1 / 31

Kynning á skólastefnunni Jákvæður agi

Kynning á skólastefnunni Jákvæður agi. Hvað er jákvæður agi?. Uppeldisstefna byggð á sjálfsstjórnunarkenningum. Grunnhugsunin: Að ala upp kynslóð þar sem samskipti byggja á gagnkvæmri virðingu. Markmið stefnunnar:. Að börn verði: Ábyrgðarfull Kurteis Fær í samskiptum úrræðagóð.

irisa
Télécharger la présentation

Kynning á skólastefnunni Jákvæður agi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kynning á skólastefnunni Jákvæður agi

  2. Hvað er jákvæður agi? • Uppeldisstefna byggð á sjálfsstjórnunarkenningum. • Grunnhugsunin: Að ala upp kynslóð þar sem samskipti byggja á gagnkvæmri virðingu.

  3. Markmið stefnunnar: • Að börn verði: • Ábyrgðarfull • Kurteis • Fær í samskiptum • úrræðagóð

  4. Rauði þráðurinn.... Mistök eru góð...... Þau gefa okkur frábær tækifæri til að læra.

  5. Á næstu síðum gefur að líta hugmyndir að því hvernig nota má stefnuna í samskiptum við börn....

  6. Mistök Líttu á mistök sem frábært tækifæri til að læra 1. Bregstu við mistökum með skilningi og samkennd frekar en að skamma, ásaka eða lesa yfir. 2. Notaðu spurningar til að hjálpa barninu að skoða afleiðingar hegðunar sinnar. Dæmi: Hvað gerðir þú rangt? Myndir þú gera þetta öðruvísi næst? Hvernig þá? Gott er að nýta tækifæri þegar allir eru saman, t.d. við matarborðið og deila sögum af mistökum sem fjölskyldumeðlimir hafa gert. Við fullorðna fólkið eigum að vera óhrædd að segja frá okkar mistökum.

  7. Skiljum hvað liggur að baki hegðuninniAð skilja heilann og leysa málin Þegar fólk er í uppnámi er frumstæðasti hluti heilans virkastur. Reiði, vörn, ásakanir o.fl. 1. Reyndu ekki að leysa mál þegar þú og/eða barnið þitt eru í uppnámi eða ójafnvægi. 2. Bíddu eftir að þú hefur jafnað þig og stillt inn á þau svæði heilans sem sjá um rökhyggju, skynsemi og reynslu. Reynið svo aftur að finna sameiginlega lausn. Setja má málið á dagskrá fjölskyldufundar og gefa því þannig tíma til að “kólna”.

  8. Setjum alla sem hlut eiga að máli undir sama hatt • Sjaldnast er einum um að kenna þegar tveir deila. • Börnum líður illa þegar aðeins þeim er kennt um eitthvað og aðrir sem eru jafnsekir sleppa. • Pössum að láta alla sem málið varðar bera ábyrgð á gjörðum sínum og leysa málið.

  9. Komum því til skila með viðmóti að við viljum börnunum vel Börnum gengur betur þegar þeim líður vel– alveg eins og okkur fullorðna fólkinu. Ýmislegt getur aukið vellíðan. 1. Sumum börnum finnst gott að fá „knús“(faðmlag) en það er góð regla að bjóða þeim það því það er ekki sjálfsagt mál að þeim finnist það þægilegt. Ef faðmlagið er ekki viðeigandi þá getur bros, létt snerting, fallegt augnatillit, þumall upp og fleira í þeim dúr haft jafnmikil áhrif og faðmlagið. Falleg orð þ.e. Hrós og/eða hvatning inn í daginn gerir mikið.

  10. Hrósum fyrir afmörkuð verk, hegðun eða eiginleika • Þú segir við barnið þitt „Þú ert frábær“ en hvað segir það honum/henni? • Segjum heldur: „Það var frábært að sjá hvernig þú hjálpaðir konunni sem var í vandræðum“ • M.Ö.O. Útskýrið vel fyrir barninu fyrir hvað þú ert að hrósa eða hvetja.

  11. Afmarkaðir valkostir Afmarkað val gefur barninu hlutdeild í ákvörðuninni. 1. “Nú er kominn háttatími”. “Viltu sofna í friði eða viltu að ég lesi fyrir þig sögu fyrir svefninn? 2. Ef barnið neitar enn að fara segðu ákveðið en góðlega “það er ekki í boði að vaka lengur” og endurtaktu valkostina tvo. 3. Það getur verið öflugt að bæta við; “þú ræður” eða “þú ákveður” eftir að valkostirnir hafa verið gefnir upp.

  12. Hlustaðu Börn hlusta þegar búið er að hlusta á þau. 1. Taktu eftir hversu oft þú grípur frammí, útskýrir, verð afstöðu þína, eða skipar fyrir þegar barnið þitt er að reyna að tala við þig. 2. Stoppaðu og HLUSTAÐU. Það er í lagi að skjóta inn athugasemdum eins og “geturðu gefið mér dæmi?” eða “er það eitthvað meira/annað sem þú vilt segja mér frá ?” Þegar barnið er búið að segja það sem það vildi þá skaltu spyrja hvort það sé tilbúið að hlusta á þig. Eftir þetta skuluð þið einbeita ykkur að lausn sem virkar fyrir ykkur bæði.

