1 / 29

10. Kafli: Miðtaugakerfið

10. Kafli: Miðtaugakerfið. Líffæra- og lífeðlisfræði Guðrún Narfadóttir. Mæna (medulla spinalis). Mænan er vel varin Liggur í hrygggöngum Þakin bandvefshimnum (meninges) Milli himnanna er heila- og mænuvökvi. Himnurnar sem þekja mænuna.

speranza
Télécharger la présentation

10. Kafli: Miðtaugakerfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 10. Kafli: Miðtaugakerfið Líffæra- og lífeðlisfræði Guðrún Narfadóttir

  2. Mæna (medulla spinalis) Mænan er vel varin • Liggur í hrygggöngum • Þakin bandvefshimnum (meninges) • Milli himnanna er heila- og mænuvökvi

  3. Himnurnar sem þekja mænuna • Þrjár himnur (meninges), sem eru í beinu framhaldi af himnum heilans, þekja mænu • Dura mater yst og þykkust. • Utan við hana er epidural rými • Arachnoidea í miðju. • Innan við hana er skúmsholið þar sem heila- og mænuvökvi er staðsettur • Pia mater innst • Gróin föst við mænuna

  4. Ytri gerð mænu • Nær frá foramen magnum að L2 • 42-45 cm löng hjá fullorðnum • Tvær skorur: • Ventral og dorsal • Neðstu mænutaugarnar mynda cauda equina (mænutagl) • Á tveim stöðum eru þykkildi á mænu: • cervical og lumbar

  5. Innri gerð mænu • Hvítt efni yst • Þar eru brautir sem liggja til og frá heila • Grátt H í miðju • Myndar framhorn, hliðarhorn og afturhorn • Skyntaugar í bakrót tengjast afturhorni • Hreyfitaugar í kviðrót tengast framhorni

  6. Mænutaugar • 31 par mænutauga tengist mænu • Mænutaugar bera boð til og frá mænu (eru blandaðar), þær tengjast mænu um bakrætur (skyntaugar) og kviðrætur (hreyfitaugar) • Nöfn tauganna eru í samræmi við þann hluta hryggsúlunnar sem þær tengjast: • 8 pör hálstauga (nervi cervicales) • 12 pör brjósttauga (nn.thoracicae) • 5 pör lendartauga (nn.lumbales) • 5 pör spjaldtauga (nn.sacrales) • 1 par rófutauga (n.coggygeus)

  7. Taugaflækjur • Eftir að mænutaugarnar fara út um milliliðagöt hryggsúlunnar greinast þær í 4 greinar • Anterior greinin (sem þjónar m.a.útlimum og framhlið bols) endurskipuleggst í taugaflækjum (plexusum) sem taugar til líkamshluta liggja út frá • Stærstu flækjurnar eru • Hálsflækja (plexus cervicales) • Upparmsflækja (p.brachialis) • Lendarflækja (p.lumbales) • Spjaldflækja (p.sacrales) • Ath. að brjósttaugarnar mynda ekki flækjur

  8. Hlutverk mænunnar • Flytur taugaboð milli heila og úttaugakerfis (brautir í hvíta efninu) • skynboð til heila • hreyfiboð frá heila • Úrvinnsla taugaboða og mænuviðbrögð (tengingar í gráa efninu)

  9. Mænuviðbrögð Viðbragð er hröð, fyrirsjáanleg, ósjálfráð röð atburða, sem verður við ákveðið áreiti 1. Skynnemi tekur á móti áreiti 2. Skyntaugafruma flytur boð um bakrót inn í afturhorn mænu. Taugabolir skyntaugafrumna eru staðsettir í bakrótarhnoði (dorsal root ganglion) 3. Millitaugafrumur í gráa efninu sjá um úrvinnslu boða 4. Hreyfitaugafrumur fara út um framhorn og mynda kviðrót 5. Svari (vöðvi eða kirtill) tekur við boðum frá hreyfitaugafrumu

