170 likes | 340 Vues
Að stilla saman þróun kennaranáms og skólaþróun. Þuríður Jóhannsdóttir tjona@khi.is Kennaraháskóla Íslands Hvernig skóli – skilvirkur þjónn eða skapandi afl? 10. málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ 20.-21. október 2006. Doktorsrannsókn á fjarnáminu í grunnskólakennaranámi KHÍ.
E N D
Að stilla saman þróun kennaranáms og skólaþróun Þuríður Jóhannsdóttirtjona@khi.isKennaraháskóla ÍslandsHvernig skóli – skilvirkur þjónn eða skapandi afl?10. málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ20.-21. október 2006 Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Doktorsrannsókn á fjarnáminu í grunnskólakennaranámi KHÍ Frá sjónarhóli kennaranema á landsbyggðinni sem vinna jafnframt náminu sem kennarar í sinni heimabyggð • Hvaða möguleikar opnast fyrir skólaþróun í skólum þar sem fjarnemar kenna að kennaranemar eru virkir þátttakendur sem nemendur í kennaraháskóla og kennarar heimaskóla? • Hvaða möguleikar opnast fyrir þróun kennaranáms í fjarnámi þegar kennaranemar eru virkir þátttakendur í sem nemendur kennaraháskóla og kennarar heimaskóla? Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Menningar og söguleg athafnakenninglárétta víddin í námi Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Aðferðir og gögn • Kennaranemar heimsóttir þar sem þeir búa og kenna, tekin viðtöl við þá og fylgst með völdum þátttakendum í kennslustundum – einnig talað við skólastjórnendur og kennsluráðgjafa o.fl • Fylgst með fimm fjarnámskeiðum á netinu og þau greind – samskipti kennara og nemenda og nemenda sín á milli, nemendaverkefni sem birt eru á námskeiðsvef • Túlkandi etnógrafía þar sem athafnakenningin er notuð til að greina og túlka ríkuleg gögn sem safnað hefur verið á frekar löngum tíma eða þremur árum Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Í þessum fyrirlestri • Greining á mótsögnum sem lýsa sér eða koma upp á yfirborðið sem truflanir – vandamál – og hvernig lausnir eru fundnar til að leysa úr (Engeström, 2005) • Þróunarmöguleikar bæði í heimaskólunum og kennaranáminu – til rannsóknar er hvert er svæði mögulegrar þróunar (e. zone of proximal development) – Vygotsky - Engeström • Hugtök sem er verið að þróa í menningar- og sögulegri athafnakenningu (CHAT) • Að deila umboði (e.Interagency), dreift umboð (e. distributed agency) • Samstilling (e. Co-configuration) • Hnúta-vinna (e. Knot-working) • Víkkað viðfang starfsemi, hér kennaramenntunar (e. Expanded object of activity) – leið til þróunar Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Tvær fyrstu greinarnar • Kennaranemar úr fyrsta hópnum sem hóf nám 1993 og hópnum sem byrjaði 2002: fjarnemar sem eru á ferð milli athafnakerfa annars vegar kennarmenntunarinnar og hins vegar heimaskólanna • Að fara yfir mærin milli kerfa opni möguleika fyrir því að kennaranemar geti orðið talsmenn breytinga • Sumir þeirra virðast hafa getað komið af stað breytingum - skólaþróun í heimaskólum sínum • Samvinna var skilgreind sem það mæra-viðfang (e. boundary object) sem stuðlaði að yfirfærslu milli heimaskóla og kennaramenntunar • Sameiginleg viðföng heimaskóla og kennaramenntunar efla yfirfærslu Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Grein 3: Hvað og hvernig? • Rannsökuð möguleg sameiginleg viðföng skóla og kennaranáms bæði hvað inntak og aðferðir snertir • Námskeiðsvefir (WebCT) á netinu greindir – að færa sig milli (e. boundary crossing) þess að kenna í skólum og taka þátt í námskeiðum á netinu • Mjög ólíkar aðstæður í heimaskólunum hvað varðar fyrirmyndar form eða kjörform (e.ideal form) náms og kennslu • Námskeiðsumhverfið á netinu (WebCT) var skilgreint sem mærasvæði (e. boundary-crossing zone) sem stuðlaði að yfirfærslu þekkingar og færni milli kennaranámsins og heimaskólanna Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Grein 4: Tengsl milli veikari stýringar og svigrúms nemenda • Hvers vegna og hvernig kennaranemar þróa ásættanlegar samskiptareglur