1 / 26

3. kafli

3. kafli. Einstaklingurinn í samfélaginu. Hver er ég?. Hvort ráða erfðir eða umhverfi því hvernig við erum? Hvernig mótar umhverfið okkur? Hvernig styrkjum við sjálfsmynd okkar? Hvað er sjálfsmynd? bls. 46 - 48. Sjálfsmynd. ... er sú skoðun sem við höfum á sjálfum okkur

oistin
Télécharger la présentation

3. kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 3. kafli Einstaklingurinn í samfélaginu

  2. Hver er ég? • Hvort ráða erfðir eða umhverfi því hvernig við erum? • Hvernig mótar umhverfið okkur? • Hvernig styrkjum við sjálfsmynd okkar? • Hvað er sjálfsmynd? bls. 46 - 48

  3. Sjálfsmynd • ... er sú skoðun sem við höfum á sjálfum okkur • ... mótast í samskiptum við aðra • Hvað er persónuleiki? bls. 48

  4. Þarfir • Grunnþarfir Lífsnauðsynlegar þarfir eins og fæði, klæði og húsnæði ... • Gerviþarfir Þarfir sem eru ekki lífsnauðsynlegar ... • Þarfapíramídi Maslows fyrst þarf að fullnægja grunnþörfunum áður en hægt er að fullnægja æðri þörfum bls. 50

  5. Verkefni bls. 74 - 75 • Skilgreina hugtökin Sjálfsmynd Persónuleiki Gerviþörf • Svaraðu spurningunum 2. Hvort hefur meiri áhrif á hvernig við erum – erfðirnar eða umhverfið? Rökstyddu svarið. 3. Hvað er átt við með því að efnislegar og félagslegar þarfir fólks séu ólíkar eftir einstaklingum?

  6. Félagsmótun • ... hvernig við verðum að nýtum þjóðfélagsþegnum • ... hefur tvö megin markmið aðlögun einstaklingsins að samfélaginu einstaklingurinn geti bjargað sér í samfélaginu • ... lýkur aldrei • ... er mismunandi • ... flokkast í síðmótun og frummótun bls. 51-53

  7. Félagsmótun – fjölskyldan • Mikilvægasti félagsmótunaraðilinn • Hún leggur grunn að öryggiskennd og sjálfstrausti barnsins • Foreldrar eru oftast fyrirmyndir barna sinna • Uppeldisaðferðir eru misjafnar eftir fjölskyldum • Fá strákar og stelpur eins uppeldi? bls. 54

  8. Félagsmótun - skólinn • Þegar börnin eldast kemur skólinn sterkar inn • Meðhöndlar alla nemendur eins • Flokkar nemendur eftir getu • Miðlar hugmyndum og gildum og kennir ákveðna færni og þekkingu • Yfirlýst markmið -námsskráin • Dulda námskráin -óskráðar reglur skólans bls. 55

  9. Félagar og vinir mjög mikilvægir á unglingsárunum Í vinahópnum er einstaklingurinn að prófa sig áfram Í vinahópnum er einstaklingurinn að kynnast mismunandi hliðum á sjálfum sér við ólíkar aðstæður bls. 56 - 57 Hvað er vinátta? Fjöldi vina segir ekkert um gæði vináttunnar Hvernig eru vináttusambönd stelpna öðruvísi en vináttusambönd stráka? Erlendar rannsóknir benda til þess að um 20% unglinga eigi enga vini Félagsmótun – félagar og vinir

  10. Félagsmótun – fjölmiðlar • Sjónvarp, myndbönd/kvikmyndir og netið (áhrifaríkustu miðlarnir) • Útvarp, dagblöð, tímarit, bækur ofl. • Fjölmiðlar ná til mjög stórs hóps, eru því öflugir í að dreifa skoðunum og viðhorfum • Skammtímaáhrif – auglýsingar og áróður • Langtímaáhrif – erfiðara að mæla • Skoða vel töfluna á bls. 61 bls. 59 - 61

  11. Félagsmótun – fjölmiðlar • Rannsóknir sýna að... • ... nemendum sem gengur illa í skóla eru stórneytendur fjölmiðlaefnis • ... þeir sem horfa mikið á ofbeldismyndir eru ofbeldishneigðari en aðrir • Hver er skýringin? bls. 61-63

  12. Verkefni bls. 74 - 75 • Skilgreindu hugtökin Félagsmótun Dulda námsskráin Fjölmiðlar • Svaraðu spurningunum 6. Útskýrðu hvað átt er við með að engir tveir einstaklingar hljóti nákvæmlega eins félagsmótun. 7. Hver er munurinn á frummótun og síðmótun? 9.Hverjir eru helstu félagsmótunaraðilarnir? 10. Hver eru helstu hlutverk félagsmótunaraðila?

