1 / 16

Samræmt könnunarpróf

Samræmt könnunarpróf. Íslenska 26. september 2013 Stafsetning. Um n/ nn í lýsingarorðum. Lýsingarorð sem enda á in/inn: Þar eru jafnmörg n og í greininum. Dæmi. Ég sá lítinn fugl (tvö n: kk.et.þf . (ég sá hinn góða fugl/ég sá fuglinn minn).

favian
Télécharger la présentation

Samræmt könnunarpróf

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Samræmt könnunarpróf Íslenska 26. september 2013 Stafsetning

  2. Um n/nn í lýsingarorðum • Lýsingarorð sem enda á in/inn: Þar eru jafnmörg n og í greininum. Dæmi. Ég sá lítinn fugl (tvö • n: kk.et.þf. (ég sá hinn góða fugl/ég sá fuglinn minn). • Lýsingarorð sem enda á -an: alltaf eitt n: Dæmi Góðan daginn. • Spurning: Hvers vegna er eitt n í vondan en tvö í úldinn í setningunni: Rebbi át vondan, • úldinn fisk. • Svar: vondan er lýsingarorð sem endar á -an: alltaf eitt n. En úldinn er lýsingarorð sem endar • á -in/-inn og lagar sig í fjölda n-a að greininum: fiskinn minn/hinn úldna fisk. • Æfing: Ég sá svartan hund og lítinn grís.

  3. Um n/nn í kvenkyns nafnorðum • Aðalregla: Kvenkynsnafnorð eru með einu n-i (þau eru leidd af sögnum): huggun (af hugga); • menntun (af mennta). • Spurning: hvers vegna er eitt n í huggun en tvö n í hygginn í setningunni: Hygginn maður • veitti henni huggun. • Svar: Orðið huggun er kvenkynsnafnorð (leitt af sögninni hugga) og því með einu n-i. En • hygginn er lýsingarorð sem endará in/inn og stendur hér í kk.et.nf. Lýsingarorð sem enda á • in/inn laga sig í fjölda n-a að greininum (hinn hyggni maður/maðurinn minn).

  4. Frh. Um n/nn í kvenkyns nafnorðum • Spurning: hvenær er hyggin(n) með einu n-i og hvenær er það með tveimur n-um? • Svar: það fer eftir því í hvaða kyni, tölu og falli orðið stendur. Það lagar sig að fjölda n-a að • greininum (muna líka minn/mín-regluna).

  5. Um n/nn í karlkynsnafnorðum • Karlkynsnafnorð sem enda á -inn, -ann og -unn hafa tvö n í nefnifalli og eitt í þolfalli. • Dæmi: Þórarinn horfði á heiðan himininn. • Spurning: Hvers vegna eru tvö n í Þórarinn? • Svar: Af því að orðið stendur hér í nefnifalli. • Spurning: Hvers vegna eru þrjú n í himininn? • Svar: Seinni tvö n-in sýna greininn sem hér er í kk.et.þf. (á hinn bláa himin; himininn minn). • En fyrsta n-ið tengist því að þetta karlkynsnafnorð stendur í þolfalli. • Undantekning. Sum karlkynsnöfn eru skrifuð með einu n-i í nefnifalli: Kjartan, Natan, Kjaran • og Kvaran.

  6. Um hv- og kv-. • Tiltölulega fáir Íslendingar (þeir búa á Suður- og Suðausturlandi) gera greinarmun á hv- og kví • framburði. En í stafsetningu þurfa allir að greina hér á milli. • Spurnarorð byrja gjarnan á hv. • Dæmi: Hvaða bóndi kvað rímur á skemmtuninni? • Spurning: Hvers vegna er orðið kvað í setningunni hér að ofan skrifað með kv-? • Svar: Af því að orðið tengist sögninni að kveða og nafnorðinu kvæði (alls ekki um spurnarorð • að ræða). • Leggjum á minnið algeng orð sem skrifuð eru með hv: hvalur, hvammur, hvítur, hver • (goshver), hver (spurnarorð), hvaða, hvílíkur, í hvívetna.

  7. Um j • Best er að muna regluna um að j er milli g eða k annars vegar og a eða u hins vegar ef j • heyrist í framburði: ánægja/ ánægju; krækja/ krækju. • Skólavefurinn | Vanda málið | Upprifjun 4 • Svo þarf að muna að j á eftir g eða k ef i fer á eftir: segi/ þegi/ kræki/ nægi. • Spurning: Hvers vegna er ekki j í segi og kræki? • Svar: Af því að i fer á eftir. • Svipuð er reglan um j á eftir ý: Skrifað er j milli ý annars vegar og a og u hins vegar ef j heyrist • í framburði: nýjan/ nýjum/ hlýjan/ hlýjum.

  8. Frh. Um J • En ef i fer á eftir er ekki skrifað j: nýi/ hlýi/ skýi/ dýi. • Æfing: Dýin dúa. Ég er á nýjum buxum. Nýi bíllinn er í eigu Guðnýjar. Nýja Ísland er í Kanada. • Ég segi alltaf satt en þeir segja ekki sannleikann.

