1 / 17

Fyrri heimsstyrjöldin

Fyrri heimsstyrjöldin. 1914 – 1918 Bls. 66-70. 1914 – Aðdragandi styrjaldar. Eftir morðið á Frans Ferdinand ólgaði öll Evrópa enda töldu ráðamenn það tilræði við þjóðskipulag álfunnar

marva
Télécharger la présentation

Fyrri heimsstyrjöldin

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fyrri heimsstyrjöldin 1914 – 1918 Bls. 66-70 Valdimar Stefánsson 2007

  2. 1914 – Aðdragandi styrjaldar • Eftir morðið á Frans Ferdinand ólgaði öll Evrópa enda töldu ráðamenn það tilræði við þjóðskipulag álfunnar • Austurríska ríkisstjórnin lýsti serbnesku stjórnina ábyrga fyrir morðinu enda tengsl á milli hinnar síðarnefndu og þess félagsskapar sem Princip tilheyrði • Skömmu síðar tilkynntu Rússar Austurríkismönnum það að þeir myndu ekki sitja hjá ef ráðist yrði á Serbíu og var það í samræmi við yfirlýsingar Rússa um að þeir myndu ekki láta hlunnfara sig oftar á Balkanskaga • Frakkar lýstu þá einnig yfir fullum stuðningi við bandamenn sína, Rússa Valdimar Stefánsson 2007

  3. 1914 – Aðdragandi styrjaldar • Þjóðverjar höfðu fullvissað Austurríkismenn um stuðning sinn og þann 28. júlí sagði Austurríki-Ungverjaland Serbíu stríð á hendur • Rússar hófu allsherjar herútboð þann 30. júlí og tveimur dögum síðar lýstu Þjóðverjar yfir stríði á hendur Rússum • Frakkar kölluðu einnig út her sinn og þann 3. ágúst sögðu Þjóðverjar þeim einnig stríð á hendur og réðust samdægurs inn í Belgíu • Daginn eftir sendu Bretar Þjóðverjum úrslitakosti sem var hafnað og þar með áttu Þjóðverjar einnig í stríði við Bretland Valdimar Stefánsson 2007

  4. 1914 – Viðbrögð í upphafi stríðs • Á fyrstu dögum stríðsins brutust út fagnaðarlæti í flestum löndum álfunnar • Raddir friðarsinna virtust bæði lágróma og hjáróma gagnvart stríðsgleði almennings • Sósíalískir verkalýðsforkólfar sem áður höfðu marglýst því yfir að þeir myndu greiða atkvæði gegn öllum stríðsyfirlýsingum auðvaldsins og hvetja til allsherjarverkfalls gegn stríðinu hrifust með stríðsæsingum og þjóðrembu • Allir virtust trúa fullyrðingum ráðamanna um að styrjöldin yrði stutt og sigurinn auðveldur og innan seilingar • Annað kom á daginn og gleðin hvarf hratt þegar listar yfir fallna lengdust dag frá degi Valdimar Stefánsson 2007

  5. 1914 - Gangur stríðsins á vesturvígstöðvunum • Hernaðaráætlun Þýskalands miðaðist við það að þurfa að berjast á tveimur vígstöðvum og stefndi að skjótunnum sigri á vesturvígstöðvunum á meðan að lágmarksher héldi Rússum í skefjum • Tvennt varð til þess að áætlunin fór út um þúfur, hörð mótstaða Belga sem töfðu mjög fyrir Þjóðverjum og skjót viðbrögð Rússa sem hófu þegar árás inn í Austur-Prússland • Því þurftu Þjóðverjar að flytja mikið lið af vesturvígstöðvunum austur sem aftur varð til þess að sókn þeirra inn í Frakkland fjaraði út • Í október höfðu herirnir á vesturvígstöðvunum grafið sig niður og myndað samfellda víglínu frá Ermasundi að landamærum Sviss Valdimar Stefánsson 2007

