1 / 35

Draumar Íslendinga - fyrr og nú

Draumar Íslendinga - fyrr og nú. Það er sælt að sofna, og svífa í draumlönd inn. Dáið er alt án drauma og dapur heimurinn. Dáið er alt án drauma – Halldór Laxness. Leyndardómar heimanna.

shayla
Télécharger la présentation

Draumar Íslendinga - fyrr og nú

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Draumar Íslendinga - fyrr og nú Það er sælt að sofna, og svífa í draumlönd inn. Dáið er alt án drauma og dapur heimurinn. Dáið er alt án drauma – Halldór Laxness

  2. Leyndardómar heimanna Leyndardómar draumheimsins hafa ætíð fangað hugi Íslendinga og skapað sérstæða draumahefð sem hefur fylgt þeim frá landnámi og allt til nútímans. Skilin heimanna, draums og vöku, í landi elds og ísa, birtu og myrkurs, hafa verið mönnum hugleikin eins og andleg viðhorf þjóðarinnar fyrr og nú bera vott um: trúin á annan heim/heima er sterk og lifandi.

  3. Trúin á aðra heima -draumar og forspár Forspárdraumar eru þeir draumar sem mestur áhugi hefur verið á og sem mest er til skráð um í gegnum tíðina hér á landi. Þeir koma strax fyrir í Íslendinga-sögunum eins og í Laxdælu, Njálu og Grettissögu en einnig í sögnum af forfeðrum okkar áður en land byggðist og frásögnum af Noregskonungum s.s. í Heimskringlu. Frægur er tákndraumur Gunnhildar fyrir fæðingu og lífshlaupi Sverris birkibeina, sonar hennar og síðar Noregskonungs (sem kom á róttækum þjóðfélagsbreytingum í Noregi) og Snorri segir frá í Heimskringlu.

  4. Draumfræði á Ísland Draumar og þjóðfræðileg nálgun: Sögumenn og skrásetjarar. Bókmenntir, Íslendingasögur. Þjóðsögur, munnmæli. Ævisögur, dagbækur, bréfasöfn, greinar. Draumasöfn, frásagnir af dulrænni reynslu. Draumaráðningar og útgáfa draumaráðningabóka. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns. Fjölmiðlar, útvarp, blöð, sjónvarp.

  5. Draumrannsóknir á Íslandi *Akademískar rannsóknir við Háskóla Íslands. Rannsóknin af Drauma-Jóa 1915. *Svefn og draumar 1928 lífeðlisfræðirannsóknir dr. Bjargar Þorláksson. *Hagnýt sálfræði úti á vettvangi samfélagsins eðli drauma /Matthías Jónasson. *Þessa heims og annars 1978 dr. Erlendur Haraldsson /andleg viðhorf og reynsla. *Meðferðarvinna með skjólstæðinga fagfólk í geðheilbrigðisgeiranum. *Svefnrannsóknadeild við Landsspítala. *Kannanir Skuggsjár: Gallup könnun 2003 svefnvenjur, draumar og andleg viðhorf 18-85 ára. Kannanir á draumum í þjóðtrú og draumum barna. Adrauma – Jói – rannsóknin 1915. Svenf og draumarakademískar rannsóknir við Háskóla íslandsAkakademísk

  6. Gallup könnun Skuggsjár 2003 Vorið 2003 stóðu sálfræðistöðin Strönd akademia og Draumasetrið Skuggsjá fyrir Gallup úthringikönnun um drauma. Úrtakið voru 1200 Íslendingar á aldrinum 18 til 85 ára. Svarhlutfall var 67.5% sem telst býsna gott að mati Gallup í innlendum sem erlendum samanburði. Þáttakendur voru spurðir um reynslu sína af draumum, um draumþemu og minni á drauma, svefn og svefnvenjur, líkamlegt og andlegt ástand sl. hálft ár svo og andleg viðhorf sín og andlega reynslu.

