150 likes | 425 Vues
Handbók um ritun og frágang Kafli 6. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Algengar villur. Í þessum kafla er fjallað um algengar villur og mistök í rituðu máli: mistök í orðavali algengar villur í beygingu orða gallar í setningagerð
E N D
Handbók um ritun og frágangKafli 6 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Algengar villur • Í þessum kafla er fjallað um algengar villur og mistök í rituðu máli: • mistök í orðavali • algengar villur í beygingu orða • gallar í setningagerð • Dæmin eru flest úr nemendaritgerðum og úr fjölmiðlum.
Orðaforði • Stundum er rangt orð valið vegna þess að höfundur er ekki viss um merkingu þess: • Fólkið býr ýmist í staðföstum húsum og tjöldum. • Íbúarnir urðu fyrir hrikalegri niðurbælingu og kúgun. • Stundum má sjá erlend áhrif í orðavali: • Hún tekur eftir móður sinni í útliti.
Beyging fallorða:a) Fornafnatilvísun • Fornöfn vísa oft til nafnorðs sem áður hefur verið nefnt, ýmist í sömu málsgrein eða framar í ritsmíðinni. Gæta verður þess að rétt kyn og tala sé notuð: • Krakkarnir fóru snemma heim vegna þess að þau máttu ekki vera lengur. • Eiturlyf eru stórhættuleg mannfólkinu og líkama þeirra. • Fólk hugsar ekki um aðstandendur sína og enn síður um sjálfan sig.
Beyging fallorða:b) Sambeyging • Nafnorð hafa mikil áhrif á önnur orð í setningu. Ef lýsingarorð, töluorð eða fornafn á við nafnorð þarf að gæta þess að orðið fái sama kyn, tölu og fall og nafnorðið: • Fyrir íbúana er dýr eins og uxinn alveg lífsnauðsynlegur. • Krakkarnir eru öll þreytt eftir útileguna.
Beyging fallorða:c) Fallstjórn • Í íslensku geta orð úr flestum orðflokkum stýrt falli en oftast eru forsetningar og áhrifssagnir fallvaldar. Hver sögn stýrir ákveðnu falli og ef vafi leikur á því hvaða fall það er verður að fletta því upp í orðabók: • Honum tókst að klúðra Ameríkuferðina sína. • Það eykur hættu á villum ef langt er á milli fallvalds og orðanna sem hann stýrir fallinu á: • Spretta varð léleg vegna óvenjulegra þurrka um sumarið, áburðarskorti og lélegu útsæði.
Beyging fallorða:d) Fallmynd • Algengt er að röng fallmynd sé valin, einkum þegar um vandbeygð orð er að ræða eða orð sem eru ekki í daglegum orðaforða: • Allt breytist eftir að kúin kemur heim á bæinn. • Umbæturnar geta leitt til aukinnar nýtingu á jarðvarma.
Beyging sagnorðaa) Aðlögun sagnar að frumlagi • Frumlag í nefnifalli ræður persónu og tölu sagnarinnar sem fylgir. • Þetta vill stundum gleymast, einkum með eintöluorðum sem hafa fleirtölumerkingu (t.d. fjöldi, aragrúi, fólk, hópur o.fl.) • Mikill fjöldi unglinga rétt skríða í gegnum samræmdu prófin.
Beyging sagna:b) Hættir sagna • Erfitt er að gefa reglur um hvenær skuli nota framsöguhátt og hvenær viðtengingarhátt. • Meginreglan virðist sú að það séu undanfarandisagnir sem ráða hvor hátturinn er notaður. • Í aukasetningum sem byrja á samtengingunni að er viðtengingarháttur oft notaður á eftir sögnum sem fela í sér ósk eða óvissu og eins á eftir sögnum og orðatiltækjum sem merkja frásögn eða dóm um eitthvað. Ef um fullyrðingu er að ræða er frekar notaður framsöguháttur: • Sumir segja að þar séu krossgötur. • Sér hún að þar eru krossgötur. • Það var sagt að hann væri fífl. • Það er staðreynd að hann er fífl.
Beyging sagna:c) Ópersónuleg sögn • Ópersónulegar sagnir laga sig ekki að frumlagi í persónu og tölu. • Frumlag þessara sagna er í aukafalli (t.d. dreyma, langa, vanta o.fl.) • Öllum langaði að halda áfram. • Það veldur ruglingi að sagnir með sama útlit geta verið ýmist persónulegar eða ópersónulegar: • Hann fellur áreiðanlega á bílprófinu. • Honum fellur það fremur illa.
Setningagerð:a) Runur • Langar illa hugsaðar og klaufalega myndaðar málsgreinar. • Einkum er hætta á runum þegar skrifað er í fljótheitum án þess að skrifin séu hugsuð og skipulögð fyrirfram. • Sjá dæmi á bls. 57-58.
Setningagerð:b) Druslur • Málsgreinar sem ekki hafa eðlilega framvindu miðað við upphafið. • Höfundur er óviss um myndun málsgreina og setur punkt eins og af handahófi. • Sjá dæmi á bls. 58.
Setningagerð:c) Kommusplæsing • Þegar tvær ólíkar málsgreinar eru settar saman með kommu þar sem eðlilegra væri annaðhvort að setja punkt og hefja nýja málsgrein eða nota tengingu. • Sjá dæmi á bls. 58.
Setningagerð:d) Tilvísunarsetningar • Aukasetningar tengdar með sem (eða er) nefnast tilvísunarsetningar. • Þær standa yfirleitt með nafnorði eða fornafni og fer heldur illa á því í íslensku að láta þær standa með heilli setningu eins og stundum er gert: • Margir unglingar neyta áfengis um hverja helgi sem er slæmt. • Best er að láta tilvísunarsetninguna vísa til næsta nafnorðs eða fornafns á undan: • Sumir telja hættuna sem stafar af úða úr spreibrúsum eða ýridósum eins og þeir heita í nýju ensku orðabókinni sem eyðileggur ósonlagið.