1 / 42

Börn og unglingar "fiska" á Netinu 2001-2003: "afli“, aðferðir og framtíðarstjórnun "veiða"

Börn og unglingar "fiska" á Netinu 2001-2003: "afli“, aðferðir og framtíðarstjórnun "veiða" Erindi á UT2004 – sjá einnig http://soljak.khi.is/netnot 6. febrúar 2004 Sólveig Jakobsdóttir, dósent KHÍ, soljak@khi.is Hrund Gautadóttir, kennari Ingunnarskóla, hrundg@ismennt.is

sevita
Télécharger la présentation

Börn og unglingar "fiska" á Netinu 2001-2003: "afli“, aðferðir og framtíðarstjórnun "veiða"

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Börn og unglingar "fiska" á Netinu 2001-2003: "afli“, aðferðir og framtíðarstjórnun "veiða" Erindi á UT2004 – sjá einnig http://soljak.khi.is/netnot 6. febrúar 2004 Sólveig Jakobsdóttir, dósentKHÍ, soljak@khi.is Hrund Gautadóttir, kennariIngunnarskóla, hrundg@ismennt.is Sigurbjörg Jóhannesdóttir, kennariListaháskóla Íslands og Iðnskólanum í Reykjavíksibba@lhi.is Rannsókn styrkt af RANNÍS

  2. Yfirlit • Markmið: Hvers vegna? • Rannsóknaraðferð: Hverjir, hvar, hvernig? • Afli • Efnistegundir • Athuganir 2001-3: hvað, hversu mikið • Viðtöl 2003: innan skóla, utan skóla • Uppruni (íslenskt, erlent) • Útlit/yfirborð (greining á 9 vefjum) • Gróði? • “Veiði”aðferðir • Framtíðarstjórnun “veiða” • Lokaorð – “Þriðja bylgjan”

  3. Markmið - Hvers vegna? • Skoða hvernig íslensk börn og unglingar nota Netið (lítið vitað, meira til af tölulegum upplýsingum) • Veita framhaldsnemum í UST við KHÍ rannsóknarreynslu og gera þau sem kennara meðvitaðri um hvað nemendur eru að gera á Netinu.

  4. Rannsókn: Hverjir söfnuðu gögnum? • Framhaldsnemar á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu á vorönnum 2001, 2 og 3 söfnuðu gögnum undir stjórn Sólveigar Jakobsdóttur. Þátttaka metin sem hálf eining. • Flestir starfandi kennarar, meirihluti kvk. • 2001: 15 gerðu 58 ath.+ viðtöl • 2002: 22 gerðu 102 ath.+ viðtöl • 2003: 29 gerðu 117 ath. + viðtöl • Samtals: 66 gerðu 277 ath. + viðtöl

  5. Rannsókn: Hverjum var fylgst með? 277 athuganir þar af4 frá US; 46 20 ára+ og/eða ekki netnotkun. 227 (82%) Yngri en 20 ára OG frá Íslandi OG á Neti Síðari hópurinn Meðalaldur: 12,0 Staðalfrávik: 2,9

  6. Rannsókn: Hvar var fylgst með? Í skólum: 64% (58-68) Heima: 36% (42-32)

  7. Rannsókn: Hvernig? • Völdu fjóra (2 stráka, 2 stelpur) í skóla (tilviljunarkennt) eða heima (“kennarabörn”/eða tengt með öðrum hætti) • Fengu leyfi til að fylgjast með nota Netið • “Microcultural observation”: Skráðu aðstæður og hverjir voru viðstaddir. Skrifuðu niður allt sem einstaklingurinn var að gera (hreyfingar, svipbrigði, hljóð, orð, fingrasetningu, samskipti við skjá og aðra, hvað var að gerast á skjánum). • Meðaltími = 14,1 mín. (staðalfrávik=7,2) • Tóku stutt viðtöl um netnotkun (og aðra tækninotkun) • Kóðuðu athuganir • Sendu gögn og kóðanir á vef verkefnis • Sjá http://soljak.khi.is/netnot

