1 / 18

Öryggi og heilsa sjómanna um borð

Öryggi og heilsa sjómanna um borð. Ráðstefna í lok Öryggisviku sjómanna 3. október 2002. Alþjóðlegar kröfur um menntun sjómanna. Helgi Jóhannesson, Siglingastofnun Íslands. Alþjóðasamningar STCW-F frá 1995 (fiskiskip) STCW frá 1978, br. 1995 (farþega- og flutningaskip) EES tilskipun

ratana
Télécharger la présentation

Öryggi og heilsa sjómanna um borð

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Öryggi og heilsa sjómanna um borð • Ráðstefna í lok Öryggisviku sjómanna 3. október 2002. • Alþjóðlegar kröfur um menntun sjómanna. • Helgi Jóhannesson, Siglingastofnun Íslands

  2. Alþjóðasamningar • STCW-F frá 1995 (fiskiskip) • STCW frá 1978, br. 1995 • (farþega- og flutningaskip) • EES tilskipun • Tilskipun um lágmarksþjálfun sjómanna, 2001/25/EB (farþega- og flutningaskip)

  3. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips frá 1995 (STCW-F).http://www.sigling.is/Log_reglugerdir/althjodasamningar.html • Gerð á ráðstefnu IMOsem haldin var í London 26. júní - 7. júlí 1995 og tóku 74 ríki þátt í ráðstefnunni. • Tilgangur: • Samræma bindandi lágmarksviðmiðanir um menntun og þjálfun áhafna fiskiskipa til að auka öryggi skipa og áhafna. • Hefur að geyma ákvæði um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöður skipstjóra, stýrimanna, vélstjóra og fjarskiptamanna um borð í fiski skipum sem eru 24 metrar að lengd eða lengri.

  4. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips frá 1995 (STCW-F). • Öðlast gildi 12 mánuðum eftir að 15 ríki fullgilda, staðfesta eða samþykkja hana eða gerast aðilar að henni. Í dag hafa þrjú ríki fullgilt samþykktina, Danmörk, Rússland og Ísland. • IMO áformar að gera sérstakt átak til að fá aðildarríki sín til að fullgilda samþykktina. Leitað hefur verið til Siglingastofnunar til að útbúa gögn fyrir námskeið sem IMO áformar að standa fyrir til að ýta á eftir að samþykktin öðlist alþjóðlegt gildi.

  5. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips frá 1995 (STCW-F). • Efni samþykktarinnar: • Í I. kafla eru skilgreiningar á ýmsum hugtökum, gildissvið, tilhögun eftirlits, miðlun upplýsinga, útgáfu skírteina, áritanir skírteina, lagaskil, undanþágur og lágmarkskröfur. • Í II. kafla eru ákvæði um lögboðnar lágmarkskröfur sem fullnægja ber til að öðlast réttindi skipstjóra og yfirmanna siglingavakta á fiskiskipum, þar með talið um viðeigandi skírteini, aldur, heilbrigði, siglingatíma, nám og próf. Ítarleg ákvæði eru um námskrá sem skal vera undirstaða prófs til tiltekinna atvinnuréttinda skipstjórnarmanna. • Í II. kafla eru jafnframt ákvæði um lögboðnar lágmarkskröfur sem fullnægja ber til að öðlast réttindi yfirvélstjóra og 2. vélstjóra á fiskiskipum með 750 kW aðalvél eða stærri, þar með talið ákvæði um viðeigandi skírteini, aldur, heilbrigði, siglingatíma, nám og próf. Ítarleg ákvæði er jafnframt að finna um námskrá sem skal vera undirstaða prófs til tiltekinna atvinnuréttinda yfirvélstjóra og 2. vélstjóra.

