1 / 23

Miðlífsöld

Miðlífsöld. Miðlífsöld almennt. Miðlífsöld hefst fyrir 245 milljónum ára við endurreisn lífríkisins eftir hrunið mikla í lok Fornlífsaldar, og lýkur við hrunið mikla í lok Krítartímabilsins. Krít : stóð frá því fyrir 145 milljónum ára fram til loka miðlífsaldar fyrir 65 milljónum ára.

norris
Télécharger la présentation

Miðlífsöld

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Miðlífsöld

  2. Miðlífsöld almennt • Miðlífsöld hefst fyrir 245 milljónum ára við endurreisn lífríkisins eftir hrunið mikla í lok Fornlífsaldar, og lýkur við hrunið mikla í lok Krítartímabilsins. • Krít: stóð frá því fyrir 145 milljónum ára fram til loka miðlífsaldar fyrir 65 milljónum ára. • Júra : stóð frá 208 til 144 milljónum ára • Trías: Stóð frá 245 milljónum ára, og lauk fyrir 208 milljónum ára.

  3. Loftslag og dýralíf • Loftslag var milt. • Gróður og dýralíf breiddust út um þurrlendið. Barrtré tóku við af elftinga- og jafnatrjám fornlífsaldar. • Skriðdýr námu nær allt þurrlandi jarðar þau náðu mikilli fjölbreytni og urðu sumar tegundir þeirra mjög stórvaxnar. • Í sjónum varð mikil gróska því nær samfellt áflæði varð allt fram undir lok aldarinnar. Beinfiskar sem náðu þar forskoti á frumstæðari brjóskfiska. • Pangaea brotnaði upp í marga búta og grunn höf með miðhafshryggjum stækkuðu á kostnað úthafsins mikla.

  4. Trías • Fyrsta tímabil miðlífsaldar, trías, hófst fyrir 245 milljónum ára og því lauk fyrir 208 milljónum ára. • Við upphaf tímabilsins fór Pangaea að klofna í tvennt, syðri helminginn Gondvanaland og nyrðri helminginn Laurasíu. • Á milli helminganna opnaðist hafið Tethys.

  5. Nýjar tegundir • Fjölmargar nýjar tegundir komu fram á hafi og landi. • Í hafi kom fram fiskeðla • Hún var rándýr sem snéri frá lífi á þurru landi aftur til sjávar

  6. Nýjar tegundir á landi • Á þessu tímabili koma fram froskar og skjalbökur sem svipar til þeirra sem lifa í dag. • Fyrstu spendýrin, svokallaðir hundtannar (Cynognathus), komu fram, en þeir eru taldir hafa þróast frá þelskriðdýrum. Þetta voru rándýr á stærð við hunda og gerðu sér neðanjarðargreni þar sem þeir önnuðust ósjálfbjarga afkvæmi sín

  7. Fyrstu risaeðlurnar • Forfeður risaeðla, boleðlur komu fram á trías. • Þær gengu um og hlupu aðallega á afturfótunum og voru ýmist jurtaætur eða rándýr. • Einnig komu fram litlar flugeðlur sem lifðu m.a. á skordýrum. Þær höfðu leðurvængi á milli fram- og afturlima.

  8. Júra • Júratímabilið frá 208 til 144 milljónum ára var blómaskeið risaeðlanna. • Pangaea hélt áfram að klofna upp. • Áflæði. Sjór flæddi víða á land en gufaði jafn harðan upp í heitu og þurru loftslaginu. • Gróðurinn dafnaði vel og mikil kolalög urðu til þegar fenjaskógar lentu undir sjávarmáli. Eyðimerkurnar frá trías gréru upp. • Risaeðlurnar fengu því stóraukið svigrúm og tegundum fjölgaði ört.

  9. Landaskipan á Júra

  10. Nokkrir ættbálkar risaeðla

  11. Forfaðir fugla • Ein merkilegasta lífveran frá þessu tímabili er eðlufuglinn (Archaeopteryx). • Hann er líklega forfaðir fugla en þó er hann ólíkur öllum þekktum fuglum. • Hann var að vísu fiðraður en með hala í stað stéls og á vængjunum voru fingur með klóm.

  12. Breytingar á dýralífi • Ammonítar dóu því sem næst út • Álfasmokkar (Belemnítar), forfeður smokkfiska dreifðust einnig víða. • Fiskar héldu áfram að þróast

  13. Krít • Stóð frá því fyrir 145 milljónum ára fram til loka miðlífsaldar fyrir 65 milljónum ára. • . Áflæðið hámarki og sjórinn flæddi yfir núverandi láglendi meginlandanna. • Heimskautasvæðin hafa verið því nær jökullaus. • Meginlöndin héldu áfram að klofna í sundur þannig að miðhafshryggir í grunnum og aflöngum innhöfum mynduðust á meðan Kyrrahafið minnkaði.