  8. “Aflinn”

  9. Athuganir - Hvað og hversu mikið? 227 einstaklingar heimsóttu 139 nafngreinda vefi og ýmsa ónafngreinda, sjá yfirlit á vef verkefnis. Hver nemandi fór að meðaltali á um 1,9 nafngreinda vefi en 4,3 vefsíður. En meðaltalið var 3,2 síður/10 mín. Hámarkið var 8 vefir og 13 vefsíður í athugun. Yfirlit um vinsælustu vefina eftir kyni og aldri er að finna á vef námskeiðs http://soljak.khi.is/netnot Athyglisvert t.d. hverning MSN og Bloggið koma sterkt inn meðal eldri nemenda 2003. 39% af 13-19 ára stelpum og 27% af piltum notuðu MSN í athugunum 2003 en svo til engir árin áður. Samsvarandi tölur f. Blogg voru 33 og 14%.

  10. Athuganir - Hvað var verið að gera? Þeir sem söfnuðu gögnunum gáfu til kynna hvað var verið að gera (sjá mynd): Að mestu leikur eðaskemmtun, þá upplýsinga(leit) Meira til náms í skóla Meiri samskipti heima Úr atferlislýsingum: Nafngreindum vefjum var skipt upp í leiki, íþróttir, aðra afþreyingu, upplýsingar/nám, samskipti og leitarvélar. Sjá töflu á vef verkefnis.

  11. Athuganir - Vefsíður - upplýsingar/nám • Efni meira til gagns/náms en skemmtunar var vinsæll flokkur hjá báðum aldursflokkum ekki síst hjá þeim eldri • 2001: 38 vs. 73%, • 2002: 28 vs. 31%, • 2003: 34 vs. 55%

  12. Athuganir - vefsíður - afþreying Vinsælt öll ár og meðal beggja kynja (24-60%).

  13. Athuganir –vefsíður - íþróttir Íþróttavefir voru nokkuð vinsælir, sérstaklega meðal stráka í báðum aldursflokkum (9-29%) en lítil hjá stúlkum (yfirleitt 0-6%).

  14. Athuganir - Vefsíður - leikir Leikjanotkun var algeng hjá báðum kynjum en áberandi meiri meðal 6-12 ára en 13-19 öll árin (59 vs. 13; 57 vs. 28; 36 vs. 15%). 2003: “Stelpu”leikir? 7 (leikir,tilveran, xy, cartoonnetwork, disney, happytreefriends, newgrounds) “Stráka”leikir? 4 (batman, bonus, jippi, jotto) Blandaðir? 3 (aurapuki,leikur1, miniclip) Miniclip mjög vinsæll leikur hjá báðum kynjum.

