110 likes | 275 Vues
Stjörnufræði Hugtök. JAR113. Hugtök í stjörnufræði. Sól Lýsandi hnöttur, meginhnöttur sólkerfis Sólin (okkar) sá hnöttur sem lýsir og vermir jörðina og jörðin snýst um. Ósköp venjuleg meðalstór stjarna
E N D
StjörnufræðiHugtök JAR113
Hugtök í stjörnufræði • Sól Lýsandi hnöttur, meginhnöttur sólkerfis • Sólin (okkar) sá hnöttur sem lýsir og vermir jörðina og jörðin snýst um. Ósköp venjuleg meðalstór stjarna • Sólkerfi Sólin og allir fylgihnettir hennar stórir og smáir, og er haldið á braut af aðdráttarafli hennar. • Sólár sá tími sem það tekur jörðina að snúast 1 hring um sólu. • Sólmánuður þriðji mánuður sumars, hefst næsta mánudag eftir 17. júní • Sólmiðja miðpunktur sólar • Sólmyrkvi á jörðu, þegar tungl gengur fyrir sólina og skuggi þess fellur á jörðina • Sólstjarna fastastjarna
Hugtök í stjörnufræði • Tungl hnöttur á braut um reikistjörnu • Tunglið (okkar) (máninn) gengur á braut umhverfis jörðina, næsti nágranni okkar í alheiminum. Snýr alltaf sömu hlið að jörðu. • Tunglár er reiknað eftir umferðum tungls um jörðu, 12 mánuðir. • Tunglmánuður er sá tími sem tekur tunglið að fara einn hring umhverfis jörðina. • Tunglmyrkvi þegar tungl myrkvast vegna þess að jörðin er milli þess og sólar og varpar skugga sínum á Tunglið. • Gervitungl (satellitie) lítill hlutur sem komið er á braut um annan stærri af mönnum
Hugtök í stjörnufræði • Jörð Þriðja reikistjarna frá Sól í sólkerfinu okkar. Gengur kringum sólina. • Reikistjarna (planet) hnöttur sem er á braut umhverfis sólu eða aðra stjörnu, og gefur ekki frá sér ljós (en getur endurvarpað því). • Jarðstjarna Reikistjarna úr föstu efni sem gengur í kringum sól í e.u. sólkerfi. Ný tækni hefur skilað miklum árangri í leit manna að slíkum stjörnum. • Halastjarna (comet) Stórt stykki úr ís og bergmylsnu á braut um sólu. Þegar þau eru nálægt sólu hitna þau og gefa frá sér gas og ryk. Þessi efni mynda hala.
Hugtök í stjörnufræði • Smástirni (asteroid) bergbrot á braut um sólu. Smástirni líkjast reikistjörnum en eru mun minni. • Smástirnabelti hópur smástirna á milli Mars og Júpíters, líklega vegna reikistjörnu sem hefur sprungið. • Stjörnuhrap (meteror) Ljósrák á himni sem varir nokkrar sekundur, sem verður til þegar bergbrot brenna í efri loftlögum. • Loftsteinn bergbrot úr geimnum sem fellur á yfirborð jarðar.
Hugtök í Stjörnufræði • Stjarna stór gashnöttur sem gefur frá sér ljós vegna þess að hann framleiðir kjarnorku í iðrum sínum. Gasmagnið þarf að vara í það minnsta 1/20 af gasmagni sólar til þess að gashnötturinn verði að stjörnu. • Stjörnuþoka (galaxy) þyrping milljarða stjarna í geimnum. Margar stjörnuþokur hafa mikið magn gass og geimriks mill stjarnanna • Stjörnumerki 88 stjörnumynstur sem hafa verið gefin nafn. • Sprengistjarna (supernova) massamikil stjarna sem hefur sprungið.Ein slík getur gefið frá sér jafnmikið ljós og milljarðar stjarna.
Hugtök í stjörnufræði • Braut (orbit) slóð sem fylgihnöttur fylgir á ferð sinni umhverfis annan hnött. • Geimur allt sem er fyrir utan lofthjúp jarðar • Hvel (hemisphere) hálfkúla. Á hnetti er norðurhvel norðan miðbaugs, en suðurhvel sunnan. • Möndull (axis) ímyndauð lína sem fylgihnöttur snýst um • Skaut (pole) staðurinn þar sem snúningsmöndull hnattar sker yfirborð (póll). Skaut eru ætið tvö, norður og suðurskaut.
Hugtök í stjörnufræði • Sporbaugur (elliptical) aflangur hringur. Getur verið ílangur eða flatur. • Sporöskjulaga (elliptical) aflangt hvolf eða hringur. • Vetrarbraut (Milky Way) dauf þokukennd slæða þvert yfir himininn. Þetta er birta frá milljónum stjarna sem mynda stjörnuþokuna sem sólkerfið okkar er í. • Þyrping (cluster) hópur stjarna eða stjörnuþoka sem haldast saman vegna innbyrgðis aðdráttarafls
Hugtök í stjörnufræði • Svarthol Örlítið rými í geimnum sem er troðið með gríðarlegu magni efnis. Aðdráttarafl svarthols er svo mikið að ekkert sleppur frá því, ekki einu sinni ljós. • Dulstirni Afar skær stjarna, kjarni stjörnuþoku sem lýsir hana upp. Gefa oftast frá sér útvarpsbylgjur. • Tvístirni Tvær stjörnur sem eru á braut hvor um aðra (helmingur stjarna á festingunni) • Myrkvastjarna Önnur stjarna í tvístirni er “dökk”, og myrkvar hina frá jörð þegar hún gengur fyrir hana.