1 / 42

Mannréttindi, fötlun og félagsleg þjónusta

Mannréttindi, fötlun og félagsleg þjónusta. Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir Dósent í Fötlunarfræði Félags og mannvísindadeild, Háskóla Íslands Í samvinnu við Helgu Baldvins- og Bjargardóttur lögfræðing, þroskaþjálfa og meistaranemanda í fötlunarfræði, og

rumer
Télécharger la présentation

Mannréttindi, fötlun og félagsleg þjónusta

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Mannréttindi, fötlun og félagsleg þjónusta Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir Dósent í Fötlunarfræði Félags og mannvísindadeild, Háskóla Íslands Í samvinnu við Helgu Baldvins- og Bjargardóttur lögfræðing, þroskaþjálfa og meistaranemanda í fötlunarfræði, og dr. Rannveigu Traustadóttur, prófessor í Fötlunarfræði

  2. Sjónarhorn til að skilja og útskýra fötlun Þrjár helstu leiðir til að skilja fötlun 1. Galla sjónarhorn/skilningur Lítur á fötlun/skerðingu sem “galla”, „skort“ eða “afbrigðileika” og líf fatlaðs fólks sem persónulegan harmleik 2. Félagslegur og menningarlegur skilningur Hafnar einstaklingsbundnum skilningi á fötlun og telur að félagslegar og menningarhelgar hindranir skapi marga eða flesta erfiðleika sem fatlað fólk þarf að takast á við 3. Tengsla- og samskiptaskilningur Rýnir í tengsl og samskipti milli einstaklings og umhverfis/ samfélags. Fötlun verður til í þessu samspili

  3. Skilningur á fötlun • Félagslegur/ • tengslaskilningur • Áhersla á umhverfi • Fólk er fatlað af samfélaginu, ekki af eigin líkama • Vandinn felst m.a. í mismunun og fordómum • Lausninn er að ryðja hindrunum úr vegin • Einstaklingsbundinn/ • læknisfræðilegur • Áhersla á skerðingu • Skerðingin er rótin að erfiðleikum fólks • Vandinn felst í röskun eða galla sem þarf að laga • Lausninn er að laga einstaklinginn

  4. Félagslegur/tengslaskilningur á fötlun á rætur í: • Andóf og baráttu fatlaðs fólks eftir 1970 og uppreisn gegn undirokun, niðurlægingu, fátækt, útskúfun, innilokun á stofnunum, kröfunni um jafnan rétt og aðgang að samfélaginu, menntun, atvinnu, fjölskyldulífi, heimili

  5. Áhrif félagslegra/tengsla áherslna á WHO, WorldHealthOrganisation

  6. Mannréttindasjónarhorn á fötlun Samningurinn SÞ um réttindi fólks með fötlun er víðtækur mannréttindasamningur sem leggur áherslu á jafnrétti og bann við mismunun á grundvelli fötlunar • Meginmarkmið sáttmálans er að koma á fullum og jöfnum mannréttindum fyrir fatlað fólk • Mannréttindasjónarhornið • staðfestir og ítrekar nýjan skilning á fötlun – félagslegan tengslaskilning • lítur ekki á fötlun sem galla eða afbrigðileika heldur eðlilegan hluta mannlegs margbreytileika • Byggir á því að samfélag sem er raunverulega fyrir alla þarf að taka mið af ólíkum þörfum allra þegna sinna

  7. Af hverju sérstakur sáttmáli? • Það þarf sérstakan mannréttindasáttmála vegna þess að fatlað fólk hefur ekki sömu tækifæri og annað fólk • Séð sem þiggjendur velferðarþjónustu frekar en einstaklingar sem eiga réttindi. • Verður fyrir ójöfnuði – á ekki sama aðgang að menntun, atvinnu, heimili, fjölskyldulíf osfrv • Algengt er að fólk með fötlun verði fyrir fordómum, vanvirðingu, misnotkun og ofbeldi • Fólk með fötlun nýtur ekki alltaf sjálfræðis