  13. Viðmið og gildi • Gildi - hugmyndir um hvað sé gott, rétt og æskilegt • Viðmið - skráðar og óskráðar reglur sem segja okkur hvernig við eigum að haga okkur við mismunandi aðstæður • Formleg viðmið – skráðar reglur • Óformleg viðmið – óskráðar reglur • Hver er munurinn á gildum og viðmiðum? bls. 63-64

  14. Félagslegt taumhald • Allar aðferðir sem samfélagið notar til að fá þig (fólk) til að fara eftir formlegu og óformlegu viðmiðunum • Þessar aðferðir eiga að tryggja að þú (fólk) hegðir þér á viðeigandi hátt • Fjölskyldan er helsti handhafi félagslegs taumhalds bls. 64 - 66

  15. Félagslegt taumhald • Dulið félagslegt taumhald • Sýnilegt félagslegt taumhald • Formlegt taumhald • Óformlegt taumhald • Jákvæð og neikvæð umbun (viðurgjöld) til að tryggja hlýðni bls. 64-66

  16. Frávik • Brot á viðmiðum samfélagsins • Þau eru breytileg eftir stað og tíma • Fólk brýtur af sér vegna vankunnáttu eða það er ósammála viðmiðunum • Dulin frávik • Sýnileg frávik bls. 67-68

  17. Frávik • Alvarlegasta gerð frávika eru afbrot • Ekki hægt að stýra hegðun fólks í smáatriðum - ekki æskilegt heldur • Samfélagið verður því alltaf að sætta sig við einstakar gerðir frávika • Stimplun er þegar við dæmum aðra fyrir afbrigðilega hegðun bls. 67-68

  18. Breytingar á viðmiðum • Yfirleitt er litið á frávik sem neikvæð • Brot á viðmiðum geta verið upphafið að félagslegum breytingum sem síðar meir verður litið á sem þróun • Áfengismeðferð • Borgaraleg vígsla samkynhneigðra bls. 68-69

  19. Skilgreindu hugtökin Viðmið Gildi Félagslegt taumhald Jákvæð og neikvæð umbun Frávik Stimplun Afbrot Svaraðu spurningunum 18. Hver er munurinn á formlegum og óformlegum viðmiðum? Nefndu dæmi um hvort tveggja. 19. Útskýrðu hvað felst í duldu félagslegu taumhaldi. 21. Eru frávik alltaf neikvæð? Verkefni bls. 74 - 75

  20. Staða og hlutverk • Staða einstaklings segir til um hver hann er og hvaða hópi hann tilheyrir. • Hverri stöðu fylgja ákveðin viðmið og þær njóta mismikillar virðingar • Hlutverk segja til um hvers fólk væntir af þeim sem hefur stöðuna • Áskipaðar stöður • Áunnar stöður bls. 70 - 71

  21. Hlutverkaspenna • Þegar við reynum að leika tvö eða fleiri hlutverk í einu, sem passa ekki saman getur myndast spenna milli hlutverkanna • Nemandi hefur mörg hlutverk og ólíkar væntingar vegna þeirra, t.d. frá kennurum og skólafélögum bls. 70 - 71

  22. Kynhlutverk • Allar væntingar sem gerðar eru til einstaklings út frá kyni. • Væntingar til karla • Væntingar til kvenna • Kynhlutverkið er eitt mikilvægasta hlutverkið sem við leikum bls. 71-74

  23. Kynhlutverk • Frá fæðingu stýra væntingar um ólíka hegðun kynjanna hegðun okkar og hefur áhrif á valmöguleika okkar. • Við eigum að hegða okkur á ákveðinn hátt út frá kyni. • Væntingarnar eru breytilegar eftir samfélögum. bls. 71-74

  24. Hvort foreldrið ætti að bera aðalábyrgð á uppeldi barna? Hvort ætti móðir eða faðir að fá forræði yfir börnum við skilnað? Hvernig er verkaskiptingin á ykkar heimili? Læknir, ljósmóðir, kennari, hjúkrunarfræðingur,lögregluþjónn, flugstjóri, málari, fjármálaráðgjafi, bifvélavirki. Skiptir máli hvort karl eða kona sinnir þessum störfum? Til umhugsunar

  25. Verkefni bls. 74 - 75 • Skilgreindu hugtökin Staða Hlutverk Hlutverkaspenna Kynhlutverk • Svaraðu spurningunum 22. Hver er munurinni á áskipaðri og áunninni stöðu? 23. Hvað er átt við með að væntingar til kynja séu félagslega ákvarðaðar? Nefndu dæmi. 24. Hvernig birtast kynhlutverk í sjónvarpi? 25. Hvað er átt við með hefðbundnum karla- og kvennastörfum? Nefndu dæmi

  26. Próf úr 1.-3. kafla Föstudaginn 2. febrúar Próf og verkefnaskil • Lesa bls. 11 – 75 • Lesa vel glærur og glósur úr 1. – 3. kafla • Lesa vel verkefnin úr 1. – 3. kafla Geta skilgreint valin hugtök Geta svarað völdum spurningum • Gangi ykkur vel

More Related