  15. Athuganir - dæmi - leikir Boy 10 ára í skóla • Um leið og notandinn hafði komið sér fyrir fer hann á netið og slær inn slóðina á leikjasíðu (http://www.miniclip.com). Hann er greinilega vanur því að fara á þessa síðu því hann þarf ekki að spyrja að stafsetningu eins og yngri nemendur þurfa gjarnan, sérstaklega á útlendu síðunum. Hann iðar í stólnum af tilhlökkun. Notar vísifingur hægri handar til að skrifa. Félagar hans minna hann á að nota fingrasetninguna...af því að ég er að fylgjast með segja þeir. Hann lítur á mig og segir "úpps" og myndast síðan við að nota fingrasetninguna við það sem upp á vantar. Um leið er hann að ákveða með félögunum hver á að keppa við hvern. Komum í bobb segir annar félaganna. "Já komdu í við mig" hrópar sá sem fylgst er með ákafur og réttir hendina upp eins og þegar verið er að velja í lið í fótbolta eða eitthvað. Þegar þeir eru allir búnir að velja sama leikinn. Leiðbeinir notandinn þeim sem hann ætlar að keppa við hvernig maður velur sér andstæðing. Hallar sér yfir að honum og bendir á skjáinn hvar á að skrifa...sko þarna veruðuru að velja þér "nikk" og notar líka skjáinn sinn...sjáðu eins og hjá mér. Síðan ferðu í Scandinavia og finna nikkið mitt. Þegar þetta tekur of langan tíma hjá félaganum verður hann óþolinmóður, Hann er á sífeldu iði og dæsir. Segir síðan Nei, bíddu ég skal "tjallensa" þig. Þegar þeir eru byrjaðir að keppa hverfa samskipti þeirra á milli að mestu leiti og þeir "tala við" og horfa á tölvuna, þó þeir séu að tala saman. Tungan fer út í munnvikin á notandanum og hann teygir sig nær tölvuskjánum í einbeitingu sinni þegar hann á að gera. Ýmis leikhljóð og viðbrögð fylgja með "jess", "lúser", "vííí langt framhjá" og "það var laglegt". Hann ekur sér til í skjánum þegar hinn er að gera en glennir upp augun og grúfir sig yfir skjáinn þegar hann á að gera. Þegar þeir eru í leik númer tvö segir notandinn skyndilega "Hey, eigum við að spjalla?" Hinn hváir. "já við getum líka spjallað á meðan við erum að gera". Hann bendir félaga sínum á skjánum hjá sér hvar á að skrifa skilaboð, hvar á að senda þau, þannig að þau birtist á skjánum hjá mótspilaranum. Þeir myndast síðan við að skrifa eitthvað á meðan hinn er að gera en gengur hægt og erfiðlega. Þeir gleyma báðir fingrasetningu. Þeir gefast fljótlega upp á þessu og eru báðir undrandi þegar tíminn er búinn finnst þeir rétt vera að byrja.

  16. Athuganir - vefsíður - samskipti Samskiptavefir voru vinsælir einkum hjá þeim eldri: 2001: 9 vs. 60% 2002: 13 vs. 34% 2003: 20 vs. 45% 2003 • MSN: 39% af stelpum 13-19 ára og 27% af piltum • Blogg: 33% af stelpum 13-19 ára og 14% af piltum

  17. Athuganir - dæmi - samskipti o.fl. • 15 ára stelpa heima • Notandi spurði hvort rannsakandi væri ekki að koma, beið. Kveikir á tölvunni, opnar Internet Explorer og tengist með innhringimótaldi. Situr á skrifstofustól og situr stöðug og afslöppuð. Dálítið óþolinmóð meðan beðið er eftir tengingu við netið. Um leið og hún er tengd fer hún á leit.is og slær inn leitarorði sem rannsakandi missir af. Leitin skilar ekki neinu, fer á Google.com og slær aftur inn orðinu og nú sér rannsakandi orðið "líkmaur" enginn árangur. Næst slær notandinn inn orðið "lík" og fær fullt af síðum. Flettir hratt í gegnum nokkrar, fer allt í einu yfir á MSN og heilsar einhverjum þar. Fær óðara svar og skrifar nokkrar setningar. Skrifar hratt og virðist nota rétta fingrasetningu. Aftur komin í leitina en teygir sig svo í orðabók, flettir í henni og slær svo inn "Corps". Tautar, þetta er greinilega ekki til. Aftur á MSN og svarar skilaboðum. Hver er á MSN spyr rannsakandi. Andri svarar hún (vinur bróðir hennar, býr í Englandi). Aftur á leitina, skellir allt í einu upp úr og lítur út undan sér á rannsakanda. Greinilega eitthvað fyndið sem hún hafði lesið. Fer mjög hratt á milli MSN og IE, allt í einu er þriðji aðili kominn á MSN, einhver stelpa, ég tek eftir að notandi notar styttingar eins og "u?" í stað "en þú?" Slekkur allt í einu á vafranum og segir, finn ekkert um þetta. Að hverju varstu að leita? Spyr rannsakandi forvitinn. Kennarinn bað okkur að athuga hvort líkmaurar væru til út af óhugnanlegri sögu sem hún hafði heyrt. • Nánar á http://soljak.khi.is/netnot/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/lysing.asp?ID=401

