270 likes | 294 Vues
Sæstrengur og hagur heimila Greining áhrifa sæstrengs á afkomu heimila landsins. Dr. Ásgeir Jónsson. Ábatinn af því að tengja Sæstrengur og rafmagnsverð innanlands Þjóðhagslegur ábati af sæstreng Um raforkunotkun íslenskra heimila Skattlagning og erlendur samanburður
E N D
Sæstrengur og hagur heimila Greining áhrifa sæstrengs á afkomu heimila landsins Dr. Ásgeir Jónsson
Ábatinn af því að tengja • Sæstrengur og rafmagnsverð innanlands • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Um raforkunotkun íslenskra heimila • Skattlagning og erlendur samanburður • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Lokaorð
Afhverjuaðtengja? • Hægt að færa sömu rök fyrir samtengingu ólíkra rafmagnskerfa og fyrir samvali ólíkra verðbréfa í eitt eignasafn en í báðum tilvikum næst meiri afrakstur samfara minni áhættu. • Samtenging svæða með langlínum býður upp á tvíþættan ábata. • Betri möguleika til að jafna út toppa í raforkunotkun innan dags, viku eða á milli árstíða og minnka umframvinnslugetu þar sem svæðin geta skipst á að veita raforku hvert til annars. Til að mynda er töluverður ábati að tengja yfir tímabelti! • Hagræði af því að tengja saman marga fjölbreytta orkugjafa sem hafa ótengda rekstraráhættu og vinnslumöguleika. Allir þessir kostir hafa síðan mismikinn fastan og breytilegan kostnað og margir saman skapa þeir mun meiri sveigjanleika af kostnaði við vinnslu. • Þannig er hægt samtímis að auka orkuöryggi og lækka kostnað með því að tengja fleiri svæði saman í einu orkuneti. • Afleiðingin verður stöðugra raforkuverð og lægri meðalkostnaður í orkuvinnslu hjá öllum þeim svæðum sem tengjast saman. 3
Vatnsorkanerverðmæt • Nær ómögulegt er að geyma raforku með hagkvæmum hætti nema helst í miðlunarlónum, sem eru í raun stórar og hagkvæmar rafhlöður. • Rafmagnsflutningur með sæstreng frá Noregi (sem hófust 2008) hafa gefið Hollendingum færi á nýta vistvæna orku og mæta eftirspurnarsveiflum í eigin orkukerfi. • Norsk vatnsorka gerir Hollendingum einnig kleift að nýta vindorku í eigin landi með hagkvæmari hætti. Þar sem vatnsafl má geyma í lónum sem hægt er grípa til með stuttum fyrirvara sem burðarafl á móti hinu sveiflukennda vindafli. • Reynslan af sæstrengnum til Hollands hefur verið það góð að Norðmenn hafa þegar lagt drög að nýjum 570 km og 1.400 MW streng til Þýskalands sem áætlað er taka í notkun árið 2018 og síðan öðrum streng 720 km og 1.400 MW streng til Bretlands sem áætlað er að taka í notkun árið 2020. • Sæstrengur myndi opna möguleika á „toppasölu“ til Evrópu frá Íslandi. • Hægt að auka afl núverandi vatnsvirkjana með því að stækka rennslisgöng og/eða uppfæra túrbínur. Aukin afkastageta yrði síðan nýtt þegar verð er í hámarki ytra en þess á milli yrði vatnið látið safnast fyrir í lónunum. 4
Orkunotkun á Íslandi eftir lagningu sæstrengs Raforkunotkun árið 2012 borið saman við notkun árið 2020 þar sem 5 TWst sæstrengur er hluti af raforkukerfinu 2012 2020 5
MögulegurábatifyrirÍsland • Íslenska raforkukerfið er nú einangrað og sæstrengur hefði ekki aðeins öryggisþýðingu fyrir landið heldur lækkaði einnig meðalkostnað við orkuvinnslu þar sem vannýtt varafl kemst í gagnið. • Til að mynda gætu núverandi orkumannvirki skilað um 2 TWst í aukinni orku eftir tilkomu sæstrengs þegar t.d. vatn sem áður rann til sjávar á yfirfalli virkjana gæti verið hagnýtt. • Þetta er nær ókeypis orka sem nemur um 40% af framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar eða raforku-notkunar 290 þús. heimila og hefði 10-12 millljarða söluvirði miðað við núverandi heildsöluverð. • Aukinheldur er vatnsorkan miðlunarhæf til þess að selja inn á notkunartoppa hinum megin við hafið á mjög á háu verði. • Loks gætu landsmenn notið grænna styrkja eða yfirverðs fyrir sölu á endurnýjanlegri orku á evrópskum mörkuðum. • Breska ríkisstjórnin hefur gefið það út að hún er tilbúin að greiða 3-4 falt íslenskt verð fyrir vistvæna orku. • Allt þetta gefur Íslendingum færi á því að auka afrakstur sinn verulega af orkuauðlindum landsins! 6