á netinu • Þegar stjórn kennara (kontról) verður veikari getur opnast svigrúm fyrir nemendur til að taka sér umboð – hluta af stjórninni – og þar með gætu fjarnemar verið að þróa nýja tegund af færni við námið • Verið að víkka út viðfang starfseminnar sem felst í því að vera nemandi í kennaranámi • Koma sér upp tengslaneti sem þeir síðan nýta sem bjargir bæði meðan á náminu stendur og síðar í starfi sínu sem kennarar • Að þróa með sér svigrúm til tengslamyndunar (e. relational agency) felur í sér hæfileikann til að bjóða stuðning og biðja um stuðning annarra (Anne Edwards) Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Fyrsta stigs mótsagnir • Eru skýrðar sem innri áttök milli notagildis og skiptagildis – mikilvægast í viðfangi starfsemi sem er til greiningar. • Hafa verið skilgreindar sem ósamræmi á milli kjörframkvæmar (ideal type) í starfi og raunveruleikans í praxís • Sameiginlegt viðfang kennarmenntunar og skóla ætti ef allt væri eins og best er á kosið (e. ideally) þroski og velferð barna • Reynslan af að vera í senn kennaranemi og kennari og fást við mótsagnir sem fylgja þessum mismunandi hlutverkum þar sem lögð er áhersla á ábyrgð á velferð barna og þroska í báðum gæti orðið lykill að þróun bæði í skólum og í kennaramenntun Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Annars stigs mótsagnir • Birtast milli þátta í starfseminni, t.d. milli nýrra viðfangsefna eða nýrra verkfæra og óbreyttra reglna óbreytts forms af verkaskiptingu • Þegar nýir þættir koma inn í athafnakerfi (t.d. ný tækni) rísa oft upp mótsagnir sem kalla t.d. á að breyta þurfi reglum. • Mótsagnir milli hefðbundinna skólareglna t.d. samskiptareglur milli kennara og nemenda, nemenda sín á milli, og námsverkefna sem vinna á á netinu • Þar sem stýring kennara hefur tilhneigingu til að vera veikari í fjanámi fá nemar svigrúm til að bregðast við þessum aðstæðum með því að koma sér sjálf saman um ásættanlegar reglur um viðeigandi samskipti og samvinnu á netinu • Það sem stuðlar að þessu eru viðfangsefni sem byggja á samvinnu og samskiptum bæði í staðlotum og á netinu – það greini ég sem sameiginlegt viðfang eða mæraviðfang (e. shared object eða boundary object) Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Annars stigs mótsagnir: ný verkfæri kalla á öðru vísi samskiptarelglur Lilja segir: • Fyrsta árið fer í þetta og fyrsta árið þarf maður að læra hvernig maður á að tjá sig inn á WebCT. • Við þurfum bara að taka því sem sjálfsögðu að við erum öll að læra, við erum að setja okkar skoðanir fram en já, við þurfum að passa okkur hvernig við orðum þetta. • Og þetta er mjög mikið umræðuefni og það er þess vegna sem að fyrsta árið þarf maður að hittast. Þessi sagði þetta og kannski hittir maður einhvern og henner bara... Ég meinti þetta ekkert svona. • Og kennarinn hittir einhvern sem er búinn að vera þvílíkur: af hverju? Afhverju? Og svona brussulegur inn á WebCT. Hittir svo manneskjuna og þetta er indælasta manneskja. • Þannig að sem sagt fyrsta árið þá er maður að læra þennan talsmáta – af því að hann er svo nýr fyrir bara flestum okkar. • Svo annað árið strax að þá er WebCT orðið svo sterkt og þessar umræður. Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Þriðja stigs mótsagnir • Koma upp á milli þróaðra eða lengra komins forms starfseminnar sem um ræðir og eldra forms sem er það sem er ríkjandi. Að vinna úr þessum mótsögnum gæti leitt til þróunar nýrrar tegundar af starfsemi sem hrint væri í framkvæmd í tilraunaskyni. • ... Sitja í sal og fá glærur sem maður veit að maður á hvort eð er eftir að horfa á aftur, heyra kennarann lesa upp af glærunum. Sumir kennarar þeir eru bara að segja manni nákvæmlega það sem stendur á glærunum. Þannig að þetta verður voðalega mikil tímasóun. En þarna finnst kennurunum kannski þeir ver að koma þessu tilskila, þeir eru svo vanir þessu formi og ef þeir gera þetta ekki þá finnst þeim kannski að þeir séu ekki að vinna sitt