1 / 30

Kafli 12

Kafli 12. Hjartað. Hjartað. Hjartað er holur vöðvi á stærð við hnefa eigandans og vegur um 0.5 kg Hjartað liggur í mediastinum (miðmæti) sem liggur á milli lungnanna, og u.þ.b. 2/3 hlutar hjartans er vinstra megin miðlínu

peony
Télécharger la présentation

Kafli 12

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kafli 12 Hjartað

  2. Hjartað • Hjartað er holur vöðvi á stærð við hnefa eigandans og vegur um 0.5 kg • Hjartað liggur í mediastinum (miðmæti) sem liggur á milli lungnanna, og u.þ.b. 2/3 hlutar hjartans er vinstra megin miðlínu • Miðmæti er bilið á milli lungnanna og inniheldur það öll líffæri brjóstholsins fyrir utan lungun • Basis cordis (hjartabotn) snýr upp • Apex cordis (hjartatoppur) snýr niður og hvílir á þind

  3. Gollurshús (pericardium) • Gollurshús er sterkur bandvefspoki sem umlykur hjartað • Gollurshúsið er úr tveim lögum: • Veggþynnu (lamina parietalis): festir hjartað innan miðmætis og hindrar ofteygjur • Iðrarþynna (lamina visceralis/epicardium): klæðir sjálft hjartað • Gollurshússhol (cavum paricardium) er milli veggþynnu og iðraþynnu • Þar er vökvi sem virkar sem smurning

  4. Hjartaveggurinn • Hjartaveggurinn er úr þrem lögum • Epicardium (iðraþynna) er yst (þetta er jafnframt innsta lag gollurshússins) • Myocardium (hjartavöðvinn) myndar þykkasta hluta veggjarins • Endocardium (hjartaþel) klæðir hjartað að innan

  5. Eðli hjartavöðvans • Frumur hjartavöðvans eru sérstakar hjartavöðvafrumur, sem eru ólíkar öllum öðrum vöðvafrumum. Þær hafa: • Einn kjarna • Þverrákir • Frymistengsl (Intercalated discs ) • Hjartavöðvinn er sjálfvirkur • Hann fer í samdrátt án utanaðkomandi boða • gangráður • Frymistengslin tryggja hraðan boðflutning um hjartað • Frymistenglis leyfa frjálst flæði jóna á milli hjartavöðvafrumna • Hjartað fer aldrei í viðvarandi samdrátt (tetanus) eins og rákóttur vöðvi • Ef hjartað færi í tetanus þá hætti það að geta dælt blóði

  6. Hjartahólfin • Hjartað er gert úr fjórum hólfum • Tveimur atrium (gáttum) sem taka við blóði • Hægri gátt (atrium dexter) tekur við súrefnissnauðu blóði frá meginhringrás • Vinstri gátt (atrium sinister) tekur við súrefnisríku blóði frá lungum • Gáttirnar eru mun minni og þynnri en hvolfin • Gáttir taka alltaf við blóði, er n.k. safnlón • Tveimur ventriculum (hvolfum) • Hægra hvolf (ventriculus dexter) dælir súrefnissnauðu blóði til lungna • Vinstra hvolf (ventriculus sinister) dælir súrefnisríku blóði til líkama • Vinstra hvolfið er þykkasta hólf hjartans þar sem það þarf að dæla blóðinu lengstu vegalengdina (um allan líkamann fyrir utan lungun) • Hvolfin dæla alltaf blóði • Hjartaskipt / hjartaskilveggur (septum cordis) er þykkur vöðvaveggur sem skiptir hjartanu í hægri og vinstri hluta