Ábatinn af því að tengja • Sæstrengur og rafmagnsverð innanlands • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Um raforkunotkun íslenskra heimila • Skattlagning og erlendur samanburður • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Lokaorð
Raforkuverð í Bretlandi helmingi hærra en hérlendis Munur á heildsöluraforkuverði hjá Landsvirkjun og afhendingarmarkaði í Bretlandi 8
Áhrifstrengs á raforkuverð • Lagning sæstrengs til Bretlands ætti að færa raforkuverð hér nær því sem þekkist úti. Það gerist bæði með beinum útflutningi raforku en einnig með sterkari samningsstöðu raforkuframleiðenda. • Líklegt er þó að flutningskostnaður yrði töluverður á téðum streng er myndi viðhalda verðmun á raforku hérlendis og erlendis um fyrirsjáanlega framtíð. • Þá þarf að hafa i huga að greiðsluþol orkufrekra iðnfyrirtækja er takmarkað og hlýtur að setja efri mörk um hækkun orkuverðs hérlendis í framtíðinni. • Raforkusala í gegnum strenginn er einnig undir mjög afmörkuðum formerkjum sem eru bundin af flutningsgetu strengsins. • Þegar allt þetta er lagt saman er líklegt að lagning sæstrengs myndi hækka heildsöluverð á raforku hérlendis en algerlega er óvíst um hve miklar hækkanir yrði að ræða. • Áhrifin af strengnum gætu þannig verið keimlík og ef nýr og sveigjanlegur stór notandi bættist við raforkukerfið en lífið gengi áfram sinn vanagang fyrir flesta aðra. 9
Bretum vantar vistvæna orku Hlutfall endurnýjanlegrar orku af heildarorkunotkun og markmið fyrir árið 2020 10
Ábatinn af því að tengja • Sæstrengur og rafmagnsverð innanlands • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Um raforkunotkun íslenskra heimila • Skattlagning og erlendur samanburður • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Lokaorð
Heimilin nýta aðeins 5% orkunnar Raforkunotkun á Íslandi
Heildsöluverð raforku aðeins þriðjungur af rafmagnsreikningi Samsetning rafmagnsverðs á mánuði fyrir meðalheimili fyrir árið 2011 Samtals kr. 7.309
Kynding húsa er helsti notkunarliður raforku Raforkunotkun heimila með og án hitaveitu
Mismunandi orkureikningar eftir búsetu Skipting orkureiknings hjá heimili í þéttbýli með hitaveitu Skipting orkureiknings hjá heimili í þéttbýli án hitaveitu
Mismunandi raforkuverð eftir búsetu vegna niðurgreiðslna á dreifingu og húshitun Meðalsmásöluverð til íslenskra heimila með og án hitaveitu
Áhrifafhækkunheildsöluverðsmisjöfneftirbúsetu • Heildsöluverð raforku er aðeins um 35% af meðal orkureikningi. • 50% af raforkuverði í smásölu er fastur kostnaður, en 16% skattar. • Um 90% heimila, eða 110 þúsund, eru í þéttbýli og hafa aðgang að hitaveitu. • Þessi heimili greiða um 6.000 krónur á mánuði (m.v. 4.900 kWst notkun á ári) • Um 7% heimila, eða 9000, búa á köldum svæðum og nota raforku úr orkukerfinu til húshitunar • Raforkureikningur þeirra er að meðaltali um 24.000 krónur á mánuði (m.v. 34.000 kWst notkun á ári) eftir rúmlega 10.000 króna niðurgreiðslu. • Af þessu leiðir að áhrif af hækkun heildsöluverðs á raforku um 10% hefur mjög misjöfn áhrif á orkureikning heimilanna eftir búsetu • Orkureikningurinn hækkar á bilinu 1,7% til 6,7% 17
Áhrif 10% hækkunar heildsöluverðs á orku eftir búsetu Hækkun heildarorkureiknings miðað við 10% hækkun á heildsöluverði á raforku 90% heimila 4% heimila 3% heimila = 97% heimila 18
Ábatinn af því að tengja • Sæstrengur og rafmagnsverð innanlands • Um raforkunotkun íslenskra heimila • Skattlagning og erlendur samanburður • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Lokaorð
Orkuverð á Íslandi er langlægst meðal samanburðarlanda Skipting raforkuverðs í smásölu fyrir 100 kWst. fyrir Ísland og samanburðarlönd 20
Mismunandiskattarskýramismun á orkuverðiinnanEvrópu • Raforkuverð til heimila er langlægst á Íslandi miðað við samanburðarlönd. • Ástæðan er fyrst og fremst lágt heildsöluverð á raforku. • Mismunandi raforkuverð innan Evrópu skýrist að mestu af mismunandi skattlagningu. • Sumstaðar hækkar græn skattlagning orkuverðið en á öðrum stöðum er litið á það sem lífskjaramál að halda orkusköttum lágum. • Það er tiltölulega auðvelt fyrir stjórnvöld að hafa áhrif á raforkuverð með inngripum og niðurgreiðslum við sölu og dreifingu raforku. • Niðurgreiðsla á raforku til húshitunar er ein skilvirkasta byggðaaðgerðin og sýnir hve auðvelt það er að stjórna raforkuverði til heimilanna. • Mjög víðtæk notkun hitaveitu veldur því að aðeins 7% heimila verður fyrir búsifjum vegna hækkunar á raforkuverði. • Kostnaðarlítið að endurdreifa eitthvað af ábatanum sem hærra orkuverð skapar hjá orkufyrirtækjum til þessara 9 þúsund heimila. 21
