230 likes | 381 Vues
Landssöfnunin Lykill að lífi 4.-7. október 2007 Lokaskýrsla um kynningarmál og skipulag. Lokaskýrsla. Bakgrunnur Markmið og niðurstaða Undirbúningur Framkvæmd Það sem gekk vel Það sem betur mátti fara. 1. Bakgrunnur.
E N D
Landssöfnunin Lykill að lífi 4.-7. október 2007 Lokaskýrsla um kynningarmál og skipulag
Lokaskýrsla • Bakgrunnur • Markmið og niðurstaða • Undirbúningur • Framkvæmd • Það sem gekk vel • Það sem betur mátti fara
1. Bakgrunnur • Kiwanishreyfingin á Íslandi hefur allt frá árinu 1974 staðið fyrir landssöfnun þriðja hvert ár með sölu á K-lyklinum. • Ágóði af landssöfnununum hefur runnið til fjölda verkefna til hjálpar geðsjúkum. • Tilgangurinn er að vekja þjóðina til umhugsunar um málefni geðsjúkra og safna fé til þess að styðja við endurhæfingu þeirra. • Söfnunin var haldin í tólfta sinn 4.-7. október 2007. • Að þessu sinni var sjónum sérstaklega beint að ungu fólki sem glímir við geðræn vandamál og safnað í þágu Geðhjálpar, BUGL og Forma.
2. Markmið og niðurstaða Markmið landssöfnunarinnar var þríþætt: • Að safna fé til styrktar endurhæfingu geðsjúkra með sölu K-lykilsins til almennings og fyrirtækja. • Að afla fjár til að standa straum af kynningar- og auglýsingakostnaði með samstarfssamningum. • Að vekja almenning til vitundar um málefni geðsjúkra.
2. Markmið og niðurstaða frh. • Alls söfnuðust 23.798.882 m. kr. • Gerðir voru samstarfssamningar við 4 bakhjarla um samtals 4 m. kr. framlag til að standa straum af kynningar- og auglýsingakostnaði. • Kostnaður við söfnunina var samtals 9.749.422 m. kr. • Þá standa eftir til úthlutunar 14.049.460 m. kr., sem er svipuð upphæð og var til ráðstöfunar eftir síðustu söfnun. • Vel gekk að vekja almenning til vitundar um málefni geðsjúkra. Söfnunin hlaut mjög góða og jákvæða athygli fjölmiðla og þar með einnig almennings. • Því er um að gera að nýta þessar jákvæðu undirtektir og kynningu til að fjölga félögum og efla starfið.
2. Markmið og niðurstaða frh.Könnun Capacent Sp.1 – Hver af eftirfarandi fullyrðingum á best við um vitund þína og kaup á K-lykli Kiwanishreyfingarinnar?
2. Markmið og niðurstaða frh.Könnun Capacent Sp.2 – Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart K-lyklinum?
2. Markmið og niðurstaða frh.Könnun Capacent • Samkvæmt októbermælingu Capacent Gallup hefur vitund um K-lykil Kiwanishreyfingarinnar aukist töluvert í kjölfar kjölfar sölu K-lykilsins í byrjun október. Nú þekkja tæplega 85% svarenda K-lykilinn samanborið við ríflega 61% í síðustu mælingu í janúar 2007. • Tæplega 19% svarenda segjast hafa keypt K-lykilinn haustið 2007, en ríflega fjórðungur segist hafa keypt K-lykilinn í fyrri söfnun. Tæplega 56% svarenda hafa aldrei keypt K-lykilinn.
2. Markmið og niðurstaða frh.Könnun Capacent • Eldra fólk og fólk búsett utan höfuðborgarinnar er líklegra til að hafa keypt K-lykilinn nú en aðrir hópar. • Fólk hefur nú mun jákvæðara viðhorf gagnvart K-lyklinum en í síðustu mælingu. Á kvarðanum 1-5 er meðaltalið nú 4,4, en var 4,0 í síðustu mælingu. Eldra fólk er sérstaklega jákvætt gagnvart K-lyklinum.