  6. 1914 – 1915 Gangur stríðsins á austurvígstöðvunum • Víglínan á vesturvígstöðvunum hélst að mestu óbreytt til ársins 1918 en meiri sviftingar voru á austurvígstöðvunum • Rússar sóttu stíft inn í Prússland á fyrstu dögum stríðsins en eftir að Þjóðverjar fengu liðsaukann frá vesturvígstöðvunum snerist taflið við • Í lok ágúst biðu Rússar stóran ósigur í orrustunni við Tannenberg og urðu að hörfa aftur út úr Prússlandi • Í febrúar 1915 unnu Þjóðverjar stóran sigur í orrustunni við Masúrísku vötnin og hröktu Rússa þá endanlega út úr Prússlandi Valdimar Stefánsson 2007

  7. 1914 – 1915 Gangur stríðsins á austurvígstöðvunum • Sunnar hrundu Rússar sókn Austurríkismanna í september 1914 og hófu gagnsókn inn í Ungverjaland • Um veturinn tókst Miðveldunum að hrekja Rússa aftur út úr Ungverjalandi og í júlí 1915 hófu þau stórsókn á öllum austurvígstöðvunum • Í byrjun ágúst tóku Þjóðverjar Varsjá, og Vilníus í lok mánaðarins • Rússum tókst fljólega að hrinda af sér sókn Austurríkismanna og um haustið hafði sókn Miðveldanna stöðvast Valdimar Stefánsson 2007

  8. 1915 – 1917 Gangur stríðsins á austurvígstöðvunum • Í september 1915 tók Rússakeisari sjálfur yfir herstjórnina þar sem illa hafði gengið að brjótast gegnum varnarlínur Miðveldanna • Í júní næsta ár hófst síðan stórsókn Rússa gegn Austurríkismönnum og tókst þeim að vinna nokkuð land af þeim en mannfall í herjum Rússa var geigvænlegt og sóknin fjaraði út um haustið • Miðveldin hófu síðan gagnsókn í júlí 1917 og tókst þeim þá að hrekja Rússana aftur út úr Austurríki auk þess sem Þjóðverjar sóttu hratt inn í Eystrasaltslöndin • Eftir byltingu Bolsévikka í Rússlandi í nóvember 1917 gáfust Rússar síðan upp Valdimar Stefánsson 2007

  9. 1915 - 1917 Gangur stríðsins á vesturvígstöðvunum • Þrátt fyrir að víglínan á vesturvígstöðvunum breyttist lítið næstum öll stríðsárin voru orrusturnar þar margar og harðar með gífurlegu mannfalli • Mesta mannfallið var í orrustum við ána Somme um mitt árið 1916 og við Verdun en þar voru nánast stöðugir bargdagar allt árið 1916 • Niðurstaðan var sú að varnaraðilinn virtist alltaf hafa sterkari stöðu en sóknaraðilinn sem yfirgefa þurfti öryggi skotgrafanna og sækja fram undir kúlnahríð andstæðingsins • Þannig féllu tugþúsundir hermanna í viku hverri án þess að víglínan breyttist nokkuð Valdimar Stefánsson 2007

  10. Gangur stríðsins á Balkanskaga • Fyrstu sprengjurnar í styrjöldinni féllu þegar Austurríkismenn réðust á Belgrad, höfuðborg Serbíu • Í nóvember 1914 segja Bandamenn Tyrkjum stríð á hendur og setja lið á land við Dardanellasund en ári síðar flytja þeir það burt • Í október 1915 ná Miðveldin Belgrad undir sig og hrekja serbneska herinn að landamærum Grikklands • Miðveldin með liðstyrk Búlgara leggja Svartfjallaland undir sig síðla árs 1915 og í byrjun árs 1916 taka þeir Albaníu • Rúmenía lýsir yfir stríði gegn Miðveldunum í ágúst 1916 en í kjölfarið leggja Miðveldin Rúmeníu undir sig Valdimar Stefánsson 2007

  11. Gangur stríðsins í Asíu • Eftir að Bretar segja Tyrkjum stríð á hendur hefjast þeir handa um áætlun til þess að fá Araba til að gera uppreisn • Einnig eru Armenar og Kúrdar hvattir til uppreisnar og rússneskur her ræðst að Tyrkjum frá Kákasusskaga • Tyrkir ná að hrinda áhlaupi Rússa og fremja þjóðarmorð á Armenum í kjölfarið • Arabar rísa upp gegn Tyrkjum og ná undir sig Arabíuskaganum og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs • Í Kína leggja Japanar undir sig þau landsvæði sem Þjóðverjar höfðu ráðið Valdimar Stefánsson 2007

