1 / 58

Heilsuvernd barna

Heilsuvernd barna. Katrín Davíðsdóttir barnalæknir Þroska- og hegðunarstöð Nám í barnasjúkdómafræðum 7. Mars 2011. Heilsuvernd barna. Sagan Hlutverk og markmið ung- og smábarnaverndar og skólaheilsugæslu Sérstök verkefni Þroska- og hegðunarstöð. Ung- og smábarnavernd sögulegt yfirlit.

dorie
Télécharger la présentation

Heilsuvernd barna

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Heilsuvernd barna Katrín Davíðsdóttir barnalæknir Þroska- og hegðunarstöð Nám í barnasjúkdómafræðum 7. Mars 2011

  2. Heilsuvernd barna • Sagan • Hlutverk og markmið ung- og smábarnaverndar og skólaheilsugæslu • Sérstök verkefni • Þroska- og hegðunarstöð

  3. Ung- og smábarnaverndsögulegt yfirlit • 1909 Skólaeftirlit, síðar skólaheilsugæsla í Rvk • 1927 Upphaf ungbarnaverndar í Rvk • Hjúkrunarfélagið Líkn, Katrín Thoroddsen • 1950 Lög um ónæmisaðgerðir • 1953 Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur • 1973 Lög um heilsugæslustöðvar • 2000 Miðstöð heilsuverndar barna (MHB) • 2009 Þróunarstofa Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins

  4. MHB – nú Þróunarstofa HH hlutverk • Faglegur bakhjarl við heilsugæsluna um heilsuvernd barna • Þróun og samræming á þjónustu í ung- og smábarnavernd og í skólaheilsugæslu • Fagleg stefnumótun um heilsuvernd barna í samvinnu við Landlæknisembættið • Rannsóknir, kennsla, útgáfa fræðsluefnis, söfnun upplýsinga • Miðlæg þjónusta um ýmis sérverkefni • Sérhæfð ung- og smábarnavernd • Eftirfylgd lítilla fyrirbura

  5. Hjúkrunarfélagið Líkn

  6. Heilsuverndarstöðin

  7. 400 350 300 Ungbarnadauði 250 Nýburadauði Dauðsföll (‰) 200 150 100 50 0 Ártal (10-ára tímabil) Ungbarnadauði á Íslandi1771-2000 Sex prestaköll

  8. 16-17 ára (9499) 0-5 ára (26229) 12-15 ára (18468) 80188 6-11 ára (25992) Börn á Íslandi eftir aldurshóp1. janúar 2008 Heimild: Hagstofa Íslands

  9. Ung- og smábarnavernd tilgangur og markmið • Fylgjast reglulega með heilsu og þroska barna, líkamlegum andlegum og félagslegum, frá fæðingu til skólaaldurs. • Styðja við fjölskylduna og stuðla að því að börnum séu búin bestu möguleg uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma. • Finna frávik hvað varðar heilsufar, þroska, hegðun o.fl. og hlutast til um úrræði. • Góð samvinna foreldra, lækna, hjúkrunarfræðinga og annars fagfólks er mikilvæg.

  10. Kostir ung- og smábarnaverndar • Getur skapað jákvæð tengsl fjölskyldna við heilbrigðiskerfið • Gefur tækifæri til fræðslu og leiðsagnar fyrir foreldra við ákveðinn lykilaldur, t.d. slysavarnir og reykingar foreldra • Er sveigjanlegt kerfi eftirlits og ráðgjafar • Minnkar hættu á að vissar fjölskyldur í þörf fyrir þjónustu gleymist • Skapar ramma utan um bólusetningar

  11. Ung- og smábarnaverndhefðbundin verksvið • Vöxtur og næring • Þroski og hegðun • Ónæmisaðgerðir • Finna frávik (líkamleg, þroski, hegðun, félagsleg), koma vandamálum í farveg og fylgja þeim eftir. • Fræðsla og leiðbeiningar. • Slysavarnir. • Rannsóknir • Smálækningar

  12. Aldur Hjúkr.fr. Læknir Bólusetn. Fræðsla <6 vikur Heimavitjanir Stuðningur 6 vikna 9 vikna Heimavitjun Þroskamat 3 mán DTaP,Hib,IPV Sjón 5 mán DTaP,Hib,IPV 6 mán Heyrn 8 mán 10 mán Málþroski 12 mán DTaP,Hib,IPV Hreyfiþroski MMR 18 mán 2 1/2 árs Hegðun dTaP 4 ára Ung- og smábarnavernd MnC MnC