  7. Draumar hafa þýðingu í nútímanum Trúir þú eða trúir þú ekki að draumar hafi merkingu? Trúi ekki 28% Trúi 72%

  8. Draumar hafa þýðingu fyrir dreymandann • Ein merkasta niðurstaða Gallup könnunar Skuggsjár er að 72% Íslendinga á aldrinum 18 til 85 ára telja drauma sína hafa þýðingu fyrir sig; draumar séu ekki bara eitthvert bull. • Samkvæmt þessu eru Íslendingar nútímans trúir þjóðararfinum og ást sinni á draumum og merkingu þeirra fyrir líf sitt og tilveru. • Samfélagslegt mikilvægi drauma í íslensku þjóðfélagi kann að einhverju leyti að tengjast ákveðnu tjáskiptahlutverki, sem sé, að draumar séu stundum farvegur þjóðfélagsumræðu. Með því að tala um drauma er hægt að ræða ýmislegt óbeint sem annars væri óþægilegt eða ekki vel séð að tala um berum orðum.

  9. Draumminni og draumráðningar Enn vantar bæði hér heima og erlendis frekari rannsóknir á minni dreymenda á draumfarir næturinnar. Niðurstöður Gallup könnunarinnar gefa til kynna að fjölmargir Íslendingar á aldrinum 18 til 85 ára muni vel drauma sína, einn draum eða fleiri í viku hverri. Því má velta fyrir sér hvort þetta góða minni sé á drauma sé ekki nátengt aldagömlum áhuga þjóðarinnar á draumum og ráðningum þeirra.

  10. Draumminni og draumráðningar Hversu oft manst þú draum, allan eða hluta úr honum þegar þú vaknar? Minna en 1 sinni á mán. 12,8% Einu sinni í mán. 14,1% 2-3 sinnum á mán. 14,9% Einu sinni í viku 22,6% 2-3 í viku 20,6% Oftar en 3 í viku 15%

  11. Tilbrigðin í leikhúsi næturinnar– flokkar drauma Bæði Gallup könnun Skuggsjár svo og eigindlegar rannsóknir og draumasöfn Skuggsjár gefa til kynna að dreymendur á öllum aldri og af báðum kynjum þekki vel til allra helstu flokka drauma. Draumar birtast ýmist skýrir og auðráðnir eða sem tákndraumar sem ráða þarf í.

  12. Flokkar drauma • Úrvinnsludraumar og ruglkenndir draumar • Endurteknir draumar • Skapandi draumar • Dagdraumar • Skírir draumar (Skírdreymi) og draumleiðsla • Forspárdraumar (Berdreymi), draumsýnir og draumvitranir; örlagadraumar • Samdreymi • Martraðir

  13. Draumþemu/tákn í Gallup könnun Gallup könnun Skuggsjár sýnir fram á að draumar hafa áhrif á dreymandann, m.a. á það hve mjög hann, í vökunni, veltir fyrir sér þemunum og táknunum í draumum sínum og túlkun þeirra. Margvísleg draumþemu greindust, m.a. í athöfnum, tilfinningum, hlutum og formum.

  14. Draumþemu/tákn í Gallup könnun Helstu form voru: Helstu tilfinningar voru: Fólk (algengast 88%) Hús Landslag Herbergi Farartæki Gleði(algengust, 73,6%) Ótti Ástúð Von Kvíði Helstu athafnir voru: Að vera með öðrum(algengast, 78,2%) Að tala Að ferðast Að gera eitthvað skemmtilegt Að deila við aðra/rífast

  15. Að sjá fram í tímann - forspárdraumar Í þjóðmenningu og þjóðtrú og eldri skráðum heimildum hafa algengustu draumþemu og draumtákn löngum verið tengd afkomu, fjölskyldu og vinum í sambúð við óblíða Náttúru. Slíkir draumar vara við og/eða spá fyrir um dauðsföll ástvina, slys og sjúkdóma, uppskeru og fiskveiðar, fæðingar og giftingar, búferlaflutninga, hamfarir í náttúrunni – eins og jarðskjálfta og eldgos. Þessi sömu draumþemu komu einnig sterkust fram í Gallup könnun Skuggsjár 2003.