Ábatinn af því að tengja • Sæstrengur og rafmagnsverð innanlands • Um raforkunotkun íslenskra heimila • Skattlagning og erlendur samanburður • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Lokaorð
Íslandættiaðflytjaútraforkuog/eðaorkuríkarvörur • Í skilningi alþjóðahagfræðinnar er Ísland orkuríkt land og ætti að flytja út raforku annað hvort með beinum hætti í gegnum streng eða með útflutningi orkukrefjandi iðnaðarvara. • Virkjun Þjórsár seint á áttunda áratugnum hófst á þeim forsendum að orkusala til stóriðju væri í raun eitt og hið sama og að flytja út raforku. • Þessi stefna hefur síðan gert landsmönnum kleift að byggja upp stóran og hagkvæman orkugeira. • Langtíma orkusamningar til stóriðju munu áfram vera hornsteinn fyrir rekstri Landsvirkjunar um fyrirsjáanlega framtíð hvað sem líður allri strenglagningu. • Það er hins vegar ákaflega mikilvægt að hagræn rökhyggja þessarar útflutningsstefnu detti ekki upp fyrir og víki fyrir öðrum pólitískum markmiðum, svo sem að litið sé fyrst og fremst á uppbyggingu stóriðju sem atvinnusköpun en orkuverðið verði í aukahlutverki. 23
Spurningin um þjóðhagsleganábata – fjórarleiðir • Almennrekstrarhagfræði– strengurmunlækkameðalkostnaðí orkuvinnslu. • Aukin rekstarhagkvæmni – Ókeypis hádegisverður! • Kenningar um alþjóðaviðskipti – strengur mun auka tekjur í orkuframleiðslu og skapa svipaðan ábata og hækkun fiskverðs. • Verkefni stjórnvalda að bæta heimilunum upp mögulega hærri rafmagnsreikning. • Störf og virðisauki - Ef mikill hagnaður skapast af sæstrengssölu er hægt að beina honum inn í hagkerfið með opinberum fjárfestingum eða skattalækkunum sem mun skapa fjölda starfa. • Sala á raforku til stóriðju er nálægt því sama og sala beint úr landi. (Álverin þrjú nýta um 75% af orkuframleiðslu landsins en aðeins rúmlega 1% af mannaflanum.) • Lögmál áhættu og ávöxtunar – Sala á raforku í gegnum sæstreng mun koma fram sem áhættudreifing fyrir orkufyrirtækin þar sem selt er til nýrra og fjölbreyttra aðila • Töluverð áhætta fylgir því að binda 75% raforkusölunnar við aðeins eina atvinnugrein og einungis þrjú álfyrirtæki, og tengja raforkuverð við álverð. 24
Ábatinn af því að tengja • Sæstrengur og rafmagnsverð innanlands • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Um raforkunotkun íslenskra heimila • Skattlagning og erlendur samanburður • Þjóðhagslegur ábati af sæstreng • Lokaorð
Beinharðirpeningar • Núverandi orkusala Landsvirkjunar nemur um 336 þúsundum króna á hvert heimili eða 130 þúsundum á hvert mannsbarn í landinu. • Það er fremur einfaldur reikningur að reikna áhrif hærri sölutekna vegna hærra orkuverðs og/eða betri nýtni í orkukerfinu á tekjusköpun á hvert mannsbarn. • Við þetta væri hægt að færa auknar tekjur Orkuveitunnar og HS Orku sem nema 25% af heildarorkusölu og þannig má hækka ofangreindar tekjutölur. 26
Niðurstaða • Hægt er að líta á lágt raforkuverð til íslenskra heimila sem ákveðna lífskjarastefnu sem er jákvæð að mörgu leyti. Hins vegar er slík stefna mjög óskilvirk ef hún byggir á því að halda raforkuverði lágu í öllu raforkukerfinu og til allra raforkukaupenda. • Fyrir það fyrsta nota íslensk heimili aðeins 5% af raforkuvinnslu á Íslandi þannig að téð lífskjarastefna hefur mjög lélega nýtingu og ótal aðrar skilvirkari leiðir eru til þess að hafa áhrif á raforkukostnað heimilanna. • Ef gert er ráð fyrir því að sæstrengur sé tæknilega öruggur og landsmenn taki takmarkaða fjárhagslega áhættu í tengslum við uppbyggingu og rekstur hans ætti það að vera afar líklegt, og nær öruggt, að hann auki þjóðhagslegan ábata Íslands líkt og allra landa sem hafa samtengt eigin raforkukerfi við kerfi nágranna sinna í lofti, á láði eða legi. 27