530 likes | 1.33k Vues
Landmótun – vatnið og landið. Hringrás vatns Grunnvatn Landmótun Flokkun áa Fossar. Hringrás vatns á jörðinni. Hringrás vatns. Vatn gegnir stóru hlutverki í landmótun. Líkt og aðrir þættir landmótunar er hringrás vatns knúin af sólarorku. Sólin “dælir” vatni upp í lofthjúpinn.
E N D
Landmótun – vatnið og landið Hringrás vatns Grunnvatn Landmótun Flokkun áa Fossar
Hringrás vatns • Vatn gegnir stóru hlutverki í landmótun. • Líkt og aðrir þættir landmótunar er hringrás vatns knúin af sólarorku. Sólin “dælir” vatni upp í lofthjúpinn. • Höfin geyma stærstan hluta vatns á jörðinni. Þar á eftir koma jöklar og grunnvatnsgeymirinn. • Neðan við 3 km dýpi í jarðlögum er þrýstingur orðinn það hár að holrými í jarðlögum lokast. • Grunnvatn, olía og annar vökvi er því bundinn við efstu 3 km jarðskorpunnar.
Landmótun • Fræðigrein sem fjallar um ferli sem móta landslag – yfirborð jarðskorpunnar. • Landmótun er gjarnan skipt í; veðrun, rof og setmyndun. • Landmótun er knúin af sólarorku. Oft kallað útræn öfl til aðgreiningar frá innrænum öflum sem eru ferli sem drifin eru af hrörnun geilsavirkra efna inni í jörðinni.
Landmótun • Veðrun – lýsir niðurbroti jarðlaga. • Rof – lýsir flutningi jarðlags sem hefur veðrast. Oft óljós skil milli veðrunar og rofs. • Setmyndun – efni sem hefur rofist og sest til - rofi lýkur við setmyndun.
Veðrun • Veðrun lýsir niðurbroti bergs – jarðlags. • Veðrun er ýmist aflveðrun, efnasamsetning breytist ekki, eða efna-veðrun, efnasamsetning breytist. • Hér á landi var lengi talið að efnaveðrun væri lítil samanborið við heitari lönd en nú er ljóst að hún er mikil.
Efnaveðrun • Verður við efnahvörf milli jarðlaga og vatns. • Lengi talið að efnaveðrun væri nær engin á Íslandi. • Nú er talið að hún sé með því mesta sem gerist í heiminum. • Efnaveðrun hér að miklu leiti bundin við háhitasvæði. Móberg veðrast hraðar en annað berg.
Aflveðrun á Íslandi • Aflveðrun lýsir molnun bergs án þess að efnahvörf eigi sér stað. • Aflveðrun verður fyrir tilstuðlan vatns er frýs og þiðnar á víxl. Er ráðandi hér og kallast frostveðrun. • Aflveðrun getur orðið fyrir tilstuðlan róta plantna sem þrengja sér inn í sprungur í bergi.
Rof • Rof lýsir flutningi efnis frá veðrunarstað. • Oft er rof flokkað eftir roföflum; sjávarrof, árrof, jökulrof, vindrof, hrun og jarðsil. • Oft getur verið erfitt að greina milli veðrunar og rofs, hvenær veðrun sleppir og rof tekur við.
Rof • Hér á landi hefur rof orðið vegna jökla en á síðustu árþúsundum hafa jökulár grafið djúp gljúfur (t.d. Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum). • Vindrof er nokkuð á gosbeltunum sérstaklega norðan Vatnajökuls. • Sjávarrof er að mestu bundið við ákveðin svæði eins og í Melabökkum og Ásbökkum.
Jökulrof • Bergmylsna fellur á ísinn af fjalllendi sem jökullinn skríður um. • Öskulög falla á yfirborð jökulsins og berast niður að botni hans. • Rof verður við það að bergmolar dragast eftir berggrunninum.
Jökulrof • Jökullinn hvílir með þunga sínum á bergmylsnunni. • Jökulfargið er mest þar sem ísinn er þykkastur og þar verður rofið því mest. • Jökulsorfnir dalir eru því U-laga. • Bergmylsnan molnar niður um leið og hún sverfur bergið undir ísnum. Jökullinn skilar því fínum salla fram við jaðar íssins.
Jöklar hörfa við hlýnandi loftslag. Eftir stendur jökulsorfið land.
Rof á Íslandi • Upphleðsla er það mikil á gosbeltunum að rofs gætir þar lítið. • Utan gosbeltanna er upphleðsla engin og rof allsráðandi. • Landslag er þar mótað af jökulrofi, dalir og firðir eru jökulsorfnir. • Undir núverandi jöklum er rof og þar er að verða til landslag svipað því sem sést utan gosbeltanna!
Flokkun áa • Ár eru flokkaðar eftir uppruna vatnsins í : Lindár, dragár og jökulár. • Lindár koma úr grunnvatnsgeyminum. • Dragár eru rennsli af yfirborði. • Jökulár eru leysingavatn jökla. • Rennsli ánna draga dám af uppruna vatnsins.
