90 likes | 241 Vues
Notendastýrð persónuleg aðstoð, hafa aðstandendur þar hlutverk?. Foreldrar hafa hlutverk í lífi barna sinna. Foreldrar barna með fötlun hafa alltaf aukið hlutverk í lífi barna sinna óháð þjónustuúrræðum Til að sinna því þurfa þeir stuðning samfélagsins í samræmi við óskir og þarfir.
E N D
Notendastýrð persónuleg aðstoð, hafa aðstandendur þar hlutverk?
Foreldrar hafa hlutverk í lífi barna sinna. Foreldrar barna með fötlun hafa alltaf aukið hlutverk í lífi barna sinna óháð þjónustuúrræðum Til að sinna því þurfa þeir stuðning samfélagsins í samræmi við óskir og þarfir
Með tilkomu NPA aukast valmöguleikarnir NPA fyrir fötluð börn og ungmenni er í rauninni þjónusta við alla fjölskylduna Foreldrar eru í verkstjórnarhluverki í NPA hjá fötluðum börnum sínum undir 18 ára Foreldrar bera ábyrgð á framkvæmd NPA fyrir barnið sitt
NPA hjá yngri börnum er alltaf fyrst og fremst stýrt af foreldrum með hagsmuni barnsins að leiðarljósi Foreldrar þurfa smátt og smátt að „ala“ barnið upp til að verða sjálft verkstjóri eða stjórnandi með aðstoð talsmanns Barnið fer að stýra meira sjálft á unglinsárum en foreldar hafa áfram hlutverk og ábyrgð
Við 18 ára aldur tekur einstaklingurinn sjálfur við ábyrgð og verkstjórnarhlutverki í NPA. Samningurinn færist af nafni foreldra og á nafn einstaklingsins Ef einstaklingur er ekki fær um að vera sjálfur verkstjóri í NPA þarf hann talsmann til að sinna því hlutverki Oftast foreldrar eða aðrir aðstandendur t.d. systkini.
Það er sama hvaða þjónustuúrræði fatlaður einstaklingur velur sér til framtíðar – aðstandendur hafa þar alltaf hlutverk Formlegu hlutverki ALLRA foreldra líkur við 18 ára aldur en þar með er ekki sagt að þeir hætti að hafa hlutverk Foreldrar/aðstandendur geta haft formlegt hlutverk eftir 18 ára ef þörf er á persónulegum talsmanni til að verkstýra.
Hlutverki aðstandenda í lífi einstaklings líkur aldrei Að vera aðstandandi fatlaðs einstaklings er oft meira krefjandi en ella og hlutverkið stundum flóknara og fjölbreyttara en hjá ófötluðum. Að vera aðstandandi einstaklings með NPA getur haft í för með sér að þú þurfir að vera á „bakvakt“ ef öll önnur úrræði klikka en það á líka við um önnur úrræði.
Aðstandendur hafa hlutverk Þegar öllu er á botninn hvolft hafa aðstandendur hlutverk í lífi einstaklinga hvort sem þeir eru NPA notendur eða ekki. Það þarf að gæta þess að foreldrar sem kjósa NPA fái þann stuðning sem þeir þurfa við uppeldishlutverkið NPA er fyrst og fremst nýr valkostur en ekki svar við öllu. Við þurfum að sýna umburðarlyndi og gefa fólki svigrúm til að velja það þjónustuúrræði sem það telur henta. Það má skipta um skoðun!