  13. Skólaheilsugæsla • Fer fram í skólum • Skólahjúkrunarfræðingar og læknar • Skimanir • Hæð, þyngd (6, 9 og 12 ára) • Sjón (6, 9, 12 og 14 ára) • Heyrn (6 ára) • Bólusetningar • MMR 12 ára, • barnaveiki, kíkhósti, stífkrampi og mænusótt 14 ára • Fræðsla og forvarnarstarf • 6H heilsunnar • Skráning - Ísskrá

  14. Heilsuvernd barna • Handbók um ung- og smábarnavernd • Handbók um skólahjúkrun • www.heilsugaeslan.is • www.landlaeknir.is • www.6h.is • www.lydheilsustod.is • www.forvarnarhusid.is

  15. Vöxtur • Vaxtarlínurit • þyngd/lengd/höfuðummál • Þumalfingurregla um frávik í lengd og þyngd: • Fyrsta aldursárið • 1 SF á 3 mán • Eftir annað aldursárið • ½ SF á einu ári

  16. Næring ungbarna • Brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina (eingöngu) • Þurrmjólk (ef ekki bm) fyrsta árið • Föst fæða, grautar, mauk frá (4-) 6 mán. aldri • Stoðmjólk/mjólkurafurðir, frá 6 mán. aldri • OBS! Járnþörf og D- vítamínþörf • OBS! Ofnæmi

  17. Ónæmisaðgerðir • Verja einstaklinginn • Verja þjóðfélagið - hjarðónæmi • Þátttaka allra mikilvæg - þekjun • Grunnbólusetning • Styrking (booster) • Hvernig gefið • Frábendingar

  18. Nálar og stungur Í vöðva eða djúpt undir húð: minnst 5/8” (25G)

  19. Infanrix Polio Hib Barnaveiki, stífkrampi, kikhósti, Haemophilus influensae hjúpgerð b og mænusótt • Aldur • 3, 5 og 12 mánaða • Framkvæmd • 0,5 ml djúpt í vöðva

  20. BoostrixBarnaveiki, stífkrampi og kikhósti • Aldur • 4 ára • Framkvæmd • 0,5 ml djúpt í vöðva

  21. Boostrix-polioBarnaveiki, stífkrampi,kikhósti og mænusótt • Aldur • 14 ára • Framkvæmd • 0,5 ml djúpt í vöðva

  22. NeisVac-CHeilahimnuhimnubólga vegna meningokokka af gerð C • Aldur • 6 og 8 mán • Framkvæmd • 0,5 ml í vöðva

  23. MMR/PriorixMislingar, hettusótt og rauðir hundar • Aldur • 18 mánaða og 12 ára • Framkvæmd • 0,5 ml djúpt undir húð

  24. Kikhósti • 1927: Í fyrsta sinn reynd bólusetning með bóluefni framleitt á Rannsóknarstofu Háskólans • 1950: Lög um ónæmisaðgerðir (nr. 36/1950). Ungbörnum boðin bólusetning gegn kikhósta • 1959 almennar bólusetningar hefjast • 2000 tekið upp acellulert bóluefni í stað whole cell • 2000 ákveðið að endurbóluetja 5 ára börn 1950 1959

  25. Barnaveiki • Bólusetning reynd í fyrsta sinn árið 1935. Talin hafa komið í veg fyrir faraldur • 1950: Lög um ónæmisaðgerðir (nr. 36/1950). Ungbörnum boðin bólusetning gegn barnaveiki 1935

  26. Mænusótt /lömunarveiki • 1956 Bólusetning gegn mænusótt hafin • 1960 Síðustu mænusóttartilfellin með lömunum greind á Íslandi • 1963 Síðasta mænusóttartilfellið greint á Íslandi (erlent barn) 1956

  27. Mislingar Stílfært frá ARI News, No. 28, April-July 1994

  28. Mislingar • Bólusetningar gegn mislingum hefjast á Íslandi upp úr 1960 • 1976 Bólusetningin tekin upp við 2 ára aldur • 1989 Bólusetning tekin upp með bólusetningu gegn rauðum hundum og hettusótt við 18 mánaða aldur • 1994 Ákveðið að endurbólusetja við 9 ára aldur • 2001 Endurbólusetning 12 ára 1976