  18. Athuganir - dæmi - samskipti o.fl. • 14 ára stelpa skóla • Um leið og byrjað er að fylgjast með notandanum fer hún inn á frípóstinn sinn (hotmail) og athugar hvort hún hafi fengið póst. Hún notar fingrasetninguna og heldur henni það sem eftir er af athuguninni. Það heyrist óánægjumuldur þegar hún sér að það er enginn nýr póstur til hennar. Hún skráir sig inn á MSN Messenger og athugar hvort að vinkona sín sem er veik heima sé á netinu. Þegar hún sér að hún er á netinu, rekur hún upp ánægjuhróp og hægri hendin hendist upp í loftið. Notandinn pikkar í vinkonu sína sem situr við hliðina á henni og sýnir henni við hverja hún er að spjalla við. Vinkona hennar snýr stól sínum að tölvu notendans og fylgist með. Þær flissa og koma sér saman um hvað eigi að skrifa næst til vinkonunnar og hvernig eigi að svara henni. Notandinn sér um að skrifa svörin. Tveir nemendur í stofunni spyrja um notendanafn þeirrar sem er veik heima til að þeir geti líka spjallað við hana. Þær kalla notendanafn hennar til þeirra. Við þetta hægist aðeins á viðbrögðum og svörum þeirrar sem er heima og þá fara notandinn og vinkona hennar inn á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar Jemen (http://jemen.kopavogur.is) til að finna sér lög að hlusta á. Þær líta á athuganda og spyrja hvort þær megi taka heyrnartólin úr sambandi svo þær heyri báðar ef þær lækka í hljóðinu. Þær fá leyfi til þess. Svona líður athugunin áfram við spjall nema þegar vinkonan sem er veik heima sendir þeim slóðir í einhverjar "fyndnar" myndir eða aðrar myndir af leikurum og söngvurum. Þá fara þær á netið en stoppa aðeins til að skoða myndina og fara svo aftur að spjalla. • Nánar á http://soljak.khi.is/netnot/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/lysing.asp?ID=339

  19. Athuganir - vefsíður - leitarvélar • Leitarvélar nokkuð mikið notaðar af öllum eða af 9-47%.)

  20. Viðtöl - Netnotkun utan skólaStrákar

  21. Viðtöl - Netnotkun utan skólaStelpur

  22. Viðtöl - Netnotkun utan skóla - dæmi • 289 – 10 ára strákur - Ég má fara í tölvuna á þriðjudögum og fimmtudögum. Annan daginn má ég fara á netið. Þá fer ég oftast í leiki en skoða líka pokemon síður. • 394 – 15 ára strákur - "Nota það ekki, leik mér bara á því eða fer á hugi.is og skoða fyndnar klippur. Downloada bíómyndum og leikjum. Það er ólöglegt samkvæmt ströngustu lögum ætti ég inni eins árs fangelsi en I don´t care." • 359 – 10 ára stelpa - Nota netið mikið heima. Fer á msn, chatta við vinkonur mínar. Fer oft á Neopets og á þar gæludýr sem ég hugsa smá um. Fer á blogger.blogspot.com og er að gera heimasíður þar. • 343 – 12 ára stelpa - Er ekki með net heima, er eiginlega aldrei í tölvu nema til að skrifa ritgerðir fyrir skólann.