  8. Samningur SÞ • Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda og áður hafa verið tryggð en nýi sáttmálinn útlistar hvaða breytingar þarf að gera til að fatlað fólk hafi í raun sömu réttindi og aðrir. • Í sáttmálanum er kveðið á um • þau réttindi sem fatlað fólk á • Hvernig á að gæta þess að fatlað fólk fái þessi réttindi í daglegu lífi • Hvernig verður fylgst með því að aðilarríki geri það sem þau eiga að gera

  9. Mannréttindaáhersla Samningsins felur í sér gagnrýni á “velferð” og þar með á velferðarstefnu Norðurlanda, sem þurfa að rýna í og endurskoða hvaða merkingu „velferð” hefur í tengslum við fatlað fólk

  10. Fullgilding • Ísland undirritaði sáttmálann 30. mars 2007. Í febrúar 2012 höfðu: • 153 lönd undirritað sáttmálann • Undirritun felur í sér: • Skylda ríkis að aðhafast ekkert sem gengur gegn ákvæðum sáttmálans • 110 þjóðir fullgilt sáttmálann

  11. Uppbygging mannréttindasáttmálans Almennur hluti: Greinar 1 – 7 Reglur sem gilda um beitingu og túlkun allra þátta sáttmálans. Markmið, skilgreiningar, meginreglur, skyldur ríkja, jafnrétti og bann við mismunun, fatlaðar konur og fötluð börn Sérstakur hluti: Greinar 8 – 30 Efnisleg réttindi: t.d. aðgengi, réttur til lífs, gerhæfi, frelsi og mannhelgi, sjálfstætt líf án aðgreiningar í samfélaginu, ferðafrelsi og ferlimál, tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs, heimils og fjölskyldu, réttur til menntunar, réttur til heilsu, hæfingar og endurhæfingar, réttur til vinnu o.fl.

  12. Markmið (1. grein) • Grundvallaratriði er jafnrétti • Markmiðið er: • Að fatlað fólk hafi í raun sömu mannréttindi og frelsi og annað fólk • Gæta þess að þessi réttindi og frelsi séu virt • Auka virðingu fyrir fötluðu fólki sem manneskjum

  13. Meginreglur (3. grein) • Veita leiðsögn um hvernig beri að túlka og innleiða efni samningsins • Virðing fyrir mannlegri reisn, sjálfræði, vali og sjálfstæði fatlaðs fólks • Bann við mismunun • Full samfélagsþátttaka • Virðing fyrir fjölbreytileika • Jöfn tækifæri • Aðgengi • Jafnrétti kynjanna • Virðing fyrir réttindum fatlaðra barna

  14. Vitundarvakning (8. grein) • Viðeigandi ráðstafanir • Auka virðingu fyrir réttindum og reisn • Vinna gegn fordómum og staðalímyndum • Efla vitund um framlag og færni • Leiðir: • Börn læri um réttindi fatlaðs fólks • Fjölmiðlar gefi ímynd í samræmi við þessi markmið • Átaksverkefni um fræðslu

  15. Lífseigar Staðalmyndir og áhrif þeirra á skilning almennings á fötlun

  16. Fatlað fólk sem hættulegt

  17. „Lífið ekki þess virði að lifa því“

  18. Vís „Heppinn“http://www.youtube.com/watch?v=Z0Bz69wC2hw

  19. Opinberar myndir af fólki með fötlun Félagslegt og menningarlegt andrúmsloft

  20. Franklin Delano Roosevelt, 1882-1945

  21. Minnismerki frá 1997 og 2001um Franklin D. Roosevelt

  22. Lykilhugtök • Virðing • Virðing fyrir mannhelgi, sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks. • Samningurinn krefst: “Virðingar fyrir fjölbreytileika og viðurkenningar á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannlegu eðli. • Bann við mismunun á grundvelli fötlunar • Aðgreining, útilokun eða takmörkun af hvaða tagi sem er, sem kemur í veg fyrir að fatlað fólk njóti réttinda sinna • Eða þegar ekki er tekið tillit til fötlunar • T.d. Skortur á aðgengi eða þjónustu sem mætir þörfum allra • Jafnrétti og jöfn tækifæri • Að skapa samfélag sem býður alla velkomna og einkennist af félagslegu og efnahagslegu réttlæti) Jafnrétti (5 grein) felur í sér að mismunun vegna fötlunar á að banna með lögum. Fatlað fólk á rétt á viðeigandi aðlögun. Sértækar aðgerðir teljast ekki mismunun • Þetta eru líka lykilhugtök í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf

  23. Sjálfstætt líf (19. grein) • Rétturinn til að velja og hafna: • Velja sér búsetustað. • Hvar og með hverjum. • Fjölbreytt þjónusta: • Heimaþjónusta. • Aðstoð við að taka þátt í samfélaginu. • Koma í veg fyrir einangrun. • Þjónusta fyrir almenning á að standa öllum til boða

  24. Hvað er sjálfstætt líf? • Nokkur grundvallaratriði: • Áhersla á mannréttindi og borgaraleg réttindi fatlaðs fólks og rétt til samfélagsþátttöku á borð við aðra • Sjálfstætt líf gerir fötluðu fólki kleift að stýra eigin lífi og hafa sama val og annað fólk • Persónuleg aðstoð er lykilatriði til að geta lifað sjálfstæðu lífi • Persónulegri aðstoð er stýrt af fötluðu fólki, sem ákveður hver, hvar, hvenær og hvernig aðstoðin er veitt

  25. Sjálfstæði og sjálfstætt líf • Sjálfstæði felst ekki í líkamlegri eða vitsmunalegri færni til að sjá um sig sjálf og framkvæma alla hluti án aðstoðar • Sjálfstæði felst ekki í því að vera einn og út af fyrir sig • Sjálfstæði felst í því að hafa aðgang að þeirri aðstoð sem þarf til að geta tekið þátt í daglegu lífi í samfélaginu til jafns við aðra

  26. Aðgengi (9. grein) • Sjálfstætt líf og full þátttaka krefst: • Aðgengi að efnislega umhverfi og samgöngum • Aðgengi að upplýsingum og samskiptum • Aðstaða innandyra jafnt sem utan • Bein aðstoð og þjónusta milliliða • Internetið og aðrar nýjungar • Ryðja hindrunum úr vegi og setja reglur um lágmarkskröfur.

  27. Fjölskyldulíf (23.grein) • Réttur til að stofna fjölskyldu • Réttur til að ákvarða sjálfur fjölda barna og bil á milli þeirra • Réttur til fræðslu og stuðnings • Réttur til að viðhalda frjósemi • Réttur fatlaðra barna til fjölskyldulífs og þeirrar verndar og umönnunar sem velferð þeirra krefst

  28. Fjölskyldulíf (23 grein) og MDE • Réttur barna til að alast upp hjá fjölskyldu sinni • Krefjist hagsmunir barns aðskilnaðar frá foreldrum sínum ber að leita allra leiða til að halda barni innan stórfjölskyldu • Taka barns af foreldrum er undir engum kringumstæðum réttlætanleg á grundvelli fötlunar, hvort sem um er að ræða fötlun barns eða foreldra. • Rétturinn til friðhelgis fjölskyldu og heimilislífs er verndaður og ekki er heimilt að takmarka þennan rétt nema að uppfylltum ströngum skilyrðum tengdunnauðsyn, meðalhófi, lögbundinni heimild til inngrips. • Undir réttinn til friðhelgis fjölskyldulífs fellur einnig réttur foreldra til samvista við börn sín og til að ráða persónulegum högum þeirra og uppeldi.

  29. Vinna og starf (27. grein) • Vinnumarkaðurinn á að vera opinn öllum. • Vinnu umhverfi sem er sanngjarnt og hvetjandi. • Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu. • Ekki má þvinga fatlað fólk til að vinna. • Vernd stéttarfélaga. • Vernd gegn áreitni. • Viðeigandi aðlögun

  30. Viðeigandi aðlögun: • Nauðsynlegar breytingar (lagfæringar) sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér mannréttindi sín til jafns á við aðra • Skilyrði: • 1) Sérstakt tilvik • 2) Ekki meiri en eðlilegt getur talist • 3) Ekki of íþyngjandi • DÆMI: Lyftarapróf á 30 dögum í stað 5