  10. Heili (encephalon) • Liggur vel varinn í kúpuholi, umlukinn heilahimnum og vökva • Myndaður af u.þ.b. 100 milljörðum taugafrumna • Vegur um 1300 g • Fjórir meginhlutar heilans eru • Heilastofn (truncus encephalicus) • Milliheili (diencephalon) • Hjarni / hvelaheili (cerebrum) • Hnykill / litli heili (cerebellum)

  11. Blóðflæði til heilans • Taugafrumur heilans eru mjög orkukræfar • Frumur heilans brenna glúkósa • Um 20% af O2 notkun líkamans fer til heilans • Háræðar í heila eru mjög þéttar sem hindrar ýmis efni í að komast úr blóði yfir í heilavef. Þetta kallast blóð-heila hemill (blood brain barrier)

  12. Heila- og mænuvökvi • Myndaður af háræðaflækjum í holrúmum heilans (ventriculi) • Er í bilinu milli arachnoidea og pia mater • Er frásogaður aftur út í blóðið í svo kölluðum skúmskörtum (arachnoid villi) • 80-150 ml • Mikilvægt að rúmmál vökvans sé stöðugt • Hlutverk vökvans er tvíþætt • Vernd (heilinn “flýtur” í vökvanum) • Flytur næringu og losar úrgangsefni

  13. Heilastofn • Neðsti hluti heilans kallast heilastofn • Heilastofninn er lífsnauðsynlegasti hluti heilans • Allar brautir milli heila og mænu fara um heilastofninn • Myndaður af þrem heilahlutum: • Medulla oblongata (mænukylfu) • Pons (brú) • Mesencephalon (miðheila)

  14. Medulla oblongata (mænukylfa) • Er neðsti hluti heilans sem tengist mænu • Hér víxlast margar taugabrautir • Tengist heilataugum VIII-XII • Hér eru margar lífsnauðsynlegar taugastöðvar: • Hjartsláttarstöð (cardiac center) • Æðastillistöð (vasomotor center) • Stjórnstöð öndunar • Hér eru líka ýmsar viðbragðsstöðvar: • Kynging, hnerri, hósti, uppköst, hiksti, sáðlát

  15. Pons (brú) • Staðsett superior við mænukylfu og anterior við cerebellum • Inniheldur bæði taugabrautir (hvítt efni) og taugastöðvar (grátt efni) • Tekur þátt í stjórnun öndunar • Tengist heilataugum V-VIII

  16. Mesencephalon (miðheili) • Efsti hluti heilastofnsins • Liggur milli pons og diencephalon • Flytur hreyfiboð frá heilaberki til hnykils og mænu, flytur skynboð frá mænu til stúku og inniheldur kjarna sem taka þátt í sjón og heyrn • Tengist heilataugum III og IV

  17. Formatio reticularis (dreif) • Netlaga kerfi úr gráu og hvítu efni sem nær upp heilastofninn og endar í milliheila (diencephalon) • Fær boð frá eftir mörgum skynbrautum og sendir þau áfram til heilabarkar • Viðheldur vökuástandi og hjálpar til við að viðhalda vöðvatónus • Tónus er stöðug, ómeðvituð, ófullkomin vöðvaspenna sem viðheldur líkamsstöðu

  18. Thalamus (stúka) • Ofan við miðheila, umlykur 3.heilahol • Aðallega úr gráu efni • Hlutverk: • Greining á öllum skynboðum sem koma frá mænu, heilastofni, hnykli og öðrum stöðvum og eru á leið upp í heilabörk • Tengist meðvitund og vitsmunalegri starfsemi

  19. Hypothalamus (undirstúka) • Gengur niður úr stúku • Margþætt starfsemi: 1. Stjórnun ósjálfráða taugakerfisins 2. Stjórnun á starfsemi heiladinguls 3. Mótun tilfinninga og hegðunar 4. Svengdar-, mettunar- og þorstastöðvar 5. Stjórnstöð líkamshita 6. Dægursveiflur og meðvitundarástand

  20. Cerebellum (hnykill) • Næst stærsti heilahlutinn • Skiptist í tvö hvel • Yst er börkur • Tengist heilastofni með hnykilstoðum • Fær stöðugt boð frá vöðvum, sinum, liðamótum, jafnvægisskynfærum og augum • Sér um • Viðhald líkamsstöðu • Fínhreyfingar og samhæfingu hreyfinga • Jafnvægi • Alkóhól hindrar m.a. virkni cerebellum!