  29. Hettusótt • 1989 Bólusetning hafin meðal 18 mánaða gamall barna (ásamt bólusetningu gegn mislingum og rauðum hundum) • 1994 Endurbólusetning 9 ára barna • 2001 Endurbólusetning 12 ára 1989

  30. Rauðir Hundar • 1979 Bólusetning hafin meðal næmra 12 ára stúlkna • 1989 Bólusetning hafin meðal 18 mánaða gamall barna (ásamt bólusetningu gegn mislingum og hettusótt) • 1994 Endurbólusetning 9 ára barna • 2001 Endurbólusetning 12 ára 1979 1989

  31. Þróun bólusetninga ogvaxandi áhyggjur um öryggi þeirra Frá RT Chen, CDC, Atlanta, USA

  32. Sérstök verkefni á Þróunarstofu • Eftirfylgd lítilla fyrirbura • Meðgöngulengd < 32 vikur • Fæðingarþyngd < 1500 g • Langtímaeftirfylgd í samvinnu við lækna og hjúkrunarfræðinga vökudeildar og við lækna og hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd heilsugæslunnar

  33. Sérstök verkefni (frh) • Brjóstagjafaráðgjöf • Stuðningur við foreldra með skerta greind • Sérsniðið fræðsluefni • Stuðningur við mæður með vanlíðan, þunglyndi eða annan vanda • Aðrir hópar með sérstakar þarfir

  34. Forvarnir sjúkdóma • Fyrsta stigs forvarnir • minnka fjölda nýrra sjúkdómstilfella, þ.e.a.s. nýgengi • t.d. bólusetningar, slysavarnir og varnir gegn barnaofbeldi • Annars stigs forvarnir • minnka algengi á sjúkdómi með því að minnka sjúkdómslengd og áhrif þeirra með því að greina sjúkdóminn snemma og fljótt gefa góða meðferð

  35. Skilgreining á skimun Kerfisbundin athugun eða rannsókn á einstaklingum sem ekki hafa sótt sér læknishjálpar vegna einkenna frá þeim sjúkdómi sem skimað er fyrir. Framkvæmd til að finna einstaklinga í áhættuhópi fyrir ákveðinn sjúkdóm svo frekari rannsókn geti farið fram og meðferð og forvörnum komið við

  36. Skimun íung- og smábarnavernd • Meðfæddir sjúkdómar • td. hjartagallar, mjaðmaliðhlaup, launeista • Vöxtur barna • td. þyngd (vanþrif/offita), höfuðummál, lengd • Sjón og heyrn • Þroski • td. seinn mál- eða hreyfiþroski, einhverfa, ADHD

  37. Þroskafrávik • Þegar einhver röskun veldur því að þroski barns fer ekki eftir „eðlilegum“ brautum miðað við það sem er þekkt (norm) • Frávikin valda því að barnið nær ekki þroskaáföngum, færni eða hegðunarþáttum á sama aldri og önnur börn, (á sama hátt, með sama hraða og sömu aðferðum)

  38. Þroska- og hegðunarstöð HH • Greiningarteymi barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur (1998) • Þroska- og hegðunarsvið MHB (2000) • Þroska- og hegðunarstöð (2009) • http://www.heilsugaeslan.is/throskaoghegdunarstod

  39. Þroska- og hegðunarstöð • Greiningarteymi myndað haustið 1998 • Þverfaglegt teymi um þroska barna • barnalæknar, sálfræðingar, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi (talmeinafræðingur) • gagnkvæmt og mikið upplýsingaflæði • samstarfsvilji, sveigjanleiki og traust • sameiginleg ákvarðanataka

  40. Þroska- og hegðunarstöðhlutverk • Greining þroska- og hegðunarfrávika • Nánari greining vegna ADHD og skyldra raskana • Ráðgjöf, fræðsla, meðferð • Sérhæfð námskeið fyrir foreldra og börn • Námskeið og kennsla fyrir fagfólk

  41. 1. stig Frávik? Skimun fyrir öll börn í ung- og smábarna- vernd Frum- greining Nánari greining Úrræði, þjálfun Eðlilegur þroski Skimun–greining-meðferð 2. stig 3. stig

  42. Af hverju greining? • Inngrip snemma draga úr alvarleika meðfæddra raskana (1. stigs fötlun) • Minnka líkur á þróun viðbótarerfiðleika (2. stigs fötlun) • Jafna aðstöðu foreldra og barna, óháð búsetu og atgerfi og tekur tillit til þarfa fjölskyldunnar • Miðar að auknum lífsgæðum

More Related