1 / 12

Forvarnir meðal aldraðra í Efra-Breiðholti

Forvarnir meðal aldraðra í Efra-Breiðholti. Rannsókn árin 2006 og 2007. Inngangur. Íslendingum 65 ára og eldri mun fjölga um rúmlega helming á næstu 25 árum samkvæmt spá Hagstofu Íslands.

zalika
Télécharger la présentation

Forvarnir meðal aldraðra í Efra-Breiðholti

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Forvarnir meðal aldraðra í Efra-Breiðholti Rannsókn árin 2006 og 2007 ­Þórður G. Ólafsson

  2. Inngangur • Íslendingum 65 ára og eldri mun fjölga um rúmlega helming á næstu 25 árum samkvæmt spá Hagstofu Íslands. • Það verður því ærið viðfangsefni einstaklinganna sjálfra og samfélagsins í heild að stuðla að því að sem flestir viðhaldi andlegri og líkamlegri heilsu sinni sem lengst og best. • Heilsugæslan er veigamikill hlekkur í slíkum forvörnum og læknisfræðilegum úrræðum. ­Þórður G. Ólafsson

  3. Tilgangur • Að leggja mat á árangur heilsuverndar meðal aldraðra á upptökusvæði Hgst. Efra-Breiðholti, með tilliti til greindra vandamála, úrlausna og aldurs þátttakenda. • Að þróa hagnýta vinnuaðferð til athugunar á heilsuvanda aldraðra. • Auka þverfaglega samvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga við lausn vandamála. ­Þórður G. Ólafsson

  4. Efniviður og aðferðir • Í Efra-Breiðholti búa um 9000 manns. • Fjórum árgöngum aldraðra á svæðinu, alls 148 manns (74 konum og 74 körlum) 75 og 80 ára á árinu 2006 og 2007, var boðin þátttaka í heilsufarsathugun með viðtali við hjúkrunarfræðing á stöðinni. • Tilboðinu var fylgt eftir með símtali (54%). • Hannað var staðlað eyðublað (forvarnablað) í þessu skyni ásamt úrlausnarblaði. ­Þórður G. Ólafsson

  5. Forvarnablað og viðmið • Blóðþrýst. hærri en 150/95 • Púls óreglulegur • Ekki árleg influensubólusetning • Ekki lungnab. bólusetn. sl. 5 ár • Reykir • Aldrei hætt að reykja • Tekur sex lyf eða fleiri • Dottið x2 eða oftar sl. 12 mán. • Brotnað á sl. 12 mán • Stenst ekki göngupróf á 16 sek • Getur ekki gert erfið verk innanhúss • Getur ekki farið ein(n) að versla • Getur ekki baðað sig án aðstoðar • Á erfitt með að horfa á sjónvarp/lesa • Stenst ekki sjónpróf   • Stenst ekki heyrnarpróf   • Misst 5 kg á sl 6 mán eða undir 45,5 kg   • BMI yfir 30   • Man ekki 3 hluti eftir 1 mín.   • Misst þvag sl 12 mán   • Misst þvag x5-6 sl 12 mán   • Oft einmana   • Hefur ekki áhugamál   • Fær ekki aðstoð frá ættingjum/vinum   • Fjárhagsvandi   • Maki þarf stuðning v veikinda   • Oft dapur/döpur eða þunglynd(ur)   • Eitthvað annað vandamál?   ­Þórður G. Ólafsson