  6. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips frá 1995 (STCW-F). • Í 6. reglu í II. kafla eru ákvæði um lágmarkskröfur sem fullnægja ber til að öðlast réttindi fjarskiptamanns um borð í fiskiskipum, þar með talið um viðeigandi skírteini, aldur, heilbrigði, siglingatíma, nám og próf. Ítarleg ákvæði eru um námskrá sem skal vera undirstaða prófs til að gegna stöðu fjarskiptamanns um borð í fiskiskipi. • Í 7. og 8. reglu í II. kafla eru ákvæði umlágmarkskröfur sem fullnægja ber til að tryggja áframhaldandi hæfni og endurmenntun skipstjóra, yfirmanna siglingavakta, vélstjóra og fjarskiptamanns. • Í III. kafla eru ákvæði um grunnmenntun og þjálfun áhafnar fiskiskips. • Í IV. kafla samþykktarinnar eru ákvæði um grundvallaratriði sem fylgja ber við siglingavakt um borð í fiskiskipum.

  7. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips frá 1995 (STCW-F). • Í viðbæti við samþykktina er að finna ýmis form skírteina, m.a. form fyrir alþjóðlegt skírteini til starfa á fiskiskipi gefin út til ríkisborgara útgáfuríkis og áritun sem staðfestir viður kenningu á skírteini erlends ríkisborgara. • Innleiðing í íslenskan rétt: • Frumvarp til laga árið 1998 (ekki útrætt) • Frumvarp til laga árið 1999 (ekki útrætt) • Frumvarp til laga árið 2000 (ekki útrætt hvað fiskiskip varðar) • Frumvarp til laga árið 2002 (ekki útrætt) • Frumvörpin miðuðuvið að Ísland gerist aðili að samþykktinni og taka ákvæði frumvarpsins mið af ákvæðum hennar.

  8. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips frá 1995 (STCW-F). • Þingsályktanir um fullgildingu STCW-F: • 2001: Utanríkisráðherra leggur fram tillögu til þingsályktunar um aðild að samþykktinni. Vegna kjaradeilu sjómanna á fiskiskipum vorið 2001 ákvað samgönguráðherra að fresta þeim hluta frumvarpsins sem fjallaði um fiskiskip, en hluti frumvarpsins varð að lögum nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa. Í ljósi þessa var þingsályktunartillaga utanríkisráðherra ekki afgreidd á því löggjafarþingi. • 2002: Samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um fullgildingu.

  9. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips frá 1995 (STCW-F). • Ályktun IMO: • 29. nóvember 2001 samþykkir allsherjarþing IMO ályktun A.925(22) um gildistöku og innleiðingu Torremolinos-bókunar frá 1993 og STCW-F alþjóðasamþykktar. • hvetur ríkisstjórnir til að gerast aðilar að samþykktunum • hvetur IMO til að gera ráðstafanir með það að markmiði að aðstoða aðildarríki til að gerast aðilar að samþykktinni. • IMO áformar að gera sérstakt átak til að fá aðildarríki sín til að fullgilda samþykktina. Leitað hefur verið til Siglingastofnunar til að útbúa gögn fyrir námskeið sem IMO áformar að standa fyrir til að ýta á eftir að samþykktin öðlist alþjóðlegt gildi.

  10. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafnar fiskiskips frá 1995 (STCW-F). • Aðild Íslands: • 24. apríl 2002 var samþykkt á Alþingi þingsályktunum aðild Íslands að alþjóðasamþykkt um viðmiðanir fyrir menntunog þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafna fiskiskipa (STCW-F). • 28. maí 2002 staðfestir IMO aðild Íslands að STCW-F.

  11. Alþjóðaflutningaverkamannasambandsráðstefnuályktanir skv. tillögum Vélstjórafélags Íslands í Vancouver 14. - 21.ágúst 2002. • ·        að ekki verði gerðar minni réttindakröfur til fiskimanna samkvæmt STCW-F eins og gerðar eru til farmanna samkvæmt STCW • ·        að ýtt verði undir fullgildingu og gildistöku STCW-F samþykktarinnar og að því búnu verði leitast við að breyta henni til samræmis við STCW samþykktina. • ·        að stofnunin setji enn frekari reglur um hönnun og rekstur skipa í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekara heilsutjón þeirra er starfi í vélarúmi skipa

  12. Alþjóðaflutningaverkamannasambandsráðstefnuályktanir skv. tillögum Vélstjórafélags Íslands í Vancouver 14. - 21.ágúst 2002. • ·        að STCW-F samþykktin öðlist gildi og komi til framkvæmda og í framhaldi af því verði settar sérstakar reglur um réttindakröfur vélstjóra á skipum með aðalvél undir 750 kw • ·        að ríkisstjórnir eigi ekki að nýta sér STCW-F samþykktina til að minnka til samræmis við hana þær réttindakröfur sem meiri eru í núgildandi atvinnuréttindalögum.

