1 / 12

HJÁLPARBLAÐ GREINING Í BÓKMENNTUM BLS 140 – 141 Í ORÐAGALDUR UNDIRBÚNINGUR FYRIR RITGERÐARVINNU

HJÁLPARBLAÐ GREINING Í BÓKMENNTUM BLS 140 – 141 Í ORÐAGALDUR UNDIRBÚNINGUR FYRIR RITGERÐARVINNU. Um höfund og söguna. Hver er höfundurinn? Stutt æviágrip höfundar? Önnur verk hans? Hægt að afla upplýsinga á netinu. Flétta. Segðu frá efni sögunnar, stutt og markvisst

manchu
Télécharger la présentation

HJÁLPARBLAÐ GREINING Í BÓKMENNTUM BLS 140 – 141 Í ORÐAGALDUR UNDIRBÚNINGUR FYRIR RITGERÐARVINNU

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. HJÁLPARBLAÐGREINING Í BÓKMENNTUMBLS 140 – 141 Í ORÐAGALDURUNDIRBÚNINGUR FYRIR RITGERÐARVINNU

  2. Um höfund og söguna • Hver er höfundurinn? • Stutt æviágrip höfundar? • Önnur verk hans? • Hægt að afla upplýsinga á netinu

  3. Flétta • Segðu frá efni sögunnar, stutt og markvisst • Hafðu í huga þríeindina = kynningu, flækju (t.d. togstreitu, spennu) og lausn þegar þú athugar hvernig sagan er byggð • hvernig er kynningu háttað? • Hvenær byrjar flækjan eða ris sögunnar? • Hvernig greiðist svo úr flækjunni í lok sögunnar?

  4. Sjónarhorn höfundar • Hvaða frásagnaraðferð velur höfundur sér • 1. eða 3. persónu frásögn • Er hann alvitur eða takmarkar hann vitneskju sína? • Alvitur = er alls staðar, veit allt sem gerist, sér í hug allra eða flestra persóna. • Takmörkun vitneskjun = heldur sig við eina eða fáar persónur alla söguna út í gegn. Hann sér einungis í hug einnar eða fárra og lesandi verður að giska á og draga sínar eigin ályktanir af því sem sagt er í sögunni. • Fyrstu persónu frásögn = er persóna í sögunni og segir söguna í fyrstu persónu. Nú veit sögumaður aðeins það sem gerist næst honum og sér ekki í hug neinnar persónu, verður sjálfur að draga ályktanir af því sem hann sér og heyrir.

  5. Persónusköpun og persónulýsingar • Hverjar eru aðalpersónur, hverjar eru aukapersónur? • Hvernig er þeim lýst, þ.e. hvernig eru þær látnar lýsa sér með tali, hugsunum, framkomu og gerðum og hvernig skynja aðrir þær? • Hvernig er sambandi þeirra háttað við aðrar persónur?

  6. Minni • Hver eru meginviðfangsefni sögunnar? • Hvaða dæmigerðu aðstæður í mannlegum samskiptum má finna í sögunni? • Minni nær til aðstæðna sögupersóna í mannlegum samskiptum og félagslegu umhverfi. • Mörg minni eru síendurtekin í sögum og ævintýrum í gegnum tíðina • Vonda stjúpan, ástarþríhyrningur, sorg, einelti, vinátta, þrjár þrautir eða tilraunir, hetja á tvo kosti að velja og báða slæma, anstæðurnar gott og illt, týndi sonurinn o.fl.

  7. Tími • Sögutimi = Hvenær er sagan skrifuð eða útgefin? • Innri tími = Hvað líður langur tími innan sögunnar? • Ytri tími = Hvenær á sagan að gerast? • Hvað er það sem gefur lesandanum vísbendingar um ytri tíma sögunnar?

  8. Umhverfi • Hvar gerist sagan? • Gerist hún t.d. í þorpi, borg eða sveit? • Gerist hún mikið utan dyra, og þá hvar? • Eða innan dyra, og þá hvar? • Eru umhverfislýsingar, t.d. á húsi og húsmunum, náttúru? • Ef svo er komdu þá með dæmi • Hvernig er félagslegu umhverfi persónanna háttað? • Eru þær fátækar eða efnaðar • Eiga þær vini eða eru einmana?

  9. Form • Hversu löng er sagan? • Er eitthvað sem brýtur form hennar upp eins og ljóð eða samtöl? • Er hún kaflaskipt?

  10. Stíll • Er sagan skrifuð á auðlesnu máli? • Eru málsgreinar stuttar eða langar? • Er skrúðmælgi eða er textinn hnitmiðaður? • Eru stílbrögð í sögunni? • Viðlíkingar, myndhverfingar, persónugervingar, hlutgervingar (bls. 118 í Orðagaldri) • Sýndu dæmi ef eru? • Hvernig er hugblær sögunnar, þín skynjun og tilfinningar, er hann kærulaus, kaldhæðinn, mikið slangur og slettur, hátíðleiki, sorgleg o.s.frv.?

  11. Að túlka • Hver er boðskapur sögunnar eða hvað er það sem höfundur vill koma á framfæri með sögu sinni?

  12. Að meta • Hvert er mat þitt á sögunni? • Höfðaði sagan til þín? • Er eitthvað sem þú vildir hafa örðuvísi í sögunni? • Mundu að rökstyðja skoðanir þínar

More Related