ekki verið greiðslufær. • Nú hefur brot verið framið, sem lýst er í 4. tölul., án þess að nokkur sérstaklega tryggður réttur sé skertur eða án þess að árangurslaus aðfarargerð, gjaldþrot eða samningsráðstafanir um nauðasamninga án gjaldþrotameðferðar hafi á eftir fylgt, og skal þá því aðeins mál höfða, að sá krefjist þess, sem misgert var við. • Sérstök málshöfðunarskilyrðisregla og nægir að einn kröfuhafi krefjist málshöfðunar, þrátt fyrir að kröfuhafarnir séu fleiri.

  23. Afmörkun umboðssvika gagnvart skilasvikum • Bæði 249. og 250. gr. lýsa einhliða brotum. • Verknaðarandlagið er túlkað rúmt í báðum ákvæðunum þannig að ekki er heldur unnt að skilja milli ákvæðanna með því að horfa til þess að hvaða andlagi háttsemin beinist. • Bæði brotin eru ráðstöfunarbrot aukinheldur sem vörslusvipting er efnisþáttur í hvorugu brotanna. • Helst er unnt að greina formlega á milli umboðssvika og skilasvika með því að horfa til þess hvernig eignaraðild brotaandlags er háttað. • Ákvæðin kunna eftir sem áður að skarast. Knud Waaben setti fram þá viðmiðunarreglu að við matið á því hvort um er að ræða skilasvik eða umboðssvik ráði helst hvaða einkenni háttseminnar vegi þyngst. • Í H 1978:1055 má m.a. finna umfjöllun um mörkin milli þessara tveggja brotategunda.

More Related