  7. Æðar sem tengjast hjartanu • Til atrium dexter (hægri gáttar) liggja: • Vena cava inferior (neðri holæð) • vena cava superior (efri holæð) • sinus coronarius (kransstokkur) • Allar flytja þessar æðar súrefnissnautt blóð til hjarta • Meginhringrás (systemic circulation) • Til atrium sinister (vinstri gáttar) liggja: • Venae pulmonales (lungnabláæðar) tvær frá hvoru lunga • Þær flytja súrefnisríkt blóð frá lungum • Lungnahringrás (pulmonary circulation) • Frá ventriculus dexter (hægra hvolfs) liggur: • Truncus pulmonalis (lungnastofnæð) • Hún flytur súrefnissnautt blóð frá hjarta til lungna • Lungnahringrás • Frá ventriculus sinister (vinstra hvolfs) liggur: • Aorta (ósæð) flytur blóð frá ventriculus sin. til líkama • Hún flytur súrefnisríkt blóð frá hjarta til líkamans • Meginhringrás

  8. Hjartalokur • Fjórar hjartalokur hindra bakflæði blóðs • Tryggja einstefnu blóðs • Atrioventricular (AV) lokur eru milli atria og ventricula: • Valva bicuspidalis (mitralis) er vinstra megin • Liggur á milli vinstri gáttar og hvolfs • Valva tricuspidalis er hægra megin • Liggur á milli hægri gáttar og hvolfs • Spenavöðvar (musculi papillaris) tengjast sinastrengjum (chordae tendinae) sem eru tengdir brúnum loknanna • Semilunar lokur (hálfmánalokur) eru milli ventricula og slagæða: • Valva aortae (ósæðarloka) • Liggur á milli vinstra hvolfs og ósæðar • Valva trunci pulmonalis (stofnæðarloka) • Liggur á milli hægra hvolfs og lungnastofnæðar

  9. Virkni AV loknanna

  10. Virkni hálfmánaloknanna

  11. Blóðflæði um hjartað • Blóð flæðir alltaf undan þrýstingsfallanda (frá svæði með hærri þrýsting til svæðis með lægri þrýsting) • Stærð og rúmtak hjartahólfa endurspeglast í þrýstingi • Meira rúmmál  minni þrýstingur og svo öfugt

  12. Blóðflæði um hjartavöðvann • Kransæðar (arteriae coronariae) flytja súrefni og næringu til hjartavöðvans • Skortur á blóðflæði til hjartavöðvans getur valdið vefjaskemmdum • Kransstokkur (sinus coronarius) tekur við súrefnissnauðu blóði og flytur til atrium dxt.

  13. Hjartsláttur og leiðslukerfi hjartans • Hjartsláttur byrjar í gangráði / SA hnút (nodus sinatrialis) sem liggur ofarlega í hægri gátt • Gangráður er vöðvamassi sem er með óstöðuga vöðvaspennu • Boðspennan berst frá hægri gátt yfir í vinstri gátt og gáttirnar dragast saman og dæla blóði í hvolfin • Boðspennan berst niður í AV hnútinn (nodus atrioventicularis), sem liggur neðarlega í hægri gátt og þar tefst hún í u.þ.b. 0.1 sek á meðan gáttirnar klára að dragast saman

  14. Hjartsláttur og leiðslukerfi hjartans • Næst berst boðspennan í HIS-knippið og fer í gegnum hjartaskiptin niður í hjartabroddinn • HIS-knippið eru sérstakir þræðir sem bera boðspennuna mun hraðar en venjulegar hjartavöðvafrumur • Úr HIS-knippinu í hjartaboroddinum liggja Purkinjeþræðir sem liggja upp hjartahvolfin • boðspennan (og vöðvasamdrátturinn) berst því upp hvolfin blóðinu er dælt úr hvolfunum í slagæðarnar

  15. Hjartarafriti (EKG) • Hjartaafrit (EKG) mælir þær rafbreytingar sem verða í hjartanu í einum hjartahring • Bylgjur í eðlilegu EKG: • P-bylgja endurspeglar afskautun atria • QRS-komplex endurspeglar afskautun ventricula og endurskautun atria • T-bylgja endurspeglar endurskautun ventricula • Með EKG má sjá ýmis frávik í byggingu og starfsemi hjartans

  16. Hjartarafriti (EKG)

  17. Gagnsemi EKG • EKG er non-invasive • EKG getur sagt til um: • hjartslátt • Leiðslukerfi hjartans • Ástand hjartavöðvans • Líkamlegt ástand viðkomandi