  21. Cerebrum (hjarni) • Stærsti hluti heilans • Er úr hvítu og gráu efni • Hvíta efnið (taugasímar) myndar brautir til annarrra hluta miðtaugakerfis • Gráa efnið skiptist í: • Cortex (heilabörk) sem þekur yfirborð hjarna • Nuclei (kjarna) sem eru dýpra í heila. Basal ganglia (grunnhnoðu) eru mikilvægir kjarnar sem hjálpa til við viljastýrðar hreyfingar (hjá Parkinsons sjúklingum er starfsemi þeirra skert)

  22. Cortex cerbri (heilabörkur) • Stórt yfirborð með fellingum (gyri) og skorum (fissura, sulci) • Cortex skiptist í 4 blöð sem bera nöfn beinanna sem þekur þau: • Lobus frontalis (ennisblað) • Lobus parietalis (hvirfilblað) • Lobus temporalis (gagnaugablað) • Lobus occipitalis (hnakkablað) • Sulcus centralis er á milli ennisblaðs og hvirfilblaðs

  23. Limbíska kerfið • Limbíska kerfið umlykur efri hluta heilastofns og hvelatnegslin • Kerfið er myndað af hluta hjarnans og hluta milliheila • Oft kallað “tilfinningaheilinn” • því þarna er aðsetur ýmissa tilfinninga eins og sársauka, gleði, reiði, fýkna, kynhvatar o.fl. • Tengist minni (ásamt hjarna) • Virðist stjórna heildaratferli einstaklinga

  24. Starfsvæði heilabarkar • Heilaberki er skipt í þrjú megin starfssvæði: • Skynsvæði • Taka á móti skynboðum og túlka þau • Hreyfisvæði • Stjórna vöðvahreyfingum • Tengslasvæði • Vitsmunaleg starfsemi eins og nám og minni, tilfinningar, persónuleiki o.fl.

  25. Skynsvæði á heilaberki • Frumskynsvæði á lobus parietalis (aftan við sulcus centralis) • Frumsjónsvæði á lobus occipitalis • Frumheyrnarsvæði á lobus temporalis • Frumbragðsvæði á lobus parietalis • Frumlyktarsvæði á lobus temporalis

  26. Hreyfisvæði á heilaberki • Frumhreyfisvæði á lobus frontalis framan við sulcus centralis • Talsvæði (Broca´s speech area) á lobus frontalis (neðarlega á hlið). Oftast vinstra megin

  27. Tengslasvæði á heilaberki • Öllum skynsvæðunum fylgja tengslasvæði þar sem skynjun er tengd fyrri reynslu og túlkuð • Tengslasvæðin tengjast innbyrðis með brautum • Svæðin sjá um vitsmunalega starfsemi

  28. Hægra og vinstra heilahvel • Hjarninn skiptist í tvö heilahvel sem tengjast með hvelatengslum (corpus callosum) • Smávægilegur munur er á starfsemi heilahvelanna • Vinstra heilahvel • Stjórnar hægri líkamshelmingi • Mikilvægt við munnlega tjáningu, tölulega og vísindalega færni auk rökhugsunar • Hægra heilahvel • Stjórnar vinstri líkamshelmingi • Mikilvægt við tónlist, myndlist, skynjun forms og rýmdar og við ýmsa aðra skyntúlkun s.s. heyrn, snertingu, bragð og lykt

  29. Heilataugar • 12 pör tauga (I-XII) sem tengjast heila • Heilataugarnar eru ýmist hreinar skyntaugar eða eru blandaðar (bera boð til og frá heila) • Þær tengjast allar heilastofni nema sú fyrsta (lyktartaugin) sem tengist ennisblaði • Heilataugarnar þjóna aðallega höfði (skyntaugar frá skynfærum og húð og hreyfitaugar til kirtla og vöðva) • Vagustaugin (X) • Eina heilataugin sem fer niður fyrir háls • Þjónar líffærum í brjóst- og kviðarholi

More Related