110 likes | 218 Vues
Islam - grundvallarhugtök. 20% jarðarbúa eru múslimar. Múslimi: Arabíska -"sá sem lýtur vilja Guðs", fylgismaður islams. Allah: Guð á arabísku. Múslimar álíta þetta sama guð og gyðingar og kristnir tilbiðja. Grundvallarhugtök, frh.
E N D
Islam - grundvallarhugtök • 20% jarðarbúa eru múslimar. • Múslimi: Arabíska -"sá sem lýtur vilja Guðs", fylgismaður islams. • Allah: Guð á arabísku. Múslimar álíta þetta sama guð og gyðingar og kristnir tilbiðja.
Grundvallarhugtök, frh. • Jihad: merkir venjulega "andleg barátta" eða "barátta fyrir fullkomnun." • Sjálfsvíg er "haram", bannað í Kóraninum.
FIMM STOÐIR ISLAMS • Trúarjátningin (shahadah): Laa ilaha illallah, Muhammad-ur-Rasul-Allah (það er enginn guð nema Allah og Múhameð er spámaður hans)
FIMM STOÐIR ISLAMS • Bænin (salat) Fimm sinnum á dag. Snúið til Mekku.
FIMM STOÐIR ISLAMS • Ölmusan (zakat) Nú oftast 2,5% af tekjum. Hreinsar hjartað af eigingirni og græðgi menn verða betri.
FIMM STOÐIR ISLAMS • Fastan (saum) Frá sólarupprás til sólseturs í ramadan-mánuði. Tilgangurinn er sjálfsagi og hreinsun.
FIMM STOÐIR ISLAMS • Pílagrímsferðin (hajj) Reynt að komast einu sinni á ævinni til Mekku í Saudi-Arabíu.
Löggjöf islamskra ríkja:Sharía (vegurinn) • Kóraninn er grundvöllur laganna. • Súnna spámannsins er fyrirmynd um líf múslima. • Samþykktir safnaðarins eru notaðar ef fyrrnefnd atriði duga ekki til að leysa mál. • Hliðstæðureglan. Ef reglur vantar um ákveðið atriði má leita hliðstæðra tilvika og yfirfæra.
Súnnítar og shíítar • Ágreiningur um eftirmenn Múhameðs leiddi til þessa klofnings. • 90% múslima eru súnnítar. • Þeir völdu Abu Bakr eftirmann spámannsins (kalífa). • Íhaldssamir. • Byggja á Kóraninum og súnnu Múhameðs (sögum um líf hans og störf).
Súnnítar og shíítar, frh. • Shíítar vildu að Alí, tengdasonur Múhameðs, yrði eftirmaður hans. • Þeir álíta einungis fjölskyldu spámannsins geta verið arftaka. • Ekki eins íhaldssamir og súnnítar. • Guðlega leiðsögn má finna víðar en í Kóraninum og súnna (hefðunum). • Urðu hálfgerðir uppreisnarmenn.
Súnnítar og shíítar, frh. • Shítar trúa á röð imama (=guðlega innblásnir leiðtogar). • Imam verður að vera afkomandi spámannsins. • Hann er eina réttmæta yfirvaldið á jörðinni. • Alí var fyrsti imaminn • Shíta greinir á um hverjir hafi verið réttir imamar – tólfungar og sjöungar • Shítar bíða endurkomuimam • Trúin á sjöttu stoð íslam – Alí er walí – þýðir að Alí sé sá rétti . Bein þýðing á orðinu wali er “vinur” eða “hinn réttmæti”.