  18. Hjartahringur (cardiac cycle) • Í einum hjartahring er ein systola (slag eða efri mörk) og ein diastola (þan eða neðri mörk) • Í diastolu (aðfallsfasa) er slökun og fylling ventricula • Í lok diastolu verður samdráttur í atrium (atrial systola) sem dælir auka 20% af blóði í ventriculum • Í systolu (útfallsfasa) er samdráttur og tæming ventricula • Blóðinu er þá dælt úr ventriculum út í slagæðarnar • Einn hjartahringur (í hvíld) tekur um 0.8 sek. (diastola 0.5 sek. og systola 0.3 sek.)

  19. Hjartahljóðin • Tvö hjartahljóð (lubb-dubb) heyrast í hverjum hjartslætti • Fyrra hjartahljóðið (lubb) heyrist þegar lokurnar á milli gátta og hvolfa (tví-og þríblöðkulokur) lokast • Seinna hjartahljóðið (dubb) heyrist þegar lokurnar á milli hvolfa og slagæða (ósæða- og stofnæðaloka) lokast

  20. Útfall hjarta (cardiac output) • Útfall hjarta (ÚH) er það blóðmagn sem fer frá hvorum slegli á mínútu ÚH = slagmagn x hjartsláttartíðni (Dæmi: 4.9 lítrar / mín = 70 ml / slag x 70 slög / mín) • Slagmagn er það blóðmagn sem fer frá hvorum slegli í einu slagi og hjartsláttartíðnin er púlsinn

  21. Stjórnun á hjartsláttartíðni Hjartað er sjálfvirkt en þó eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á tíðni hjartsláttar • Taugastjórnun • Hjartastillistöð er staðsett í mænukylfu (medulla oblongata) • driftaugar auka tíðni og kraft hjartsláttar • seftaugar (greinar frá vagus taug, tíunda heilataugin) draga úr sláttartíðni, en hafa ekki áhrif á slagkraftinn • Efnastjórnun • Hormón (adrenalín og þýroxín auka tíðni hjartsláttar) • Jónir (hækkað natríum og kalíum minnka tíðni og kraft, en aukið kalsíum eykur tíðni og kraft hjartsláttar) • Ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á hjartsláttartíðni • aldur, kyn, þjálfunarstig, líkamshiti • Hjartsláttur getur verið frá um 50 slög/mín upp í 200 slög/mín • Hjarta sem fær engin taugaboð slær um 100 slög/mín • Hjartað er hinsvegar yfirleitt undir stjórn seftaugakerfisins (vagus bremsa) og slær því um 70 slög/mín

  22. Stjórnun á slagmagni • Teygja hjartavöðvans fyrir samdrátt • Eftir því sem fylling hjartans er meiri í diastolu, þess öflugri verður samdrátturinn í systolu • Þetta kallast lögmál Starlings • Fer eftir venous return þ.e. hversu mikið blóð kemur til hjartans frá bláæðunum • Samdráttarkraftur einstakra vöðvaþráða • Driftaugar, adrenalín og noradrenalín, aukinn kalsíumstyrkur og ýmis lyf auka slagmagnið • Minnkuð driftaugavirkni, súrefnisskortur, lækkað pH og sum deyfilyf minnka slagmagnið • Þrýstingur sem þarf til að dæla blóði frá hjarta • Meiri þrýstingur í ósæð og lungnastofnæð  meiri kraft þarf til þess að ósæða- og stofnæðalokurnar opnast  tæming hjartans verður minni • Einstaklingar í góðri þjálfun eru með lægri púls því hjarta þeirra dælir út meira blóðmagni í hverju slagi

  23. Þættir sem hafa áhrif á útfall hjarta

  24. Vefsíður • http://medmovie.com/mmdatabase/MediaPlayer.aspx?ClientID=65&TopicID=0 • Þetta er mjög góð síða með stuttum myndböndum frá the American Heart Association

More Related