1 / 35

9. kafli

9. kafli. Veðrun- rof - setmyndun. 9.1 Veðrun Efnaveðrun, útfelling, ummyndun Hitabrigðaveðrun Frostveðrun 9.2 Rof, set og setberg 9.3 Jökulrof Jökulruðningur Landmótun jökla 9.4 Skriður, berghlaup og urðarbingir 9.5 Árrof Framburður vatnsfalla Árset Landmótun vatnsfalla. Fossar

dirk
Télécharger la présentation

9. kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 9. kafli Veðrun- rof - setmyndun

  2. 9.1 Veðrun Efnaveðrun, útfelling, ummyndun Hitabrigðaveðrun Frostveðrun 9.2 Rof, set og setberg 9.3 Jökulrof Jökulruðningur Landmótun jökla 9.4 Skriður, berghlaup og urðarbingir 9.5 Árrof Framburður vatnsfalla Árset Landmótun vatnsfalla Fossar Höggunarfossar Roffossar Stíflufossar 9.6 Jarðvegur og vindrof Jarðgrunnur og jarðvegur Vindrof Jarðvegseyðing Áfok 9.7 Frostverkanir 9.8 Sjávarrof og sjávarset Ströndin Ferðalag steinsins Yfirlit

  3. 9.1 Veðrun • Hvað er veðrun? • Þegar berg molnar á staðnum • Vatn á stóran þátt í veðrun. • vatn leysir berg upp • vatn frýs og sprengir berg upp

  4. Iðja útrænu aflanna • Vegna baráttu innrænu og útrænu aflanna er allt efni í stöðugri hringrás. • Útrænu öflin fá orku sína frá sólinni. Iðju útrænu aflanna má skipta í þrennt: • Veðrun • Þegar berg molnar og grotnar niður fyrir áhrif veðra og vinda. • Rof • Flutningur á efni frá einum stað til annars. Flutningsöflin eru kölluð roföfl, en það eru jöklar, vindar, vatnsföll, öldugangur og hafstraumar. • Setmyndun • Efnið hleðst upp þar sem roföflin missa mátt sinn og getur með tímanum myndað setberg.

  5. Landmótun – veðrun og rof • Útræn öfl eru gjarnan sett undir einn hatt með hugtakinu landmótun sem er síðan skipt upp í veðrun og rof. • Veðrun er molnun bergs á staðnum, • rof flytur til efnið sem við hana myndast.

  6. Frostveðrun • Vatn þenst út þegar það frýs. • Frjósi vatn í holrýmum í bergi sprengir það bergið í sundur. • Frostveðrun er mjög öflug hér á landi en það stafar m.a. af: • mikilli úrkomu • holóttu bergi • tíðum sveiflum hita í kringum frostmark • miklum vindi Skriður eru algengar í hlíðum íslenskra fjalla - hafa myndast vegna frostveðrunar

  7. Veðrun Veðrun er molnun og grotnun bergs á staðnum. 1. Efnaveðrun: Vatn leysir upp berg.                          Útfellingar við kólnun •     Til dæmis:       Kalksteinshellar/karst                            Háhitasvæði                            MýrarauðiRauðu millilögin                            Saltmagn sjávar/Dauðahafið                            Kísill/Bláa lónið                            Mangankúlur á hafsbotni • 2. Frostveðrun: • 3. Hitabrigðaveðrun:

  8. Efnaveðrun • Vatn leysir upp berg • Berg grotnar niður við sífellda úrkomu • Hraði efnaveðrunar ræðst af: • Hitastigi vatns • Úrkomumagni • Berggerð • Hraði efnaveðrunar er mikill á Íslandi • Berggrunnur er gropinn og sprunginn • Bergtegundir leysast fremur hratt upp (móberg) • Mikil úrkoma • Hár hitastigull

  9. Úrkoma-meðaárshiti Úrkoma er mest á fjöllum S og SA lands, en þurrast er í innsveitum norðanlands. Gróflega má áætla að þar sem mest úrkoma er sé hún um tíföld úrkoma þurru svæðanna. Á þessum svæðum er því að finna stærstu jökla landsins.

  10. Rauð millilög • Hafa orðið til á hlýskeiðum þegar efnaveðrun var mun meiri en hún er nú • Innihalda töluvert af málm- og leirsteindum • Líklega samþjappaður jarðvegur sem myndaðist við hraða efnaveðrun

  11. Efnaveðrun á frumsteindum Hlutfallslegur hraði efnaveðrunnar á algengustu frumsteindum í storkubergi. Takið eftir að þeir kristallar sem myndast fyrst í bergkviku veðrast hraðast. Mismunur á hraða efnaveðrunnar milli ólivíns og kvars er skýrður út frá þeirri staðreynd að ólivín er fjær myndunarstað sínum en kvars og þess vegna óstöðugri.