  23. Viðtöl - Netnotkun í skólaStrákar

  24. Viðtöl - Netnotkun í skólaStelpur

  25. Viðtöl - Netnotkun í skóla • 308 – 10 ára strákur – Lítið, má ekki fara í tölvuna hans pabba, netnot í skóla – ekkert. • 323 – 15 ára strákur – Stelst inn á netið þegar kennarinn sér ekki og hin eru að vinna. Það má eiginlega ekkert nota netið í skólanum. • 301 – 11 ára stelpa - Þá förum við á nýsköpunarvefinn og stundum á tónlistarsíður til að hlusta. • 393 – 13 ára stelpa - Hugsar sig lengi um og segir svo "næ í myndir". Ég spyr ekkert fleira? " jú, fer á heimasíður og leita að heimildum".

  26. Uppruni – vefir/síður á íslensku • 2001: 25 af 52 (48%) á íslensku • 2002: 27 af 56 (48%) á íslensku • 2003: 41 af 70 (59%) á íslensku en breytilegt eftir tegund vefs: • Af upplýsingavefjum: 89% • Íþróttum: 67% • Afþreyingarefni: 50% • Leikjum: 43% • Leitarvélum: 33% • Samskiptavefjum: 17% Allar aðrar síður á ensku fyrir utan ein á norðurlandamáli

  27. Útlit, yfirborð • Nafngreindir vefir sem voru heimsóttir öll árin 2001-03 voru 10 af 139 (7% vefja) - voru eftirfarandi, 9 af þeim voru skoðaðir nánar m.t.t. nytsemi/aðgengi (usability) og plássnýtingar: • http://betra.net • http://bonus.com • http://disney.com • http://hotmail.com • http://tal.is • http://visir.is • http://www.cartoonnetwork.com • http://www.google.com • (http://www.leit.is) • http://www.xy.is

  28. Útlit/yfirborð – nytsemi og aðgengi Viðmiðið eru þær reglur sem Jacob Nielsen og Marie Tahir settu saman í bók sinni; “Homepage Usability”, en þessum reglum er ætlað að auðvelda hönnun á vefsíðum þannig að þær verði auðveldar í notkun og aðgengilegar gestum.Hérna eru skoðuð þau atriði sem Jakob Nielsen telur mjög mikilvægt að séu á öllum vefsíðum og auðveldi þannig aðgengi gesta að vefsíðunum.

  29. Útlit - Plássnýting miðað við stóra íslenska vefi (heimild Ragnheiður Grétarsdóttir, 2002) Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir (2002). Úttekt á íslenskum vefsíðum. Rannsókn gerð á vegum Háskólans í Reykjavík undir leiðsögn Ásrúnar Matthíasdóttur lektors og Mörtu Kristínu Lárusdóttur lektors. Styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2002.

  30. Gróði? • Þekking um áhugasvið • Færni – “marglæsi”?, enska, upplýsingaleit, samskipti, framsetning upplýsinga, ritvinnsla, grunntölvufærni • Viðhorf – Jákvætt? Hjálpsemi, tölvur skemmtilegar. Neikvætt? Ofbeldi,..?

  31. Aðferðir

  32. Slær inn slóðir (venjulega með árangri) – mjög algengt Leitarvélar (með árangri en oft með vandamálum) Smellir innan vefs Smellir milli vefja (t.d. út frá “tengla”síðu) Hermir eftir næsta manni/félaga Möguleikar í vafra Opnunarsíða Search Favorite/bookmarks History... Felligluggi/address/url Beinar leiðbeiningar Frá félaga Frá kennara/fullorðnum “Veiði”aðferðir – komist inn á vefi

  33. Aðferðir – þróun “marglæsis”? • Hægt að tengja t.d. við greinina: • Chandler-Olcott, K., & Mahar, D. (2003). "Tech-savviness" meets multiliteracies: Exploring adolescent girls' technology-mediated literacy practices. Reading Research Quarterly, 38(3), 356-385. • En þar er m.a. fjallað um “multi-literacy” eða marglæsi? sem þróist hjá einstaklingum í félagslegu samhengi – þar sem fólk lærir að höndla með texta/efni sem sé blandað (hybrid) og tengt (intertext) og í margmiðlunarformi. • af reynslu og umhverfi (situated practice) en einnig í gegnum beina fræðslu (“overt instruction”) og ákveðin skemu (critical framing).