  13. Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna á kaupskipum (STCW).http://www.sigling.is/Log_reglugerdir/althjodasamningar.html • Hlaut samþykki hjá IMO sumarið 1978 í Lundúnum. • Öðlaðist gildi 28. apríl 1984 þegar hún hafði verið fullgilt af 25 ríkjum sem áttu helming af samanlögðum kaupskipaflota heimsins. • Fyrsta tilraun þjóða heims til að setja alþjóðlegar lágmarkskröfur eða staðla um þjálfun og menntun áhafna kaupskipa. • Ein mikilvægasta alþjóðasamþykkt sem gerð hefur verið til að auka öryggi sjómanna.

  14. Tilefni 1978 samþykktarinnar. Misræmi í menntunar- og þjálfunarkröfum sjómanna á kaupskipum í einstökum aðildarríkjum IMO. Áður engir samræmdir alþjóðastaðlar um útgáfu atvinnuskírteina. Brýnt að samræma menntunar- og þjálfunarkröfur til að auka öryggi skipa og áhafna. Lágmarksstaðla sem samningsaðilum er skylt að uppfylla. Samþykktin átti að auka hæfniskröfur til sjómanna um heim allan. Auka þar með öryggi manna sem sigla á höfunum og umhverfisvernd lífríkisins (mengun).

  15. 1978 samþykktin nær ekki tilgangi sínum. Seint á 9. áratug kom í ljós að samþykktin náði ekki tilgangi sínum. Þó jókst stuðningur við hana jafnt og þétt. Hæfniskröfur ekki nógu strangar. Skortur á samræmingu í túlkun aðila á henni. Sumir aðilar vanræktu að tryggja að farið væri með fullnægjandi hætti að kröfum STCW 78. Stjórnvöld í hverju aðildarríki höfðu nokkuð frjálsar hendur um að framfylgja ákvæðum STCW 78. Ekki lengur hægt að treysta á STCW-skírteini til sönnunar á hæfni.

  16. Í hvaða löndum eru skírteini íslenskra sjómanna viðurkennd til að starfa á farþega- og flutningaskipum • Hvítlisti IMO – 107 aðildarríki – STCW regla I/7 • Samningar við aðra aðila að STCW-samþykktinni á hvítlistanum – STCW-regla I/10 Antigua og Barbuda Bahamas Belize Danmörk Dominica Hong Kong Mön Líbería Marshalleyjar Malta Noregur Panama Singapore Vanuatu Indónesía • Í undirbúningi eru samningar við eftirtalin ríki: Kýpur Eistland Pólland Úkraína

  17. Alþjóðasamþykkt um viðmiðanir að því er varðar menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW) Innleiðing í íslenskan rétt: Aðild Íslands 21. júní 1995. • Lög um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, 76/2001 • Reglugerð um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa (væntanleg) • Reglugerð um vaktstöður um borð í íslenskum farþegaskipum og flutningaskipum, 599/2002

  18. Lög um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, 76/2001 Menntun og þjálfun Útgáfa alþjóðlegra skírteina og skilyrði Íslenskur ríkisborgari eða frá EES Menntun, þjálfun og próf úr sjómannaskóla Tiltekinn aldur Siglingatími Heilbrigði sjón og heyrn Gildistími og endurnýjun skírteina Viðurkenning erlendra skírteina Vaktstaða; reglugerð nr. 599/2001. Undanþágur Eldri skírteini Ábyrgð útgerðarmanns og skipstjóra Flokkar skírteina Öryggismönnun Úrskurðarnefnd siglingamála

More Related