3. Undirbúningur • Undirbúningsvinna af hálfu AP almannatengsla hófst í desember 2006. K-dagsnefnd og ráðgjafi AP hittust á reglulegum fundum allt tímabilið og höfðu þess á milli samráð í síma og tölvupósti þegar þurfa þótti. • Við kynningu á söfnuninni var lögð áhersla á samhæfð markaðssamskipti, þ.e. samspil almannatengsla, auglýsinga og viðburða. • Fjölmiðlasamskipti • Fréttatilkynning um samstarfssamninga • Blaðamannafundur • Góð umfjöllun í fjölmiðlum • Aðsendar greinar birtar í blöðum • Sérblaði Geðhjálpar dreift um allt land tæpri viku áður en söfnunin hófst
3. Undirbúningur frh. • Áætlanagerð Gerðar voru verkefna-, framkvæmda-, birtinga-, kostnaðar- og kynningaráætlun. • Innri fræðsla til klúbbanna Kynning inn á við fór fram í tölvupóstum og bréfum frá formanni K-dagsnefndar, á umdæmisstjórnarþingum og á vef Kiwanis. Í einhverjum tilfellum strandaði upplýsingaflæði frá K-dagsnefnd hjá svæðisstjórum sem töldu ekki tímabært að láta upplýsingarnar í hendur almennra félaga á því stigi.
3. Undirbúningur frh. • Skipurit Notað var skipurit Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi. Umdæmisstjórn skipar K-dagsnefnd, K-dagsnefnd er tengiliður við svæðisstjórana, svæðisstjórarnir tengiliðir við forsetana og forsetarnir tengiliðir við K-dagsnefndir klúbbanna. Nokkur misbrestur var á því að skipuritið væri virt. • Bréf til fyrirtækja Í febrúar var sent bréf til 350 stærstu fyrirtækja á Íslandi, auk þess sem klúbbum á hverjum stað var gert að senda sama bréf til helstu fyrirtækja á sínu svæði og fylgja þeim eftir. Eftirfylgni klúbbanna var ekki sem skyldi og afraksturinn eftir því. Söfnunarfé ´frá fyrirtækjum nam samtals um 1.891.000 m.kr.
3. Undirbúningur frh. • Ytri kynning til almennings Gerð var kynningaráætlun þar sem kortlagt var hvar og hvenær vænlegast væri að koma málefninu á framfæri – og unnið eftir henni. Annað sem sneri að almenningi voru veggspjöld og póstkort sem dreift var víða um land til að vekja athygli á söfnuninni.
3. Undirbúningur frh. • Samstarfssamningar og kynningarfundur fyrir samstarfsaðila Samstarfssamningar gerðir við fjögur fyrirtæki; Sparisjóðina á Íslandi (3 m.kr.), Toyota (1 m.kr.), Bónus og Olís (aðgangur að dreifikerfi:K-lykillinn til sölu á þjónustustöðvum Olís og verslunum Bónuss). Sparisjóðirnir á Íslandi fjárvörsluaðili söfnunarinnar. Auk þess birtu allir samstarfsaðilar vefborða og fréttir af samningunum og söfnuninni á vefsvæðum sínum. • Kynningarfundur fyrir samstarfsaðila 13. september. Styrktarmálefni kynnt, sýnt kynningarefni, auglýsingar og drög að birtingaáætlun. Samstarfssamningar undirritaðir. Fréttatilkynning og mynd af samningsaðilum sent út til fjölmiðla og sett á vefsvæði samstarfsaðila.
3. Undirbúningur frh. • Blaðamannafundur og fjölmiðlatengsl Blaðamannafundur var haldinn í húsakynnum Geðhjálpar 2. október. Á fundinn mættu Sjónvarpið, Morgunblaðið, Fréttablaðið og Fjarðarpósturinn og gerðu málinu góð skil. Fréttatilkynning var send út ásamt mynd að fundinum loknum og sinntu flestir fjölmiðlar málinu vel. Allir helstu fjölmiðlar gerðu grein fyrir söfnuninni þegar hún hófst þann 4. október og eftir því sem söfnuninni vatt fram. Nokkrum skjólstæðingum Geðhjálpar, BUGL og Forma var ennfremur komið á framfæri í viðtöl við fjölmiðla, auk þess sem aðsendar greinar voru birtar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Sjá nánar í meðfylgjandi fjölmiðlaskýrslu.