  12. Gangur stríðsins í Afríku • Nýlendur Þjóðverja í Afríku, Kamerún, Tógó, Suðvestur-Afríka (Namibía) og Austur-Afríka (Tansanía), reyndu öll að verjast Bandamönnum • Togo, sem var minnsta nýlendan, átti í raun enga möguleika í baráttunni við Bandamenn og gafst upp strax í ágúst 1914 • Suðvestur-Afríka hélt út í tæpt ár og Kamerún allt til ársins 1916 • Austur-Afríka ein náði að verjast Bandamönnum út stríðið og gafst ekki upp fyrr en Miðveldin höfðu sjálf gefist upp í nóvember 1918 Valdimar Stefánsson 2007

  13. Sjóorrustur • Sjóorrustur voru fáar í fyrri heimsstyrjöldinni og stafaði það einkum af tregðu Þjóðverja til að hætta flota sínum • Í orrustu við Falklandseyjar í desember 1914 urðu Þjóðverjar fyrir þungum áföllum er þeir misstu þrjú stór herskip • Eftir það háðu Þjóðverjar aðeins tvær sjóorrustur, við Dogerbay árið 1915 og Jótland 1916 • Þótt Þjóðverjar hefðu betur í bæði skiptin hörfuðu þeir samt af vettvangi og héldu sig í höfn eftir það Valdimar Stefánsson 2007

  14. Hernaðarnýjungar • Fyrri heimsstyrjöldin er jafnan talin fyrsta nútímastyrjöldin • Í henni komu fram fjölmargar hernaðarnýjungar, s. s. eiturgas, skriðdrekar, flugvélar og kafbátar • Af þessum nýjungum voru það einungis kafbátarnir sem höfðu eitthvað að segja um gang stríðsins • Þjóðverjar voru fremstir í kafbátahernaði og sökktu fjölda skipa Bandamanna auk skipa frá hlutlausum þjóðum • Er Þjóðverjar lýstu yfir óheftum kafbátahernaði árið 1917 varð það til þess að Bandaríkin lýstu yfir stríði á hendur Miðveldunum Valdimar Stefánsson 2007

  15. Lok stríðsins • Þegar komið var fram til ársins 1918 hafði staðan að ýmsu leyti einfaldast • Rússar höfðu samið vopnahlé og Þjóðverjar gátu nú sent langþráðan liðsauka til vesturvígstöðvanna • Bandamönnum hafði á hinn bóginn borist liðsauki Bandaríkjamanna sem styrktu þá mjög • Á Balkanskaganum höfðu Miðveldin yfirburðastöðu en víglínan við landamæri Grikklands hélt enn • Það var því ljóst að sá aðili sem gæti knúið fram sigur á vesturvígstöðvunum væri sigurvegari stríðsin Valdimar Stefánsson 2007

  16. Lok stríðsins • Sumarið 1918 hófu Þjóðverjar stórsókn sem í fyrstu virtist ætla að bera árangur því fallbyssur þeirra komust í skotfæri við París • En herslumuninn vantaði á að Þjóðverjar gætu splundrað vörnum Bandamanna og brátt tóku þeir að hörfa aftur til fyrri víglínu og síðan tókst Bandamönnum að knýja þá enn lengra að landamærunum • Á Balkanskaga tókst Bandamönnum að brjótast gegnum víglínu Búlgara og sóttu að landamærum Austurríkis • Þegar hér var komið sögu var ljóst að Miðveldin höfðu beðið ósigur og þann 11. nóvember 1918 voru vopnahlésskilmálar undirritaðir Valdimar Stefánsson 2007

  17. Hin stríðshrjáða Evrópa • Evrópa var í losti eftir meira en fjögurra ára stórstríð • Mannfallið hafði verið geigvænlegt og líklega ekki mikið undir 10 milljónum fallinna hermanna • Þjóðverjar og Rússar höfðu misst flesta hermenn, hátt í tvær milljónir hvor þjóð • Frakkar og Austurríkismenn höfðu einnig misst yfir milljón hermenn og Bretar litlu færri • Serbar, Tyrkir og Rúmenar höfðu misst nokkur hundruð þúsund menn hver þjóð Valdimar Stefánsson 2007

More Related