  16. Draumminni og draumráðningar Í Gallup könnuninni kom fram að 40% aðspurðra mundu eftir að hafa dreymt tákndrauma, 64% höfðu sagt öðrum frá draumum sínum, og 22% höfðu leitað ráðninga á draumum sínum í draumaráðningabókum og 10% höfðu beðið einhvern annan/aðra að hjálpa sér að ráða draum/a sína.

  17. Að sjá fram í tímann- forspárdraumar Trúir þú að draumar geti sagt til um óorðna hluti eða trúir þú því ekki? Trúi ekki 24% Trúi 76%

  18. Að sjá fram í tímann - forspárdraumar Hefur þig dreymt drauma sem hafa sagt til um óorðna hluti? Alltaf 13,6% Stundum 23,5% Sjaldan 21% Aldrei 41,9%

  19. Draumar á meðgöngu - forspárdraumar Merkir draumar á meðgöngu eru þekktir í gegnum söguna bæði draumar sem móðurina hefur sjálfa dreymt og/eða ættingjar og vinir. Slíkir draumar eru gjarnan taldir fyrirboðar um lífshlaup barnsins og oft hafa þeir tengst nafngift. Þá hefur draummaður eða draumkona birst móðurinni og vitjað nafns.

  20. Draumstaðir- forspárdraumar og yfirskilvitleg fyrirbæri Ýmsir staðir á landinu tengjast þekktum draumum og yfirskilvitlegum fyrirbærum. Lómagnúpur hefur t.a.m. komið fyrir í svokölluðum stórum draumum/Örlagadraumum eins og fram kemur í draumi Flosa á Svínafelli af risanum sem gekk út úr fjallinu með járnstaf í hendi. Var draumur hans ráðinn fyrir bana Flosa og fylgismanna hans. Frægur er og draumur séra Jóns Steingrímssonar, eldklerks, fyrir Skaftáreldum 1783. En sjálfur var Jón þekktur af draumum sínum og forspám og hafði verið frá unga aldri.

  21. Draumferðir í aðra heima Draumlífið er fjölbreytt flóra og ferðalögin um víðáttur draumheima margvísleg. Ferðir í álf-og huldufólksheima virðastgjarnan hafa átt sér stað í draumkenndu leiðsluástandi. Oft er um gagnkvæma hjálp að ræða milli íbúa heimanna. Dreymendur flytja með sér ýmislegt um þessa heima sem kann að stuðla að nýrri sýn og auknu umburðarlyndi í mannheimi.

  22. Draumar og draumnæturTímamót í náttúru og mannheimi No 28% Less than 7 hours 32,9% 59,2% 7-8 hours 59,2% Yes 72% Þórsmörk á Nýársnótt. Í íslenskri þjóðtrú eru Nýársnótt, Jólanótt, Þrettándanótt og Jónsmessunótt alveg einstakar draumnætur. Ber dreymendum að huga vel að draumum sínum þessar nætur sem jafnframt tengjast merkum tímamótum í Náttúrunni.

  23. Draumferðir í aðra heima Þjóðtrúin: margt getur reynst ótraust og brigðult í draumvitjunum til hulduheima. Margir ganga þessum nýju öflum á hönd og eiga ekki afturkvæmt. Í þjóðtrúnni var einnig sterk trú á sérstök draumgrös og draumsteina.

  24. Flokkar drauma - Skírdreymi Í Gallup könnun Skuggsjár kom í ljós að fjölmargir höfðu reynslu sjálfir af skírum draumum, svokölluðu skírdreymi, eða um 53% aðspurðra. Þessir einstaklingar höfðu oft eða stundum upplifað skíra drauma; þeir höfðu verið vitandi um að þá væri að dreyma og gátu sumir líkt og horft á drauminn og jafnvel haft áhrif á framvindu hans, sumir höfðu vaknað upp en höfðu síðan haldið áfram að dreyma. No 28% 59,2% Yes 72%