3. Undirbúningur frh. • Auglýsingar Auglýsingabirtingar hófust miðvikudaginn 3. október (daginn áður en söfnunin hófst) og héldu áfram til sunnudagsins 7. október (lokadags söfnunarinnar). Meginþunginn í birtingum var þó frá fimmtudegi til laugardags. Auglýst var í dagblöðum, vefmiðlum og skjáauglýsingum í sjónvarpi. Auk þess birti einn samstarfsaðilinn, Olís, samlesnar útvarpsauglýsingar alla söfnunardagana.
4. Framkvæmd Söfnunin 4.-7. október • Landssöfnunin hófst formlega með því að Guðlaugi Þór Þórðarsyni heilbrigðisráðherra var afhentur fyrsti K-lykillinn. Ráðherra tók vel á móti Kiwanismönnum í ráðuneytinu að morgni fyrsta söfnunardags. • Kiwanisfélagar um land allt og aðrir sölumenn á þeirra vegum gengu í hús og stóðu í verslunarmiðstöðvum og seldu K-lykilinn, auk þess sem lykillinn var boðinn til sölu á þjónustustöðvum Olís og í verslunum Bónuss um land allt. Ennfremur gátu viðskiptavinir Sparisjóðanna á Íslandi millifært í heimabanka. • Alls söfnuðust 14.000.000m. kr. til handa Geðhjálp, BUGL og Forma. • Eftir stendur á reikn hjá Icebank hf nr. 55000 49.460 kr.
4. Framkvæmd frh. Afhending söfnunarfjár Söfnunarféð var afhent í Kiwanishúsinu við Engjateig 29. Nóvember 2007 Boðaðir á fundinn: • Fulltrúar Geðhjálpar, BUGL og Forma • Umdæmisstjóri, umdæmisstjórn og framkvæmdastjórn • K-dagsnefnd • Fulltrúar bakhjarla • Fjölmiðlar Fréttatilkynning var send út til fjölmiðla ásamt mynd að afhendingu lokinni.
5. Það sem gekk vel • Fjölmiðlar gerðu efninu mjög góð skil og því komst boðskapurinn vel til skila til almennings. • Þannig könnuðust flestir við málið þegar sölumenn sneru sér til fólks og buðu lykilinn til sölu. • Bakhjarlarnir birtu vefborða og annað kynningarefni söfnunarinnar á vefsvæðum sínum og var það vel sýnilegt þar á meðan á söfnuninni stóð. Bakhjarlar komu málefninu ágætlega á framfæri við starfsfólk sitt, sem dæmi má nefna Bónus, þar sem kynningartexti um K-lykilinn var þýddur á ensku og pólsku fyrir erlenda starfsmenn. • Nokkrir klúbbar birtu auglýsingar söfnunarinnar í héraðsfréttablöðum/vefmiðlum á sínu svæði á sinn kostnað eða fengu kostunaraðila til að greiða fyrir birtingu. • Mælanlegur árangur: Vitund um K-lykilinn jókst umtalsvert meðal almennings og innlitum á vefsíðu Kiwanis fjölgaði mikið á meðan á söfnuninni stóð.
6. Það sem betur mátti fara • Hinir almennu Kiwanismenn hefðu mátt vera sneggri til að leita til fyrirtækja á sínum svæðum og fylgja eftir bréfunum sem send voru út í febrúar. • Misbrestur var á því að skipurit Kiwanis væri virt. • Einnig hefðu félagar mátt byrja fyrr að undirbúa sjálfa söfnunina, t.d. með því að leita samstarfs við önnur félög og klúbba vegna aðstoðar við sölu. • Svo virðist sem margir Kiwanismenn hafi ekki litið á landssöfnunina sem klúbbverkefni heldur verkefni nefndar og stjórnar.
Meðfylgjandi • Kynning á verkefninu fyrir samstarfsaðila, september 2007 • Skoðanakönnun Capacent Gallup frá janúar 2007 & kynning • Skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2007 & kynning • Niðurstöður vefmælinga af vef Kiwanis • Fjölmiðlaskýrsla Takk fyrir samstarfið!