220 likes | 890 Vues
Bragfræði. Helstu grunnatriði. Bundið mál. Beiting máls er bundin reglum sem bætast við venjulegar reglur málsins Megineinkenni bundins máls eru reglubundnar endurtekningar hrynjandi (skipulagður taktur) ljóðstafir rím. Hrynjandi.
E N D
Bragfræði Helstu grunnatriði
Bundið mál • Beiting máls er bundin reglum sem bætast við venjulegar reglur málsins • Megineinkenni bundins máls eru reglubundnar endurtekningar • hrynjandi (skipulagður taktur) • ljóðstafir • rím
Hrynjandi • Áhersluþung og áherslulétt atkvæði skiptast á með skipulögðum hætti • Þannig er búið til ákveðið hljómfall • Reglan í íslensku er sú að áherslan er á fyrsta atkvæði orða • Áhersluatkvæði er táknað með – • Áherslulítið atkvæði er táknað með
Hrynjandi • Áhersluatkvæði ásamt áhersluléttum sem því fylgir nefnist kveða eða bragliður • Einliður (eitt atkv.) • forliður • stúfur – • Tvíliður (tvö atkv.) – • Lækur niðar (tveir tvíliðir) • þríliður (þrjú atkv.) – • skall yfir eldhafið ólgandi logandi (4 þríliðir)
Hrynjandi • Einliðir • forliður er áherslulítið atkvæði í upphafi línu (er ekki fullgild kveða) • stúfur er áhersluatkvæði í lok línu • Sigga litla systir mín stúfur situr úti í götu tvíliður er að mjólka ána sín í ofurlitla fötu. forliður
Hákveður og lágkveður • Bragliðir (kveður) hafa mismikla áherslu • Hákveða hefur meiri áherslu en lágkveða • Hver braglína hefst á hákveðu • Hákveður og lágkveður skiptast á í ljóðlínum • Sigga litla systir mín (4 kveður) • í ofurlitla fötu (3 kveður)
Ljóðstafir • Sömu hljóð koma fyrir með reglubundnum hætti • Skiptast í stuðla og höfuðstafi. Stuðlar eru í stökum ljóðlínum (línum 1, 3, 5 o.s.frv.) en höfuðstafur í jöfnum ljóðlínum (línum 2, 4, 6 o.s.frv.) • Beiting ljóðstafa er kölluð stuðlasetning • Sigga litla systir mín situr úti í götu
Stuðlar og höfuðstafir • Samhljóð stuðla saman en verða öll að vera hin sömu • Sérhljóð stuðla saman en þurfa ekki að vera öll hin sömu • Tvíhljóð er talið einn ljóðstafur • Um sp, sk, st gilda sérstakar reglur þar sem sk stuðlar bara með sk, sp með sp og st með st • Ljóðstafir miðast við framburð en ekki stafsetningu
Reglur um stuðlasetningu • Allir ljóðstafir verða að standa í áhersluatkv. og höfuðstafur í fyrsta áhersluatkv. annarrar línu • Annar stuðull a.m.k. verður að vera í hákveðu • Ef báðir stuðlar eru í hákveðum má ekki vera lengra á milli þeirra en ein lágkveða • Ef annar stuðullinn er í lágkveðu verður hinn stuðullinn að vera í næstu hákveðu á undan eða á eftir
Reglur um stuðlasetningu • Ef síðari stuðull er í lágkveðu má í mesta lagi vera einn bragliður milli hans og höfuðstafs • Ef síðari stuðull er í hákveðu mega í mesta lagi vera tveir bragliðir að höfuðstaf
Rím • Rím er endurtekning sömu eða svipaðra hljóðasambanda í áhersluatkv. Algengasta rím er alrím. Þá ríma saman sömu sérhljóð og sömu eftirfarandi samhljóð • Hafa ber í huga að rím byggir á framburði ekki rithætti. T.d. geta orðin karl og fall rímað saman.
Endarím • Endarím er rím í lok línu • Runurím Séð hef ég rjúpu veiða val, vankakind að skutla hval, dauða kerling ydda al, ostinn reka upp hanagal. • Víxlrím Ýmsir þrá en ekkert fá, af því gerast bitrir. Flestir reynast eftir á ótrúlega vitrir.
Hálfrím • Sérhljóðin ólík en eftirfarandi samhljóð þau sömu • sund - land, húm - tóm • Sama sérhljóð en ekki sömu eftirfarandi samhljóð. Þau hafa þó oft sama myndunarhátt • stein - heim, reiður - feigur
Karlrím og kvenrím • Karlrím: Orðin sem ríma saman eru eitt atkvæði • fet - set, ljót - fót (táknað með lágstöfum) • Kvenrím: Orðin sem ríma saman eru tvö atkvæði • hlátur - grátur, fanga - langa (táknað með hástöfum) • Veggjað rím: Orðin sem ríma saman eru þrjú atkvæði • sögunum - dögunum