1 / 13

24. Kafli: Þroski

24. Kafli: Þroski. LOL 203: Guðrún Narfadóttir. Þroskun líkamans. Líkaminn tekur breytingum svo lengi sem hann lifir Þroskunarlíffærafræði (developmental anatomy) fjallar um breytingar líkamans frá frjóvgun til fullorðinsára Fósturfræði (embryology) fjallar um fósturþroskann fyrstu 8 vikurnar

winola
Télécharger la présentation

24. Kafli: Þroski

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 24. Kafli: Þroski LOL 203: Guðrún Narfadóttir

  2. Þroskun líkamans • Líkaminn tekur breytingum svo lengi sem hann lifir • Þroskunarlíffærafræði (developmental anatomy) fjallar um breytingar líkamans frá frjóvgun til fullorðinsára • Fósturfræði (embryology) fjallar um fósturþroskann fyrstu 8 vikurnar • Prenatal skeið er fyrir fæðingu • Fósturvísir (embryo) : vika 0 - 8 • Fóstur (fetus): vika 9 – fæðing • Postnatal skeið tekur við eftir fæðingu

  3. Frjóvgun • Við frjóvgun renna einlitna kjarnar eggs og sáðfrumu saman og mynda tvílitna okfrumu (zygote) • Frjóvgun verður oftast í eggjaleiðurum 12–24 klst. eftir egglos • Konan er frjó tveim sólarhringum fyrir og einum sólarhring eftir egglos (sáðfrumur lifa 48 klst. í leggöngum og eggið í 24 klst. eftir egglos) • Áður en sáðfruman kemst að egginu verður hún að fara í gegnum tvö lög: (fig. 24.1) • corona radiata (nokkur frumulög sem umlykja eggið) og • zona pellucida (glycoprótein utan við frumuhimnu) • Eftir að himnur egg- og sáðfrumu hafa runnið saman er aðgengi annarra sáðfrumna hindrað eggið lýkur við meiósu II

  4. Myndun kímblöðru (blastula) • Okfruman skiptist í tvennt 24 klst. eftir frjóvgun • Áframhaldandi frumuskiptingar mynda mórúlu sem ferðast niður eggjaleiðarann • Mórúla er frumumassi umlukinn zona pellucida • Á 4.-5. degi hefur kímblaðran (blastula) myndast • Kímblaðran er gerð úr (fig. 24.2) • Ytri næringarhýðisfrumum (trophoblasts) • Innri frumumassa • Kímblöðruholi (blastocyst cavity)

  5. Bólfestan (implantation) • Kímblaðran er laus í leginu í 1-2 daga og nærist á vökva sem kemur frá slímukirtlum • Zona pellucide eyðist • Kímblaðran stækkar • Á 6. degi eftir frjóvgun losa næringar-hýðisfrumur ensím sem festa kímblöðruna við legvegginn • Næringarhýðisfrumur (trophoblastar) seyta hCG hormóni sem viðheldur gulbúinu • Fylgjan, sem mun síðar sjá fóstrinum fyrir næringu, þroskast milli innri frumumassans og legslímunnar

  6. Myndun líffæra • Á 8. degi eftir frjóvgun hafa frumur í innri frumumassa myndað líknarbelg með líknarbelgsholi sem umlykur frumumassann • Innri frumumassi breytist í fósturdisk úr tveim lögum (fig 24.5) • Útlag (næst líknarbelgsholi) • Innlag (næst kímblöðruholi) • Frumur í innlagi skiptast og blómbelgur (yolk sac) myndast á 12. degi • Næringarhýðisfrumur skipta sér og verða að utanfósturs miðlagi sem fyllir rýmið milli trophoblasta og blómbelgs • Í því myndast utanfósturshol sem þroskast í framhol líkamans

  7. Myndun líffæra frh. • Í upphafi 3. viku bætist við fósturmiðlag milli útlags og innlags fósturdisksins og holfóstur (gastrula) myndast • Eftir því sem fóstrið þroskast sérhæfist • innlag í þekju meltingarvegs, öndunarvegs og nokkurra annarra líffæra • miðlag í vöðva, bein og annan stoðvef auk lífhimnu • útlag í epidermis húðarinnar og taugakerfið

  8. Utanfósturhimnur • Blómbelgur (yolk sac) • Myndar fósturblóð • Inniheldur frumur sem flytjast í kynkirtla og þroskast í eggmóður- og sáðmóðurfrumur • Verður óvirkur hluti naflastrengs • Líknarbelgur (amnion) • Myndast á 8. degi • Vökvafylltur poki sem umlykur fósturvísi og fóstur • Vökvinn myndast úr blóði móður og þvagi frá fóstri • Er höggdeyfir, temprar hitasveiflur og heldur fóstrinu lausu frá nærliggjandi vefjum

  9. Utanfósturhimnur frh. • Æðbelgur (chorion) • Myndast út frá næringarhýðisfrumum og utanfóstursmiðlagi • Þroskast í fósturhluta fylgjunnar • Myndar hormónið hCG • Sameinast líknarbelg í lok meðgöngu • Þvagbelgur (allantois) • Smávaxin æðarík útpokun úr endagörn • Myndar fósturblóð • Verður hluti naflastrengs

  10. Fylgja (placenta) • Þroskast á 3. mánuði meðgöngu út frá æðbelg fósturs og legslímu móður • Hlutverk fylgju • Sér um flæði á súrefni og næringarefnum frá móðurblóði til fósturblóðs og flæði á koltvísýringi og úrgangsefnum úr fósturblóði til móðurblóðs • Geymir næringarefni og steinefni • Myndar hormón • Hindrar flæði ákveðinna efna milli móður og fósturs • Mekanísk vernd

  11. Naflastrengur • Totur úr æðbelg vaxa inn í legslímuna • Toturnar, sem innihalda háræðar með fósturblóði, eru umluktar háræðastokkum með móðurblóði • Súrefni og næringarefni flæða inn í háræðar totnanna sem sameinast og mynda eina naflabláæð • Úrgangsefni fara frá fóstrinu eftir tveim naflaslagæðum og flæða yfir í háræðastokka fylgjunnar

  12. Hormón á meðgöngu • Estrógen- og prógesterón • Styrkur beggja hormóna er hár á meðgöngu • Viðhalda legslímunni og undirbúa brjóstin fyrir mjólkurmyndun • Mynduð af gulbúi fyrstu 3 mán. og síðan af fylgju • hCG (human chorion gonadotropin) • Myndað af næringarhýðisfrumum • Örvar gulbúið til að mynda estrógen og prógesterón fyrstu 3 mán. meðgöngu • Kemur fram í þvagprufu strax á 9. degi eftir frjóvgun (jákvætt þungunarpróf) • hCG toppar á 9. viku og fellur skyndilega á 4.mán. • Morgunógleði er talin vera orsök hCG og prógesteróns

  13. Hormón á meðgöngu frh. • Relaxín • Myndað af gulbúi og síðar af fylgju • Eykur liðleika liðamóta í mjaðmargrind og slakar á leghálsi • hCS (human somatomammotropín) • Myndað af fósturhluta fylgjunnar • Undirbýr m.a. brjóst fyrir mjólkurmyndun • CRH (corticotropin releasing hormone) • gegnir hlutverki við tímasetningu fæðingar og við þroskun lungna fóstursins

More Related