  12. Hitabrigðaveðrun: • Þótt berg leiði yfirleitt illa hita, getur hitamunur þanið það út eða dregið saman og ysta skorpan fallið af. – Eyðimerkursandur er að miklu leyti tilkominn vegna slíkrar veðrunar Hitamunur dags og nætur getur verið mjög mikill, t.d. í eyðimörkum. • Dökkar bergtegundir geta hitnað mikið í sólskini • Bergið þenst út og dregst svo saman þegar það kólnar • Ysta lagið molnar af með tímanum • Eyðimerkur við 30° norður- og suðurbreiddar

  13. Hitabrigðaveðrun • Berg þenst út og dregst saman við það að hitna og kólna til skiptis. Þannig getur það brotnað upp. • Einkum þar sem hitamunur dags og nætur er mjög mikill, t.d. í eyðimörkum.

  14. Frostveðrun • Vatn þenst út þegar það frýs – 9% rúmmálsaukning • Mikill þrýstingur myndast sem klýfur bergið • Frostverðrun er mikilvirk hér á landi • Mikil úrkoma • Holótt berg – grágrýti • Tíðar sveiflur hitans kringum frostmark

  15. Frostveðrun: • Frjósi vatn í holrými, þenst það út um 9% og þrýstir af miklum krafti frá sér og getur þannig mulið sprungið eða holótt berg. – Sá hluti þurrlendisjarðvegs hér á landi sem ekki er myndaður úr eldfjallaösku, hefur orðið til við frostveðrun.

  16. Frostverkanir - þúfnamyndun Jarðvegur frýs á vetrum og myndar klakahellu, við þensluna lyftast litlir steinar upp. Við síendurtekinn mun frosts og þíðu þrýstir vatnið einnig til hliðanna og bungar landslagið. – Þúfur og melar má nefna sem dæmi auk þess sem jarðskrið, frostsprungur og freðmýrar eru afleiðingar sömu verkunar.

  17. Hvað er rof? flutningur á efni frá einum stað til annars. Rofið er einn helsti þáttur landmótunar. Þyngdarkraftur jarðar og hringrás vatns valda þessu flutningi. Roföflin sjá um flutninginn. Jöklar Vatnsföll Vindur Haföldur Hafstraumar Þar sem roföflin missa mátt sinn hleðst efnið upp og myndar setlög. Setlögin geta með tímanum harðnað og orðið að föstu bergi, setbergi. Bergmylsnan verður stöðugt fínni og ávalari eftir því sem ferðarlagið er lengra. 9.2 Rof, set og setberg Árósaset - óshólmar Eðjustraumur Árset Jökulruðningur Vatnaset Áfok Strandset Grunn- sjávar-set Kornin verða smærri, ávalari og máðari eftir því sem nær dregur sjónum.

  18. Skriður • Skriður eru áberandi á Íslandi • Berggerð • Gróðurleysi • Sífelld veðrabrigði • Berghlaup – urðarbingir (hraun) • Haugar úr möl og grjóti • Vegna hörfunar jökla • Afurðir grjótjökla • Síga fram hægu skriði

  19. Skriður • Skriðuhlaup: Aurskriður, grjóthrun, bergskriður og snjóflóð eru velþekkt hér á landi. Í skriðuhlaupum má segja að áhrif þyngdaraflsins á rof séu augljósust þótt aðrir þættir þurfi að bætast við sem skapað hafa halla og þverhnípi. – Vatnsdalshólar eru dæmi um skriðuhlaup, nánar tiltekið bergskriðu.

  20. Set og setberg • Set myndast þegar efni stöðvast um lengri eða skemmri tíma • Getur með tímanum myndað setberg • Flokkað í: • Molaset • Efnaset • Lífrænt set

  21. 1. Molaset • Hverskyns bergmylsna sem hefur stöðvast • Á þurru landi • Í sjó • Í vatnsföllum • Í stöðuvötnum • Misgróft eftir því hversu lengi það hefur verið á ferðinni • Fíngerðasta efnið ferðast lengst

  22. 1. Molaset • Flokkað eftir uppruna, eða eftir kornastærð • Molasetberg er flokkað eftir flutningsmáta: • Jökulberg, foksandsteinn • Eða eftir staðsetningu: • Árset, vatnaset

  23. Efnaset - Lífrænt set Efnasetberg og lífrænt setberg er flokkað eftir því hvaða efni hafa aðallega fallið út: • Kalksteinn, kol

  24. Hérlendis: Mýrarrauði Útfellingar á háhitasvæðum: Leir Kísilhrúður Kalkhrúður Brennisteinn Gifs Erlendis Kalksteinn Steinsalt 2. Efnaset