  34. Aðferðir - Ýmis athyglisverð hegðunareinkenni • Nota ensku, stundum í erfiðleikum með (lestur, ritun, munnleg samskipti) • Leita að upplýsingum oft á mjög frumstæðan hátt. • Fá upplýsingar í tengslum við áhugamál, t.d. Fréttir (eldri nemendur), íþróttir og leikja svindl (aðallega strákar), (gælu)dýr (aðallega stelpur), mat/uppskriftir, o.fl. • Gera verkefni í skólum s.s. Í tengslum við önnur lönd, leita að heimildum um Ítalíu eða sautjándu aldar skáld, íþróttir (í sumum tilvikum bara klippa og líma texta), og ná í myndir til að setja í ritgerðir eða á heimasíður. • Fara á Netið í skóla með eða án leyfis kennara til uppfyllingar, skemmtunar/leikja eftir eða í bland við verkefnavinnu. • Ná í/skoða/hlusta/vista myndefni og/eða tónlist. • Taka þátt í könnunum og persónuleikaprófunum. • Í hlutverki neytenda skoða söluvefi. • Mjög mismunandi leikni í fingrasetningu. • Í mismunandi stellingum – margs konar hreyfingar s.s. Klóra sér í höfði, hreyfa sig fram og til baka, sveifla fótleggjum, “tyggja” snúrur.... • Gera ýmislegt á meðan bíða þarf eftir síðum/efni að hlaðast inn. • Eiga stundum í tæknierfiðleikum s.s. Með margmiðlun, tengjast við Netið, tölvan frýs

  35. Aðferðir – hegðun almennt • Einbeiting/athygli og “ flökt”: Athygli hafði tilhneigingu til að vera tiltölulega mikil en minnkaði með meiri samskiptum við viðstadda og í öfugu hlutfalli við “flökt”. Einbeiting hafði líka tilhneigingu til að vera í réttu hlutfalli við viðhorf (því jákvæðari því meiri einbeiting. Einbeiting var kóðuð mjög mikil t.d. meðal ungra pilta í leikjum með ofbeldisívafi (d. 59, 156, 160) eða íþróttum (60). • Viðhorf: Viðhorf virtust yfirleitt fremur jákvæð, þ.e. Meirihluti sýndi einhver merki um áhuga. Höfðu tilhneigingu til að verða jákvæðari frá 2001 til 2003. Strákar tilhneigingu til að vera kóðaðir jákvæðari en stelpur (eingöngu 2002). Töluverð breidd frá því að neikvæðar tilfinningar væru gefnar til kynna (61, 34, 9) upp í að gefa til kynna mikla gleði og ánægju (63). En í mörgum tilvikum var erfitt að dæma, nemendur svipbrigðalitlir og þögulir og dæmi um nemenudr sem virtust leika sér eins og sjálfvirkt (16, 157). En viðhorf virtust jákvæðari því meiri samskipti sem áttu sér stað, en neikvæðari efitr því sem “flökt” var meira. • Samskipti: Töluverð samskipti einkum í skólaumhverfinu. Mörg dæmi um félagslega hegðun, oft milli fólks af sama kyni að hjálpa hvert öðru eða sýna hvað þau væru að gera, láta upplýsingar ganga um áhugavert efni og gefa til kynna hvað væri áhugavert/“kúl” – einkum um leiki en einnig í tengslum við skólaverkefni. Samskipti við fullorðna voru sjáldgæfari þó rannsakandinn eða kennari væri studnum spurður hvað ætti að gera ef viðkomandi vissi ekki hvað það var. Þó einbeiting minnkaði með auknum samkiptum virtust viðhorf verða jákvæðari. Ath. að mikið var um Netsamskipti t.d. Senda hvort öðru brandara eða tónlist (30, 14), senda SMS til foreldris (50), spjalla við vinkonu eða frændfólk (30, 133) innan- eða utanlands. • Reynsla: Nemendur virtust vera fremur reyndir á Netinu þó dæmi væri um (sérstaklega yngri) nemendur sem sýndu óöryggi eða hik. Reynsla virtist aukast með aldri og með árum.