  13. Stattu við það sem þú segir Þú skalt meina það sem þú segir og fylgja því eftir. Krakkar vita hvenær þú meinar það sem þú segir og hvenær ekki. Ef þú segir: “ Ég ætla að lesa sögu fyrir þig kl. 8 ef þú verður komin í náttfötin og búin að bursta tennur”. Ef barnið er ekki tilbúið kl. 8 skaltu vingjarnlega benda á tímann og bjóða góða nótt án þess að lesa sögu. Svo er upplagt að hvetja barnið með því að segja: “ þú skalt reyna aftur á morgun.”

  14. Gefum börnunum ákveðin hlutverk heima, þau finna að þau eru hluti af heildinni og að þau skipta máli Börn þurfa að sinna ákveðnum verkum heima. Þátttaka skiptir máli. Gerið samkomulag sem virkar fyrir ykkur bæði. 1. Láttu barnið finna út hvenær því hentar best að vinna verkið (heimanám, húsverk) og finnið síðan tíma sem hentar báðum. Ef barnið þarf aðstoð þína verður að finna tíma sem hentar ykkur báðum. Aðhald er sérstaklega nauðsynlegt þegar ný verk eru unnin. 2. Stattu við tímamörkin – vertu á staðnum og minntu barnið, án orða, á tímann sé það ekki byrjað þegar tíminn er kominn.

  15. Gefum börnunum ákveðin hlutverk heima, þau finna að þau eru hluti af heildinni og að þau skipta máli 3. Ef það mótmælir segðu: “klukkan er 4, vinna heimanámið” Ef það reynir enn að mótmæla: “við gerðum samkomulag sem er mikilvægt að halda, klukkan er 4, tími kominn á heimanámið.”

  16. Framkvæmum – tölum ekki bara Hefur þú tekið eftir því hversu illa það virkar að sitja í sófanum og hrópa fyrirmæli til barnsins þíns yfir íbúðina endilanga ? 1. Hættu að gera það sem þú varst að gera. Stattu upp og farðu það nálægt barninu að þú getir horfst í augu við það. Augnsamband skiptir öllu. Þú munt taka eftir því að þú talar blíðlegar til barnsins þegar þú hefur fyrir því að mynda augnsamband við barnið. 3. Vertu “í sambandi” þegar börnin tala við þig. Það sýnir hvorki virðingu né áhuga sé reynt að tala við börn á meðan augun eru föst á dagblaðinu, sjónvarpinu eða tölvunni. Vertu góð fyrirmynd.

  17. Speglun • Höfum í huga að við speglum hegðun annarra. • Ef þú öskrar á barnið þitt þá eru meiri líkur en minni að barnið öskri á þig á móti. • Verum góðar fyrirmyndir. • Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.

  18. Spurningarí leit að lausn Að spyrja í stað þess að segja gefur börnum tækifæri til að þróa eigin hugsanir og lausnir. Að spyrja eykur sjálfstæði barna. 1. “ Hvað þarftu að gera til að vera tilbúin í skólann tímanlega?” 2. “Æ, helltist niður !” “Hvað er best að nota til að þurrka þetta upp?” “Hvernig getið þið bræður leyst þetta vandamál ?” 4. “Hvernig er veðrið, hvaða klæðnaður hentar best í dag ?” 5. “Hvernig ætlarðu að skipuleggja þig svo þú náir að ljúka við heimanámið?”

  19. Vörum okkur á því að bjarga eða „redda“ málunum. Sýnum börnunum traust. æfingin skapar meistarann… brjóttu verkefni niður í smærri búta… Þegar við sýnum börnunum okkar traust öðlast þau hugrekki og sjálfstraust. 1. Í staðinn fyrir að laga, halda fyrirlestur, “redda” eða “bjarga málum” fyrir barnið segðu: “ég treysti þér til að sjá um þetta”. 2. Reynslan þjálfar börn í að leysa vandamál, einnig að upplifa og afbera vonbrigði. Viðurkenndu tilfinningar barnsins: “ég veit þú ert í uppnámi, ég væri það líka”. “Og ég hef trú á þér”.

  20. Notum eins fá orð og við getum, stundum dugar meira að segja EITT Forðist langa fyrirlestra og nöldur eins og heitan eldinn ! Notið eitt orð til að minna barnið góðlega á. Þegar samningur hefur verið gerður eða umgengni verið rædd fyrirfram er oft nóg að nota eitt orð í stað: “hversu oft á ég að þurfa að……..;-( “ 1. “Handklæði” (þegar handklæði hefur verið skilið eftir á gólfi eða á röngum stað) 2. “Kötturinn” (þegar gleymst hefur að gefa kettinum) “Uppþvottavélin” “Háttatími” “Ruslið” og frv.