  25. 3. Lífrænt set Myndast þar sem lífrænar leifar (kolefnissambönd) safnast saman og ná ekki að rotna vegna skorts á súrefni • Í votlendi • Í djúpum kvosum á sjávarbotni • Getur með tímanum breyst í jarðolíu Skeljar ýmissa lífvera úr kalki eða kísil geta líka myndað lífrænt set, t.d. á botni stöðuvatna (Mývatn – kísilgúr)

  26. Veðrun af völdum lífvera: • Plöntur og dýr bora sig inn í berg eða skríða inn um rifur í því og losa það. Jurtaætur losa einnig um jarðveg. – Ánamaðkar eru sígilt dæmi um jarðvegslosara.

  27. Rof Roferflutningurbergmylsnusemlosnarvegnaveðrunarmeð: • vatnsföllum, • jöklum, • vindum, • öldum • aðdráttaraflijarðar

  28. Árrof: Rof af völdum rennandi vatns er áhrifamest útrænu aflanna, skiptir þá mestu hreinleiki vatnsins og straumhraði. Hreint vatn, í lindarám, brýtur lítið á föstu bergi nema í fossum og kröppum bugðum áa. Jökulár og dragár eru duglegri við að bera fram veðrað efni og grafa sig niður í berg.

  29. Ummerki árrofs Gil og gljúfur eru dæmi um rof vegna ungra vatnsfalla en V-laga dalir eru afleiðingar eldra rennslis. Áreyrar, aurar og óseyrar myndast vegna framburðar veðraðs efnis. Skessukatlar myndast í ám þar sem hringiður hafa gripið með sér grjót.

  30. Áhrif jöklanna á mótun landslags • Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást hvarvetna á Íslandi. Áhrif jöklanna á mótun landslags hafa verið tvíþætt. Annars vegar er jökulrof sem slípar berggrunninn og rýfur hann og hins vegar leiða eldgos undir jökli til háreistra móbergsfjalla sem setja sterkan svip á gosbelti landsins.

  31. Jökulrof: • Jöklum er skipt í tvo flokka, hjarnjökla sem einkenna heimskautalönd, og skriðjökla. Stóru íslensku jöklarnir eru hjarnjöklar en af þeim ganga miklir skriðjöklar. Jöklar skríða undan eigin þunga og flytja með sér bergmylsnu sem frosinn er við botn og jaðra þeirra. Mylsnan virkar líkt og graftól á bergið sem á vegi jökulsins verður og eykur rofið sem jökulskriðið veldur. Jöklar valda víðfeðmara rofi en ár en aðlaga sig frekar landslaginu.

  32. Ummerki jökulrofs • – Jökulrákir, hvalbök, grettistök (stórir steinar fluttir um langan veg), jökulurð og -ruðningar eru dæmi um afleiðingar jökulrofs.

  33. Sjávarrof: • Hreyfingar sjávar skiptast einkum í strauma og bylgjur. Hafstraumar eru það hægfara að þeir hafa sjaldan áhrif á fast berg og sama má segja um sjávarfallastrauma nema í þröngum sundum og á landgrunninu. Bylgjuhreyfingar, öldur og brim, eru mun áhrifameiri. Brim vinnur á föstu bergi fyrst með því að þrýsta saman lofti sem leynist í rifum og sprungum við ágang, og draga síðan loftið út við útsogið. Við það verður til undirþrýstingur í berginu sem mylur það smám saman. Sama má að nokkru leyti segja um rof í stöðuvötnum, nema hvað við þau er rofið mun minna í sniðum, að minnsta kosti hér á landi.

  34. Ströndin • – Strendur Íslands eru til vitnis um áhrif sjávarrofs, brimstallar og brimklif (til dæmis Látrabjarg og Hornbjarg) eru víða á vestur-, norður- og austurströnd landsins. Sléttar strendur Suðurlands má skýra útfrá veðurfræðinni – í lægðum snýst vindur þar til útsuðurs sem þrýstir sjónum lengra upp á land. Malarkambar og -rif finnast einnig kringum landið og lón sem myndast hafa þegar þau hafa lokað af firði eða víkur, stundum með aðstoð árframburðar eða jökulburðar. Surtsey er dæmi um hvernig hafið mótar landið og vísindamenn hafa getað fylgst með því frá upphafi.

  35. Vindrof: • Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um áhrif uppblásturs á jarðveg sem tilkominn er vegna þess að skógur hefur horfið af stórum hluta landsins. Uppblástur hefst gjarnan við bakka farvega sem myndast hafa við úrfelli eða snjóleysingar. Vindur getur einnig sorfið berg eða gróður þegar hann ber með bergmylsnu.

More Related