  36. Þróun frá 2001-3 Hegðun nemenda (kóðuð)gefur til kynna meiri reynslu af Netnotkun og aðeins jákvæðari viðhorf Viðtöl Nemendur gefa til kynna Aðeins meiri Net- og tækninotkun með árunum.

  37. Framtíðarstjórnun “veiða”

  38. Framtíðarstjórnun - leiðsögn? • Kennslumódel? – fiskveiði”stellingar” – nýta hópa til að fara út að fiska en huga þarf að veiðiaðferðum og að vinna miklu betur úr aflanum í höfn.. - möguleikar nýrra samskiptaleiða • “Veiðiaðferðir” sjá t.d. greinina: Judy Salpeter. 2003. Web literacy and critical thinking: A teacher's tool kit. Technology & Learning (aðgengileg í Proquest) • Öryggi, sjá t.d. SAFT verkefnið http://www.saft.is • Siðferði – reglur bæði í skólum “AUP” og heimilum – fáar? en skýrar, gefnar fyrirfram– umræða við foreldra og kennara • Netfíkn/spilafíkn – hafa opin augun, hvernig getum við lært að aga okkur sjálf og okkar skjólstæðinga þannig að leikir og afþreyingarefni verði ekki OF tímafrek og fari að hafa eyðileggjandi áhrif, félags-, náms- eða andlega.

  39. Lokaorð – Þriðja bylgjan • “What is inescapably clear, however, whatever we choose to believe, is that we are altering our info-sphere fundamentally. We are not merely de-massifying the Second Wave media, we are adding whole new strata of communication to the social system. The emerging Third Wave info-sphere makes that of the Second Wave era – dominated by its mass media, the post office, and the telephone – seem hopelessly prmitive by contrast.” (Alvin Toffler, 1980, The Third Wave bls. 183)

  40. Einkenni 2.bylgju (iðn-) Stöðlun Sérhæfing Samstilling í tíma (stundvísi!) Samþjöppun (t.d. í borgun) Hámörkun (stærðin skiptir öllu) Miðstýring (valds) Hverjir hafa valdið? “integrators” skrifræði –- (framkvæmdastj., forstj., verkstj., forsetar... í valdapýramída) Þriðja bylgjan: Bylting í tækni-, félags- og upplýsinga”hvolfinu” (sphere) De-massifying the media: Netið! The intelligent environment Beyond mass production The electronic cottage: Heimavinna! Families of the future? Corporate identity crisis Decoding new rules Rise of the prosumer Mental maelstrom..... Þriðja bylgjan (Alvin Toffler, 1980!)

  41. Þriðja bylgjan... • In altering the info-sphere so profoundly, we are destined to transform our own minds as well – the way we think about our problems, the way we syntesize information, whe way we anticipate the consequences of our own actions. We are likely to change the role of literacy in our lives. We may even alter our own brain chemistry.” • (Alvin Toffler, The Third Wave, 1980, bls. 183)

  42. Verkefnisvefur Þar er m.a. að finna skýrslu um verkefnið Jakobsdóttir, Sólveig, Gautadóttir, Hrund, & Jóhannesdóttir, Sigurbjörg (2004). Internet Use of Icelandic Children 2001-3: A Qualitative Glimpse, http://soljak.khi.is/netnot/nidurstodur/netnotreport/Default.doc

More Related