1 / 26

Íslensk málsaga Hljóð úr hálsi, Bls. 76-85

Íslensk málsaga Hljóð úr hálsi, Bls. 76-85. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Er hægt að skrifa með útlensku stafrófi?. Íslendingar fóru að nota latínuletur á 11. öld. Fljótt komust þeir að raun um að rittákn vantaði fyrir tiltekin hljóð málsins.

ping
Télécharger la présentation

Íslensk málsaga Hljóð úr hálsi, Bls. 76-85

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaHljóð úr hálsi, Bls. 76-85 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Er hægt að skrifa með útlensku stafrófi? • Íslendingar fóru að nota latínuletur á 11. öld. • Fljótt komust þeir að raun um að rittákn vantaði fyrir tiltekin hljóð málsins. • Þennan vanda leysti merkur vísindamaður á 12. öld. • Fyrsti málfræðingurinn!!! • Hann setti sér að bæta í stafróf landsmanna þeim sérhljóðatáknum sem þar var ekki að finna og lýsti framburði annarra hljóða svo að nú geta menn betur gert sér grein fyrir framburði forfeðranna. • Tillögurnar komu þó aldrei fyrir augu allra íslenskra skrifara. Sumir héldu því áfram að nota útlent stafróf.

  3. Hvað greinir sérhljóðin í sundur? • Sérhljóðakerfi íslensku hefur breyst mikið frá öndverðu. • Samhljóðatákn eru þau sömu og notuð eru í fornum ritum en framburður hljóðanna sem þau tákna er stundum annar og fer þá einkum eftir stöðu þeirra í orði og grannhljóðum; er stöðubundinn.

  4. Hvað greinir sérhljóðin í sundur? Íslenskt nútímasérhljóðakerfi FrammæltUppmælt Ókringd KringdÓkringd Kringd Nálæg í ú Hálfnálæg i u Hálffjarlæg e ö o Fjarlæg a Alls 8 sérhljóð

  5. Hvað greinir sérhljóðin í sundur? • Auk þessa eru fimm tvíhljóð í íslensku; búin til úr hinum 8 sérhljóðum hér að framan: • a+í = æ • a+ú = á • ö+í = au • o+ú = ó • e+í = ei • Jafnframt ritum við y, ý og ey þótt þessi tákn standi fyrir sömu hljóð og i, í og ei.

  6. Hvernig var sérhljóðakerfið í upphafi ritaldar? Sérhljóðakerfið um 1100 Frammælt Uppmælt Ókringd Kringd Ókringd Kringd Nálæg i y u Miðlæg e ø o Fjarlæg ę a ọ Þetta er þó ekki nema hluti kerfisins. Hljóðin voru ýmist stutt eða löng. Í Fyrstu málfræðiritgerðinni er lagt til að löngu sérhljóðin séu táknuð með broddstaf. Hins vegar gætir ekki samræmis í fornum handritum.

  7. Hvað er hljóðdvalarbreyting? • Í því sérhljóðakerfi sem fyrsti málfræðingurinn lýsir eru sérhljóð ýmist löng eða stutt. Þessi lengd var rígskorðuð: • far = stutt a • fár = langt a • Í nútímamáli er lengdin hins vegar stöðubundin: • una = langt u af því að stutt samhljóð er á eftir • unna = stutt u af því að langt samhljóð er á eftir

  8. Hvað er hljóðdvalarbreyting? • Hljóðdvalarbreytingin gekk í gegn á 15. og einkum á 16. öld. • Þá lengdust stutt hljóð ef stutt samhljóð fylgdi á eftir. • Þá komst líka los á löngu hljóðin og þau styttust ef langt samhljóð fór á eftir.

  9. Hvað er hljóðdvalarbreyting? • Í elstu íslensku: • mar = stutt a • már = langt a • Eftir hljóðdvalarbreytingu voru bæði hljóðin löng. • Orðin mar og már féllu þó ekki saman af því að á hafði áður fengið nýtt hljóðgildi; aú. • Á sömu lund breyttust eftirfarandi sérhljóðapör: • o:ó (ó breyttist í oú) • e:é (é breyttist í íe og síðar í je) • Af löngu hljóðunum héldu í og ú hins vegar hljóðgildi sínu.

