1 / 11

Félagsleg samskipti í kennslu barna með frávik í þroska

Félagsleg samskipti í kennslu barna með frávik í þroska. Elín Sigurbjörg Jónsdóttir sérkennsluráðgjafi. Kenningar Vygotskys. Þroski barna er líffræði- og félagslegt ferli. Þroski barns með frávik í þroska er eigindlega sérstæður. Vygotsky greinir á milli frumfráviks og afleidds fráviks.

cooper
Télécharger la présentation

Félagsleg samskipti í kennslu barna með frávik í þroska

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Félagsleg samskipti í kennslu barna með frávik í þroska Elín Sigurbjörg Jónsdóttir sérkennsluráðgjafi

  2. Kenningar Vygotskys • Þroski barna er líffræði- og félagslegt ferli. • Þroski barns með frávik í þroska er eigindlega sérstæður. • Vygotsky greinir á milli frumfráviks og afleidds fráviks.

  3. Þroskasvæði • Þroskasvæði hvers barns felst í þeim viðfangsefnum sem það ræður við með aðstoð eða í samvinnu við aðra sem hafa meiri hæfni eða reynslu en ræður ekki við hjálparlaust (Vygotsky 1978;86).

  4. Æðri og lægri huglægar athafnir • Lægri huglægar athafnir eru t.d. hvers kyns skynjun og athygli. • Æðri huglægar athafnir, s.s. að hugsa í hugtökum, álykta, muna og tengja saman á rökréttan hátt, eru samofnar sögu mannlegrar þróunar. • Æðri huglægar athafnir koma fram sem ávöxtur samskiptanna, þátttöku í samfélaginu sem barnið er hluti af.

  5. Markmið skólagöngunnar • Skipulag skólastarfsins á að leitast við að takast á við afleiddu frávikin og sigrast á þeim.

  6. Nauðsyn menntunar • Menntun er nauðsynlegri fyrir barn með frávik í þroska en önnur börn,- það er grundvallarhugmynd allrar samtímasálarfræði. • Börn með frávik í þroska þurfa kennslu sem miðast við mikla og markvissa félagslega þátttöku og samvinnu við fullorðna sem jafnaldra.

  7. Fjarskyn, félagsleg þátttaka • Fjarskynið er allt það sem er að gerast í kringum okkur og heilinn skráir, myndar deiglu sem samskiptunum er nauðsyn. • Um leið þarf að muna hversu mikilvægt það er okkur að vera séð og heyrð.

  8. Lífið er þátttaka, ef þú ert ekki þátttakandi í lífi þínu eru í vonlausum aðstæðum. • Fólk getur ekki lifað sem áhorfendur. • Afleiðing af fötlun er einangrun sé ekkert að gert. • Sissel Grönli, úr fyrirlestri í Dronninglund, 10 03 2008

  9. Viðhorf • Viðhorf okkar í dag eru ávöxtur skoðanaskipta og vinnu fortíðarinnar. • Hvar erum við stödd núna? • Hvert viljum við fara?

  10. Verkefni • Fötluð börn eru fyrst og fremst börn. • Fötlun þeirra skapar verkefni sem þarf að vinna. • Markmiðið er að vinna gegn einangrun, auka þátttöku, yfirvinna afleidda frávikið.

  11. Lokaorð • Kennsla barna með frávik í þroska á að byggja á vel grundaðri þekkingu á þroska barna almennt. • Almenn kennslufræði þarfnast um leið þekkingarinnar sem verður til við kennslu barna sem víkja frá í þroska.

More Related