1 / 19

Inngangur

Inngangur. Lífeðlisfræði fjallar um virkni líkamans, hvernig frumur, vefir og líffærakerfi starfa saman.

ardith
Télécharger la présentation

Inngangur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Inngangur

  2. Lífeðlisfræði fjallar um virkni líkamans, hvernig frumur, vefir og líffærakerfi starfa saman. • Aristóteles (384-322 B.C), einn mesti heimspekingur og náttúruvísindamaður sem heimurinn hefur alið, notaði orðið lífeðlisfræði (Physiology) í breiðum skilningi, til þess að útskýra virkni allra lífvera, ekki bara mannsins

  3. Hippocrates (ca. 460-377 B.C), faðir nútíma læknisfræði (smb. Hippocrates eiðinn sem læknar taka) notaði orðið physiology yfir “lækningamátt náttúrunnar”. • Grísku náttúruheimspekingarnir höfnuðu yfirnáttúrulegum orsökum því að það hlyti að finnast eðlileg skýring á öllu.

  4. Seinna færðust menn frá þessari hugsun, og töldu að náttúran og leyndardómar lífsins yrðu aldrei skilin, því á bak við það lægi dularfullur lífskraftur. • Kallast þetta lífshyggja. “náttúran verður aldrei skilin því hún stafar af dularfullum og óskiljanlegum lífskrafti”.

  5. Sjálfskviknunarkenningin var önnur bábilja, en hún byggðist á því að líf væri sífellt að kvikna í lífvana náttúru. Sköpunarmáttur guðs væri þar á verkum skv. kenniningum Ágústínusar kirkjufaðar (354-430).

  6. Nú er lífeðlisfræðingar sannfærðir um að lífverur lúti sömu lögmálum og lífvana efni. • Flestir, ef ekki allir nútíma lífeðlisfræðingar, líta á líkamann sem geysilega flókna vél. • Eru þessar hugmyndir að miklu leiti komnar frá franska heimspekingnum René Descartes (1596-1650)

  7. Markhyggjan er andstæða vélarhyggjunar • Byggist hún á því að það sé tilgangur eða markmið með öllu sem gerist í náttúrunni. • T.d. Borðum við til þess að deyja ekki úr hungri • Vélarhyggjan neitar þessu, náttúran hefur engin markmið. • Við borðum og komumst þannig hjá því að drepast úr hungri.

  8. Saga hugmyndar manna um blóðrásina • Hugmyndir Forn-Grikkja um blóðrásina var komin frá Aristóteles, sem taldi að slagæðarnar væru fullar af lofti. • Kládíus Galenon (129-199) leiðrétti þessa villu, og sýndi fram á að blóð er í öllum æðum • Hinsvegar taldi hann að samgangur blóðs væri á milli bláæða og slagæða um ósýnilegar rásir í hjartanu, og æðasláttur stafaði af því að blóð rynni fram og aftur í æðunum.

  9. William Harvey (1578-1657), enskur læknir, birti árið 1628 rit þar sem hann sýndi fram á að blóð rynni alltaf í sömu átt, til slagæðanna. • Studdist hann við krufningu á hjarta og einnig tilraunir á mönnum og dýrum. • Margir telja Harvey upphafsmann vísindalegrar lífeðlisfræði.

  10. Enski presturinn Stephan Hales var sá fyrsti til að mæla blóðþrýsting. • Stakk hann holnál inn í lærisslagæð á hryssu sem hann átti og tengi með gæsarbaka við háa, lóðrétta glerpípu. • Hæð blóðsins í glerpípunni sýndi blóðþrýstinginn og púlsinn sást greinilega á því hvernig súlann gekk upp og niður við hvert hjartarslag.

  11. Fræðigreinin lífeðlisfræði • Lífeðlisfræði er mjög breytt svið • Innan hennar falla sameindarfræði, fumufræði, vefjafræði, líffærafræði o.fl. • Kunnátta í þessum fræðum er því nauðsynleg fyrir góðan skilning á lífeðlisfræði.

  12. Lífeðlisfræðin fjallar bæði markhyggjulega (af hverju) og framkvæmdarlega (hvernig) um hlutina. • T.d. Af hverju flytja rauð blóðkorn súrefni: • Því rauð blóðkorn færa súrefni til fruma sem þarfnast þess • Hvernig flytja rauð blóðkorn súrefni • Blóðrauðinn í rauðu blóðkornunum binst súrefninu í lungunum og lætur það frá sér í til frumnanna

  13. Samvægi • Einfrumungar lifa allir í vatni, sækja í það næringu og losa í það úrgang. • Þeir þola mjög illa allar breytingar sem verða á vatninu, hvort sem það er hiti, sýrustig eða eitthvað annað • Flóknir fjölfrumungar geta hinsvegar þrifist í mjög breytilegu umhverfi • Þetta geta þeir því þeir hafa skapað frumum sínum mjög stöðugt innra umhverfi.

  14. Líkaminn þolir mjög illa breytingar á innra umhverfinu. • Því hafa lífverur skapað allskonar mekanísma til þess að halda innra umhverfi sínu innan þröngra eðlilegra marka. • Þessi þörf líkamans að halda innra umhverfinu innan þessara marka kallast samvægi eða jafnvægishneigð.

  15. Dæmi um samvægi er líkamshitinn • Líkaminn reynir eins og hann getur að halda kjarnlíkamshitanum í um 37 °C. • Ef líkaminn hitnar, þá leitast líkaminn við að kæla sig • Við svitnum • Æðar í húð víkka til þess að auka varmatap út í umhverfið • Ef líkamshitinn lækkar aftur á móti, þá reynum við að minnka varmatapið • Æðar í húð dragast saman • Við kúrum okkur til að minnka yfirborð líkamans og varmatap • Við förum að skjálfa til þess að auka hitamyndun í vöðvum

  16. Jákvæð og neikvæð afturvirkni • Samvæginu er stjórnað með afturvirkni (feedback). • Neikvæð afturvirkni stuðlar að samvægi. • Hún leitast við að vinna á móti þeim breytingum sem draga kerfið frá sínum eðlilegum gildum. • Ef við lítum aftur á líkamshitan, þá leitast neikvæð afturvirkni við að lækka líkamshitann ef hann hækkar og öfugt.

  17. Jákvæð og neikvæð afturvirkni • Jákvæð afturvirkni stuðlar ekki að samvægi. • Jákvæð afturvirkni eykur áreytið frekar en að vinna á móti því eins og neikvæð afturvirkni gerir. • Oft er neikvæð afturvirkni í sambandi við sjúklegt ástand, t.d. þegar líkamshitinn hækkar við sjúkdóm.

  18. En jákvæð afturvirkni stundum eðlileg, t.d. við fæðingu. • Þegar barnið er að fæðast þrýstir það á legið. Þessi þrýstingur eykur losun á hormóninu oxytocin, sem eykur vöðvasamdrátt í leginu. • Við það þrýstist barnið enn meira í legið  meiri losun á oxytocin  meiri vöðvasamdráttur

  19. Þegar barnið er loks fætt hættir þrýstingurinn á legið og þar með hvatinn fyrir losun á oxytocin og vöðvasamdrætti  jákvæða afturvirknin hættir

More Related