1 / 6

Sögueyjan 1 Kafli 10

Sögueyjan 1 Kafli 10 . Bændahöfðingjar og biskupar deildu um völdin í landinu. Höfðingjarnir töldu sig ekki þurfa að fara eftir reglum kirkjunnar eins og almenningur. Kirkjan vildi refsa fyrir þessi brot. Lögleysa ríkti í landinu og hinir sterkustu réðu .

kenny
Télécharger la présentation

Sögueyjan 1 Kafli 10

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sögueyjan 1 Kafli 10 Bændahöfðingjar og biskupar deildu um völdin í landinu. Höfðingjarnir töldu sig ekki þurfa að fara eftir reglum kirkjunnar eins og almenningur. Kirkjan vildi refsa fyrir þessi brot. Lögleysa ríkti í landinu og hinir sterkustu réðu. Allt frá kristnitöku hafði Íslenska kirkjan verið í höndum héraðshöfðingja.Erkibiskupinn í Niðarósi reyndi að fá landsmenn til að viðurkenna sjálfstæði kirkjunnar. Deilur kirkjunnar og héraðshöfðingja hafa verið kölluð ,,staðamál“ þar var deilt um hverjir áttu að ráða yfir kirkjujörðunum.

  2. Samkvæmt sáttmála sem gerður var 1297 skildu biskupar ráða stöðum þar sem kirkjan átti alla jörðina. • Aðrir kirkjustaðir áttu áfram að vera í eigu bænda. • Þessar aðgerðir juku ríkidæmi og völd kirkjunnar. • Biskupavald varð meira og ný höfðingjastétt varð til í landinu.

  3. Kafli 10 (3) • Segja má að mikil lögleysa hafi einkennt tímabilið,sem gjarnan kallast síðmiðaldir. • Tímabilið nær yfir 13.-16.öld • Algengt var að voldugir höfðingjar gengju á rétt almennings með ránum og ofbeld. • Smám saman eykst vald kirkju og biskupa á kostnað höfðingja, sem nutu lítillar samúðar meðal almúgans.

  4. Kafli 10 (4) • Á 15. öld urðu miklar breytingar á atvinnulífi landsmanna. • Vegna mikillar eftirspurnar í Evrópu eftir lýsi og fiski varð sjávarútvegur mikilvægari atvinnugrein en áður. • Útgerðarbændur söfnuðu miklum auði. Mikilvægustu fiskimiðin voru við vesturland og urðu margir höfðingjar þar mjög efnaðir. • Plágan kom tvisvar til landsins á 15. öld og olli miklu mannfalli. • Afleiðingin var að mikill auður safnaðist á færri hendur.

  5. Kafli 10 (5) • Svartidauði barst til landsins í upphafi 15. aldar. • Talið er að um helmingur landsmanna hafi dáið úr sjúkdómnum á árunum 1402-1404. • Sjúkdómurinn barst aftur til landsins 1494-1495 með miklu manntjóni og skelfilegum afleiðingum. Heilu sveitirnar urðu mannlausar. • Þeir sem lifðu af gátu keypt upp mannlausar jarðir á lágu verði. • Margir stórbændur juku með þessum hætti auð sinn mikið.

  6. Kafli 10 (6) Þó að Ísland væri hluti að Danaveldi voru völd konungs tiltölulega lítil hér á landi. • Þeir sem áttu miklar eignir og fóru með helstu embætti fyrir konung eða kirkju réðu flestu í landinu. • Helstu embættismenn landsins eins og hirðstjórar,sýslumenn,biskupar og prestar gengu oft harðast fram í ofbeldisverkum og valdníðslu. • Vald kirkjunnar hafði aukist allt frá 13. öld og undir lok 15. aldar var hún orðin langsterkasta stofnun landsins

More Related