  6. Úrlausnablað • 1. Ráðleggingar og útskýringar (almennar, endurkoma, hvatning) • 2. Nánari athugun hjá hjúkrunarfræðingi • 3. Boðin nánari athugun/eftirlit- sjúklingur afþakkar • 4. Samráð við heimilislækni • 5. Rætt við nánustu ættingja eða maka • 6. Tilvísun til heimilislæknis • 7. Tilvísun til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana • 8. Vísað á heimahjúkrun (til í Sögu: heimahjúkrun) • 9. Vísað á iðjuþjálfa (HH) • 10. Vísað á geðteymi (HH) • 11. Vísað á Félagsþjónustuna, annað en heimilishjálp • 12. Vísað á heimilishjálp Félagsþjónustunnar • 13. Vísað á þjónustu sjálfboðaliðasamtaka • 14. Vísað á HTÍ • 15. Vísað á Sjónstöð Íslands • 16. Vísað á augnlækni • 17. Vísað á bráðamóttöku • 18. Ráðl beinþéttnimæling • 19. Ráðl félagsstarf aldraðra (td Gerðuberg)   • 20. Ráðl hjálpartæki       • 21. Ráðl fótaðgerðafræðingur/fótsnyrting   • 22. Ráðl hætta reykingum       • 23. Heilbrigðisfræðsla (næring, hreyfing, reykingar, virkni, hvatning) • 24. Spurningalisti varðandi næringu     • 25. Spurningalisti varðandi heyrn     • 26. Spurningalisti varðandi þvagleka     • 27. Þvaglátaskráning       • 28. Þvagræktun         • 29. Almenn þvagrannsókn       • 30. Grindarbotnsæfingar       • 31. Ónæmisaðgerð       • 32. MMSE         • 33. GDS (geriatric depr. scale)     • 34. Spirometria         • 35. Mældur blóðþrýstingur       • 36. Tekið hjartalínurit       • 37. Annað       ­Þórður G. Ólafsson

  7. Helstu niðurstöður • Í viðtal komu 89 (60%) manns og voru fjörutíu af hundraði úr hópi áttræðra. • Símaspurningum svöruðu 30 (20%). ­Þórður G. Ólafsson

  8. Helstu niðurstöður • Blóðþrýstingur var yfir 140/90 hjá 62% þátttakenda. • Fjölmargir höfðu ekki farið að ráðleggingum Landlæknis um bólusetningar gegn inflúensu eða lungnabólgu. • Heyrnarskerðing og offita voru hjá um þriðjungi þátttakenda. • Þá voru einmannaleiki, skortur á áhugamálum og erfiðleikar með fjármál nokkuð algeng hjá 75 ára hópnum eða hjá 18-24%. ­Þórður G. Ólafsson

  9. Helstu niðurstöður • Líkmaleg færni samkvæmt viðmiðum okkar virtist í góðu lagi hjá 75 ára hópnum en var farin að minnka hjá áttræðum eins og búast mátti við. • Í rannsókninni voru 21% kvennanna með þvagleka og var hann meira áberandi hjá 75 ára hópnum • Hjá alls 87 einstaklingum af 89 leiddi forvarnaviðtalið til tilboðs um nánari athugun og íhlutun, ýmist í viðtalinu sjálfu eða í öðru viðtali síðar. • Að meðaltali voru vandamálin fjögur hjá hverjum einstaklingi. ­Þórður G. Ólafsson

  10. Helstu niðurstöður • 30 manns (34%) þáðu boð um nánari athugun hjá hjúkrunarfræðingi en 12 (13%) afþökkuðu. • Í annað viðtal hjá hjúkrunarfræðingi skiluðu sér aðeins 18 manns af 30. • Tæpum 40% (34 af 89) var vísað til heimilislæknis vegna jákvæðrar skimunar. • Í viðtal af einhverju tagi var vísað áfram 62 manns (70%). • Bólusetningu fengu 25%. • Hækkuðum blóðþrýstingi var fylgt eftir hjá 11%. ­Þórður G. Ólafsson

  11. Ályktanir • Í þessari rannsókn var leitast við að finna leiðir til þess að styðja og styrkja eldri einstaklinga til að viðhalda andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði samkvæmt stefnu Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. • Miðað við gagnreynda læknisfræði og skilmerki klínískra leiðbeininga benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að heilsugæslan geti tekið virkan þátt í því að efla forvarnir meðal aldraðra. • Bæta þarf rafræna sjúkraskrárkerfið með tilliti til forvarnaathugana og yfirsýnar. • Til þess að ná settum markmiðum er æskilegt að ná þverfaglegri samvinnu eldri borgara, heimilislækna, hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks. ­Þórður G. Ólafsson

  12. Takk fyrir ­Þórður G. Ólafsson

More Related