  9. Um y og i • Ef u, jó, jú eða au er í skyldum orðum má búast við y, ý eða ey. Dæmi: Þynnri (skylt þunnur); • skyggja (skylt skuggi); mér sýnist (skylt sjón); flýgur (skylt fljúga); reykur (skylt rauk). • Mikilvæg regla: ef í, ei eða i finnast í skyldum orðum er skrifað einfalt i. Dæmi skína (sbr. • skein, skinum); bíða (sbr. beið, biðum); andlit (skylt líta, leit); bit (skylt bíta, beit); slit (skylt • slíta, sleit). • Dæmi: Sólin skein inn í hjólhýsið.

  10. Frh. Um y og i • Spurning: hvers vegana er einfalt ei í skein og ý í hjólhýsið. • Svar: Af því að i og í finnast í orðum sem eru skyld orðinu skein. Og orðið hýsi er skylt orðinu • hús. • Mötuneytið (skylt njóta – naut) er í eystra (skylt austur) húsinu. Þeir nýta (skylt njóta) sér ytri • (skylt utar) skálann. Ég leit (skylt líta, leit) út á eyrina (skylt aur). Hann sleit (skylt slíta, slit) • snærið. Mýsnar (skylt mús) angruðu kýrnar (skylt kú). Ég lýsti (skylt ljós) upp skálann.

  11. Frh. Um y og i • Mikilvæg regla: Ef ja eða jö finnst í skyldu orði (klofning) er skrifað einfalt i. • Dæmi: firði (skylt fjörður/fjarðar); kili (skylt kjölur/kjalar); hirti (skylt hjörtur/hjartar); birni • (skylt björn/bjarnar; stirna (so), tvístirni (skylt stjarna/stjörnu) Nirði (skylt Njörður/Njarðar). • Æfing: • Fleytan (skylt flaut) lá á firðinum. Fiðrið (skylt fjöður) var notað í koddann. Hirti (skylt hjörtur) • var kalt. Birnan (skylt björn) lá í leyni (skylt laun/launung).

  12. Um sérhljóða á undan ng og nk • Aðalregla: Skrifum grannan sérhljóða á undan ng og nk. • Skólavefurinn | Vanda málið | Upprifjun 5 • Dæmi: langur gangur (sumir Vestfirðingar bera þetta fram með a-hljóði); svangi Mangi; langi • tangi; vettvangur, fang; hanki, banki, Ranka, söngur, löng, drengir, lengi, langatöng. • Undantekningar: kóngur, Steinka (af Steinunn) og örfá önnur orð. • Æfing: Eftir strangan vetur sem lengi var að líða fór loks að lifna yfir Manga og Möngu.

  13. Samhljóðar sem heyrast illa • Orð eins og skerpt og eflt eru erfið í stafsetningu af því að framburðurinn hjálpar okkur ekki. • Þá er best að leita að skyldum orðum eins og skerpa og efla. • Fleiri dæmi: ég hef skyggnst um (skylt skyggnast); við þörfnumst þess (skylt þarfnast); ég hef • teflt illa (tefla); það skefldi yfir slóðina (skylt skefla, skafl); þetta skelfdi mig mjög (sbr. skelfa/ • skelfing) húnvetnsk stúlka (skylt vatn, sbr. Húnavatn).

  14. Frh. Samhljóðar sem heyrast illa • Æfing: Það hefur rignt mikið í dag. Svo lygndi með kvöldinu. Konan lygndi aftur augunum. • Þeir sigldu til eyjarinnar og fylgdu fyrirmælum. Ég fylgdi honum til Skaftafells. Það er • einfeldni að halda þetta. Það er manngengt yfir ísinn (skylt ganga). Húsið er gegnt búðinni • (skylt gagnvart). Sálmar eru sungnir. • Spurning: Hvort segið þið „með annarri stelpu“ eða „með annari stelpu“?

  15. Stór og lítill stafur. • Aðalatriðið er að greina á milli lýsingarorða eins og reykvískur og nafnorða (sérnafna) eins og • Reykjavík. Fleiri dæmi: skagfirskur (lo), Skagfirðingur; færeyskur, Færeyingur; sænskur, Svíi. • Munum að heiti yfir tungumál eru með litlum staf: sænska, íslenska o.s.frv. (-sk-reglan er • nokkuð örugg: ef -sk- er í orðinu er nokkurn veginn öruggt að það sé skrifað með litlum staf).

  16. Frh. Stór og lítill stafur • Hátíðisdagar eru skrifaðir með litlum staf: hvítasunna, páskar, jól. (Undantekningar: • Jónsmessa, Þorláksmessa.) • Æfing: Ég fór með skaftfellsku stúlkunni norður á Sauðárkrók. Í sænskri bók lærði ég sitthvað • um Pólverja. Hjá Námsmatsstofnun eru samræmdu prófin samin. Sagt er að finnska sé erfitt • tungumál. Á hvítasunnu eru sungnir sálmar.

More Related