1 / 14

Bragfræði

Bragfræði. Helstu grunnatriði. Bundið mál. Beiting máls er bundin reglum sem bætast við venjulegar reglur málsins Megineinkenni bundins máls eru reglubundnar endurtekningar hrynjandi (skipulagður taktur) ljóðstafir rím. Hrynjandi.

latham
Télécharger la présentation

Bragfræði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Bragfræði Helstu grunnatriði

  2. Bundið mál • Beiting máls er bundin reglum sem bætast við venjulegar reglur málsins • Megineinkenni bundins máls eru reglubundnar endurtekningar • hrynjandi (skipulagður taktur) • ljóðstafir • rím

  3. Hrynjandi • Áhersluþung og áherslulétt atkvæði skiptast á með skipulögðum hætti • Þannig er búið til ákveðið hljómfall • Reglan í íslensku er sú að áherslan er á fyrsta atkvæði orða • Áhersluatkvæði er táknað með – • Áherslulítið atkvæði er táknað með

  4. Hrynjandi • Áhersluatkvæði ásamt áhersluléttum sem því fylgir nefnist kveða eða bragliður • Einliður (eitt atkv.) • forliður  • stúfur – • Tvíliður (tvö atkv.) – • Lækur niðar (tveir tvíliðir) • þríliður (þrjú atkv.) – • skall yfir eldhafið ólgandi logandi (4 þríliðir)

  5. Hrynjandi • Einliðir • forliður er áherslulítið atkvæði í upphafi línu (er ekki fullgild kveða) • stúfur er áhersluatkvæði í lok línu • Sigga litla systir mín stúfur situr úti í götu tvíliður er að mjólka ána sín í ofurlitla fötu. forliður

  6. Hákveður og lágkveður • Bragliðir (kveður) hafa mismikla áherslu • Hákveða hefur meiri áherslu en lágkveða • Hver braglína hefst á hákveðu • Hákveður og lágkveður skiptast á í ljóðlínum • Sigga litla systir mín (4 kveður) • í ofurlitla fötu (3 kveður)

  7. Ljóðstafir • Sömu hljóð koma fyrir með reglubundnum hætti • Skiptast í stuðla og höfuðstafi. Stuðlar eru í stökum ljóðlínum (línum 1, 3, 5 o.s.frv.) en höfuðstafur í jöfnum ljóðlínum (línum 2, 4, 6 o.s.frv.) • Beiting ljóðstafa er kölluð stuðlasetning • Sigga litla systir mín situr úti í götu

  8. Stuðlar og höfuðstafir • Samhljóð stuðla saman en verða öll að vera hin sömu • Sérhljóð stuðla saman en þurfa ekki að vera öll hin sömu • Tvíhljóð er talið einn ljóðstafur • Um sp, sk, st gilda sérstakar reglur þar sem sk stuðlar bara með sk, sp með sp og st með st • Ljóðstafir miðast við framburð en ekki stafsetningu

  9. Reglur um stuðlasetningu • Allir ljóðstafir verða að standa í áhersluatkv. og höfuðstafur í fyrsta áhersluatkv. annarrar línu • Annar stuðull a.m.k. verður að vera í hákveðu • Ef báðir stuðlar eru í hákveðum má ekki vera lengra á milli þeirra en ein lágkveða • Ef annar stuðullinn er í lágkveðu verður hinn stuðullinn að vera í næstu hákveðu á undan eða á eftir

  10. Reglur um stuðlasetningu • Ef síðari stuðull er í lágkveðu má í mesta lagi vera einn bragliður milli hans og höfuðstafs • Ef síðari stuðull er í hákveðu mega í mesta lagi vera tveir bragliðir að höfuðstaf

  11. Rím • Rím er endurtekning sömu eða svipaðra hljóðasambanda í áhersluatkv. Algengasta rím er alrím. Þá ríma saman sömu sérhljóð og sömu eftirfarandi samhljóð • Hafa ber í huga að rím byggir á framburði ekki rithætti. T.d. geta orðin karl og fall rímað saman.

  12. Endarím • Endarím er rím í lok línu • Runurím Séð hef ég rjúpu veiða val, vankakind að skutla hval, dauða kerling ydda al, ostinn reka upp hanagal. • Víxlrím Ýmsir þrá en ekkert fá, af því gerast bitrir. Flestir reynast eftir á ótrúlega vitrir.

  13. Hálfrím • Sérhljóðin ólík en eftirfarandi samhljóð þau sömu • sund - land, húm - tóm • Sama sérhljóð en ekki sömu eftirfarandi samhljóð. Þau hafa þó oft sama myndunarhátt • stein - heim, reiður - feigur

  14. Karlrím og kvenrím • Karlrím: Orðin sem ríma saman eru eitt atkvæði • fet - set, ljót - fót (táknað með lágstöfum) • Kvenrím: Orðin sem ríma saman eru tvö atkvæði • hlátur - grátur, fanga - langa (táknað með hástöfum) • Veggjað rím: Orðin sem ríma saman eru þrjú atkvæði • sögunum - dögunum

More Related