  14. Landaskipan á Krít

  15. Krítarlögin • Norður-Ameríka klofnaði frá Evrópu. • Þessu fylgdu tíð eldgos og mynduðust þá víðáttumiklar hraunbreiður t.d. á Grænlandi og í Brasilíu. • Eldgosin ásamt örri þróun plantna hefur gert það að verkum að koltvíoxíðmagnið í lofthjúpnum hefur verið mjög hátt, allt að tífalt það magn sem er í dag. • Allt þetta hjálpaði til að gera það litla sem eftir var af þurrlendi að rakri og mollulegri paradís skriðdýra.

  16. Krítarlögin frh. • Tímabilið dregur nafn sitt af krítarlögum sem vitna um hið mikla áflæði. • Þau mynduðust víða í grunnum sjó úti fyrir meginlöndunum. Hið háa hlutfall koltvíoxíðs hefur skilað sér í sjóinn sem hefur á þessu tímabili innihaldið hærra hlutfall af uppleystu koltvíoxíði en þekkist í dag. • Þetta hafði það í för með sér að sjávarlífverur áttu auðvelt með að byggja sér skeljar úr kalki. • Krítarlögin eru úr fíngerðu, hvítu kalki að mestu úr skeljum smásærra frumdýra svo sem kalkþörunga og götunga.

  17. Olía • Hin óvenju hagstæðu lífsskilyrði í sjónum á krítartímabilinu gerðu það að verkum að um helmingur olíuforða jarðar varð til. • Þunnir skorpubútar misstu tengsl við meginlöndin og sukku eða þar sem sigdalir mynduðust tímabundið. • Við þessar aðstæður urðu víða til kvosir í grunnsævið sem hafstraumar náðu ekki til og sjórinn endurnýjaði sig ekki. • Í botni slíkra kvosa safnaðist súrefnissnauður sjór. Við yfirborð blómstraði hins vegar lífið og lífverur sem dóu sukku niður til botns þar sem leifar þeirra náðu ekki að rotna í súrefnisleysinu. Þar safnaðist því fyrir mikið magn lífrænna leifa. Þar tóku við því loftfælnir gerlar sem hófu þann flókna feril að breyta leifunum í jarðolíu.

  18. Hamfarir í lok miðlífsaldar • Fyrir lok miðlífsaldar fór að halla undan fæti í lífríkinu eftir mikinn uppgang frá byrjun Júratímabilsins. • Í lok miðlífdaldar tók við hratt afflæði. • Sjórinn flæddi af meginlöndunum og þá minnkaði grunnsævið og skilyrðin þar versnuðu. • Mikil eldgos voru um þetta leyti og mengun og hitasveiflur af þeirra völdum. • Risaeðlurnar þoldu illa þessar breytingar. • Tegundum þeirra fækkaði talsvert og ljóst að þeirra tími var liðinn.

  19. Endalok Miðlífsaldar • Endalokin snögglega. • Risaeðlurnar hurfu ásamt flugeðlunum og sjávarskriðdýrunum. • Ammonítar hurfu úr höfunum • Fjölmargar tegundir jurta hurfu af sjónarsviðinu. • Talið er að um 75-80% allra tegunda lífvera hafi dáið út og er þessi kreppa þar með komin í hóp þeirra allra verstu sem dunið hafa yfir lífríkið.

  20. Árekstur við loftstein • Líklega hefur stór loftsteinn eða halastjarna rekist á jörðina. • Kenningin er að áreksturinn hafi valdið sprengingu sem þyrlaði upp miklu ryki og kveikti í skógum á stóru svæði. • Mikil flóðbylgja gekk á land og á undan henni fór eyðandi vindstrókur. • Rykið byrgði alla sýn til sólar í marga mánuði eða ár og í kjölfarið féll hitastigið á jörðinni um margar gráður

  21. Loftsteinagígur við Mexíkóflóa • Árið 1980 að menn fundu örfínt setlag úr irridíumríku ryki á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar í jarðlagastaflanum. • Ryklag þetta finnst á flestum stöðum á jörðinni þar sem mörk nýlífsaldar og miðlífsaldar er að finna. • Irridíum er sjaldgæft frumefni á yfirborði jarðar en finnst stundum í loftsteinum og er talið vera í dálitlum mæli á halastjörnum. • Irridíumlagið hefur verið rakið til uppruna síns. Það virðist þykkna í áttina að Mexikóflóa og þar fannst síðan 200 km breiður loftsteinagígur af réttum aldri.

  22. Landaskipan í lok Miðlífsaldar

  23. Spendýr taka völdin • Þegar hitastigið á jörðinni lækkaði um margar gráður sölnaði allur gróður og svifið í hafinu dó. • Þar með var grundvellinum kippt undan fæðukeðjunni og dýr sem lifðu af hörmungarnar höfðu ekkert að éta. • Fyrst dóu jurtaæturnar og síðan rándýrin ef þau á annað borð þoldu kuldann. • Það voru aðallega smávaxin spendýr með jafnheitt blóð sem lifðu af. • Þau hafa sennilega verið vön því að hreiðra um sig neðanjarðar til þess að forðast skriðdýr og hafa hugsanlega kunnað að safna þangað fæðu þegar tækifæri gafst. • Skyndilega stóðu þessi smávöxnu dýr uppi sem sigurvegarar og öll jörðin stóð þeim til boða.

More Related