starf. (Lilja) Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Veikari stýring kennara – Mótsagnir sem koma upp Sara: • Mér fannst það rosalega erfitt, þá vissi ég ekki alveg hvað hún vildi, skilurðu? En mér finnst þetta ekki rétt af því að mér finnst ég ekki vera að gera þetta fyrir hana. Mér finnst ég eiga að gera þetta fyrir mig. Fyrst þegar ég var að byrja þá fannst mér eins og ég væri að gera verkefnin fyrir hana. Þú veist svona vildi hún hafa þetta ekki svona vildi ég hafa það. • Og sko við vitum alveg hvað við eigum að gera en já en svona ráðum meira ferðinni. Lilith • Já hann þarf stundum að fylgjast meira með. Hann þyrfti alveg hiklaust að vera meira vikur inni – koma oftar inn. • Enn hann segir að hann sé of hræddur við það að hann veiki umræður okkar og sviei þær í þá átt að við séum að reyna að gera eins og kennarinn vill. • Hérna, ég skil það vel hjá honum. Við pælum þetta sjálf. Þannig að hann er svona næstum því með of litla stjórn á okkur. Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Fjórða stigs mótsagnir • Koma upp á milli meginstarfseminnar og starfsemi sem þarf að eiga samskipti við hana (e. central activity and its interacting neighbouring activity system) Skólastjóri: • Við erum ár eftir á eftir ár að missa kennara á mikilvægasta tíma ársins sem er lok ágúst. Þá er fólk að koma til starfa eftir sumarfrí, þá er verið að leggja upp með skólastarfið, það er verið að sem sagt undirbúa kennslu, menn eru að taka við nýjum bekkjum og að setja sig inn í allt. • Það eru námsekið sem eru haldin bara út af innra starfi skólans, svona starfsháttum, ferlum og alla vega sem eru mjö-g mikilvæg ég tala nú ekki um fyrir nýtt fólk. • Og við erum að missa fólk út á hverju einasta ári þessa daga sem er bagalegt. Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Fjórða stigs mótsagnir • Koma upp á milli meginstarfseminnar og starfsemi sem þarf að eiga samskipti við hana (e. central activity and its interacting neighbouring activity system) Lilja kennaranemi sem er að kenna • Og stór hluti af fjarnemahópnum er í kennslu og því fáránlegt að það sé ekki tekið tillit til þess þegar staðlotur eru skipulagðar og reynt að hafa dagskrána þétta • setja þetta á helgar þannig að við getum flogið á föstudagseftirmiðdag eftir kennslu og verið laugardag, sunnudag og kannski mánudag og komist til baka með seinni vélinni svo að við getum mætt aftur til kennslu sem allra fyrst. • Það er svo dýrmætur farmur sem maður er með Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Niðurstaða • Þróunarsvæðið (The zone of proximal development) fyrir kennaranámið gæti þá verið samstilling á milli þessara stofnana sem tengjast því, skólanna og KHÍ. • Til að vinna að samstillingu væri mikilvægt að fylgja því sem ætti að vera meginviðfang í báðum kerfunum, greina þarf æðsta - miklivægasta tilgang beggja kerfanna, hvorrar tveggja starfseminnar • Viðfang starfseminnar kennaramenntunar mætti víkka þannig að í því fælist skólaþróun • þróun í þá átt virðist samkvæmt mínum gögnum hafinn á sumum stöðum þar sem það hefur tíðkast lengi að kennarar afli sér réttinda og kenni um leið. Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is
Dæmi úr viðtali við fjarnema • Já, ég myndi segja um helmingurinn af kennarahópnum er alveg með á nótunum með því sem að er í gangi hérna (í KHÍ). Náttúrulega margir í fjarnámi og margir í framhaldsnámi. Og vegna þess að skólastjórnendur fóru í framhaldsnám þá eru margar dyr sem að opnuðust… • Já vegna þess að það eru svo, það er svo stór hlui af okkur sem að er í fjarnámi. Það er svo stór hluti af skilur þú, ef að ég væri ein í fjarnámi og það væri ekki fólk væri ekki stöðugt að fá þessar hugmyndir. Og kenningar, þá væri manni bara vísað á bug en vegna þess að það eru svo margir fjarnemar og margir búnir að vera í fjarnámi og margir í sem sagt framhaldsnámi. Það er búið að opna ofsalega dyrnar og huginn hjá kröftugum einstaklingum. Þuriður Jóhannsdóttir, tjona@khi.is