  10. Hvernig breyttist sérhljóðakerfið? • Í elstu handritum eru þrjú tvíhljóð og þau voru löng: • ei (borið fram eí) • ey (borið fram öí) • au (borið fram aú) • Ath. Í þessu sambandi fornan framburð á orðunum Reykjavík og Haukur.

  11. Hvernig breyttist sérhljóðakerfið? • Breytingar á stutta sérhljóðakerfinu (á 12. og 13. öld): • e og ę runnu saman í e • ọ og ø runnu saman í ö • Eftir það varð stutta kerfið á þessa lund: FrammæltUppmælt Ókringd Kringd Ókringd Kringd Nálæg i y u Miðlæg e ö o Fjarlæg a

  12. Hvernig breyttist sérhljóðakerfið? • Breytingar á langa sérhljóðakerfinu (hófust flestar á 13. öld): • ‘ọ og á féllu saman í á (‘ọss=guð, áss=stöng > ás) • ‘ø og ´ę féllu saman í æ (fyrir þennan tíma rímaði ekki færa/særa: f‘øra/s´ęra) FrammæltUppmælt Ókringd Kringd Ókringd Kringd Nálæg í ý ú Miðlæg é ó Fjarlæg æ á Einhvern tímann á 15. öldinni byrjuðu Íslendingar svo að rugla saman i/y og í/ý. Sá þáttur sem greindi þessi hljóð í sundur; kringing varanna, týndist smám saman.

  13. Nýtt kerfi tvíhljóða • Íslenska sérhljóðakerfið hefur einfaldast mjög mikið. • Í stað 18 sérhljóða (langa og stutta kerfið) höfum við 8 og lengd þeirra er stöðubundin. • Við höfum hins vegar fleiri tvíhljóð nú en til forna, þ.e. 5 í stað 3 áður. • Einungis í stafsetningu er gerður greinarmunur á i/y, í/ý og ei/ey.

  14. Nýtt kerfi tvíhljóða • Auk þess hafa nú nokkur sérhljóð svæðisbundinn framburð eftir stöðu sinni í orði. • Flestir landsmenn bera t.d. fram „breiðan“ sérhljóða á undan -ng og -nk en Vestfirðingar bera sumir fram „grannan“ sérhljóða á undan -ng/-nk. (Dæmi: laúngur/langur) • Flestir landsmenn bera einnig fram „breiðan“ sérhljóða á undan -gi en margir Skaftfellingar bera fram grannan sérhljóða í þessari stöðu. (Dæmi: maígi/magi).

  15. Hvað er óæskileg málbreyting? • Flestir málfræðingar vilja halda í gömul málbrigði enda auka þau á fjölbreytileika málsins og torvelda ekki skilning manna í millum. • Flámæli/hljóðvilla hefur oft verið nefnt sem óæskileg málbreyting. • e borið fram í stað langs i (sker borið fram í stað skyr) • ö borið fram í stað langs u (flöga borið fram í stað fluga) • Þessari málbreytingu var útrýmt með skipulögðum hætti. • Nú á tímum má segja að ný tegund flámælis sé komin upp; s.k. öfugtflámæli: • u borið fram í stað langs ö (stuð borið fram í stað stöð)

  16. Hvað er óæskileg málbreyting? • Einföldun tvíhljóða: • ustur borið fram í stað austur. • grann borið fram í stað grænn. • tvem borið fram í stað tveim.

  17. Hvað er óæskileg málbreyting? • Niðurstaðan er þessi: • Framburður hefur breyst mikið frá öndverðu vegna þess að hljóð hafa fallið saman og tvíhljóðum hefur fjölgað. • Lengd sérhljóða var áður föst en er nú bundin af stöðu þeirra í orði. • Þessum breytingum er ekki lokið. Framburður fólks um allt land leitar sífellt meira í sama horf. • Það er óæskilegt að hljóðkerfi, beygingarkerfi og setningakerfi taki miklum breytingum því breytingarnar rjúfa smám saman það samhengi sem er einkenni íslensks máls frá öndverðu. • Hins vegar má málið vaxa af orðum um þau fyrirbæri sem menn þurfa að tala um í nútímasamfélagi.