  25. Skyggni og yfirskilvitleg reynsla Hefur þú orðið fyrir reynslu sem þú hefur ekki getað túlkað út frá þekktum efnislegum lögmálum? Nei 47% Já 53%

  26. Skyggni og yfirskilvitleg reynsla Trú á skyggnigáfu og yfirskilvitlega reynslu ásamt trú á huglækningar hefur ætíð verið mikil á Íslandi eða allt frá því fyrstu landnámsmennirnir fluttu með sér fólk (völvur, spásegjara, heilara) sem bjó yfir skyggnigáfu og andlegum hæfileikum til lækninga; það sá heima sem öðrum voru huldir. Enn þann dag í dag er mikið um að Íslendingar leiti leiðsagnar skyggnra einstaklinga og til huglækna. Gallup könnunin 2003 sýnir vel þessar tilhneigingar þar sem 78% aðspurðra trúa á skyggnigáfu í ýmsum myndum.

  27. Skyggni og yfirskilvitleg reynsla Trúir þú mikið, lítið eða ekkert á það að til sé fólk sem búi yfir skyggnigáfu? Mikið 78,3% Hvorki mikið né lítið 7,8% Lítið 9,9% Ekkert 3,9%

  28. Ný von Draumar og sorgarferlið Draumar af látnum eru mjög algengir á Íslandi. Margir tala um breytingar á draumum sínum við lát ástvinar og í sorgarferlinu. Í slíkum draumum virðast Íslendingar segja frá svipuðum draumþemum og greinst hafa annars staðar í heiminum, þemum sem tengjast hugmyndum um Guð, líf eftir dauðann og hinum látna. Úr Laugardalnum, Reykjavík.

  29. Trúin á lif eftir dauðann Trúin á líf eftir dauðann hefur ávallt reynst sterk á Íslandi svo og trúin á mátt bænarinnar. Það er aldagömul hefð að skrá niður frásagnir af yfirskilvitlegri reynslu, bænheyrslu og af huglækningum. Meðal slíkra frásagna er víða að finna merkar draumsagnir af forspám og viðvörunum, draumsýnum, draumvitrunum og draumleiðslu frá bæði leikum og lærðum. Elsta bænahús á Íslandi, Garðakirkja í Skagafirði.

  30. Trúin á líf eftir dauðann Trúir þú mikið, lítið eða ekkert á líf eftir dauðann? Mikið 66,2% Hvorki mikið né lítið 10,9% Lítið 14,6% Ekkert 8,3%

  31. Trúin á mátt bænarinnar Trúir þú mikið, lítið eða ekkert á mátt bænarinnar? Mikið 66,8% Hvorki mikið né lítið 8,3% Lítið 16,4% Ekkert 8,5%

  32. Draumar Íslendinga fyrr og nú –lokaorð og framtíðarsýn * Áhugi á draumum og merkingu þeirra greinist hár sem fyrr meðal yngri sem eldri * Draumar sem mesta umfjöllun fá eru forspárdraumar líkt og á fyrri tíð * Íslendingar þekkja til allra helstu flokka drauma * Áhugi á ráðningum drauma og daumtákna er enn sem áður mikill * Draumminni greinist óvenju hátt og skírdreymi einnig miðað við önnur lönd * Sterk tengsl eru á milli trúar á skyggni og yfirskilvitleg fyrirbæri og trúar á forspá í draumum * Trúin á líf eftir dauðann helst óbreytt og há og er í samræmi við fyrri kannanir * Íslensk draumhefð er sannkölluð þjóðargersemi sem kallar á varðveislu, frekari rannsóknir og erlendan samanburð.

  33. Með ósk um góða drauma og ánægjulega ferð í Draumalandinu!

  34. Do you have nightmares? Hymn of Insomnia(Excerpt) Curse you, sleeplessness, curse you! Can't you leave me alone? Many's the night you've made me Toss in terror and moan, Stealing my strength and vigor With stark and savage might - Where is refuge for wretches Hunted by Norns of night? Jónas Hallgrímsson Often 4,2% Sometimes 16% Seldom 51,6% Never 28,2%

More Related