  21. Leiðbeinum um hvað á að gera, ekki segja EKKI Í stað þess að segja hvað EKKI má gera, leiðbeinið hvað ætti frekar að gera. Fjarlægðu barnið frá sjónvarpinum og finndu annað til að gera “leikum með kubbana”. Truflaðu barnið þegar það er að gera eitthvað sem þú vilt ekki með því að dreifa athygli þess, fjarlægja það frá hlutunum, skoða út um glugga, kitla það eða hvað annað sem dregur athyglina frá því. 3. Oft getur verið gott að barnið eigi klukku / timer sem hringir þegar á að hætta að tromma, fara út, taka saman …

  22. Segðu: “ég sé” í stað þess að nöldra og tuða eða notaðu spurningar sem kalla á endurmat gjörða Oft er nóg að segja krökkum frá því sem þú sérð til þess að hvetja til breyttrar hegðunar “Ég tók eftir blautu handklæði á rúminu þínu” eða „Getur verið að handklæðið sé á röngum stað“?. “Ég sé liti og litabók á eldhúsborðinu og það er alveg að koma matartími” eða „Þarf hugsanlega að taka eitthvað af borðinu áður en við getum lagt á það“? Bara með því að fylgjast með sýnir krökkunum að við höfum trú á getu þeirra til að finna út hvað við viljum að þau geri. 4. Það skapar betri líðan að fá upplýsingar og geta unnið úr þeim sjálf í staðinn fyrir að heyra endalausar skipanir frá okkur fullorðna fólkinu.

  23. V-A-L við lausn vandamála Að gera mistök er ekki eins merkilegt og það sem við gerum eftir þau. Notaðu 3 skref eftir að viðkomandi eru búnir að jafna sig. Viðurkenna; að viðurkenna mistök sín, sýna ábyrgð á gerðum sínum í stað þess að kenna öðrum um. 2.Afsökunarbeiðni; “fyrirgefðu að ég hrópaði á þig, ég hefði ekki átt að gera það”. Aldrei að bæta síðan við: en það var vegna þess að …. Lausn; vinna saman að lausn; “hvernig getum við bætt þetta, komið í veg fyrir að þetta gerist aftur?”…

  24. Lýsum líðan okkar heiðarlega og opið, „mér líður…“ • Verum óhrædd við að segja börnunum okkar frá því hvernig okkur líður en þó án þess að að þau fái samviskubit. • Notum „Ég boð“ þ.e. Einblínum frekar á hvernig okkur líður þegar barnið sýnir ranga hegðun. Forðumst „þú boðin“ Þú gerðir þetta eða hitt“. • Dæmi: „Ég verð mjög sorgmædd þegar þú öskrar á mig því að ég veit að þér þykir vænt um mig“ í stað þess að segja t.d.“ Þú ert hræðileg að öskra svona á mig krakki“

  25. Sköpum venjur • Börnin finna öryggi • Vita til hvers er ætlast af þeim • Útivistarreglur verða hluti af venjunum • Rútínur (myndrænt fyrir þau yngri) • Háttatími-bursta tennur-lesa • Sitjum saman við kvöldverðarborðið

  26. Hvatning í stað refsinga og verðlauna • Spörum ekki hrósin • Hvetjum börnin okkar til góðra verka • Þegar þau hafa staðið sig vel hrósum þá fyrir afmörkuð verk, hegðun eða eiginleika • Forðumst að nota „ef þú gerir þetta þá færðu þetta“ • „Skellum okkur á kaffihús af því að mig langar svo að eiga gæðastund með þér“ • Sýndu að þú hafir trú á barninu án þess að setja á það pressu.

  27. Gerum stundum EKKERT • Við erum stundum gjörn á það að grípa inn í of fljótt. • Leyfum börnunum að reyna að leysa málin og ef það gengur ekki grípum þá inn í.

  28. Notum húmorinn • Við getum farið ótrúlega langt á húmor • Verum óhrædd við að gera góðlátlegt grín af okkur sjálfum. • Ótrúlegustu vandamál geta horfið eins og dögg fyrir sólu með góðlátlegu gríni. • Hver hefur ekki prófað að kitla, gretta sig, láta eins og bjáni til þess að fá barnið sitt til að gleyma einhverju leiðinlegu?

  29. Segjum NEI með virðingu og reisn • Ekki sama hvernig við segjum hlutina. • Vissulega þurfum við stundum að nota orðin NEI, EKKI og ALDREI en notum þau í lágmarki. • Af hverju? Það er ekki hvetjandi að heyra þau í tíma og ótíma.

  30. Ákveðum hvað við ætlum að gera • Við þurfum að gefa skýr skilaboð til þess að barnið átti sig á því til hvers er ætlast af því. • Ef við viljum ná því fram hjá barninu sem við óskum eftir þurfum við að vita hvað við viljum og standa föst á því. • Sjáum til og kannski er eitthvað sem við ættum að forðast að segja við börnin okkar.

  31. Lykilinn að öllu saman Veitum aðhald, festu og eftirfylgni með góðvild

More Related