  18. SAMHLJÓÐABREYTINGAR

  19. Stafróf og hljóð • Samhljóðum er skipt í nokkra flokka eftir því hvernig við myndum þau: • lokhljóð • önghljóð • nefhljóð • sveifluhljóð • hliðarhljóð

  20. Stafróf og hljóð Íslenskt samhljóðakerfi varahljóð tannhljóð gómhljóð Lokhljóð p, b t, d g, k Önghljóð f, v þ, ð, s j Nefhljóð m n Sveifluhljóð r Hliðarhljóð l Þessi tafla er ekki nákvæm. Inn í hana vantar t.d. þau önghljóð sem k og g standa fyrir í orðum eins og vakt og saga.

  21. Samhljóðakerfið hefur breyst • Samhljóðakerfið hefur breyst en þær breytingar hafa ekki orðið eins viðamiklar og breytingarnar á sérhljóðakerfinu. • Samt sem áður eru samhljóðabreytingar undirstaða flestra íslenskra mállýskna nú til dags. • Líklega voru flestar samhljóðabreytingar um garð gengnar um það leyti sem siðaskiptin urðu, þ.e. Um 1550.

  22. Samhljóðakerfið hefur breyst • Dæmi um breytingar á framburði samhljóða: • Breytingar á –ll • Áður fyrr voru orð á borð við völlur, hella og köllun borin fram eftir stafanna hljóðan. Nú hefur –d komið inn sem innskotshljóð; vödlur, hedla, ködlun. • Áfram er þó –ll-hljóð í orðum á borð við Silla, Elli, Villi. • Breytingar á -nn • Áður fyrr sögðu menn steinn, vænn og húnn þar sem nú er borið fram steidn, vædn og húdn. Langa n-ið breyttist í -dn eftir löngu sérhljóði skv. gamla sérhljóðakerfinu. • Enn bera þó allir fram –nn á eftir sérhljóðum sem voru stuttir í árdaga, s.s. hann, hinn, farinn. • Breytingar á -fn og -fl • Þar sem nú er skrifað -fn og -fl inni í orðum segja landsmenn bn eða -bl, s.s. Í safn, efni, hæfni, efla, tafla. Hér hefur önghljóð orðið að lokhljóði. • Víða um land tóku margir upp hliðstæðan framburð í –fð og –gð-samböndum, sbr. habði og sagði.

  23. Hvað er harðmæli og linmæli • Ath. kortin á bls. 83! • Margir Norðlendingar bera fram fráblásið p,t,k á eftir löngu áherslusérhljóði. (Dæmi: tapa, úti, aka). • Aðrir landsmenn bera fram ófráblásin lokhljóð í þessari stöðu. (Dæmi: taba, údi, aga).

  24. Hvernig bera menn fram hv-? • Hljóðið sem táknað er með h hefur breyst í munni landsmanna þegar það stendur á undan v: • hvítur • hvalur • hvergi • Langflestir bera fram k í upphafi þessara orða en þó eru margir sunnan- og suðaustanlands sem enn bera fram h í orðum sem þessum.

  25. Hvar hafa menn raddaðan framburð? • Röddun nefnist það þegar hljóðin hljóma vegna þess að raddböndin titra þegar þau eru sögð. • Sérhljóð eru ávallt rödduð. • Sum samhljóð eru aldrei rödduð (p,t,k,b,d,s). • Röddun sumra samhljóða fer eftir því hvar þau eru stödd í orði (n,m,l,r). • Sum samhljóð eru alltaf rödduð (v). • Norðanlands radda margir n, m,l á undan p,t,k: • henta, banki, hempa, úlpa, svunta, stúlka. • Þessi framburður er þó mjög á undanhaldi.

  26. Hvað einkenndi skaftfellskan framburð? • -rn/-rl-framburður • d ekki skotið inn í orð á borð við barn og varla. • hv-framburður • h verður ekki að k á undan v í framstöðu orða (sbr. hver, hvaðan, hvor o.s.frv.) • Einnig mætti nefna skaftfellskan einhljóðaframburð • Grannur sérhljóði borin fram á undan –gi (sbr. lögin, agi o.s.frv.)

More Related