Lindár Helstu einkenni: - augljós upptök - jafnt rennsli allt árið - stöðugt hitastig - leggur seint í frostum - grónir bakkar
Laxá í S-Þingeyjarsýslu hefur einkenni lindáa Ár og landmótun
Dragár Helstu einkenni: - óljós upptök - óreglulegt rennsli - hitastig breytilegt - leggur fljótt í frostum - flóðbakkar og ógrónir bakkar
Jökulár • Helstu einkenni: • - koma undan jökuljöðrum • - miklar árstíðabundnar sveiflur í rennsli • - dægursveifla í rennsli • - mjög gruggugar • kvíslóttur farvegur og gljúfur • ósar þeirra einkennast af söndum
Jökulsá á Fjöllum Jökulá
Jökulhlaup Í jökulár koma stundum skyndileg flóð sem kallast jökulhlaup. - jökulhlaup frá jaðarlónum. - jökulhlaup frá háhitasvæðum. - jökulhlaup frá gosum undir jökli.
Jökulhlaup frá jaðarlóni Ef skriðjökull lokar mynni íslauss þverdals safnast vatn í dældina og þegar það er orðið nógu hátt flýtur jökullinn upp og vatnið brýst út undan jöklinum. Þekktust jökul-hlaupa af þessari gerð eru hlaupin úr Grænalóni. Ár og landmótun
Jökulhlaup frá háhitasvæðum. Háhitasvæði eru undir stóru Vatnajökli. Jarðhitinn bræðir jökulinn neðanfrá og stundum safnast vatnið fyrir í dældum undir ísnum. Að lokum kemur að því að jökullinn flýtur upp og vatnið brýst fram í jökulhlaupi. Í kjölfarið myndast miklir sig-katlar í jöklinum. Þekktustu jökulhlaup af þessari gerð eru úr Grímsvötnum og í Skeiðará.
Jökulhlaup frá gosum undir jökli. Í eldgosi undir jökli bræðir kvikan jökulinn uns leysingavatnið nær að lyfta jöklinum og brjóta sér leið fram. Mikiðeðjuhlaup kom niður á Mýrdalssand í kjölfar gossins 1918. Þriðjudaginn 5. nóvember 1996, þremur vikum eftir lok gossins í Gjálp, varð mikið hlaup á Skeiðarársandi. Ár og landmótun
Framburður vatnsfalla Framburður vatnsfalla - Svifaur: Fínkorna set í grugglausn í árvatninu - Botnskrið: Grófkorna set sem dregst með skoppar eftir árbotninum.
Skessuketill • Hringiður myndast yfir holum og skorum í árbotninn. Þessar holur eru jafnan hálf fullar af möl og grjóti sem hringiðurnar hræra í. • Þessi stöðuga hringhreyfing malarinnar slípar innan holurnar þannig að þær verða djúpar, ávalar að innan og kallast skessukatlar. • Mölin í holunni slípast og setkornin verða hnöttótt.
Árset Við árósa dettur straumhraðinn niður og þar fellur allt setið til botns. Við það byggjast upp óshólmar sem með tímanum geta skagað talsvert úr. Setið er lagskipt og skáhallandi, fínt efni fellur til í eðlilegu rennsli en í flóðum verða lögin grófari. Efst er þó setið jafnan fínt og lögin lárétt. Ár og landmótun
Aurkeila Snjóflóð og aurflóð bera efni niður úr gilkjöftum þar sem það byggir smátt og smátt upp aurkeilur.
Fossar • Fossar verða til þar sem ár falla fram af stalli í farvegi sínum. Landslag á Íslandi er mjög ungt ef miðað er við jarðsöguna í heild. Hér er auk þess mikil úrkoma og mikið af stórum og smáum ám og lækjum sem falla ofan í dali sem skriðjöklar ísaldarinnar hafa grafið í bergstaflann. • Fossberi er hart jarðlag oft með veikara lagi undir. Veika lagið kallast þá fossvaldur. Glymur Aldeyjarfoss
Gullfoss Helstu gerðir fossa • Höggunarfossar verða til vegna höggunar (misgengja) og brota í berggrunninum. Öxarárfoss og Gullfoss eru dæmi um höggunarfossa. Gullfoss hefur myndast þar sem tvær misgengissprungur skerast í kross. • Roffossar eru þeir fossar nefndir sem eru eingöngu myndaðir við rof af einhverju tagi. Strútsfoss í Strútsá fellur ofan í jökulsorfin dal líkt og hefur því myndast líkt og flestir fossar á Íslandi. • Stíflufossar eru fossar sem myndast hafa við náttúrulegar stíflur af einhverju tagi t.d. þegar hraunstraumur rennur þvert yfir árfarveg eða eftir honum. Goðafoss er stíflufoss sem myndaðist þegar hraun rann niður Bárðardal. Strútsfoss Goðafoss
Landmótun vatnsfalla ungt landslag • Gil og gljúfur myndast fyrst og fremst í vatnavöxtum í dragám og jökulám og mestu gljúfrin í jökulhlaupum. • Með tímanum hrynja gilbarmarnir og farvegurinn verður í laginu eins og bókstafurinn Y og loks eins og bókstafurinn V. • Þegar lengra líður víkkar v-ið og áin myndar sléttlendi sem hún bugðast um. þroskað landslag
Ungt landslag Dimmugljúfur Merkigil í Skagafirði
Frostveðrun veldur því að með tímanum hrinur úr börmum gljúfranna sem árnar grafa og þau fara að líkjast bókstafnum - Y. Framhaldið verður síðan V-laga form (jöklar mynda U-laga form). Hér á landi er lítið um V-laga dali því flestir dalir eru jökulsorfnir og aðeins 10.000 ár síðan árnar urðu einráðar um myndun sýnilegra dala.