  31. Félagslegur stuðningur • Tryggja verður rétt fólks til félagslegs stuðnings • Þjónusta við fatlað fólk á að vera þannig úr garði gerð að hún stuðli að fullri þátttöku þess á öllum sviðum samfélagsins • Hafa val um hvar það býr og með hverjum (19 gr.) • Búsetu, fjölskyldulíf, atvinnulíf, menntun…

  32. Samningurinn felur í sér skuldbindingar (4. grein) • Það er ekki nóg að samþykkja lög og reglur heldur þarf að afnema lög, reglur, venjur og starfshætti sem fela í sér mismunun • Auka þarf fræðslu til fagmanna og starfsmanna um réttindi fatlaðs fólks • Stefnumótun og áætlanagerð • Þarf að taka mið af réttindum fatlaðs fólks • Samvinna við fatlað fólk og hagsmuna samtök er lykilatriði

  33. Söguleg tímamót – helstu hornsteinar • Síðustu afgerandi tímamót og söguleg umskipti í málefnum fatlaðs fólks áttu sér stað upp úr 1970 í kjölfar mannréttindabaráttu margra hópa og endurskoðun á gildum samfélagsins. – Þá voru hugmyndafræðin um eðlilegt líf og lokun sólahringsstofnana helstu hornsteinar • Nú stöndum við aftur á alþjóðlegum sögulegum tímamótum í málefnum fatlaðs fólks og nú eru Samningur SÞ, með sínum víðtæku kröfum um jafnrétti og mannréttindi, og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf helstu hornsteinar

  34. Endurnýjun og umbætur í málefnum fatlaðs fólks • Árangursríkar endurbætur, nýsköpun og endurnýjun í málefnum fatlaðs fólks gerist ekki án • Virkrar þátttöku fatlaðs fólks • Hugmyndafræði sem gefur framtíðarsýn, stefnu og grundvöll til að byggja á • Trausts þekkingargrunns • Hér á landi er brýnt að stilla saman strengi til að ná þeim markmiðum sem við stefnum að

  35. Umbæturkrefjast þess að við vinnum saman • Til að umbætur skili árangri þurfa allir hagsmunaaðilar að vinna saman. Skapa verður vettvang fyrir samráð og samstarf. Helstu hagsmunaaðilar sem þurfa að koma að málum eru • Fatlað fólk • Stjórnmálamenn, stjórnendur og fagfólk • Fræðasamfélagið • Skapa þarf vettvang fyrir slíkt samstarf og skilgreina hverjir skuli leiða það • Skilgreina hvaða grundvallarsjónarmið skuli höfð að leiðarljósi

  36. Lykilatriði framþróunar • Ný hugmyndafræði byggð á sjónarhorni mannréttinda með áherslu á jafnrétti og virðingu • Hreyfingar fatlaðs fólks bjóða fram hugmyndafræðinaum sjálfstætt líf sem veitir framtíðarsýn og vísar veg til umbóta sem samrýmast Samninginn og kröfum hans um mannréttindi og jafnrétti

  37. Notendastýrð persónuleg aðstoð • NPA – hugmyndafræði á bak við Notendastýrða persónulega aðstoð byggir á að: • fatlað fólk hafi fulla stjórn á allri aðstoð sem það telur sig þurfa, m.a. Með því að ákveða hver, hvar, hvernig og hvenær aðstoð er veitt • fatlað fólk njóti jafnréttis og taki þátt í samfélaginu.

  38. Sáttmálinn og ítarefni Sáttmálinn á íslensku http://www.felagsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/nr/3496 Sáttmálinn á auðskildu http://throskahjalp.disill.is/media/files/Sattmalinn_med_myndum.pdf Ítarefni af vettvangi Sameinuðu þjóðanna www.un.org/disabilities www.ohchr.org

  39. Tvær greinar Mannréttindi, fötlun og fjölskyldulíf http://vefsetur.hi.is/fotlunarrannsoknir/sites/files/fotlunarrannsoknir/Mannrettindi,%20fotlun%20og%20fjolskyldulif.pdf Jafnrétti til náms. Fatlaðir nemendur við Háskóla Íslands (í vinnslu)

  40. Stephen HawkingNational Portrait Gallery, London

More Related